Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Blaðsíða 14
ER NETVERSL- UNIN ÖRUGG? Á vefsíðunni shoppingassistant. com er á auðveldan hátt hægt að ganga úr skugga um hvort óhætt sé að treysta tiltekinni vefverslun fyrir peningunum þínum. Forritið heitir Hávörður á íslensku en hægt er að leita á fjömörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Þú slærð ein- faldlega inn heiti vefsvæðisins sem þú vilt athuga í leitarreit- inn og forritið segir hvenær lén- ið var stofnað og leiðir fólk að upplýsingum um það sem aðrir neytendur hafa skrifað um fyr- irtækið að baki vefsíðunni. n „Frönsku kartöflurnar voru hvítar og næstum alveg hráar auk þess sem hamborgarinn var svo þurr að ég hef aldrei vitað annað eins,“ sagði óánægður viðskiptavinur Metro. Hann sagðist reglulega hafa borðað á McDonalds áður en Metro kom til sögunnar en mikill munur væri á gæðum matarins. n Veitingastaðurinn Domo fær lofið fyrir vel úti látna skammta og bragðgóðan mat á viðráðanlegu verði. Ánægður viðskiptavinur keypti sjávarréttasúpu sem var svo vel úti látin að hann sat við borðið fram undir miðnætti. „Ég tímdi ekki að leifa þessum frábæra rétti,“ sagði viðskiptavinurinn í skýjunum. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 201,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 202,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 199,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 200,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 192,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 189,3 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 192,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,4 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 200,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 14 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 NEYTENDUR EKKI BORGA „Ég hvet alla lánþega til að skoða stöðu sína gagnvart lán- veitanda og sækja rétt sinn hik- laust. Með því að borga umfram greiðsluskyldu eru lánþegar að kasta fjármunum sínum í botn- lausan pytt og verður að öllum líkindum ómögulegt að endur- heimta þá fjármuni síðar, nema þá með gríðarlegum afföllum,“ segir Guðmundur Andri Skúla- son, stofnandi Samtaka lán- þega. Hann hvetur þá lánþega sem eru með gengistryggða samninga til að reikna út áætl- aða inneign sína, miðað við að lánin séu ólögleg og í framhald- inu að krefjast þess að komandi greiðslur verði skuldajafnaðar á móti þeirri inneign sem mynd- ast hefur vegna ofgreiðslu. Vef- síða samtakanna er gandri.com. Á KAFI Í MYNTKÖRFUNNI Bakari fór af landi brott til að borga skuldir, ungur sjómaður á trillu ótt- ast gjaldþrot og sá þriðji, ungur námsmaður, ákvað að slá lán fyr- ir bílnum sínum í stað þess að selja hlutabréf sem hann átti og hefði far- ið langt með að borga upp bílinn. DV ræðir í dag við þrjá unga menn sem eiga það sameiginlegt, með 40 þúsund Íslendingum, að hafa tekið myntkörfulán til að fjár- magna bifreiðakaup fyrir efnahags- hrunið. Bakari til Noregs Eyjólfur Jónsson er 26 ára bakari sem ákvað að flytja til Noregs til að freista þess að greiða upp skuldir sínar. Eyj- ólfur, sem er einstæður og barnlaus, tók 2,4 milljóna króna lán haustið 2008, rétt fyrir efnahagshrunið. Hann skuldar 4,6 milljónir króna í dag og ætlar að freista þess að grynnka á skuldunum með því að vinna í Nor- egi í eitt ár. Hann segir launin góð í Noregi og líkar vel að vera þar. Eyj- ólfur er afar ósáttur við aðgerðaleysi banka og stjórnvalda þegar kem- ur að vanda heimilanna en var svo gæfusamur að geta leigt bílinn sinn á meðan hann er úti. Segir sökina hjá sér Hlöðver Ingi Gunnarsson, 24 ára nemi í Evrópu- og kennslufræðum, hefði getað selt hlutabréf í Kaup- þingi og Exista til að fjármagna að mestu kaup á tveggja millj- óna króna bíl sem hann keypti í febrúar 2008. Hann kaus að taka gengistryggt lán og situr því eftir með verðlaus bréf og lán sem hef- ur hækkað um 50 prósent. Hann skuldar um þrjár milljónir króna fyrir bílinn en segir að hann beri sjálfur sökina að stærstum hluta þó forsendubrestur sé alger. Honum finnst skrítið hve fúsar lánastofnan- ir voru til að lána ungu fólki. Hann hafi varla þurft að nefna þetta við bankann. Hlöðver tókst líka að lána bílinn sinn öðrum. Óttast gjaldþrot Aðalsteinn Tryggvason er 29 ára gamall sjómaður sem býr á Akureyri. Hann á litla trillu og rær til fiskjar til að framfleyta þriggja manna fjöl- skyldu. Aðalsteinn tók við 1,4 millj- óna króna myntkörfuláni í júlí 2007 en skuldar í dag 2,7 milljónir króna þrátt fyrir að vera búinn að missa bíl- inn. Hann er afar ósáttur við hvernig Lýsing hefur staðið að málum og seg- ir þá rukka tvöfalt fyrir slit á bílnum. Aðalsteinn óttast gjaldþrot ef ekkert verður að gert. Skuldar helmingi meira Þetta er staða þriggja manna á þrí- tugsaldri, sem DV ræðir við í dag. Þeir, ásamt 40 þúsund Íslending- um sem tóku myntkörfulán fyrir bif- reiðakaupum, binda vonir sínar við að Hæstiréttur staðfesti dóm Áslaug- ar Björgvinsdóttur héraðsdómara, sem felldi þann úrskurð að tenging lána við gengi væri ólögmæt. Þó flestum sem tóku gengis- tryggð lán hefði mátt vera ljóst að þeim gæti fylgt nokkur áhætta bjuggust fáir við því að lánin gætu ríflega tvöfaldast á einu ári. DV reiknaði út á dögunum að sá sem tók gengistryggt bílalán sumarið 2007 skuldar núna helmingi meira en sá sem tók verðtryggt lán á sama tíma. DV ræðir í dag við þrjá unga menn sem tóku myntkörfulán fyrir hrun. Einn þeirra hef- ur fjölskyldu á framfæri sínu en hinir eru einstæðingar. Lánin þeirra hafa hækkað um 50 til 100 prósent á einu til tveimur árum. Þessir menn, ásamt tugþúsundum annarra Íslendinga, binda vonir við að Hæstiréttur staðfesti þá túlkun héraðsdóms að ólöglegt sé að tengja lán við gengi annarra gjaldmiðla. Bannað Tenging lána við erlenda mynt er ólögmæt, samkvæmt héraðsdómi. Eyjólfur Jónsson fór til Noregs til að geta borgað skuldir: TÓK LÁNIÐ MÁNUÐI FYRIR HRUN „Ég borgaði 36 þúsund krónur fyrsta mánuðinn. Svo fór allt í klessu,“ segir Eyjólfur Jónsson, 26 ára bak- ari. Eyjólfur tók 2,4 milljóna króna myntkörfulán haustið 2008, rétt fyrir efnahagshrunið. Eftir að afborgan- irnar meira en tvöfölduðust ákvað hann að flytja til Noregs í eitt ár, með það að markmiði að geta greitt nið- ur skuldir. Bíllinn sem Eyjólfur keypti er af gerðinni Subaru Legacy, árgerð 2006. Hann segir að ef hann væri heppinn gæti hann selt bílinn á 1.800 þúsund krónur í dag. Þá sæti hann uppi bíllaus með þriggja millj- óna króna skuld enda hefur lánið, sem var tekið í jenum og svissnesk- um frönkum, hækkað um helming og stendur nú í um 4,6 milljónum króna. Allir að gera upp á bak Eyjólfur er, ekki frekar en aðrir, ánægður með ástandið á Íslandi. „Ég er auðvitað ósáttur við hvern- ig þetta fór. Það er ekkert að gerast í þjóðfélaginu og mér finnst allir vera að gera upp á bak; bæði ríkisstjórn- in og bankarnir,“ segir hann. Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að taka myntkörfulán seg- ir Eyjólfur að honum hafi verið ráð- lagt það af bílasalanum sem seldi honum bílinn. Honum hafi auk þess litist ágætlega á þess háttar lán, þótt þeim gæti fylgt einhver áhætta. „Ég var búinn að reikna með að borga 36 þúsund krónur á mánuði og ég réð vel við það,“ segir Eyjólfur sem hefur farið þá leið að frysta lánið. „Þeir buðu mér þrjá Það er ekkert að gerast í þjóð- félaginu og mér finnst allir vera að gera upp á bak. Staða láns í upphafi* Staða láns nú* Annað* Aðalsteinn 1.400.000 kr. 2.700.000 kr. Búinn að missa bílinn Eyjólfur 2.400.000 kr. 4.600.000 kr. Leigir öðrum bílinn Hlöðver 2.000.000 kr. 3.000.000 kr. Leigir öðrum bílinn Samkvæmt þeim sjálfum. Námundað. Svona standa lánin þeirra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.