Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 FRÉTTIR BANKINN HELDUR EKKJU Í STOFUFANGELSI Guðrún Andrea Einarsdóttir missti manninn sinn í janúar síðastliðnum og berst nú ein við að halda fjárhag heimil- isins í lagi. Eftir nákvæma útreikninga bað hún bankann sinn um aðstoð til að geta komist af hvern mánuð. Því synjaði Íslandsbanki og ekkjan situr sár eftir. „Sjálf er ég búin að reikna nákvæm- lega út greiðslugetu mína og því leit- aði ég til bankans með þessa beiðni. Ég fékk neitun til baka,“ segir Guðrún Andrea Einarsdóttir, ekkja og þriggja barna móðir úr Vogum á Vatnsleysu- strönd. Guðrún missti eiginmann sinn af slysförum í janúar síðastliðnum. Hún sér nú ein fyrir þremur börnum sínum og á erfitt með að láta enda ná sam- an. Hún ákvað að setjast niður með reiknivélina og fann út leið til að geta boðið börnum sínum upp á eitthvað annað en að vera föst heima hjá sér. Þeirri leið, sem fól í sér að Guðrún myndi borga upp höfuðstól tæplega fimm milljóna króna láns og fá um það bil 1,5 milljóna verðbætur niður- felldar, hafnaði Íslandsbanki alfarið. Mjög svekkt Guðrún er sár út í bankann sinn og bendir á að hún hafi ávallt staðið í skil- um. Hún telur neitun bankans hafa komið of fljótt fram án frekari íhugun- ar þar sem hún sé nú ekkja með þrjú börn á sinni framfærslu. „Ég er rosa- lega svekkt og sár. Það er ekki eins og ég sé með þessi erlendu lán eða bíla- lán heldur einfalt, íslenskt, verðtryggt lán með óhagstæða vexti. Því leitaði ég til bankans í þeirri von að geta gert upp óhagstætt lán og gerði þeim til- boð til að klára þetta. Ég bauð bank- anum 5 milljónir þannig að lánið væri frá og afborganirnar myndu lækka hjá mér. Í raun yrði þetta ein og hálf millj- ón sem yrði niðurfelld en þannig gæti ég haft það af með sæmilegum hætti,“ segir Guðrún. „Ég er ekki að fara fram á mik- ið. Eftir nákvæma útreikninga sé ég að ég ræð við þetta svona en bank- inn neitaði. Hann bauð mér í staðinn greiðsluaðlögun sem felur í sér höfuð- stólslækkun en þá verða lánin verð- tryggðu óverðtryggð og þá sýnist mér lánið bera hærri vexti og jafnvel hærri afborganir en áður var. Ég skil ekki hvernig það getur komið betur út fyr- ir mig.“ Alltaf í skilum Aðspurð segist Guðrún ávallt hafa staðið í skilum hjá bankanum og er svekkt sé horft til afskrifta auðmanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðl- um. „Ég horfi þannig á þetta að ég verð að geta leyft börnunum mínum eitt- hvað en það get ég ekki eins og stað- an er núna. Þegar neitunin kom trúði ég því varla og leitaði til útibússtjór- ans en þar fékk ég endanlega neitun. Eftir þessa neitun get ég lítið gert með börnunum,“ segir Guðrún. „Þegar tekjur mínar hafa verið reiknaðar saman, og þá tek ég meira að segja barnabæturnar inn í, er ég í miklum mínus sé horft til framfærslu- kostnaðar einstæðrar móður með þrjú börn, samkvæmt töflu Ráðgjafar- stofu heimilanna. Ég hef alltaf staðið í skilum og nú sýnist mér vera að sann- ast að það fólk fær enga hjálp.“ Missti manninn Eins og áður sagði fylgdi Guðrún eig- inmanni sínum til grafar í janúar síð- astliðnum og hefur síðan þá verið að vinna úr fjármálum heimilisins. Hún taldi sig hafa fundið leið til að koma þeim í rétt horf þannig að hún gæti veitt börnum sínum betri framtíð. „Ég er nýbúin að jarða og nú er ég að ferma barnið okkar, allt kostar þetta sitt. Þegar ég horfi á allar fréttirnar þar sem verið er að afskrifa hundruð milljóna eða jafnvel milljarða hjá fólki þá verð ég eitt spurningamerki. Þarna var ég ekki að biðja um afskrift láns- ins heldur aðeins að felldar yrðu niður verðbætur þannig að ég gæti ráðið við þetta. Ég bauð bankanum allt sem ég á og mér fannst ég ekki vera að biðja um mikið,“ segir Guðrún. „Mér finnst þetta svo óréttlátt. Ef ég fæ ekki þessa aðstoð frá bankanum þarf ég að erfiða við að borga þessar verðbætur og það þýðir að ég hef þá ekkert á milli handanna. Það þýðir að bankinn heldur okkur áfram í stofu- fangelsi. Mér finnst alveg nóg að börn- in séu búin að missa pabba sinn þó að þeim sé ekki haldið áfram í búri.“ 88 milljarðar Skuldir Kjalars, félags Ólafs Ólafssonar, við Arion banka hafa verið afskrifaðar nánast að fullu í bókum bankans en fyrirtækið skuldaði bankanum 88 milljarða króna á núvirði. Taka ber fram að þetta þýðir ekki að bankinn muni ekki reyna að innheimta kröfuna á Kjalar. Þrátt fyrir skuldastöðu og að hann hefði stöðu grunaðs manns hjá embætti sérstaks saksóknara kom bankinn Samskipum aftur í hendur Ólafs nýverið. Ríflega 13 milljarða skuld Félög tengd Þorsteini Jónssyni, forstjóra Vífilfells, skulduðu rúma 13 milljarða króna samkvæmt lánabók Kaupþings. Eftir þrýsting frá Coca-Cola fyrirtækinu á Norðurlöndum fékk hann að halda fyrirtækinu og talið var líklegt að skuldirnar við bankann yrðu afskrifaðar. Þorsteinn hefur ekki viljað staðfesta afskriftirnar fram að þessu. Tæpir 4 milljarðar Búist er við því að Finnur Ingólfs- son, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, fái 3,7 milljarða króna afskrifaða sem fjárfestingarfélag hans skuldar. Útlit er fyrir að litlar sem engar eignir séu til upp í skuldina og því líkur á afskrift án þess að gengið verði að öðrum eigum hans, en hann er eigandi Frumherja, þar sem hann er ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum eftir því sem DV kemst næst. Fari félagið í gjaldþrot er lítið annað hægt en að afskrifa þessa háu skuld. Hátt í 50 milljarðar Magnús Kristinsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum, fékk stóran hluta af tæplega 50 milljarða króna skuld eignarhaldsfélaga sinna afskrifaðan eftir að hann samdi við skilanefnd Landsbankans. Nákvæmar upplýsingar um upphæðir afskriftanna liggja hins vegar ekki fyrir. Skilanefndin leysti ekki til sín kvóta Magnúsar, sem var ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir langmestum hluta skulda sinna. 800 milljónir Bjarni Ármannsson, fjárfest- ir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, komst að samkomu- lagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuldum eignarhaldsfélagsins Imagine Investment, sem er í eigu hans, við bankann. 30 milljarðar Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson stofnuðu til tugmilljarða króna skulda í tengslum við Haga, Gaum, Baug og 1998 ehf. Þegar 30 milljarða lán sem 1998 ehf. tók hjá Kaup- þingi sumarið 2008 var fært frá skilanefnd Kaupþings yfir til Nýja Kaupþings og nú Arion banka, var lánið metið á 17 milljarða. Sé horft til vísitöluþróunar stóð það hins vegar í 48 milljörðum og 30 milljarðar þannig afskrifaðir. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.