Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 14
Þeir sem vilja komast í sólarlanda-
ferð á þokkalegu verði ættu að kaupa
ferð með Úrval Útsýn eða Vita-ferð-
um til Portúgal. Þangað er ódýrara
að fara en á aðra staði, samkvæmt
úttekt DV á verði á sólarlandaferðum
í sumar. Blaðið kannaði verð á helstu
áfangastöðum stærstu ferðaskrif-
stofa landsins. Miðað var við fjögurra
manna fjölskyldu sem færi út í júní á
þessu ári.
Meira en 100 þúsund á mann
Eins og áður sagði er ferð til Portúgal
ódýrust með Úrvali Útsýn og Vita-
ferðum. Þangað er hægt að fara með
fjögurra manna fjölskyldu í eina viku
fyrir um 320 þúsund krónur.
Alengast er að ferðaskrifstofurn-
ar bjóði upp á sjö eða tíu daga þar
sem flug báðar leiðir, flugvallarskatt-
ar og gisting er innifalið. Verð á sól-
arlandaferðunum, miðað við tiltölu-
lega ódýran gistikost, er á bilinu 80
til 140 þúsund krónur á mann en al-
gengast er verðið á bilinu 110 til 130
þúsund krónur á mann.
Fjölbreytt afþreying
Bæði Úrval Útsýn og Vita-ferðir
bjóða vikuferðir til Albufeira í Portú-
gal þar sem verðið er rétt um 80 þús-
und krónur á mann. Inni í því verði er
flug, hótelgisting og flugvallarskatt-
ar. Þeir sem velja Úrval Útsýn gista
á þriggja stjörnu íbúðahóteli, Apart-
hotel Oceanus, í um 5 km fjarlægð
frá miðbæ Albufeira. Á heimasíðu
ferðaskrifstofunnar segir að hótelið
sé nýuppgert og öll aðstaða sé til fyr-
irmyndar. Um 500 metrar séu niður á
ströndina og strætó stoppi í 50 metra
fjarlægð frá hótelinu. Veitingastaðir,
barir og verslanir séu í göngufæri.
Á vef Vita-ferða segir að Albufeira
bjóði upp á frábært loftslag, hvítar
strendur, sjávarsport, frábæra golf-
velli, söfn, verslunargötu, bari og
veitingastaði svo eitthvað sé nefnt.
Þá séu diskótek á hverju strái en um
15 þúsund manns búa í bænum.
Bærinn einkennist af fallegum hlíð-
um og mikilfenglegum klettum. Yfir
20 strendur séu í bænum og sólar-
stundir á ári séu yfir 3.000, sem þýðir
að sólin skín að jafnaði þriðju hverju
stund sólarhringsins. Þá er þess get-
ið að hundruð veitingastaða séu í
bænum, þar sem matreiðsla sé sums
staðar á heimsmælikvarða, hvorki
meira né minna.
Tyrkland hagstætt
Þó að Portúgal sé tiltölulega ódýr
áfangastaður, þegar horft er til sól-
arlandaferða, er Tyrkland ekki langt
að baki. Til Tyrklands má fara með
Heimsferðum með fjögurra manna
fjölskyldu í tíu daga fyrir 411 þús-
und krónur. Hver dagur kostar
þannig 41 þúsund krónur sem er
lægra dagverð en í ódýrustu ferð-
unum til Portúgal. Dagurinn kost-
ar þar í kringum 46 þúsund krónur
fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Til
að finna út hvað hver dagur kostar
fjögurra manna fjölskyldu var heild-
arkostnaði pakkaferðanna deilt nið-
ur á fjölda gistinátta í hverju skipti
fyrir sig. Eins og gera má ráð fyrir er
hagstæðara að fara í lengri ferðir, þó
að heildarkostnaðurinn sé ef til vill
meiri.
Hálft eða fullt fæði
Matarkostnaður getur verið stór út-
gjaldaliður á ferðalögum erlendis.
Í mörgum ferðum er fullt fæði inni-
falið. Þar sem maturinn getur verið
ákaflega misjafn að gæðum, og erf-
itt að bera hann saman, voru slíkar
ferðir ekki teknar fyrir að þessu sinni.
Það kann þó að vera ódýrara þeg-
ar upp er staðið að velja ferðir með
hálfu eða fullu fæði. Erfitt er að áætla
kostnað við mat í ferð þar sem fólk
sníður sér gjarnan stakk eftir vexti
þegar það velur sér veitingahús.
Hér á síðunni má sjá nokkur
dæmi um tiltölulega ódýrar ferðir.
Ekki skal útilokað að einhvers staðar
sé hægt að kaupa ódýrari pakkaferð
til sólarlanda.
VILJA LÖG UM
HÓPMÁLSÓKN
Nú liggur fyrir Alþingi frum-
varp um hópmálsókn. Þing-
menn úr öllum flokkum standa
að frumvarpinu en með því á að
gera hópi fólks kleift að sækja
rétt sinn, án þess að hver og
einn þurfi að höfða einkamál.
Neytendasamtökin vona að
frumvarpið fái skjóta afgreiðslu
og verði samþykkt. Mörg neyt-
endamál séu þannig vaxin að
erfitt sé fyrir einstaklinga að
sækja rétt sinn fyrir dómi vegna
þess að bætur til hvers og eins
séu það lágar að það svari ekki
kostnaði að höfða dómsmál. „Er
skemmst að minnast Olíumáls-
ins, en þar stóðu Neytenda-
samtökin að baki málshöfðun
einstaklings sem sótti bætur
á hendur einu olíufélaganna
vegna þess tjóns sem hann varð
fyrir vegna ólögmæts samráðs.
Í því máli voru þessum eina
neytanda dæmdar bætur en
ekki þarf að hafa mörg orð um
það hvernig málinu hefði lyktað
ef hópmálsóknir hefðu á þess-
um tíma verið heimilar,“ segir á
heimasíðu samtakanna.
n Útilíf Holtagörðum fær
lastið fyrir óliðlegheit í
garð viðskiptavinar
sem vildi skipta vöru
hjá versluninni.
Viðkomandi hafði
hvorki kvittun né
vörumerkingu í höndunum þar
sem varan var gjöf en unglings-
stúlkur í afgreiðslu vísuðu
viðskiptavininum burt með
skottið
milli
lappanna.
n Starfsfólk gleraugnaverslunarinnar
ProOptik í Smáralind fær lof fyrir
sérlega lipurð í samskiptum og
mikla þjónustulund. „Ég bara
man varla eftir að hafa verið
sinnt svona vel í verslun,“ segir
ánægður viðskiptavinur sem
þar fór í sjónmælingu og keypti
gleraugu.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 202,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 199,3 kr.
Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 202,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 199,3 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 204,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 200,9 kr.
BENSÍN
Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 195,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 192,6 kr.
Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 197,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 197,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,2 kr.
UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is
el
d
sn
ey
ti
Seljanda ber að bæta neytanda gallaða vöru:
VIÐGERÐ Á KOSTNAÐ SELJANDA
„Þegar söluhlutur er gallaður og
neytandi ber fyrir sig gallann inn-
an kvörtunarfrestsins ber seljanda
að bæta úr honum á eigin kostnað.
Þessi viðgerð á því ekki að leiða til
kostnaðar fyrir neytanda. Seljanda
ber auk þess að bæta úr gallanum
innan hæfilegs tíma,“ segir á heima-
síðu Neytendasamtakanna um gall-
aðar vörur.
Þar kemur fram að mismun-
andi sé hversu langan tíma seljend-
ur taki sér í að gera við þá hluti sem
eru bilaðir eða gallaðir. „Ef viðgerð-
in stendur yfir í meira en viku getur
neytandi krafist þess að fá sambæri-
legan hlut til umráða á kostnað
seljanda, ef slíkt telst sanngjarnt
með hliðsjón af þörfum neyt-
andans og þeim kostnaði sem
það hefur í för með sér fyrir selj-
anda. Neytandi verður því ekki
að greiða gjald fyrir flýtimeðferð
nema hann vilji það, enda get-
ur hann átt rétt á að fá lánshlut
ef viðgerðin hefur staðið yfir í
viku,“ segir á heimasíðunni.
Samtökin hvetja neytendur
til að hafa varann á þegar þeir
greiða fyrir sérstaka flýtimeðferð
á viðgerð. „Ef neytendur kjósa
að greiða fyrir sérstaka flýtimeð-
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
14 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 NEYTENDUR
RÁÐHERRA
SKOÐAR
HÆKKANIR
Um mánaðamótin tóku gildi
hækkanir á læknis- og lyfja-
kostnaði. Það bitnar meðal ann-
ars á lífeyrisþegum. Formaður
Geðhjálpar og Öryrkjabanda-
lagið hafa gagnrýnt hækkanirn-
ar harðlega. Álfheiður Ingadótt-
ir heilbrigðisráðherra ætlar að
skoða hvort fólk eigi í vandræð-
um með að leysa út nauðsynleg
lyf vegna fjárskorts. Hún bend-
ir jafnframt á að lyfin hækki
minna hjá lífeyrisþegum en hjá
öðrum.
ÓDÝRAST TIL PORTÚGAL
Verð á pakkaferðum til sólarlanda er lægst þegar Portúgal er áfangastaðurinn. Þang-
að má fara í heila viku með fjögurra manna fjölskyldu fyrir um 320 þúsund krónur.
Matarkostnaður er ekki innifalinn. Tyrkland er einnig tiltölulega ódýr áfangastaður
samanborið við aðra.
Vikuferð til Albu-feira í Portúgal
kostar rétt um 80 þús-
und krónur á mann.
Fjölskylda á sólarströnd Ef fjölskylda ætlar til
útlanda í viku væri Portúgal ódýrasti valkosturinn.
MYND PHOTOS.COM