Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 FRÉTTIR
Ekki greitt í náinni
framtíð
Alistair Darling, fjármálaráðherra
Bretlands, viðurkenndi í gær að
sennilega liðu „mörg, mörg ár“
áður en Bretum yrði endurgreidd
Icesave-skuld Íslendinga. Í frétt The
Times um atkvæðagreiðslu Íslend-
inga vegna Icesave segir að atkvæða-
greiðsla gegn samþykkt Icesave-
samningsins hefði verið afgerandi.
Ennfremur er lýst undrun yfir því
að kjörsókn hafi verið jafngóð og
raun bar vitni, eða um sextíu pró-
sent.
Í viðtali við BBC sagði Alistair
Darling: „Þú getur ekki bara farið til
lítils lands eins og Íslands, þar sem
búa jafnmargir og í Wolverhampton,
og sagt: „Ókei, borgið alla upphæð-
ina tafarlaust.““
Hvetur múslímska
hermenn til morða
Adam Gadahn, talsmaður al-Ka-
ída, sem er borinn og barnfæddur
í Bandaríkjunum, hét á múslímska
bandaríska hermenn að taka sér
Nid al Hasan majór til fyrirmyndar,
en Hasan hefur verið ákærður fyr-
ir að bana 13 manns í Fort Hood í
bandaríkjunum 5. nóvember.
Gadahn lýsti í 25 mínútna
myndbandi, sem sett var á vefsíð-
ur herskárra múslíma, Hasan sem
brautryðjanda sem skipa ætti sess
fyrirmyndar fyrir aðra múslíma,
sérstaklega þeirra sem þjóna í vest-
rænum herjum. Gadahn benti á að
herstöðvar væru ekki einu mikil-
vægu skotmörkin í Bandaríkjunum
og öðrum Vesturlöndum og af nógu
væri að taka.
Svalt á meðan
sýndarbarn var
nært
Suðurkóreska lögreglan hefur hand-
tekið hjón sem létu barn sitt deyja úr
hungri á sama tíma og þau tóku þátt
í netleik sem felst í því að ala upp
sýndarbarn í netheimum.
Hjónin gáfu barni sínu að borða
einu sinni á dag á milli þess sem
þau voru langdvölum á nærliggjandi
netkaffi önnum kafin við að ala upp
sýndarbarn í leik sem nefnist Prius.
Í september komu hjónin heim
eftir 12 tíma lotu og þá var dóttir
þeirra dáin. Rýr líkami dótturinnar
vakti grunsemdir lögreglunnar sem
voru síðar staðfestar við krufningu.
Bob Geldof hefur skorað á BBC að
færa frekari sönnur fyrir frétt stöðv-
arinnar um að milljónir dala sem
safnað var vegna hungursneyðar-
innar í Eþíópíu á níunda áratugn-
um hafi runnið til vopnakaupa.
Geldof, sem var í forsvari hins
vestræna söfnunarátaks, sagði að
„ekki væri snefill af sönnunum“
fyrir því að fjármunir sem söfn-
uðust hjá Band Aid eða Live Aid
hefðu runnið í hirslur uppreisnar-
manna.
Samkvæmt frétt BBC fóru níutíu
og fimm prósent 100 milljóna dala
sem söfnuðust vegna neyðarinnar
í Tígre-héraðinu í vopnakaup upp-
reisnarmanna.
Bob Geldof sagð í viðtali á BBC
One-sjónvarpsstöðinni að hann
myndi höfða persónulega mál
gegn ríkisstjórn Eþíópíu ef kæmu í
ljós sannanir sem styddu frétt BBC
og nota féð til neyðaraðstoðar.
„Færið mér snefil af sönnunum
og ég heiti ykkur því að ég mun rann-
saka málið til hlítar, ég mun sjálf-
ur gera það opinbert, og ef einhvers
fjár er saknað mun ég höfða mál
gegn ríkisstjórn Eþíópíu til að endur-
heimta það fé og eyða því í neyðar-
aðstoð,“ sagði Bob Geldof.
En Geldof hnykkti út með því að
segja að sannanir fyrir því að söfn-
unarfé frá Band Aid eða Live Aid
hefði verið notað til að styrkja upp-
reisnarmenn væru ekki til stað-
ar. „Það gæti ekki hafa gerst,“ sagði
Geldof.
Í umfjöllun BBC um málið var birt
viðtal við tvo fyrrverandi meðlimi
uppreisnarhóps sem mikið kvað að
á níunda áratugnum í Eþíópíu, og af
orðum þeirra mátti ráða að féð hefði
runnið til uppreisnarmanna. Að
þeirra sögn þóttust þeir vera kaup-
menn til að komast yfir söfnunarféð
sem síðan var notað til að reyna að
steypa ríkisstjórn landsins.
Í skýrslu bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA frá níunda áratugnum
er rennt stoðum undir fullyrðingar
uppreisnarmannanna, en í skýrsl-
unni segir að söfnunarfé hafi „nán-
ast örugglega verið veitt til hernað-
araðgerða“.
Bob Geldof krefst sannana vegna fréttar BBC um afdrif söfnunarfjár:
Hótar ríkisstjórn Eþíópíu málsókn
Bob Geldof, Uhuru Kenyatta fjármálaráðherra Kenía og Dominique Strauss-
Kahn yfirmaður AGS Geldof leggur ekki trúnað á frétt BBC. MYND: AFP
ER GRUNAÐUR UM
„SJÚKLEGAN“ GLÆP
Jon Venables, annar tveggja drengja
sem dæmdur var fyrir morðið á James
Bulger, tveggja ára dreng, í Liverpool
árið 1993, stendur frammi fyrir ákær-
um sem gætu kostað hann tveggja ára
fangelsisvist.
Árið 1993 nam Jon Venables, þá tíu
ára, James Bulger á brott í félagi við
Robert Thompson vin sinn. Lík James
Bulger fannst síðar illa farið við járn-
brautarteina í Liverpool.
Venables og Thompson var sleppt
úr haldi árið 2001 og þeim gefin ný
nöfn, en fyrir skömmu síðan upp-
lýstist að Jon Venables hefði brotið
ákvæði reynslulausnarinnar og væri
kominn á bak við lás og slá að nýju.
Nú er jafnvel talið líklegt að réttað
verði yfir Jon Venables undir enn einu
nýju nafni til að tryggja nafnleynd
hans og sanngjörn réttarhöld.
Neita að gefa upp smáatriði
Jack Straw dómsmálaráðherra Bret-
lands hefur verið undir miklum þrýst-
ingi um að upplýsa um afbrot Jons
Venables, en hefur ekki látið undan
þrýstingnum og borið því við að al-
mannahagsmunir krefðust þess ekki.
Talið er að afbrot Venables hafi
verið af kynferðislegum toga, en Jack
Straw hefur ekki viljað upplýsa um
eðli glæpsins en þó sagt að Venables
stæði frammi fyrir „sérstaklega alvar-
legum ásökunum“.
Denise Fergus, móðir James Bul-
gers heitins, hefur ekki vandað ríkis-
stjórninni kveðjurnar vegna málsins
og sakað hana um að vera bæði „til-
litslausa og tilfinningasnauða“ í með-
höndlun hennar á málinu. Dóms-
málaráðherrann hefur fallist á að
veita Denise áheyrn en samkvæmt
heimildarmanni The Times, innan
ráðuneytisins, er ólíklegt að Denise
verði veittar frekari upplýsingar.
„Sjúklegt kynferðisbrot“
Á vefsíðu The Times er vitnað í heim-
ildarmenn innan ríkisstjórnarinnar
sem fullyrða að Keir Starmer, yfirmað-
ur saksóknarembættisins, hafi kraf-
ist þess að málið yrði sveipað hulu til
að verja rétt Venables til sanngjarnrar
málsmeðferðar, þrátt fyrir kröfu ýmissa
ráðherra og háttsettra embættismanna
um hið gagnstæða. Talsmaður Star-
mers vísaði þeirri fullyrðingu á bug.
Jack Straw var nánast neyddur
til að gefa yfirlýsingu um málið um
helgina eftir að dagblað birti frétt
þess eðlis að Jon Venables væri sak-
aður um „sjúklegt kynferðisbrot“.
„Gjörðir okkar hingað til hafa
miðast við að tryggja að nokkrar sér-
staklega alvarlegar ásakanir verði
rannsakaðar ítarlegar og að rétt-
lætið nái fram að ganga,“ sagði Jack
Straw, og má af orðum hans ætla að
Venables hafi framið fleiri en einn
glæp.
Reið móðir
Það var skilorðsfulltrúi sem færði
Denise Fergus þau tíðindi á þriðju-
daginn að Venables væri kominn á
bak við lás og slá, en hún hefur ekki
fengið frekari upplýsingar og sakar
ráðamenn um „meiriháttar yfirhylm-
ingu“.
Denise telur að hún hefði ekkert
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Gjörðir okkar hing-að til hafa miðast
við að tryggja að nokkr-
ar sérstaklega alvarlegar
ásakanir verði rannsakað-
ar ítarlegar og að réttlæt-
ið nái fram að ganga.
Jon Venables, sem myrti tveggja ára dreng í Liverpool árið 1993, er aftur kominn á bak við lás og slá. Dóms-
málaráðherra Bretlands hefur ekki viljað upplýsa um hvað Jon Venables er nákvæmlega sakaður, en hefur sagt
að um alvarlegar ásakanir sé að ræða.
James Bulger Óhug setti að heimsbyggðinni þegar fréttist af morðinu á James.
Robert Thompson og Jon Venables, moðingjar James Bulgers
Venables er kominn í fangelsi vegna „alvarlegra ásakana“.