Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 30
„Verkið er mjög krefjandi og áhrifamikið og farnar eru nýjar og harðar leiðir til að koma góðum boðskap á framfæri,“ segir Gréta Morthens, einn aðstandenda söngleiks- ins Déjà Vu sem Leikfélagið Verðandi í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ frumsýndi nýver- ið. Söngleikurinn er frumsaminn af hópnum og að sögn Grétu tekur hann á einelti. Nýlegar kannanir um að einelti sé enn mjög ríkjandi í skólum landsins var kveikjan að því umfjöllunarefni. „Við vildum samt alls ekki setja upp forvarnaleikrit um sögu sem allir hafa heyrt áður og eru orðnir þreyttir á. Við tókum því þá ákvörðun að setja upp leik- rit sem höfðar til unglinga jafnt sem fullorð- inna um einelti, og förum við mjög gróft í það, það er að segja harðar leiðir, bæði með sorg og hlátri í von um að boðskapurinn skili sér á skrautlegan, skemmtilegan og lúmskan hátt,“ segir Gréta en þess má geta að hún er dótt- ir Bubba Morthens sem, eins og kunnugt er, hefur einnig mikið látið til sín taka í forvarna- málum. Déjà Vu gerist í skóla á höfuðborgarsvæð- inu þar sem fimm unglingsstúlkur ráða ríkj- um með yfirgangi og frekju. Kennarinn Elísa- bet og sveitastrákurinn Gústi sem er nýfluttur í bæinn spila svo stóra rullu í verkinu. Tónlistin í sýningunni er af ýmsum toga að sögn Grétu, allt frá Pink Floyd til Rammstein, sem krakkarnir hafa snarað yfir á íslensku. „Þetta verk skiptir okkur gífurlega miklu máli og hafa allt að hundrað nemendur komið að því, til dæmis með hönnun og gerð búninga, uppsetningu sviðs, markaðssetningu, fjáröfl- un og fleira,“ segir Gréta. Sex sýningar eru eftir af Déjà Vu en loka- sýningin er 18. mars. kristjanh@dv.is LEIKFÉLAG FJÖLBRAUTASKÓLANS Í GARÐABÆ SÝNIR DÉJA VU: MOTTU-MARS: Einhverjir hafa væntanlega tekið eftir að dagskrárgerðarfólk innan 365 á það mjög til að kynna aðra dagskrárliði fyrirtækisins í þátt- um sínum, í afskaplega mismikl- um mæli þó. Líkamsræktarfröm- uðurinn Ívar Guðmundsson, sem er með þætti á Bylgjunni á milli klukkan 9 og 13 á virkum dögum, er með þeim duglegri í þessum bransa. Undantekn- ingalaust spilar hann til dæmis brot úr helgarþáttum Bylgjunnar í þætti sínum á mánudögum. En leiða má líkur að því að Ívar hafi slegið einhvers konar met síðast- liðinn föstudag þegar hann var með þrjá gesti í þætti sínum sem allir eru dagskrárgerðarmenn hjá 365, þá Loga Bergmann Eiðsson, Sigurð Hlöðversson og Hemma Gunn. 30 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 FÓLKIÐ Færeyski folinn Jógvan Han sen og unnusta hans Hrafnhildur Jóhannesdóttir gistu sína fyrstu nótt í nýju íbúðinni sinni á föstu- daginn. Þegar Jógvan tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu mátti sjá að hann var á fullu að mála og smíða þegar tekið var viðtal við hann fyrir úrslitaþáttinn. Hann lenti í öðru sæti keppninnar með lagið One More Day sem Óskar Páll Sveinsson og Bubbi Morth- ens sömdu. Framkvæmdirn- ar í íbúðinni eru nú að klárast og fagnaði parið fyrstu nóttinni í íbúðinni með því að skála í kampavíni. KAMPAVÍN OG GLEÐI PLÖGG Á PLÖGG OFAN Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 716 karlar með krabba-mein en að meðaltali látast um 278 karlmenn vegna sjúk-dómsins. Því hefur Krabbameinsfélagið farið af stað með átak til að vekja athygli á þessari staðreynd. Karlmenn um allt land safna nú yfirvaraskeggi, eða mottu, allan mánuðinn sem hefur verið nefndur Mottu-mars. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins segir: „Yfir- varaskegg er táknrænt. Það auðveldar umræðu um það sem erfitt er að ræða. Krabbamein í karlmönnum hefur verið feimnismál allt of lengi.“ Viðbrögðin hafa verið frábær og eru yfir 700 karlmenn byrjaðir að safna mottu. Gengur þetta þannig fyrir sig að hver karlmaður skráir sig til leiks og safnar áheitum í gegnum SMS frá vinum og kunningjum. Þeir efstu eru komnir með rétt undir 100.000 krónur. Einnig geta lið skráð sig til leiks en þar hefur áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 forystuna. Þekktir einstaklingar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Meðal þeirra sem eru byrjaðir að safna mottu eru söngvararnir Pétur Örn Guðmundsson, oftast kenndur við Buff, Heiðar Örn Kristjánsson Botnleðjumeðlimur, Henry Birgir Gunnarsson, íþróttastjóri Fréttablaðsins, Brynjar Björns- son, körfuboltamaður úr KR, Finnur Jóhannsson, handknattleiksmaður sem lék á sínum tíma í myndinni Blossi, og handknattleiksgoðið Alex- ander Petersson. Íþróttafélögin taka einni mjörg hver þátt í liðakeppninni. Íslands- meistarar FH í knattspyrnu eru allir byrjaðir að safna ásamt meistara- flokki Keflavíkur. Þá er knattspyrnulið Breiðabliks byrjað að safna ásamt handknattleiksfélögum Gróttu og HK. Hægt er að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu átaksins, karlmennogkrabbamein.is. tomas@dv.is Karlmenn um allt land safna nú yfir- varaskeggi, eða mottu, í tilefni Mottu- mars, söfnunarátaks Krabbameinsfé- lagsins. Heitið er á alla sem safna mottu og eru þekktir einstaklingar, söngvarar, íþróttamenn, blaðamenn og fleiri byrj- aðir að safna mottu á efri vörina. DÓTTIR BUBBA SETUR UPP SÖNGLEIK Úr Déja Vu Allt að hundrað nemendur FG koma að uppsetningu söngleiksins Déjà Vu. FRÆGIR MEÐ MOTTU Íslandsmeistaramotta Leikmenn FH eru byrjaðir að safna og safna heitum fyrir átakið. Rokkuð motta Heiðar Örn úr Botnleðju safnar mottu eins og enginn sé morgundagurinn. Hárið farið Pétur Örn Guð- mundsson lét síða hárið flakka en safnar mottu í staðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.