Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 15
Fyrirspurn:
„Við erum íbúar í fjögurra stiganga
fjölbýli og okkur langar að for-
vitnast um hvort okkur sé skylt að
stofna og þá hvernig standa á að
stofnun félags sem heldur utan um
verklegar framkvæmdir við fjölbýl-
ishúsið okkar. Þegar fyrstu íbúarnir
fluttu inn í stigagangana voru þeim
afhent gögn um að stofnað hefði
verðið húsfélag um þann stiga-
gang. Ég veit ekki af hverju það var
gert eða hvort það er vaninn í þessu
ferli en ef ég man rétt þá var allt
húsið afhent í áföngum á einum
níu mánuðum. Í svona samfélög-
um þarf að mörgu að hyggja, svo
sem umhirðu lóðar og snjómokstri.
Brátt kemur að viðhaldi og sjáum
við hagræðingu í að einn hópur
sjái um framkvæmd í stað fjögurra
sem leiðir óhjákvæmilega til hærra
flækjustigs. Okkur datt í hug fram-
kvæmdafélag sem starfar í umboði
allra stigaganga. Húsfélögin fjögur
leggi línurnar og geri forgangslista
yfir viðhaldsframkvæmdir og borgi
hlutfallslega til félagsins úr sínum
sjóðum. Jafnframt gæti þessi fram-
kvæmdasjóður tekið að sér um-
hirðu lóðar, snjómokstur og þann
pakka allan sem snýr að húsinu og
lóðinni. Hvernig stöndum við að
þessu?“
Svar:
Hlutverk húsfélaga er að annast
varðveislu, viðhald, endurbætur
og rekstur sameignarinnar þannig
að hún fái sem best þjónað þörf-
um eigenda og hagnýting bæði sér-
eigna og sameignar sé með þeim
hætti að verðgildi eigna haldist.
Húsfélagið getur því aðeins gegnt
hlutverki sínu að í því ríki það
skipulag sem boðið er í fjöleignar-
húsalögum og að fundir fari fram
samkvæmt fyrirmælum þeirra. Á
því er byggt að allir eigendur séu
með í ráðum og þeir hafi jafna að-
stöðu til að setja fram sjónarmið
sín en meirihlutinn ráði að megin-
stefnu til.
Fyrsti fundur
Sá sem kaupir eign í fjöleignar-
húsi verður sjálfkrafa félagi í húsfé-
lagi og enginn getur sagt sig úr því
nema með því að selja eign sína.
Húsfélag þarf ekki að stofna form-
lega því þau eru til í sérhverju fjöl-
eignarhúsi í krafti laganna. Þess
vegna er ekki þörf á eiginlegum
stofnfundi en fyrsti fundur í nýju
fjöleignarhúsi ber keim af stofn-
fundi. Einhverjir verða að taka af
skarið og boða til hans og er víst að
¼ hluti eigenda getur gert það. Eig-
endur bera sameiginlega og hver
fyrir sig ábyrgð á því að húsfélag
starfi lögum samkvæmt. Þess vegna
er talið að færri og jafnvel einstakur
eigandi geti gert nauðsynlegar ráð-
stafanir til að blása lífi í sofandi eða
óvirkt húsfélag. Við fyrsta fund er
rétt að fara að fyrirmælum fjöleign-
arhúsalaga um aðalfundi varðandi
fundaboð, stjórnarkjör, stofnun
hússjóðs o.fl. Tryggast er að fá ráð-
gjöf og aðstoð í upphafi við boðun
fundar, tillögugerð og fundarhald-
ið sjálft, þ.e. fundarstjórn og ritun
fundargerðar. Húseigendafélagið
býður upp á slíka þjónustu og hef-
ur gert um árabil.
Heildarhúsfélag og deildir í
stigahúsum
Þegar um er að ræða sambygg-
ingu fleiri stigahúsa telst hún eitt
hús og í henni á að starfa húsfélag,
sem oft er kallað „stóra húsfélagið“
eða „heildarhúsfélagið“. Þegar hús
skiptist í fleiri stigahús ráða við-
komandi eigendur einir innri mál-
efnum innan vébanda húsfélags-
deildar, sem getur verið sjálfstæð
að meira eða minna leyti eða starf-
að innan heildarhúsfélagsins. Hús-
félagsdeildir starfa samkvæmt fjöl-
eignarhúsalögum með sama hætti
og önnur húsfélög. Það er hins
vegar ekki lögum samkvæmt að
ráða málum til lykta innan hverrar
deildar og svo á fundum formanna
deilda. Húsfélag þyrfti að setja sér
sérstakar samþykktir til slíkra af-
brigða. Fjöleignarhúsalögin byggja
á því að sameiginlegar ákvarð-
anir, t.d. um viðhald á ytra byrði
sambyggingarinnar eða um fram-
kvæmdir á sameiginlegri lóð, séu
teknar á sameiginlegum húsfundi
allra eigenda þannig að þeir eigi
hlut að ákvörðun með beinum og
milliliðalausum hætti.
Húsfundir
Æðsta valdið í málefnum húsfé-
lags er í höndum húsfunda sem
eru tvenns konar: aðalfundir og
almennir fundir. Það er grundvall-
arregla að ákvarðanir um sam-
eiginleg málefni skuli taka á hús-
fundi. Að ganga milli eigenda með
undirskriftarlista fer í bága við
þessa grundvallarreglu. Enn síð-
ur duga munnleg samráð og ráða-
gerðir utan formlegra funda. Fundi
verður að boða skriflega með lög-
ákveðnum fyrirvara og fundarefni
verður að tilgreina skýrt og skor-
inort. Sé þess ekki gætt getur fund-
ur verið ólögmætur og ákvarðanir
hans óskuldbindandi. Meginregl-
an er sú að einfaldur meirihluti á
fundi ráði. En aukins meirihluta,
þ.e. 2/3, bæði miðað við fjölda og
eignarhluta, er krafist þegar um
óvenjulegar og meiri háttar end-
urbætur er að ræða. Þegar um er
að tefla framkvæmdir, búnað og
tilfæringar, sem fela í sér grund-
vallarbreytingar á sameign eða eru
óvenjulegar, óhóflegar og dýrar er
áskilið samþykki allra.
Hússjóður
Skylt er að stofna skuli hússjóð
sé þess krafist af minnst ¼ hluta
eigenda, annaðhvort miðað við
fjölda eða eignarhluta. Aðalfund-
ur ákveður fjárhæð hússjóðsgjalda
á grundvelli áætlunar um útgjöld
og reglna um kostnaðarskiptingu.
Hússjóður getur verið rekstrar-
sjóður eða framkvæmdasjóður
eða blandaður. Sé fyrst og fremst
um rekstrarsjóð að ræða eru gjöld
eigenda því sem næst jöfn enda
skiptist rekstrarkostnaður að jöfnu.
Sé sjóðurinn fyrst og fremst fram-
kvæmdasjóður skiptast gjöldin að
mestu eftir hlutfallstölum. Þeg-
ar árið er gert upp koma oftast í
ljós einhver frávik miðað við álögð
húsgjöld. Sé gjaldaáætlun vönd-
uð og rétt kostnaðarskipting lögð
til grundvallar eru frávikin yfir-
leitt smávægileg. Þau skal jafna við
heildaruppgjör á hússjóðnum.
HVERNIG STOFNUM
VIÐ FRAM-
KVÆMDAFÉLAG?
SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda.
Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is
Seljanda ber að bæta neytanda gallaða vöru:
VIÐGERÐ Á KOSTNAÐ SELJANDA
ferð verða þeir að hafa í huga
að slík þóknun leiðir ekki endi-
legra til betri þjónustu. Þess eru
dæmi að neytendur hafa greitt
fyrir flýtimeðferð en samt ekki
fengið bætt úr gallanum innan
viku. Neytendasamtökin vilja því
hvetja neytendur til að hafa var-
ann á þegar kemur að þess háttar
þóknun og hafa í huga rétt sinn,
sem er að fá úrbætur á galla inn-
an hæfilegs tíma.“
NEYTENDUR 8. mars 2010 MÁNUDAGUR 15
ÓDÝRASTI BJÓRINN Ódýrasti bjórinn í hálfs lítra dós-
um kostar 235 krónur. Algengur bjór í sama magni, til dæmis
Víking gylltur, kostar 347 krónur. Þeir sem vilja bregðast
við kreppunni, án þess að minnka bjórdrykkju, geta sparað
sér stórfé með því að drekka ódýrari bjór. Sá sem drekkur
kippu af Víking gylltum, eða sex bjóra, á viku greiðir 108.264
krónur á ári. Sá sem velur ódýrasta bjórinn, Bavaria, greiðir
73.320 krónur og sparar 34.944 krónur á ári.
ÓDÝRT Í BÍÓ Í Sambíóunum má á þriðjudögum kaupa bíó-
miða á erlendar myndir á 500 krónur en algengt verð í bíó aðra
daga er 1.050 krónur. Fjögurra manna fjölskylda, sem fer í bíó
einu sinni í mánuði, greiðir 4.200 krónur. Þá eru ótaldar þær
veitingar sem fólk kaupir sér gjarnan í bíó. Á ári nemur kostn-
aðurinn fyrir fjölskylduna 50.400 krónum, fyrir utan popp og
gos. Ef fjölskyldan venur sig á að fara í bíó á þriðjudögum spar-
ar fjölskyldan 26 þúsund krónur á ári.
Kaupandinn hefur rétt Neytendur
eiga ekki að bera kostnað af gallaðri
vöru.
ÓDÝRAST TIL PORTÚGAL
Staður: ALBUFEIRA, PORTÚGAL
Ferðaskrifstofa: Úrval Útsýn
Lengd: 7 nætur í júní
Gisting: Íbúð með einu
svefnherbergi
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
319.603 kr.
Hver dagur kostar:
45.658 kr.
Staður: ALBUFEIRA, PORTÚGAL
Ferðaskrifstofa: Vita-ferðir
Lengd: 7 nætur í júní
Gisting: Stúdíóíbúð fyrir fjóra
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
322.160 kr.
Hver dagur kostar:
46.023 kr.
Staður: BODRUM, TYRKLANDI
Ferðaskrifstofa: Heimsferðir
Lengd: 10 nætur í júní
Gisting: Íbúðahótel
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
411.800 kr.
Hver dagur kostar:
41.180 kr.
Staður: TENERIFE, SPÁNI
Ferðaskrifstofa: Úrval Útsýn
Lengd: 7 nægur í júní
Gisting: Íbúð með 1 svefnherb.
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
463.837 kr.
Hver dagur kostar:
66.262 kr.
Staður: MARMARIS, TYRKLANDI
Ferðaskrifstofa: Úrval Útsýn
Lengd: 10 nætur í júní
Gisting: Íbúð með 1 svefnherb.
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
480.900 kr.
Hver dagur kostar:
48.090 kr.
Staður: COSTA DEL SOL, SPÁNI
Ferðaskrifstofa: Heimsferðir
Lengd: 14 nætur í júní
Gisting: Timor sol, íbúðahótel
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
503.000 kr.
Hver dagur kostar:
35.929 kr.
Staður: BODRUM, TYRKLANDI
Ferðaskrifstofa: Vita-ferðir
Lengd: 10 nætur í júní
Gisting: Club Pedalisa íbúðahótel
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
502.040 kr.
Hver dagur kostar:
50.204 kr.
Staður: ROVINJ, KRÓATÍU
Ferðaskrifstofa: Heimsferðir
Lengd: 7 nætur í júní
Gisting: Í tvíbýli - Hotel Valdaliso
Heildarverð fyrir
fjögurra manna fjölsk.:
559.600 kr.
Hver dagur kostar:
79.943 kr.