Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 32
Aldrei nokkurn tímann hefur bókmenntaþjóð fengið aðra eins þjóðargjöf og Íslend-ingar fá með reyfarakenndri skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. En það vantar einn kafla í hana. Kaflinn sem vantar er einn sá mikilvægasti og það er raunar furðulegt að hann sé ekki með. Hann fjallar um algert lykilatriði. Hann er sálfræðileg umfjöllun um hugarástand og sið- ferði fólks í æðstu stjórnunarstöðum íslensks samfélags og áhrif Davíðs Oddssonar á það. Vísbendingar eru í öðrum köflum um úrslitaáhrif hinn- ar hrífandi nærveru Davíðs á atferli ráðamanna. Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð,“ hefur Össur Skarphéðins- son eftir Geir Haarde, sem átti að tilkynna Davíð um að hann myndi ekki leiða neyðarstjórn landsins. „Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er!“ sagði Davíð við Tryggva Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafa Geirs, um skyndi- lega þjóðnýtingu Glitnis, sem var í eigu höfuðandstæðings Davíðs. Geir forsætisráðherra sat frammi á með- an, skjálfandi eins og lauf í vindi, að sögn Davíðs. Um áhrif Davíðs á stjórn-endur í valdastöðum á Íslandi hefur verið rætt í mörg ár. Hann hefur þótt vera hótunargjarn og hefnigjarn, sem eru hættulegir eiginleikar valdamesta manns landsins. Hann lagði til dæmis niður Þjóðhags- stofnun, eftir að hún varð honum ósammála. Loksins hefur fengist staðfesting á þessu ósýnilega afli í stjórnsýslunni, viðskiptunum og stjórnmálunum. En staðfestingunni var ekki fylgt eftir. Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig, drengur!“ sagði Davíð við rannsóknarnefnd- ina. Þar lýsti hann samskiptum sín- um við forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem var hin stofnunin sem átti að veita viðskiptalífinu eftirlit. Forstjór- inn hafði sagt Davíð misskilja. Þegar þetta var voru bankarnir komnir að falli og skömmu síðar var Glitnir yfirtekinn undir stjórn Davíðs, án viðunandi athugunar á mögulegum afleiðingum þess, samkvæmt því sem segir í skýrslunni. Um þetta leyti hafði Davíð seðlabankastjóri ekki talað við bankamálaráðherrann í eitt ár, vegna þess að þeir voru ósam- mála um Evrópusambandið. Hann átti það til svona í tveggja manna tali okkar að fara að rægja keppi-nauta okkar,“ sagði Hreið- ar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings, um Davíð. Bankastjórarnir voru hættir að treysta seðlabanka- stjóranum. Forsætisráðherrann var samkvæmt mörgum frásögnum hræddur við hann. Geir var algerlega laus við allt frumkvæði og virtist stöðugt bíða eftir því að Davíð tæki af skarið. Frásögnin er eins og af kúg- aðri eiginkonu. Rannsóknarskýrslan bendir ekki aðeins til þess að Davíð hafi vanrækt skyldur sínar sem seðlabankastjóri, held- ur þess að hann hafi sálfræðilegt ægivald yfir æðstráðandi ríkisins og öðrum. Margt bendir til þess að samskipti hans við aðra hafi valdið úrslitaáhrifum á hvernig fór. Það sem vantar í skýrsluna er sálfræði- mat á Davíð Oddssyni og félagssál- fræðileg rannsókn á áhrifum hans á Geir Haarde og aðra sem hann átti samskipti við. Hún er ókláruð. VANTAÐI Í SKÝRSLUNA „Geir er „sorrí“ gaur. Þjóðin kaupir Sorrí-Geir. Hún kaupir ekki Egó-Geir,“ segir Andrés Jónsson almanna- tengill. Geir H. Haarde gekkst ekki við því, frekar en aðrir þeir sem sýndu vanrækslu í starfi, samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis, að hafa brugðist. Í viðtölum eftir að skýrslan var opinberuð sagðist Geir ekki sammála því að hann hefði gerst sekur um vanrækslu í starfi. ÁTTI GEIR AÐ SEGJA „SORRÍ“? „Takk Meira en nog :-).“ n Svar Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, við spurningu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, hvort milljón evra væri ekki nægur bónus fyrir árið 2007. - Skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis. „Lalli var svona, litið á hann sem kannski dálítið peð á milli þeirra.“ n Jón Ásgeir Jóhannesson við skýrslutöku rannsóknarskýrslunanr um Lárus Welding hafi verið peð milli Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar. En Jón segir þá tvo varla hafa getað verið í sama herbergi sökum metings. - Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. „...aldrei á ævi minni verið tekinn annað eins í rassgatið.“ n Gestur Jónsson, lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um ummæli Þorsteins Más Baldvins- sonar, stjórnarformanns Glitnis, er Glitnir var tekinn yfir af ríkinu. - Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. „Þetta er búið.“ n Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, um ummæli Kjartans Gunnarssonar þegar ljóst var í hvað stefndi og hann spurði Sigurð hvort Kaupþing gæti ekki tekið Landsbankann yfir. - Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. „...ekki mínar skuldir.“ n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra, aðspurð út í skuldir sína og eiginmanns síns Kristjáns Arasonar. - Rás 2 Siðblindir lesa skýrsluna Þau eru öll sek. Sekt stjórnmálamanna gerir ekki ábyrgð glæpamanna í bönkunum minni. Sekt glæpamanna í bönkunum minnkar ekki ábyrgð stjórnmálamanna. Ábyrgð þjóðarinnar er að losa sig við siðlaust fólk úr valdastöðum. Viðbrögð hinna seku við rannsóknar- skýrslunni leiða í ljós að siðleysið, einn helsti orsakaþáttur hrunsins, er ennþá í ríkum mæli í efstu lögum samfélagsins. Það þrífst enn inni á Alþingi, í fjölmiðlum og í bankakerfinu. Það segir sína sögu um hversu margt er óunnið að blað, sem Davíð Oddsson stýrir fyr- ir hönd hagsmunaklíku, skuli slá upp á forsíðu þeirri takmörkuðu niðurstöðu að ábyrgðin á hruninu sé bankanna. Honum er ekki treyst- andi fyrir dagblaði. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, færði þær skýringar í sjónvarpsviðtali að hann hefði staðið að miklum umbótum innan FME og því væri gagnrýni í skýrslunni ósanngjörn. Lög- reglumaður sem stendur einhvern að alvar- legu lögbroti og sleppir honum síðan, með hörmulegum afleiðingum, er jafnsekur um vanrækslu, þótt hann hafi gert eitthvað ann- að rétt. Skýringar Jónasar bera vott um firr- ingu á eigin ábyrgð og gagnrýni hans á rann- sóknarnefndina er ósvífin. Honum er ekki treystandi fyrir ábyrgð því hann gengst ekki við henni. Nánast klínísk firring birtist í tilsvör- um Geirs H. Haarde, sem var æðstráðandi á landinu þegar hrunið varð. Hann svelti eftir- litsstofnanir, gerði stórkostleg mistök í hag- stjórn sem fjármála- og forsætisráðherra, brást ekki við ítrekuðum viðvörunum, hélt upplýsingum frá þjóðinni allri og meira að segja bankamálaráðherranum. Hann sat að- gerðarlaus mánuðum saman frammi fyr- ir þekktri hættu, en segir að svona hafi farið vegna þess að bankarnir hafi starfað eins og þeir gerðu undir evrópsku regluverki. Eftir út- komu skýrslunnar á mánudag þakkaði hann sér fyrir að hægt hefði verið að nota kreditkort og peninga eftir hrunið. Sá sem svaf á vaktinni sér sjálfan sig enn, á einhvern sjúklegan hátt, sem bjargvætt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er enn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hafði annarlega og leynda hagsmuni í bönk- unum upp á 1,7 milljarða króna – meira en tólf venjulegir launþegar afla á heilli starfsævi. Á sama tíma kom hún fram af óhóflegri hörku og fautaskap gegn gagnrýnendum bankanna. Hún á að víkja, en siðleysi hennar og kjósenda hennar sameinaðist í endurkjöri síðasta vor. Skýringar Þorgerðar og fleiri af hennar toga snúast um að þeir hafi tapað á fjárfestingunum, og því séu þeir fórnarlömb bankahrunsins – eins og allir aðrir! En mælikvarði á siðferðið er ekki það sama og niðurstaðan í bókhaldi. Siðferði er allt annað en fjárhagsleg niðurstaða og sá sem trúir öðru gefur sterkar vísbendingar um sið- blindu. Þetta fólk er ekki gagnrýnt fyrir að hafa fjárfest, heldur fyrir að hafa sem kjörnir fulltrú- ar þjóðarinnar fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum, leynt gríðarlegum hagsmunum sínum í bönkunum og fyrir frammistöðu þeirra í starfi í samhengi við það. Skýringar þeirra sýna að þau eru enn jafnsiðlaus og áður, þótt bókhaldsstaða þeirra sé önnur. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Skýringar þeirra sýna að þau eru enn jafnsiðlaus og áður. 32 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. ÁRÓÐURSSTRÍÐ MOGGANS n Það er fátt sem bendir til þess að allir fjölmiðlar hafi lært sína lexíu af hruninu. Morgunblaðið hef- ur undanfarið reynt að skella skuldinni á valda aðila svo sem útrásarvíking- ana Jón Ásgeir Jóhannesson og hugsanlega Ólaf Ólafsson. Aðal- uppsláttur blaðs- ins er sá að hrunið sé bönkunum að kenna. Bloggarinn Mörður Árnason vakti athygli á því að inni í blaðinu var að vísu að finna áfellisdóma yfir ritstjóra Moggans, Davíð Oddssyni, og öðrum í stjórnsýslunni. Einhverj- um er orðið ljóst að áróðursstríði hinna spilltu er síður en svo lokið. SAKLEYSIÐ UPPMÁLAÐ n Einhver allra hlægilegasta grein- ing á þætti Davíðs Oddssonar, fyrr- verandi seðlabankastjóra, í hrun- inu kemur frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Hannes bloggar um mál- ið á Pressunni og lýsir því að sökin sé annarra þar sem Davíð hafi verið „... ör- væntingarfullur af því að enginn virtist vilja hlusta á hann.“ Í anda áróðursmálaráðherrans Göbbels endurtekur Hannes þetta síðan sem smáfugl á amx. Hannes er ekki í vafa um sakleysi hans: „Auðvitað var það sök þeirra sem ekki hlustuðu á hann.“ Davíð er sem sagt sakleysið uppmálað, þrátt fyrir allt. HIMINHÁAR SKULDIR ÓLA n Í Sannleiksskýrslunni er vakin athygli á skuldastöðu einstaklinga. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Press- unnar, dró sig strax í hlé frá starfi sínu þegar upplýst var um skuldir hans við Kaupþing. Athyglisvert er að í skýrslunni er fjallað um skuld- ir Styrmis Gunnarssonar, fyrrver- andi ritstjóra Moggans. Rétt eins og DV hefur fjallað ítarlega um höfðu ákveðnir bankar kverkatak á honum vegna 130 milljóna króna skuldar. Þá er vakin athygli á himinháum skuld- um Óla Björns Kárasonar, álitsgjafa og fyrrverandi ritstjóra, sem hafði náð að klóra nokkur hundruð millj- ónir út úr bankakerfinu. ALLSBER ÖSSUR n Ein fyndnasta frétt gærdagsins var um það þegar Össur Skarphéð- insson var allsnakinn í World Class, sunnudaginn 28. september 2008, á leið í gufu. Þegar hann komst í tæri við farsíma sinn var fjöldinn allur af ósvöruðum símtölum frá aðstoðarmanni hans. Össur hringdi í Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, for- mann sinn, sem vildi að hann mætti strax á fund í Seðlabankanum til að ræða yfirtöku Glitnis. Skýrt var að hann mætti ekki láta Björgvin G. Sigurðsson banka- málaráðherra vita. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.