Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 Heimilin í miklum vanda Eftir bankahrunið hefur hlutfall heimila í neikvæðri eiginfjárstöðu farið stigvaxandi. Nú er svo komið að 39 prósent allra heimila í land- inu eru komin í þá stöðu að skulda meira í fasteign sinni en þau eiga. Í janúar 2008 var þetta hlutfall ellefu prósent en við upphaf bankahruns- ins tuttugu prósent. Þetta kemur fram í greiningu Seðlabankans á stöðu heimilanna. Þar kemur einnig fram að hlutfall þeirra heimila sem eru á mörkum þess að geta fram- fleytt sér er 22 prósent. Gaf fermingar- peningana Ágúst Örn Óskarsson stofnaði hóp á Facebook í október í fyrra þar sem hann lofaði því að gefa 50 þús- und krónur af fermingarpening- unum sínum til ABC-barnahjálpar ef fimmtán þúsund manns myndu slást í hópinn fyrir 21. mars. Svo fór að rúmlega 27 þúsund manns slógust í hópinn. Ágúst Örn stóð við loforðið og mætti með peninginn á skrifstofu ABC-barnahjálpar í gær. Munu peningarnir fara í að styrkja fimm ára dreng frá Fillippseyjum í borginni Bacolod en þar rekur ABC barnaskóla fyrir fátæk börn. World Class hótar málsókn Markaðs- og miðlarannsóknum, MMR, hefur borist hótun um lög- sókn frá lögmanni líkamsræktar- stöðvarinnar World Class. Er þetta vegna viðhorfskönnunar fyrirtæk- isins um afstöðu almennings til áframhaldandi aðkomu fyrri eig- enda að fyrirtækjum sem hafa átt í rekstrarerfiðleikum. Í bréfi sem MMR barst frá Sigurði G. Guðjóns- syni lögmanni kemur fram að verði nafn World Class ekki tekið úr könn- uninni verði leitað til dómstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að World Class dæmdan dauð- an og ómerkan. Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR, segist í til- kynningu harma hótunina. . Fall fjárfestingarfélagsins Gnúps í ársbyrjun 2008 lokaði á fjármögnun- armöguleika Glitnis í Bandaríkjun- um og markar því í vissum skilningi upphafið að íslenska efnahagshrun- inu níu mánuðum síðar. Þetta má lesa um í 2. bindi skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Í skýrslunni seg- ir að fall Gnúps hafi beint sjónum er- lendra aðila að veikleikum í íslenska fjármálakerfinu og að það hafi haft „... mjög neikvæð áhrif á fjármögn- unarmöguleika íslensku bankanna.“ Fall félagsins er því mikilvægt í sögu hrunsins. Gnúpur var fjárfestingarfélag sem stofnað var til að halda utan um hlutabréfaeign Magnúsar Kristins- sonar og Kristins Björnssonar í FL Group og Kaupþingi. Félaginu var stjórnað af Þórði Má Jóhannessyni. Mjög lítið var fjallað um fall Gnúps hér á landi þegar það átti sér stað enda sýndi það vel þá veikleika sem steðjuðu að íslenska fjármálakerfinu. Í skýrslunni segir að erfiðleikar bankanna vegna Gnúps hafi verið af tvenns konar toga: Félagið var mjög skuldsett og var erfitt fyrir bankana að ná þessum fjármunum til baka og ef gengið væri að veðum, bréfunum í FL og Kaupþingi, hefði það haft í för með sér lækkun á hlutabréfaverði í félögunum. Skilja má umfjöllun rannsóknar- nefndarinnar um Gnúp sem svo að lánardrottnar Gnúps hafi tekið sam- an höndum um að forða félaginu frá því að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Hugsanlegt er að þetta hafi verið gert til að lágmarka umræðu um fall fé- lagsins sem átti mikið af hlutabréfum í stærsta hluthafa Glitnis, FL Group, sem og Kaupþingi, því fyrirséð var að staða þessara tveggja veiktist vegna erfiðleika Gnúps þar sem hlutabréf þeirra hefðu lækkað í verði. Hluti af lausninni á Gnúpsmálinu var svo sú að Kaupþing lánaði fjárfestingarfé- laginu Gift um 20 milljarða króna til að kaupa hlutabréf félagsins í Kaup- þingi. Hreiðar og Sigurjón ræddu um Gnúp Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er nokkuð rætt um Gnúp og fall félags- ins og það hvaða áhrif þessir erfið- leikar félagsins höfðu á íslenska fjár- málakerfið í heild. Þannig er vitnað í bæði Hreiðar Má Sigurðsson, for- stjóra Kaupþings, og Sigurjón Árna- son, bankastjóra Landsbankans, þar sem þeir ræddu um fall félagsins í skýrslutökum fyrir nefndinni. Hreiðar Már segir: „... við sáum hvað gerðist með Gnúp þetta litla fé- lag sem var þarna, sem við töldum að yrði ekki mikil frétt, hvaða áhrif það hefði, það lokaði á fjármögn- unar-, það var a.m.k. eitt af því sem lokaði á fjármögnunarmöguleika Glitnis í Ameríku á þeim tíma,“ sagði Hreiðar en Kaupþing tók þátt í að leysa Gnúpskrísuna með því að lána Gift fyrir bréfum Gnúps í bankan- um. Um þessi Giftarviðskipti segir í skýrsunni: „Í lok árs 2007 var Gnúpur kominn í greiðsluerfiðleika. Í desem- ber 2007 voru seld út úr félaginu öll hlutabréf þess í Kaupþingi til að bæta lausafjárstöðuna.“ Í kaflanum um Gnúp er sömu- leiðis vitnað í skoðanir Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbank- ans, á falli Gnúps. „... þetta hafði mjög mikil áhrif á credit spread-in á þeim tímapunkti vegna þess að þetta fór einhvern veginn inn í þann, þá kreðsu. Gnúpur hafði áhrif þangað. Og það var vegna þess að Gnúpur var svo stór eignarhluti í Kaupþingi og FL sem síðan aftur var stór í Glitni,“ sagði Sigurjón en þann 8. janúar árið 2008 gerði Gnúpur samkomulag við lánardrottna sem kom í veg fyrir að félagið lenti í eiginlegu gjaldþroti. Fall Gnúps fór lágt Um fall Gnúps segir Jón Fjörnir Thor- oddsen í bók sinni um íslenska efna- hagshrunið: „Þegar Gnúpur varð greiðsluþrota í janúar 2008 hefðu allir sparifjáreigendur átt að halda að sér höndunum og draga allt sitt fé út úr íslenskum peningamarkaðs- sjóðum. En þrot Gnúps fór ekki hátt í umræðu á Íslandi. Exista átti Við- skiptablaðið, Björgólfsfeðgar Morg- unblaðið og Baugur Fréttablaðið.“ Ýmislegt í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar bendir til að Glitn- ir og Kaupþing hafi verið meðvitað- ir um hversu slæm áhrif gjaldþrot Gnúps gæti haft á íslenska fjármála- kerfið. Þar segir til dæmis að Glitn- ir hafi í janúarbyrjun keypt skulda- bréf af Gnúpi sem bankinn tapaði 150 milljónum króna á. Svo segir í skýrslunni: „Í tölvubréfi 21. febrúar 2008 kl. 15:32 frá starfsmanni Glitnis til Alexanders Kristjáns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra áhættu- og fjárstýringar Glitnis, er spurt hvort Glitnir Eignarhaldsfélag ehf. „eigi að bera 150.000.000 kr. tap af þess- um viðskiptum“. Klukkan 17:17 seg- ir Alexander „Stadfest“ og klukkan 17:35 gerir Lárus Welding, banka- stjóri Glitnis, „engar athugasemdir“ við þessi viðskipti.“ Glitnir var því vel reiðubúinn til að að taka á sig hundr- aða milljóna króna tap fyrir Gnúp á þessum tíma og Kaupþing seldi Kaupþingsbréf Gnúps í kyrrþey. Í skýrslunni kemur svo fram að samkvæmt samkomulaginu við kröfuhafa um endalok Gnúps myndu kröfuhafarnir ekki beita sér fyrir gjaldþrotaskiptum á félaginu auk þess sem þeir afsöluðu sér rétti til að krefjast skaðabóta af stjórn- endum vegna taps síns út af félag- inu. Búið var að ganga frá Gnúpi án þess að almenningur á Íslandi yrði þess mikið var enda var áhugi hans á viðskiptum ekki nærri því eins mikill í góðærinu og eftir að fjármálakerfið sprakk. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Fall fjárfestingarfélagsins Gnúps er talið marka upphafið að fjármögnunarerfiðleik- um Glitnis í skýrslu rannsóknarnefndar. Gengið var frá félaginu án þess að það væri tekið til gjaldþrotaskipta og fór fall þess lágt. Glitnir tók á sig 150 milljóna króna beint tap fyrir Gnúp. FALL GNÚPS LOKAÐI GLITNI n „Það vekur athygli rannsóknarnefndarinnar að á sama tíma var forstjóri Gnúps, Þórður Már Jóhann- esson, og félög tengd honum (Fjárfestingarfélagið Brekka ehf. sem hann á að öllu leyti og Kría ehf. sem Brekka ehf. á í félagi við Sjávarsýn ehf., félag Bjarna Ármannssonar) einnig í viðskiptum með framvirka samninga, og þá mikið til í sömu félögum og Gnúpur. Hæst námu þessi viðskipti um 1,4 milljörðum króna haustið 2007. Ástæða þess að framangreind viðskipti vekja athygli er sú hætta sem almennt er fyrir hendi á hagsmunaárekstrum þegar forstjórar fjárfestingarfé- laga fjárfesta mikið í eigin nafni og þá sérstaklega ef það er í sömu verðbréfum og félagið sem þeir stjórna fjárfestir í. Á forstjóra/framkvæmdastjóra hlutafélags hvíla ákveðnar trúnaðarskyldur gagnvart félaginu. Meginverkefni hans og skylda er að gæta hagsmuna félagsins sem slíks. Þegar forstjóri félags er farinn að stunda eigin fjárfestingar á sama tíma og í sömu verðbréfum og það félag sem hann stýrir reynir á trúnaðarskyldur hans gagnvart félaginu.“ 2. bindi skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis, blaðsíðu 17. DV hefur leitað eftir svörum um þessa framvirku samninga hjá Bjarna Ármannssyni. DV spurði hvort samningarnir hefðu verið með bréf í FL Group. Bjarni gat ekki staðfest það og útskýrði ekki í hvaða félögum Kría hefði fjárfest. Fjárfestingin í einhverjum framvirkum samningum kemur hins vegar fyrir í ársreikningi Kríu. Framvirkir samningar vekja undrun Upphaf hrunsins Þórður Már Jóhannesson var forstjóri Gnúps og Magnús Kristins- son var annar aðaleigandi félagsins. Bankastjórar Kaupþings og Landsbankans telja að fall Gnúps hafi lokað á fjármögnunarmöguleika Glitnis í Bandaríkjunum. Í lok árs 2007 var Gnúpur kominn í greiðsluerfiðleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.