Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 FRÉTTIR
Kostnaður ÍSÍ vegna Vetrarólympíuleikanna í Kanada nemur 12 milljónum króna. Með fjórum keppend-
um þjóðarinnar ferðaðist þrettán manna fylgdarlið, þar af fjórir makar háttsettra forsvarsmanna íþrótta-
hreyfinga sem gistu á fimm stjörnu hóteli. Keyptir voru gallar á allan hópinn fyrir ferðina.
ÍSÍ-FORYSTAN Í
LÚXUS Í KANADA
Þrettán manna fylgdarlið ferðaðist til
Vancouver í Kanada með þeim fjórum
Íslendingum sem þar kepptu í alpa-
greinum á Vetrarólympíuleikunum. Af
þessum þrettán voru fjórir háttsettir í
íþróttahreyfingum og makar þeirra.
Samanlagður kostnaður Íþróttasam-
bands Íslands, ÍSÍ, er tólf milljónir
króna.
Fyrir utan stjórnendurna fjóra og
maka þeirra fóru fimm starfsmenn út
sem hjálpuðu keppendunum en hóp-
urinn kemur heim í dag. Fjórmenn-
ingarnir, stjórnendur íþróttahreyfing-
anna sem fóru út, voru þau Ólafur E.
Rafnsson, forseti ÍSÍ, Líney Rut Hall-
dórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ,
Daníel Jakobsson, formaður Skíða-
sambands Íslands, og Friðrik Einars-
son, formaður afrekssviðs ÍSÍ.
Sambandið
greiðir fyrir fatnað, gistingu og uppi-
hald allra, líka makanna, fyrir utan
Daníel en Skíðasambandið greiðir fyr-
ir hann kostnaðinn. Þegar ferðakostn-
aður er dreginn frá er reikningur ÍSÍ
vegna leikanna tíu milljónir króna fyr-
ir búnað, fatnað, gistingu og uppihald.
Dressað upp
Ferðalag keppnishópsins stendur í
24 daga samanlagt en hann lagði af
stað 8. febrúar síðastliðinn og kemur
heim í dag. Áður en haldið var af stað
voru allir ferðalangarnir, keppend-
ur og fylgdarlið, þar með taldir mak-
ar stjórnendanna fjögurra, klæddir
upp á í nýja skíðagalla og aukafatnað á
kostnað ÍSÍ. Um er að ræða skíðagalla,
léttar buxur, treyju, bol og skó
en reikningurinn fyrir því slagar hátt í
þrjár milljónir króna, samkvæmt upp-
lýsingum frá ÍSÍ.
Líney staðfestir að kostnaður sam-
bandsins sé tólf milljónir króna en að
endanlegt uppgjör liggi ekki fyrir. Að-
spurð segir hún að allur hópurinn hafi
fengið nýja galla og skó áður en lagt
var af stað. Hún bendir á að keppnis-
reglur leikanna séu mjög strangar og
því hafi þetta verið nauðsynlegt. „Já,
það er bara eins og kröfur eru gerð-
ar um varðandi merkingar á öllum
fatnaði. Við þurfum að sjá til þess að
keppendur og aðstoðarfólk sé í réttum
fatnaði. Það gerum við fyrir hverja ein-
ustu leika. Þetta er mikill búnaður sem
þarf að vera til staðar og kostnaðurinn
er því hár. Allir þeir sem koma að lið-
inu þurfa að vera í þessum fatnaði og
makarnir líka. Það er margt sem fylg-
ir þessu og við komumst því ekki hjá
þessum kostnaði,“ segir Líney.
Fínasta hótel
Ferðakostnaður hópsins, flug og rútu-
gjöld, nemur um það bil 150 þúsund
krónum á hvern og einn ferðalang
en makar stjórnendanna greiða sjálf-
ir fyrir flug sitt. Samanlagður ferða-
kostnaður hópsins er samkvæmt því
tæpar tvær milljónir króna og eru það
því tíu milljónir sem fara í annað; fatn-
að, gistingu og uppihald.
Starfsmennirnir fimm og kepp-
endurnir fjórir gistu í svokölluðu ól-
ympíuþorpi en þar gista þeir í íbúð-
um. Fjórmenningarnir og makar
þeirra gistu aftur á móti á fínustu
hótelum í Vancouver, á kostnað
íþróttahreyfingarinnar. Gist var ann-
ars vegar á Marriot-hótelinu í miðborg
Vancouver og hins vegar á Fairmont-
hóteli nærri alþjóðaflugvellinum í
borginni. Líney bendir á að gerð sé
krafa um nærveru forseta og fram-
kvæmdastjóra sambandsins á leikun-
um. Aðspurð segir hún hafa farið vel
um allan hópinn. „Það er beinlínis
ætlast til þess að við Ólafur séum hér.
Það hefur farið mjög vel um okkur en
þetta er ágætis hótel. Makarnir borga
flugið en við þurftum hvort sem er að
taka gistingu fyrir stjórnarmennina.
Kostnaðurinn er svo gerður upp í lok-
in,“ segir Líney.
Takmarkaður árangur
Keppendurnir fjórir náðu ekki góð-
um árangri á þessum Ólympíuleikum
í Kanada. Hvorki Björgvin Björgvins-
son né Stefán Jón Sigurgeirsson náðu
að ljúka ferð í svigi en aðstæður eru
sagðar hafa verið mjög erfiðar. Stefán
Jón varð síðan 45. af 64 keppendum
í risasvigi karla. Í þeirri sömu keppni
sleppti Árni Þorvaldsson úr hliði í
miðri braut og þurfti því að hætta
keppni. Írisi Guðmundsdóttur hlekkt-
ist einnig á í risasvigkeppni kvenna og
lauk þar með þátttöku.
Þrátt fyrir takmarkaðan árangur
segir Líney ferðina hafa gengið mjög
vel. „Ferðin sjálf hefur verið mjög fín
fyrir hópinn og skipulagið til fyrir-
myndar. Þetta hefur gengið nokkuð
vel þó svo að aðstæður í brautunum
hafi verið erfiðar. Það eru allir kátir
með ferðina fyrir utan árangurinn. En
svona er þetta sport bara,“ segir Líney.
Ólafur E. Rafnsson, forseti
ÍSÍ, og maki
Líney Rut Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri ÍSÍ, og maki
Daníel Jakobsson, formaður
Skíðasambands Íslands, og maki
Friðrik Einarsson, formaður
afrekssviðs ÍSÍ, og maki
Ólympíuhópur Íslands í Vancouver 2010:
Starfsmennirnir:
Andri Stefánsson, aðalfararstjóri
Guðmundur Jakobsson, flokksstjóri
Pavel Cebulj, þjálfari
Primoz Skerbinek, þjálfari
Mundína Ásdís Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari
Samtals: 5 einstaklingar
Keppendurnir:
Árni Þorvaldsson, Skíðafélagi Dalvíkur
Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur
Íris Guðmundsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar
Stefán Jón Sigurgeirsson, Skíðadeild Ármanns
Samtals: 4 einstaklingarFORYSTAN: 8 EINSTAKLINGAR
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Allir þeir sem koma að liðinu
þurfa að vera í þessum
fatnaði og makarnir líka.
Allir kátir Líney segir hópinn
mjög ánægðan með ferðina
þrátt fyrir að árangurinn hafi
verið undir væntingum.
Lúxusgisting Stjórnendur gistu á fínum hótelum í Vancouver, meðal annars á 5
stjörnu Fairmont-hótelinu nærri flugvellinum sem hér sést.
Tólf milljónir Samanlagður kostnaður ÍSÍ vegna
Ólympíuleikanna í Kanada er í kringum tólf milljónir og
stór hluti hans fór í að klæða hópinn upp fyrir ferðina.