Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 Nafn Bjarna Benediktssonar, núver- andi formanns Sjálfstæðisflokks- ins, kemur fyrir á nokkrum stöðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Bjarni var þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á árunum fyrir bankahrun- ið en var auk þess stjórnarformaður í eignarhaldsfélaginu BNT, móðurfélagi N1, sem var einn af stærri skuldurum Glitnis samkvæmt skýrslunni. Minnst er á nafn Bjarna vegna golf- ferðar til Skotlands í einkaþotu Glitn- is í september árið 2007, eins vegna fundar í höfuðstöðvum eignarhalds- félagsins Stoða, áður FL Group, í að- draganda bankahrunsins um haustið 2008 og vegna skulda í íslenska banka- kerfinu sem námu 174 milljónum króna í ársbyrjun 2008. Líkast til hefur Bjarni farið til Skotlands sem stjórn- arformaður N1 en hann var jafnframt eini stjórnmálamaðurinn sem fannst nafngreindur á þotulistunum sem rannsóknarnefndin athugaði vegna skýrslunnar. Illugi Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann, Kristján Júlíusson og Bjarni hafi farið á fund með Þorsteini Má Bald- vinssyni í húsakynnum Stoða til að ræða við hann um yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum. Illugi segir hins vegar að þremenningarnir hafi ekkert skipt sér af atburðarásinni sem leiddi til yfirtökunnar. En Bjarni tengist einnig öðrum at- riðum sem talað er um í skýrslunni, án þess að vitnað sé til nafns hans sérstak- lega. Mikið rætt um Vafning Þannig er í skýrslunni rætt ítarlega um Vafningsmálið svokallaða sem sner- ist um lánveitingar frá Glitni til tveggja félaga, Vafnings og Svartháfs, upp á um 30 milljarða króna. Þaðan runnu peningarnir frá Glitni til bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley til að greiða upp lán sem Þáttur Inter- national hafði stofnað til við bankann. Þáttur International var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona og föð- ur Bjarna, Benedikts, og föðurbróður hans, Einars, sem áttu 25 prósenta hlut í félaginu. Tilgangurinn var að bjarga 7 prósentum Þáttar International frá veðkalli Morgan Stanley. DV hefur fjallað töluvert um Vafn- ingsmálið síðustu mánuði og rennir skýrsla rannsóknarnefndarinnar stoð- um undir þá túlkun DV að Vafnings- viðskiptin hafi verið óeðlileg: Opinber aðili hefur ekki áður fjallað um þessi Vafningsviðskipti. Líkt og komið hefur fram í DV, og skjalið sem fylgir þessari umfjöllun sýnir, tók Bjarni Benedikts- son beinan þátt í Vafningsviðskiptun- um með því að veðsetja hlutabréf föð- ur síns og föðurbróður í Vafningi 8. febrúar en þann lauk þeim fresti sem Morgan Stanley hafði veitt Þætti Inter- national til að endurfjármagna lánið. Glitnir taldi Svartháf ekki venslaðan Milestone Í skýrslunni segir um Vafningsfléttuna: „Svartháfur ehf. (áður Gleypnir ehf. og þar áður ELL 150 ehf.) var stofnaður til að taka yfir fjármögnun Þáttar Inter- national ehf,“ en félagið var í eigu föð- ur Karls og Steingríms, Werners Rasm- ussonar. Athygli vekur sú staðhæfing skýrsluhöfundar að Glitnir hafi ekki litið á Svartháf sem aðila venslaðan Mile stone, jafnvel þó að faðir þeirra Karls og Steingríms hafi einungis átt félagið til málamynda til að miðla til þeirra peningum svo þeir gætu staðið í skilum við Morgan Stanley. Um þetta atriði segir í ályktun í skýrslunni: „Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað þessum lánveitingum með það í huga að þær kæmu ekki fram hjá raunverulegum lántaka, Milestone, því Milestone-samstæðan var fyrir með mjög háa skuldastöðu við bank- ann. Þess í stað voru lánin veitt til ný- stofnaðra einkahlutafélaga sem voru í eigu aðila sem tengjast Milestone með óbeinum hætti, líklega til þess að hægt væri að halda þessum lánveitingum utan samstæðu Milestone í uppgjör- um vegna útreiknings á áhættugrunni útlána gagnvart eigin fé bankans. Ljóst er að Glitnir vissi að fyrirtækið var undir stjórn Milestone, sbr. það sem fram kemur í fundargerð lánanefndar hér að ofan.“ Af þessari ályktun að dæma er það skilningur rannsóknarnefndar Alþing- is að starfsmenn Glitnis og eigendur Milestone og Þáttar International hafi með þessum lánveitingum til Svart- háfs og Vafnings vísvitandi farið á svig við útlánareglur bankans til að vernda eigin hagsmuni: Hlutabréfin í Glitni. „Þurfum að lána“ Í skýrslu rannsóknarnefndar er þessi niðurstaða meðal annars studd með því að vísa til fundargerðar lánanefnd- ar bankans þar sem rætt er um þess- ar lánveitingar til Milestone og tengdra félaga: „Þáttur International ehf. er með lán vegna fjármögnunar á GLB hlutum hjá Morgan Stanley (MOS) og Racon, eigandi Invik, er með brú- arfjármögnun vegna kaupanna á In- vik. Bæði þessi lán eru í uppnámi um þessar mundir. LAIS [Innskot blaða- manns: Landsbanki Íslands] ætlar ekki að koma með neitt inn í dealinn sem þýðir að við þurfum að lána ca EUR 180 m núna til viðbótar við EUR 102 m sem við lánuðum 8. feb. sl,“ seg- ir í fundargerð lánanefndarinnar en það var einmitt vegna þessa láns frá 8. febrúar sem Bjarni Benediktsson veð- setti hlutabréf föður síns og frænda í Vafningi. Lánanefndin hefur því skilið stöð- una sem svo að Glitnir þyrfti að lána Þætti International til að bjarga hluta- bréfum félagsins frá veðkalli Morgan Stanley. Ef Morgan Stanley hefði eign- ast 7 prósenta hlut Þáttar í Glitni hefði það getað leitt til mikillar lækkunar á hlutabréfaverði í bankanum sem aft- ur hefði leitt til taps fyrir aðra hluthafa bankans. Glitnir hefur því litið svo á að bankinn yrði að lána Þætti með ein- hverjum hætti. Sú staðreynd að Svart- háfur var ekki skilgreindur sem tengd- ur aðili leiddi hins vegar til þess að Svartháfslánið var áhættusamara fyr- ir Glitni en ella og var í raun 30 millj- arða viðbót við rúmlega 90 milljarða lán til Milestone. Þetta jók vitanlega á þá áhættu sem Glitnir tók með því að lána Vafningi og Svartháfi til að end- urfjármagna lánið frá Morgan Stanley. Skýr brot Lokaniðurstaðan í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar um Vafningsmálið er sú að lánveitingin til Svartháfs til að greiða Morgan Stanley upp skuld Þátt- ar International verði að flokkast sem skýrt brot á reglum um lán til tengdra aðila þar sem Milestone hafi í raun og veru verið leppur. Um þetta segir í skýrslunni: „Hér er um að ræða skýr brot á reglum um lán til tengdra aðila. Í raun hafði Glitnir í sjónhendingu afhent um 6,8% eigna sinna og án þess að tilkynna það opin- berlega!,“ en lánið til Svartháfs nam eitt og sér um 6,8 prósentum af eiginfjár- grunni bankans. Ástæðan fyrir því að þetta er brot er að með lánveitingunni til Svartháfs var áhætta Glitnis af lánum til Milestone og tengdra félaga orðin miklu hærri en 25 prósent en áhætta eins félags eða tengdra aðila má aldrei fara yfir þessa tölu samkvæmt íslenskri bankalög- gjöf. Með láninu til Svartháfs var þessi áhætta vegna Milestone-samstæð- unnar komin upp í um 36 prósent. Vafningsviðskiptin styðja því eftir- farandi fullyrðingu sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Ekki virðist leika nokkur vafi á því að bankarnir hafi, löngu fyrir sept- ember 2008, gerst brotlegir við eitt helsta grundvallarákvæði bankalög- gjafarinnar, að skuldbindingar (eða tengd áhætta) eins eða fleiri innbyrð- is tengdra viðskiptamanna megi aldrei vera umfram 25% af áhættugrunni banka (CAD),“ en með lánveitingunni til Svart- háfs var farið á svig við þessa reglu með því að líta ekki á Svartháf sem tengdan aðila. Bjarni fordæmir bankana Af þessari umræðu sést, svo ekki verður um villst, að Bjarni Bene- diktsson tók þátt í við- skiptum þar sem þar sem farið var á svig við þessar reglur Glitnis og með því tók hann þátt í því að veikja stöðu bankans. „Rannsóknar- nefndin telur því að það hefði átt að vera mark- mið stjórnenda bank- anna og áhættustýring- ar þeirra að leyfa ekki einstökum áhættuskuld- bindingum að verða of stórar. Þess í stað sjást þess merki að bank- Það verður ekki fram hjá því litið að í skýrslunni koma fram sterkar vísbendingar um að eigendur þeirra hafi misnotað aðstöðu sína gróflega í eigin þágu. Rannsóknarnefnd Alþingis ræðir í skýrslu sinni um nokkur mál sem tengjast Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Rætt er ítarlega um lánveitingar Glitn- is til Svartháfs og Vafnings til að endurfjármagna félag í eigu fjölskyldu Bjarna. Farið er hörðum orðum um lán Glitnis og þau sögð brot á reglum um lánveitingar til tengdra aðila. Bjarni tók þátt í Vafningsviðskiptunum en fordæmir bankana á sama tíma. BJARNI TÓK ÞÁTT Í BROTI Bjarni Benediktsson í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. 1. Tók þátt í viðskiptum eigarhaldsfélagsins Vafnings þar sem milljarðar voru fengnir að láni hjá Glitni í febrúar 2008 til að endurgreiða erlend lán. Bjarni veðsetti hlutabréf föður síns og frænda í Vafningi hjá Glitni. Í skýrslunni er komist svo að orði að þessi viðskipti hafi verulega aukið „samþjöppunaráhættu“ innan bankanna. 2. Félag sem Bjarni stýrði og var í eigu fjölskyldu hans, BNT, móðurfélag olíufélagsins N1, var tólfti stærsti skuldari Glitnis, samkvæmt rannsóknarskýrsl- unni. Fjölskylda Bjarna átti hlut í Glitni með Milestone-mönnum í gegnum Þátt International. Bjarni hætti sem stjórnarformaður N1 og BNT eftir bankahrunið í desember 2008. 3. Bjarni var eini stjórnmálamaðurinn sem flaug með einkaþotum íslensku bankanna og auðmannanna, samkvæmt því sem kemur fram í siðfræðihluta skýrslunnar. Bjarni flaug með Glitnismönnum til Skotlands í golf í september 2007. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var einnig með í för. 4. Bjarni sat fund í höfuðstöðvum Stoða, áður FL Group, í höfuðstöðvum félagsins í lok september 2008, daginn fyrir yfirtöku Glitnis. Þar var rætt um slæma stöðu Glitnis og hvernig hið opinbera ætlaði að bregðast við henni. Ekki er vitað af hverju Bjarni var á fundinum en þar voru auk þess Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Illugi Gunnarsson, Björgvin G. Sigurðsson og Jón Sigurðsson, á mismunandi tímapunktum þennan dag. 5. Bjarni er á lista í skýrslunni yfir þá stjórnmálamenn sem skulduðu hvað mest í íslenska bankakerfinu á árunum fyrir hrun. Hann skuldaði 174 milljónir króna í ársbyrjun 2008. Bjarni segist hafa greitt þessar skuldir að fullu. BJARNI Í SKÝRSLUNNI INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is n Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar eru tilvitnanir í Davíð Oddsson þar sem hann ræðir um Tryggva Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar og fyrrver- andi forstjóra Askar Capital, og tengsl hans við Milestone-samstæðuna. „Hann [Innskot blaðamanns: Tryggvi Þór Herbertsson] var gerandi með Milestone- mönnum í fullt af hlutum og átti að koma aftur til baka í þessa starfsemi. Mér fannst þetta allt saman mjög óþægilegt [...] og þegar var búið að segja mér þarna áður af mínum starfsmönnum að hann væri hringjandi út að lýsa við „kontakta“ sína í farsíma hvað við værum að ræða þarna inni, þá fannst mér það algjörlega forkastanlegt og undirstrika það sem ég, efasemdir mínar um það að hann gæti komið fram sem fulltrúi forsætisráðherrans gagnvart Seðlabankanum og ætlast til þess að við værum, sýndum honum fulla hreinskilni.“ DAVÍÐ ODDSSON Í 7. BINDI RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS BLS. 31 TRYGGVI OG BJARNI Veðsetti Vafning Í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis er rætt ítarlega um viðskipti eignarhaldsfélagsins Vafnings. Undirskriftir Bjarna sjást hér þrívegis á veðsamningunum út af Vafningsviðskipt- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.