Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Qupperneq 8
Sigur Ögmundar Þegar þjóðin fellir Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni verð- ur það í senn áfellisdómur um þá samninga sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hol- lendinga og sigur Ögmundar Jónas- sonar sem sagði af sér sem ráðherra í mótmælaskyni við þá. Þetta segir Hannes Hólm- steinn Gissurar- son, prófessor í stjórnmálafræði, á bloggsíðu sinni á Pressan.is. Hann segir afstöðu ráðherra rík- isstjórnarinnar til þjóðaratkvæða- greiðslunnar sýna að þeir séu ráða- lausir. „Þessir ráðherrar vita jafnvel og aðrir, að Icesave-lögin, sem forseti synjaði staðfestingar, munu verða felld úr gildi í atkvæðagreiðslunni. Um leið yrði slík niðurstaða áfellis- dómur um þá samninga, sem stjórn- in gerði við Breta og Hollendinga, og sigur þess ráðherra, sem sagði af sér í mótmælaskyni við þá,“ segir Hann- es og vísar til Ögmundar. 8 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FRÉTTIR Ekki fórna sjómönnum „Það hlýtur að vera misskilningur hjá einhverjum stjórnarþingmönn- um að stjórnvöld verði að bakka með að leigja sjálf út skötuselskvóta til að bjarga stöðugleikasáttmálan- um,“ segir Grétar Mar Jónsson, skip- stjórnarmaður og fyrrverandi þing- maður Frjálslynda flokksins. „Hér í Sandgerði og víðar hafa kvótalitlar og kvótalausar útgerðir beðið í ofvæni eftir frumvarpinu um breytingar á fiskveiðistjórnuninni og útleigu ríkisins á skötusel. Í gær réru aðeins 4 bátar af 60 héðan úr Sand- gerði vegna þessa.“ Grétar Mar telur að verði útleigu á skötuselskvóta frestað í þágu sátta við stórútgerðina kosti það um 100 sjómenn vinnuna og ríkið verði af 240 milljóna króna tekjum af útleig- unni til útgerðanna. Braut rúður hjá sinni fyrrverandi Ein líkamsárás var kærð til lögregl- unnar í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið en hún átti sér stað fyrir utan heimahús síðdegis 22. febrúar. Þar hafði maður sem vildi komast inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar lent í útistöðum við mann sem reyndi að koma í veg fyrir það. Endaði þessi ágreiningur með handalögmálum án þess þó að um alvarlega áverka væri að ræða. Jafnframt braut þessi maður allar rúður í útidyrahurð húss fyrrverandi sambýliskonunnar. Þarna var að verki sami maður og ruddist óboðinn inn til fyrrver- andi sambýliskonu sinnar í vikunni þar áður. Þjóðaratkvæðagreiðslan um síð- ari Icesave-lögin sem fram fer um helgina eftir að forseti Íslands synj- aði þeim staðfestingar í byrjun árs, snýst um hvort lögin eigi að halda gildi sínu eða ekki. Þrátt fyrir að for- setinn hafi synjað lögunum tóku þau gildi og það er því í höndum þjóðarinnar að ákveða hvort þau eigi að gilda eða ekki. Verði lögin felld í kosningu, eins og yfirgnæf- andi líkur eru á, munu lögin sem Al- þingi samþykkti síðasta sumar taka gildi á nýjan leik. Þau lög eru hins vegar staðlausir stafir í augum Hol- lendinga og Breta og allar líkur á að þau verði einnig felld úr gildi. Munurinn á þessum lögum snýst í einfölduðu máli um efnahagslega fyrirvara Alþingis frá því seinasta sumar á skuldbindingum vegna Ice save. Í raun er því verið að kjósa um hvort efnahagslegir fyrirvarar Alþingis frá því í sumar eigi að taka gildi, en þá er nauðsynlegt að semja upp á nýtt, því hvorki Bretar né Hol- lendingar fallast á þessa fyrirvara. Ekki er kosið um hvort Íslendingar eigi að borga Icesave eða ekki. Fyrirvarar út Undarleg staða er komin upp í kringum kosningar helgarinnar, þar sem nýjasta tilboð viðsemjenda okkar er hagstæðara fyrir Ísland en bæði fyrri og síðari Ice save-lögin. Allt bendir því til þess að kosn- ingarnar muni fyrst og fremst vera táknræn synjun á lögunum, hver svo sem framvinda málsins verður eftir kosningar. Þetta verður jafn- framt í fyrsta sinn sem þjóðin kýs um lagafrumvarp sem forseti hef- ur synjað. Í lögunum frá því í ágúst 2009 er kveðið á um margs konar efna- hagslega fyrirvara vegna greiðslu- getu Íslands. Meðal annars að rík- isábyrgð verði grundvölluð á því að fjárhagsleg byrði hennar verði inn- an viðráðanlegra marka, þannig að Ísland geti endurreist fjármála- og efnahagskerfi sitt. Ríkisábyrgð skal samkvæmt þeim lögum vera mið- uð við hámark á greiðslum úr rík- issjóði og árin 2017 til 2023 er mið- að við 4 prósent af vexti vergrar landsframleiðslu vegna lánasamn- ings við breska ríkið. Samningur- inn við Hollendinga kveður á um að að hámarki 2 prósent af vergri landsframleiðslu, mælt í evrum, verði notuð til að greiða skuldina við Hollendinga. Samkvæmt lög- unum áttu þessi hlutföll að verða helmingi lægri árin 2016 og 2024. Í seinni Icesave-lögunum hafa málsgreinarnar sem fjalla um fyrir- varana verið felldar út í heild sinni og því um að ræða nærri skilyrðis- lausa endurgreiðslu. Skilyrðislaus ríkisábyrgð Helsta óánægjuefnið er með vaxtakjörin á lánasamningunum við Breta og Hollendinga. Mið- að við 5,55 prósenta vexti falla 892.789  krónur á hvern Íslend- ing. Ef Íslendingar næðu að semja við Breta og Hollendinga um betri lánskjör myndu greiðslur á hvern Íslending lækka strax. Ef vextirn- ir yrðu 5 prósent myndi heildar- skuldin lækka um vel á þriðja tug milljarða og hver Íslendingur þyrfti fyrir vikið að borga um 31 þúsund krónum minna, sé miðað við að 88 prósent af eignum Landsbankans endurheimtist. Annar stór munur á fyrri og seinni Icesave-lögunum, sem fjall- að er um í grein sem Lárus L. Blön- dal hæstaréttarlögmaður skrifaði ásamt lagaprófessorunum Sigurði Líndal og Stefáni Má Stefánssyni, er að snúið er til baka til þess horfs sem lánasamningarnir við Breta og Hollendinga voru upphaflega í, að ríkisábyrgðin er aftur orðin skilyrð- islaus hluti af lánasamningunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-skuldbindingarnar snýst um hvort fyrirvarar Al- þingis á ríkisábyrgð frá því í sumar eigi að gilda. Hollendingar og Bretar hafna þeim. Munurinn á fyrri lögunum og þeim seinni er sá að ríkisábyrgðin er ótímabundin og engir fyrirvarar um stöðu Íslands eru í seinni lögunum. ÞETTA KJÓSA ÍS- LENDINGAR UM VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Gengið til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þarf að greiða atkvæði um Icesave-lögin eins og hver annar Íslendingur á laugardaginn. n Hvað er það í fyrri Icesave- lögunum sem hefur verið fellt út í seinni Icesave-lögunum? 1) Gildistími ríkisábyrgðar var til 5. júní 2024. 2) Efnahagsleg viðmið sem sett voru við hámark af vexti vergrar landsframleiðslu á hverju ári. Þetta átti að tryggja að greiðslur yrðu viðráðanlegar. 3) Ef dómstólar úrskurða að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð geti það losnað undan ríkisábyrgðinni. Fellt út n Hvernig breytist Icesave- skuldin við lægri vexti? Vextir Hver Íslendingur skuldar 5,55% 892.789 kr. 5,0% 861.748 kr. 4,75% 827.155 kr 4,5% 793.499 kr. 4,0% 728.927 kr. 3,5% 667.890 kr *Miðað við að eignir Landsbankans dugi upp í 88% af höfuðstól Icesave-skuldarinnar. Skuldabyrgðin Undarleg staða er komin upp í kringum kosningar helgarinnar, þar sem nýjasta tilboð viðsemj- enda okkar er hagstæð- ara fyrir Ísland en bæði fyrri og síðari Icesave- lögin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.