Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 VERSTA RÍKISSTJÓRN ÍSLANDSSÖGUNNAR ÁRNI MATHIESEN Staða: Fjármálaráðherra. Umsögn nefndar: Vanræksla í starfi með því að hafa ekki brugðist við yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnahagslíf í aðdraganda bankahrunsins. Í skýrslunni segir að stöðu sinnar vegna hafi hann farið með mál sem vörðuðu fjármál ríkisins að því leyti sem þau voru ekki fengin öðrum aðilum. Fjármálaráðuneytið átti aðild að samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Hann hafði í meginatriðum upplýsingar um framvindu og áherslur hópsins. Nefndin telur hinar alvarlegu upplýs- ingar um stöðu og horfur í bankamálum, sem hann hafði, hafa átt að gefa honum fullt tilefni til að hafa frumkvæði að því að ljá því atbeina sinn að ríkisvaldið myndi bregðast við með sérstökum aðgerðum. Hann átti einnig að stuðla að því að aðrir ráðherrar fengju upplýsingar og hafa frumkvæði að því að hann eða aðrir ráðherrar ynnu heildstæða greiningu á stöðunni. „Enn fremur verður að telja að ráðherrum hafi borið að byggja yfirlýsingar sem þeir kusu að gefa opinberlega um stuðning ríkisins við bankana, óháð orðalagi þeirra eða tilgangi í sjálfum sér, á traustum grundvelli.“ Þá segir að engin gögn séu til sem bendi til þess að hann hafi ráðist í gerð viðbúnaðar- og aðgerðaáætlunar, af því tagi sem Seðlabanki taldi þörf á. Ummæli: „Já, hann var náttúrlega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum.“ – Árni um fund ríkisstjórnarinnar með Davíð Oddssyni.  „Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu „Það er ekkert að marka það sem þessi maður segir.“ – Árni segir Björgólf Thor hafa verið lygara. Afdrif: Hætti í stjórnmálum 2009 og fór að starfa sem dýralæknir. Bíður þess hvort landsdómur verði kallaður saman til þess að fjalla um vanrækslu hans í starfi. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Staða: Heilbrigðisráðherra. Afdrif: Endurkjörinn á Alþingi vorið 2009. Skýrslan: Hafði milligöngu um að afla tugmilljóna styrkja fyrir Sjálfstæðis- flokkinn frá stórfyrirtækjum og bönkum áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Missti heilbrigðisráðherrastólinn til Ögmundar Jónassonar eftir að stjórnin féll. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Staða: Iðnaðarráðherra. Afdrif: Endurkjörinn á Alþingi 2009 og skipaður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og vinstri grænna. Ummæli: „Og frá því er skemmst að segja að hann nánast skalf og nötraði. Hann sagði: „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð.“ – Össur lýsir samskiptum sínum við Geir H. Haarde. „Ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lýsti hann þekkingu sinni á efnahagsmálum: „Akkúrat ekkert vit á bankamálum“, „hvorki áhuga né vit á þessu“, og „ég var þarna náttúrlega eins og fiskur sem stokkið hefur upp á grasbala“. „[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid“ í nasavængj- unum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...]“ KRISTJÁN MÖLLER Staða: Samgönguráðherra. Afdrif: Endurkjörinn á Alþingi 2009 og hélt áfram sem samgönguráðherra. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Staða: Félagsmálaráðherra. Afdrif: Kjörin formaður Samfylking- arinnar og forsætisráðherra í febrúar 2009. Ummæli: „Hann kom algjörlega af fjöllum og alveg ljóst að hann vissi ekkert í þessu máli,“ sagði Jóhanna við rannsóknarnefnd Alþingis um þekkingu Björgvins G. Sigurðssonar þegar Glitnir féll. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Staða: Utanríkisráðherra. Afdrif: Sagði af sér sem ráðherra og formaður Samfylkingarinnar vegna veikinda. Fundaði marg oft um efnahagsmál án þess að hafa Björgvin G. Sigurðsson með í ráðum. Sekt: Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hana ekki hafa sýnt vanrækslu í starfi, þar sem utanríkisráðherra ber ekki formlega ábyrgð á efnahagsmálum. Ummæli: „Hér er engin kreppa,“ var haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu haustið 2008, aðeins nokkrum vikum fyrir fall bankanna.   „Keep it under wraps.“ – Ingibjörg vildi ekki upplýsa Björgvin G. um að Glitnir væri að falla. GEIR H. HAARDE Staða: Forsætisráðherra. Sekt: „Átti að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða með tillögu um það til ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyir vegna hættu á fjármálafalli,“ að því er segir í skýrslunni. Rannsóknarnefndin telur að hann hafi í síðasta lagi á bilinu 7. febrúar til 15. maí 2008 átt að hafa nægilegar upplýsingar til þess að gera sér grein fyrir því að ríkir almannahagsmunir knúðu á um að hann hefði þegar frumkvæði að aðgerðum og með lagasetningu til að draga úr stærð bankanna. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði sýnt vanrækslu í starfi með því að bregðast ekki við hættunni. Afdrif: Ríkisstjórn Geirs féll eftir búsáhaldabyltinguna. Sagði af sér þingmennsku í kjölfar veikinda vorið 2009. Bíður þess hvort landsdómur verði kallaður saman til þess að dæma í hans málum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki af sér þingmennsku í kjölfar þess að rann- sóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði sýnt af sér vanrækslu í starfi sem viðskiptaráð- herra í aðdraganda bankahrunsins. Á mánudag sagði hann af sér sem þingflokksformaður Samfylkingar- innar en hann telur enga ástæðu til að hætta á þingi. Björgvin var einn þeirra sjö sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Af þremur ráðherrum í þeim hópi er hann sá eini sem enn situr á þingi en það ætlar hann líka að gera áfram. Aðspurður á mánudag þvertók hann fyrir að nokkur ástæða væri fyrir hann að segja af sér þingmennsku. Engu að síður lítur hann ásakan- ir rannsóknarnefndarinnar alvarleg- um augum og hefur farið fram á að landsdómur verðir kallaður saman til að taka á vanræksluásökunum á hendur ráðherrum. Það er mjög áberandi þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþing- is er lesin að Björgvini var algjör- lega haldið utan við atburðarás síð- ustu daganna fyrir bankahrunið. Það kemur fram í fjölda vitnisburða, hvort sem er frá samráðherrum hans eða stjórnendum bankanna. Þrátt fyrir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptaráðherrann hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi hef- ur formaður hennar, Páll Hreinsson, gagnrýnt harðlega hvernig Björgvini var haldið utan við stórar ákvarðanir sem sneru að bankamálum. Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, segist eftir á að hyggja betur hefðu haft ráðherra bankamála betur inni í málunum en að það hafi verið for- maður Samfylkingarinnar sem ekki hafi viljað hóa í viðskiptaráðherrann. trausti@dv.is Björgvin G. Sigurðsson sýndi af sér vanrækslu í starfi sem viðskiptaráðherra í aðdraganda hrunsins: Björgvin situr áfram Í myrkrinu Björgvin var alfarið haldið í myrkrinu síðustu daga fyrir bankahrunið en hann er sakaður um vanrækslu í starfi sínu sem viðskiptaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.