Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 17
arnir sjálfir taki þátt í því að reyna að
sniðganga reglur um stórar áhætt-
ur. Þetta finnst rannsóknarnefndinni
aðfinnsluvert. Fjölmörg dæmi um
þetta eru nefnd í skýrslunni, eins og
til dæmis lán Glitnis til Svartháfs ehf.
Þetta varð til þess að auka verulega
samþjöppunaráhættu innan bank-
anna,“ segir í skýrslunni en tilgang-
urinn með þátttöku Bjarna í viðskipt-
unum var að verja þá hagsmuni sem
fjölskylda hans, faðir hans og föður-
bróðir, höfðu af því að bjarga Glitnis-
bréfum Þáttar International frá veð-
kalli Morgan Stanley.
Þrátt fyrir þessa tengingu Bjarna
við vafasamar lánveitingar úr íslensku
bönkunum á árunum fyrir hrunið
sagði hann á Alþingi á mánudag, þar
sem hann ræddi um efni Rannsókn-
arskýrslu Alþingis: „Mér, líkt og öllum
þeim landsmönnum sem hlýddu á
niðurstöður rannsóknarnefndarinnar
á blaðamannafundi hennar í morgun,
misbauð sú lýsing sem þar var borin á
borð um framferði og framgöngu eig-
enda og stjórnenda stóru viðskipta-
bankanna. Það verður ekki fram hjá því
litið að í skýrslunni koma fram sterkar
vísbendingar um að eigendur þeirra
hafi misnotað aðstöðu sína gróflega
í eigin þágu og að sú framganga hafi
fyrst og fremst leitt til þess að íslenska
bankakerfið hrundi á endanum til
grunna með öllum þeim alvarlegu af-
leiðingum fyrir íslenska efnahagslífið
sem við höfum síðan fengið að kynn-
ast. ,“ sagði Bjarni og lýsti því jafnframt
yfir að hann hefði orðið fyrir vonbrigð-
um með hversu hægt hefði gengið að
koma lögum yfir þá sem fóru á svig við
reglur í aðdraganda hrunsins.
Bjarni sjálfur tók hins vegar veg-
ar þátt í þessari óstjórn bankanna þar
sem hann tók þátt í og naut lánafyr-
irgreiðslu sem veikti íslenska banka-
kerfið og rannsóknarnefndin tekur
sérstaklega til umfjöllunar og fordæm-
ir. Orð Bjarna um skýrsluna - þó þau
megi vitanlega til sanns vegar færa
sem slík - eiga því ekki hvað síst við
um hann sjálfan þar sem viðskiptin
sem hann tók þátt í eru lýsandi dæmi
um þá vafasömu stjórnunarhætti sem
einkenndu bankanna á árunum fyrir
hrunið.
14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 17
BJARNI TÓK ÞÁTT Í BROTI
n „Til að greiða upp skuldir Þáttar International og Racon
við Morgan Stanley voru stofnuð tvö félög sem á endanum
báru heitin Svartháfur og Földungur. Svartháfur var skráður
í eigu Werners Rasmussonar, föður aðaleigenda Milestone,
Karls og Steingríms Wernerssona. Földungur (Vafningur) var
hins vegar í eigu Milestone, Skeggja ehf. og Fjárfestingafé-
lagsins Máttar ehf. í sömu hlutföllum og félögin áttu Þátt
International ehf. Í febrúar 2008 lánaði Glitnir rúmlega 100
milljónir evra inn í Földung með veði í Glitnisbréfum Þáttar
International og fleiri eignum. Í mars voru síðan greiddar 50
milljónir evra inn á það lán til að losa veðin af Glitnishlut-
unum en þá voru Svartháfi lánaðar rúmlega 190 milljónir evra. Hluti þess láns var
lánaður áfram til Þáttar International en hluti til Racon. Glitnir fékk þannig Invik
banka og 7% hlut í sjálfum sér sem veð fyrir láninu.“
2. BINDI BLS. 175-176
EINAR SVEINSSON
BROT Á REGLUM UM LÁNVEITINGAR
n „Þáttur International ehf. var fyrirtæki í eigu Mile-
stone [Innskot blaðamanns: Og Einars og Benedikts
Sveinssona] sem hafði tekið lán hjá Morgan Stanl-
ey-banka til kaupa á hlutum í Glitni. Á árinu 2008
krafðist Morgan Stanley þess að lánið, að andvirði
217 milljónir evra, yrði greitt. Þá endurfjármagnaði
Glitnir hlutabréfin með 190 milljóna evra láni til
Svartháfs ehf. (í eigu föður Karls Wernerssonar), en
fyrirtækið lánaði upphæðina áfram til Þáttar International ehf. Hér er um að ræða
skýr brot á reglum um lán til tengdra aðila. Í raun hafði Glitnir í sjónhendingu
afhent um 6,8% eigna sinna og án þess að tilkynna það opinberlega!“
2. BINDI BLS. 305
KARL WERNERSSON
OG GUÐMUNDUR ÓLASON
Kemur víða við í skýrslunni Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, kemur víða við í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis. Hann og fjölskylda hans
nutu góðs af eignarhaldi sínu í Glitni.