Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Blaðsíða 24
Frábært gengi Real Madrid síðustu vikur hefur loks borið ávöxt en lið- ið stal toppsætinu í spænsku úrvals- deildinni um helgina. Real vann þá frábæran sigur á liðinu í fjórða sæti deildarinnar, Sevilla, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Á sama tíma gerðu meistarar Barcelona jafn- tefli gegn Almeria sem situr í þrett- ánda sæti deildarinnar. Þar sá Zlatan Ibrahimovic rautt fyrir ljótt atvik og á von á þriggja leikja banni. Þegar varnartröllið Ivica Dragut- inovic kom Sevilla í 2-0 á 50. mínútu gegn Real Madrid á Santiago Berna- beu var útlitið ekki gott fyrir Madr- ídinga. Þá hófst aftur á móti frábær endurkoma þar sem Cristiano Ron- aldo og Segio Ramos jöfnuðu metin á næstu tólf mínútum. Það var síð- an Hollendingurinn Rafael van der Vaart sem tryggði mikilvægan sigur þeirra hvítu með marki á lokamínút- um leiksins. „Þetta sýnir karakterinn í okkar liði. Það er enginn búinn að vinna okkur þrátt fyrir að ná forystu, hvort sem það sé eitt eða tvö mörk, hvað þá á okkar heimavelli,“ segir varnarjaxl- inn og einn af markaskorunum, Segio Ramos. „Barcelona missteig sig og því erum við komnir á toppinn. Vissulega er það bara á markamun en nú er þetta í okkar höndum,“ segir Ramos. Á sama tíma og Real hafði þenn- an góða sigur missteig Barcelona sig illilega gegn Almeria. Tvö mörk frá Li- onel Messi dugðu aðeins til jafnteflis en Börsungar léku manni færri eftir að Zlatan Ibrahimovic gaf leikmanni Almeria olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nærri. Á hann því von á þriggja leikja banni. „Við spiluðum ekki nægilega vel. Reyndar skánaði leikur okkar þegar við vorum orðnir einum færri. En svoleiðis á það ekk- ert að vera. Þetta var skyldusigur sem okkur mistókst að klára,“ segir svekkt- ur fyrirliði Börsunga, Carles Puyol. tomas@dv.is Zlatan Ibrahimovic sá rautt er Barcelona missteig sig: REAL MADRID STAL TOPPSÆTINU FRÍIÐ BORGAÐI SIG EKKI Eiður Smári Guðjohnsen bað um frí frá lands- leik Íslands gegn Kýpur í miðri viku í þeim tilgangi að vinna sér inn velvild þjálfara síns, Harry Redknapp. Sagði landsliðsþjálfarinn, Ólafur Jóhannesson, um málið: „Hann fær plús fyrir að vera á staðnum þessa landsliðsviku og ég ákvað að leyfa honum það. Það er ekkert flóknara en það.“ Plúsinn sem Eiður fékk fyrir að sleppa landsleiknum var ekki stór. Hann sat allan tímann á bekknum í steindauðum jafnteflisleik Tottenham gegn Fulham í enska bikarnum sem endaði markalaus. Rússinn, Roman Pavlyuchenko, sem ákvað að kveikja á sér akkúrat þegar Eiður mætti til Tottenham, var í byrjunarliðinu og var Jermaine Defoe skipt inn á til þess að skora markið sem aldrei kom. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 STERKUR DANI TIL VALS n Valsmenn fengu mikinn lið- styrk fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar þegar danski varnarmað- urinn Martin Pedersen samdi við Hlíðar- endapilta um helgina. Ped- ersen kemur frá danska liðinu Vejle en þar áður lék hann með AaB en hann varð danskur meistari með liðinu. Hann lék einnig með AaB í Meistaradeild- inni í riðli með Englandsmeistur- um Manchester United þar sem hans hlutverk var að gæta Cristi- anos Ronaldo. Hann er hugsaður sem vinstri bakvörður. ÚRSLITASTUND HJÁ ARSENAL n Meistaradeildin heldur áfram í vikunni en á þriðjudagskvöldið mætir Arsenal Porto á heimavelli. Portúgalarnir hafa 2-1 forystu eftir fyrri leikinn þar sem Lukasz Fabianski, markvörður Arsenal, gerði ekki gott mót. Dugar Arsen- al 1-0 sigur á heimavelli. „Við verð- um bara að vinna leikinn en auðvitað megum við ekki fá á okkur mark eða mörk. Við höf- um alveg nóg gæði til að klára þennan leik en það skal enginn vantmeta Porto,“ segir Arsene Wenger. BAYERN MÜNCHEN TIL FLÓRENS n Hinn leikurinn á þriðjudaginn er viðureign Fiorentina og Bay- ern München á Artemio Franchi leikvanginum í Flórens. Bæjarar hafa 2-1 forskot eftir fyrri leikinn á heimavelli en Fiorentina-menn hafa verið mjög sterkir á heimavelli. Það er þó vatn á myllu Bæj- ara að franski snillingur- inn, Franck Ribery, er kominn aftur eftir meiðsli og skoraði hann eina mark Bayern í 1-1 jafntefli gegn Köln um helgina. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.45. CARRAGHER GÆTI FARIÐ ANNAÐ n Jamie Carragher, varnarmað- ur Liverpool, hefur látið menn þar á bæ vita að hann getur alveg séð sig spila með öðru félagi. Þessi uppaldi leikmaður sem á að baki 600 leiki með Liverpool rennur út á samningi eftir ár og hefur félagið ekki enn boðið hon- um nýjan samning. „Ef félagið vill bjóða mér nýjan samning er það hið besta mál. Ef ekki, fer ég bara eitthvað annað að spila. Það myndi ekk- ert trufla mig,“ segir hinn 32 ára gamli Carragher. MOLAR Hættir ekki að skora Ronaldo er búinn að skora 14 mörk í 16 leikj- um fyrir Real í deildinni. MYND AFP Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth eru komnir í undanúr- slit bikarsins. Ekkert hefur gengið hjá félaginu á þessari leiktíð og voru um daginn tekin af þeim tíu stig þeg- ar liðið var tekið til gjaldþrotaskipta. Það er neðst í ensku úrvalsdeildinni en fær nú skemmtilega ferð á Wemb- ley og gæti farið alla leið í bikarnum. Þessi úrslit eru ekki bara mikilvæg til að breyta skeifum í bros hjá Ports- mouth-mönnum heldur gæti félag- ið með sigri í bikarkeppninni fengið mikla og mikilvæga peninga til þess að bæta fjárhag félagsins. Hermann Hreiðarsson fékk mikið lof frá þjálf- ara Portsmouth, Avram Grant, eftir leikinn. Stoltur að sjá Hermann „Það er hægt að brjóta marga hluti en andann í liði okkar brýtur eng- inn,“ sagði hrærður knattspyrnustjóri Portsmouth, Avram Grant, eftir leik- inn. „Andinn í leikmönnum okkar var mikill sem og stuðningsmönn- um. Mikið af fólki taldi þetta ógerlegt þar sem við erum neðstir í deildinni og Birmingham spilar vel en ég endurtek, andi okkar verður ekki brotinn niður,“ bæt- ir Grant við sem í hljóp sigurhring um völlinn eftir leikinn. Hann hrósaði sérstaklega Her- manni Hreiðars- syni og mark- verðinum David James. „Ég verð mjög stoltur, þegar ég sé leikmenn á aldur við Her- mann og Dav- id James gefa allt sitt fyrir liðið. Þeir báru hjörtun á erminni í leiknum en svona menn eru mikilvægir fyrir fót- boltann,“ segir stjór- inn. Avram Grant fór alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar með Chel- sea fyrir tveimur árum. Hann set- ur samasemmerki á milli gleðinnar þá og á laugar- daginn. „Það eru sum- ar stundir sem maður gleymir aldrei og þetta er svo sannarlega ein af þeim. Ég er jafnánægð- ur og þegar ég komst í úrslitaleik Meistara- deildarinnar með Chelsea.“ Ports- mouth er sem fyrr neðst í ensku úrvalsdeild- inni með nítján stig og fer tím- inn að verða helst til of lítill fyrir liðið að bjarga sér. Stað- an er þó ekki ómögu- leg. Portsmouth er fimm stigum frá öruggu sæti og á ellefu leiki eftir í deildinni. Það er einnig vatn á myllu Portsmouth að lið eins og Burnley, Hull, Úlfarnir, Wigan og Sunderland eru í frjálsu falli þessar síðustu vikur. Brosum núna Franski framherjinn Freddy Piqui- onne var hetja Portsmouth í leikn- um en hann skoraði bæði mörkin á þriggja mínútna kafla. Hann hefur nú skorað tíu mörk á leiktíðinni, þar af fjögur í síðustu þremur leikjum. Þessi afar hógværi piltur var gífur- lega ánægður eftir leik. „Ég er alltaf ánægður þear ég skora og vonandi get ég haldið því áfram. Það er mun betra fyrir liðið,“ segir hann á heima- síðu Portsmouth. „Þetta var góð- ur leikur og varnirnar spiluðu báðar mjög vel, því var erfitt að skapa sér marktækifæri. Í seinni hálfleik náð- um við þó að skora og erum á leið- inni á Wembley,“ segir Frakkinn sem segir þessi úrslit hjálpa liðinu mikið. „Þetta hefur verið erfitt tímabil og sérstaklega hafa síðustu dagar verið erfiðir. Þessi sigur lyftir okkur aðeins upp og fær okkur til að brosa aftur,“ segir Freddy Piquionne. Portsmouth bíður ferð á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Birmingham, 2-0. Liðið sem um daginn missti tíu stig og er dæmt til að falla á mögu- leika á að fara alla leið í bikarnum. Stjóri Portsmouth hrósaði Hermanni Hreiðarssyni eftir leikinn og sagði þennan árangur jafnast á við úrslit Meistaradeildarinnar. BROSAÐ Í GEGNUM TÁRIN TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is GÆTI ÞETTA GERST AFTUR? Hermann Hreiðarsson lyfti bik- arnum 2008 með Portsmouth. HETJAN Freddy Piquionne skoraði bæði mörkin gegn Birmingham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.