Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 Fjármálaeftirlitið var ekki nægilega vel í stakk búið til þess að sinna eft- irliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt áður en þau féllu haustið 2008. Það var bæði undir- mannað og fjársvelt. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem birt var á mánudags- morgun. Í skýrslunni er Fjármála- eftirlitið gagnrýnt harðlega, þar sem fram kemur að allt of seint var haf- ist handa við að auka fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins, svo það gæti fylgt eftir þróun í starfsemi fjármála- fyrirtækjanna. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri, var kallaður oftast fyrir í skýrslutöku nefndarinnar, alls fjór- um sinnum. Í skýrslu nefndarinn- ar segir að hann hafi sýnt af sér at- hafnaleysi í því verkefni að koma á nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar. Athafna- leysi forstjórans er talin vanræksla í starfi, enda hafði hann þá ábyrgð að annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Ekki bara fjársvelti Það var þó ekki aðeins fjársvelti sem gerði það að verkum að Fjármálaeft- irlitið gat ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel að mati rannsóknar- nefndar Alþingis. Í áliti nefndarinn- ar segir að verkefni Fjármálaeftir- litsins krefjist mikillar sérþekkingar á rekstri banka, hagfræði, reiknings- skilum og löggjöf á fjármálamarkaði. Nefndin segir í skýrslu sinni að Fjármálaeftirlitið hafi ekki tekist á við grundvallarspurningar á borð við stærð bankakerfisins og hvernig stofnunin ætti að bregðast við allt of örum vexti þess. Þá segir rannsóknarnefnd Alþing- is að stjórn Fjármálaeftirlitsins hafi forgangsraðað málum rangt. Þrátt fyrir að unnið hafi verið að endur- bótum og uppbyggingu á upplýs- ingakerfum Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2006 telur nefndin að leggja hefði átt miklu meiri áherslu á að koma upp þróuðum upplýsingakerf- um hjá stofnuninni. „Viðvarandi fjárhagslegu eftirliti er sinnt með gagnaöflun frá eftir- litsskyldum aðilum, gagnaúrvinnslu og mati sérfræðinga á innkomnum gögnum. Slíkt eftirlit kemur ekki að fullum notum nema stofnunin hafi bæði yfir að ráða þróuðum upplýs- ingakerfum og sérfræðingum til úr- vinnslu upplýsinganna. Mikið skorti á að Fjármálaeftirlitið hefði yfir að ráða tæknilegri þekkingu og bún- aði til þess að vinna vönduð og yf- irgripsmikil yfirlit yfir stöðu og þró- un einstakra fjármálafyrirtækja úr gagnagrunnum sínum,“ segir í rann- sóknarskýrslunni. Vantaði mikinn slagkraft Fjármálaeftirlitið skorti nauðsynlega yfirsýn yfir starfsemi fjármálafyrir- tækja sem brýn þörf var á. Vanda- málin sem Fjármálaeftirlitið átti við að etja vegna krefjandi úrvinnslu upplýsinga úr kerfum sínum, komu að mati nefndarinnar, mjög niður á getu eftirlitsins til þess að sinna starfsskyldum sínum og að hafa eftir- lit og taumhald með bönkunum sem féllu haustið 2008. Þá gagnrýnir nefndin Fjármála- eftirlitið fyrir að sinna eftirlitsstöf- um sínum ekki af nægilegri festu og ákveðni, bæði úrlausn og eftirfylgni mála. Stofnunin kom málum ekki í formlegan farveg þegar í ljós kom að eftirlitsskyldur aðili fylgdi ekki lögum og öðrum reglum sem gilda um starfsemi hans. Í fyrirmælum í 1. málsgrein 10. greinar laga um opin- bert eftirlit með fjármálastarfsemi er kveðið á um að Fjármálaeftirlitið eigi að krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests. Bregðist eftirlitsskyldur aðili ekki rétt við innan hins uppgefna tíma- frests hefur Fjármálaeftirlitið ýmis þvingunarúrræði til að bregðast við. Rannsóknarnefnd Alþingis tekur dæmi að í slíkum málum hafi Fjár- málaeftirlitið aðeins sent skriflegar athugasemdir til fjármálafyrirtækja vegna lögbrota og málin ekki komið í lögformlegan farveg. Af þessum sök- um vantaði mikinn slagkraft í starf eftirlitsins. Enginn passaði upp á sjóðina Í skýrslunni kemur fram að eini starfsmaður Fjármálaeftirlitsins í eft- irliti með sjóðum hafi farið í langt leyfi í nóvember árið 2006. Hann hafi hins vegar unnið tæplega 300 vinnustundir frá þeim tíma og fram í maí árið 2007. Enginn starfsmað- ur var ráðinn í hans stað til þess að hafa eftirlit með sjóðum í heilt ár. Nefndin bendir á að því hafi sjóð- irnir verið því sem næst án eftirlits á því tímabili. Slíkt teljist alvarleg van- ræksla af hálfu Fjármálaeftirlitsins á lögbundnum eftirlitsskyldum stofn- unarinnar. Efitirlitið virðist fyrst og fremst hafa falist í því að ganga úr skugga um að skýrslum væri skilað á réttum tíma og í réttu horfi, eins og segir í skýrslu nefndarinnar. Frá 2005 voru aðeins einn til tveir starfsmenn í eftirliti með verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum. Annar þeirra var aðeins í hlutastarfi. Ekki okkar mál Öll orka eftirlitsaðila og stjórnvalda fór í að halda fjármálakerfinu gang- andi. Stjórnendur eftirlitsstofnana á borð við Fjármálaeftirlitið gáfu oft þær skýringar í skýrslutökum nefnd- arinnar að það hefði ekki verið innan starfssviðs viðkomandi eða stofnun- ar hans að fjalla um tiltekin mál eða bera ábyrgð á ákveðnum verkefnum. Það væri ekki þeirra mál heldur á ábyrgð annara stofnana eða embætt- ismanna. „Af þessum svörum verður ráð- ið að fulltrúum og forsvarsmönnum þeirra stofnana íslenska stjórnkerf- isins sem hafa áttu eftirlit með starf- semi á fjármálamarkaði og áhrif- um þeirrar starfsemi á stöðugleika í efnahagslífi ríkisins var í ýmsum tilvikum ekki ljóst hver átti að sinna og bar ábyrgð á ákveðnum þáttum þessara mála í hinu daglega starfi stjórnvalda,“ segir í niðurlagi skýrsl- unnar. Mikið skorti á að Fjármálaeftir- litið hefði yfir að ráða tæknilegri þekkingu og búnaði til þess að vinna vönduð og yfirgripsmik- il yfirlit. Fjármálaeftirlitið og Jónas Fr. Jónsson fá slæma útreið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Eftirlitið var undirmannað og fjársvelt, enginn sinnti eftirliti með sjóðum í heilt ár og stjórnendur eftirlitsstofnana vissu oft ekki hvort tiltekin mál heyrðu undir eftirlitið. Nauðsynlega yfirsýn skorti og Fjármálaeftirlitið kom málum ekki í formlegan farveg heldur lét bréfaskriftir duga. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ FÉLL Á GRUNDVALLARATRIÐUM Athafnalaus Jónas Fr. Jónsson sýndi af sér athafnaleysi í starfi og gerðist þannig sekur um vanrækslu. Forstjórinn fyrrver- andi vissi ekki hvort tiltekinn málaflokkur heyrði undir hann. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Samkvæmt bankalögum má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af áhættugrunni bankans, (CAD). Stærstu eigendur bankanna fóru hins vegar langt fram úr þessum viðmiðum árið 2007. Banki Eigendur/hluthafar CAD Landsbanki Björgólfsfeðgar 140, 3 % Kaupþing Bakkavararbræður 41,6% Kaupþing Robert Tchenguiz 57,4% Glitnir Baugsfeðgar 51% Glitnir Karl Wernersson 35,7% Landsbanki Straumur Burðarás 28,3% Fóru langt fram úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.