Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 Hvatakerfi innan íslensku bankanna voru komin út fyrir öll mörk þegar banka- kerfið hrundi haustið 2008. Þá höfðu Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn lánað starfsmönnum sínum 169 milljarða króna. Bjarni Ármannsson innleiddi hvatakerfi í bankageiranum árið 1999 þegar hann var forstjóri Frjálsa fjárfestingabankans. BRJÁLAÐIR BÓNUSAR Hvatakerfið innan íslensku bank- anna hófst árið 1999 þegar Bjarni Ár- mannsson, þáverandi forstjóri hjá Fjárfestingabanka, tók upp svokallað EVA-kerfi innan bankans. Í því fólst að starfsmenn fengu borgað eftir arðsemi fyrirtækisins. Þar með byrjaði nýtt upphaf þar sem laun lykilstjórnenda bankanna fóru upp í nýjar hæðir. Í októ ber 2008 námu lán Glitnis, Lands- bankans og Kaupþings til starfsmanna sinna tæplega 170 milljörðum króna. Í skýrslunni kemur fram að lánveiting- ar af því tagi sem Kaupþing og Glitnir veittu starfsmönnum hafi verið bann- aðar í Bandaríkjunum frá árinu 1950. Landsbankinn stofnaði hins vegar fé- lög á Guernsey, Tortóla og Panama um hlutabréf starfsmanna bankans. Laun Bjarna fimmfölduðust Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að í gömlu ríkisbönkun- um hafi stjórnendum verið bannað að eiga hlutabréf í fyrirtækjum. Einnig segir að þó fólki hafi í kringum síðustu aldamót þótt laun Bjarna Ármanns- sonar há hafi þau þó verið einungis verið brot af því sem síðar varð. Með- almánaðarlaun Bjarna fimmfölduðust frá 2004 til 2008. Heildarlaun banka- stjóra Glitnis, Landsbankans og Kaup- þings námu rúmlega sex milljörðum króna á árunum 2004 til 2008. Nánast allt karlmenn Í skýrslunni segir að hinn dæmigerði bankastjórnandi hafi verið karlmað- ur um þrítugt eða rétt liðlega fertug- ur. „Það þarf því ekki að koma á óvart að hinn dæmigerði starfsmaður í þeim deildum bankanna sem sinntu lánum til fyrirtækja og verðbréfa- og hlutabréfaumsýslu var karlmaður á aldrinum 25 til 40 ára,“ segir í skýrsl- unni. Tölvupóstar á milli þeirra Sig- urðar Einarssonar, fyrrverandi stjórn- arfomanns Kaupþings, og Magnúsar Guðmundssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, um samkomulag á milli þeirra um kaupauka sýna að slíkir samningar virð- ast hafa fylgt huglægu mati. Lárus Welding, fyrr- verandi forstjóri Glitnis nefnir líka að „maður fái ekki mikla gleði af mann- skepnunni“ við að semja við bankastarfsmenn um kaupauka. Urðu að taka kúlulán Í skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar kemur fram að hjá Kaupþingi virðast forsvars- menn bankans hafa lagt hart að starfsmönnum sín- um að taka við háum lán- um til kaupa á hlutabréf- um. „[...]ef þú sest niður með yfirmanni þínum: Heyrðu, ég bara hef ekki efni á að taka svona stórt lán hjá þér. Hann: Mér finnst að, þú átt að taka þetta. Ég: Nei, veistu að mér líst ekki á þetta, ég er ekki með nógu há laun til þess að standa undir þessu hérna. Hann: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, það eru, áhætta þín er í raun og veru mjög takmörk- uð eða engin. Þú tekur þetta hér,“ sagði Guðmundur Þ. Guð- mundsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Kaupþingi, í skýrslu til rannsóknarnefndarinn- ar. Hjá Kaupþingi áttu starfsmenn um 10 prósenta hlut í bankanum í formi kaupréttarsamninga, sem er margfalt yfir því sem þekkist til dæmis í Bandaríkjunum. 2004 2005 2006 2007 2008 Samtals í mISK Sigurjón Þ. Árnason, Landsbanka 42 113 218 234 355 963 Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka 34 263 144 106 134 680 Bjarni Ármannsson, Glitni 80 137 231 571 11 1030 Lárus Welding, Glitni - - - 388 36 423 Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþingi 142 310 823 812 459 2546 Ingólfur Helgason, Kaupþingi 55 140 127 129 78 529 Laun íslenskra bankastjóra 2004-2008 Heildarlán til starfsmanna Glitnis og eignarhaldsfélaga þeirra 2004 2005 2006 2007 2008 Samtals 5.993 10.913 13.340 17.082 21.962 69.290 Heildarlán til starfsmanna Kaupþings og eignarhaldsfélaga þeirra 2005 2006 2007 2008 Samtals 9.247 16.470 20.001 23.416 69.134 Heildarlán til starfsmanna Landsbankans og eignarhaldsfélaga þeirra 2004 2005 2006 2007 2008 Samtals 1.635 4.834 6.364 9.399 12.081 34.313 n Magnúsi Guðmundssyni, þáverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fannst ein milljón evra meira en nægur bónus fyrir árið 2007. Gleymdi að borga bónus Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, virðist hafa borið ábyrgð á huglægu bónuskerfi innan Kaupþings. „Takk. Meira en nóg. :-)“ Tölvupóstsamskipti á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, þar sem verið er að ákveða bónusgreiðslur til þess síðarnefnda fyrir árið 2007 eru dæmi um hvernig hvata- og bónuskerfi bankanna gekk fyrir sig. Vitnað er í póstana í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Þar er vitnað í tölvupóst Sigurðar fyrst frá 9. júlí 2008: „Hæ Magnús, Við gengum ekki frá bónus fyrir síðasta ár. Ég legg til 1 millj evrur. Hvað segir þú. Kv. Se.“ Síðan er vitnað í tölvupóst Magnúsar frá 9. júlí 2008 þar sem hann svarar Sigurði: „Takk Meira en nog :-).“ Niðurstaðan sem rannsóknarnefnd Alþingis kemst að er sú að slíkar bónusgreiðslur til starfsmanna íslensku bankanna hafi oft á tíðum verið byggðar á huglægu mati og eru tölvupóstsamskiptin á milli Sigurðar og Magnúsar notuð til að styðja þessa fullyrðingu: „Rannsóknarnefnd Alþingis fær ekki séð af athugun sem hún hefur gert að bónusgreiðsl- urnar hafi verið tengdar rekstrarárangri bankans með kerfisbundnum hætti heldur virðast þær hafa verið háðar huglægu mati stjórnenda,“ segir í skýrslunni. Milljón evra bónus n Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, tjáði sig um launamál bankamanna við rannsóknarnefnd- ina. Um launamálin í bankakerfinu segir Lárus Welding: „[Þ]að eru ráðningarfyrirtæki sem birta þessar skýrslur, sem Michael Page, held ég sé með skýrslu sem allir sem hafa verið með einhverja undirmenn í Bretlandi þekkja, af því að þeir mæta alltaf með helvítis skýrsluna og segja: Bíddu, markaðurinn er að borga þrisvar sinnum laun. Og maður segir: Já, en þú ert með hærri grunnlaun en markaðurinn. Já, en það eru allir að fá svona tvisvar sinnum laun, þrisvar sinnum laun í bónusa. Þetta er endalaus umræða og allir að rífast um hvaða viðskipti þeir skiluðu, maður fær ekki mikla svona gleði af mannskepnunni að vera í þessum viðræðum. Ég sagði við þá oft í London: Hættið þið bara að kaupa ykkur Porsche og drekka svona mikið brennivín og þá líður ykkur betur, hættið að skipta um eiginkonur, það mun spara ykkur mikla peninga,“ segir Lárus í skýrslunni. „Hættið bara að drekka svona mikið brennivín“ ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Óhófleg græðgi Við bankahrunið haustið 2008 höfðu starfsmenn Glitnis, Kaupþings og Lands- bankans fengið 169 milljarða króna lánaða hjá bönkunum. Óhófleg græðgi sem hófst þegar Bjarni Ármannsson tók upp svokallað EVA-árangurskerfi hjá Frjálsa fjárfestingabankanum árið 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.