Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Side 40
„Ég geri mér grein fyrir pressunni, hún er náttúrlega svakaleg,“ segir Logi Geirsson, að vanda hress, en hann skrifaði í gærdag undir samn- ing við uppeldisfélag sitt, FH. Logi er að koma heim eftir sex ára atvinnu- mennsku en síðasta ár var honum mjög erfitt vegna meiðsa. „Það er margt sem spilar inn í að ég komi heim. Mér finnst ég skulda að spila eitt tímabil ómeiddur og ná mér á strik. Ég er kominn til að sækja hunrgið aftur sem hefur vantað á þessum meiðslatíma. Í mínu hjarta er FH stærsta lið í heimi og í raun eini munurinn á því og Lemgo fyrir mér eru peningarnir,“ segir Logi sem ætlar að prófa sig áfram í einkaþjálf- aranum ásamt því að sinna konunni sem er að eignast fyrsta barn pars- ins. Ætlar aftur út Logi ætlar sér að klára næsta tímabil með FH. „Guð gefi mér það að spila eitt gott tímabil án þess að meið- ast eitthvað,“ segir hann brosmild- ur. Hann hefur aðeins spilað með tveimur liðum á ferlinum, báðum draumaliðum sínum, FH og Lemgo. Heimsklassafélag er það eina sem hann „nennir“ að spila með eins og hann orðar það sjálfur. „Samningurinn er þannig hjá FH að ég get verið keyptur út fyrir ákveðna summu. Ég geri það samt ekkert nema tilboðið sé svaka- lega spennandi. Ég vil komast að hjá heimsklassafélagi aftur og ég er farinn að hugsa út fyrir Þýskaland, kannski Spán. Það er ekkert verra að koma heima aftur, ég komst í Lemgo í gegnum FH á sínum tíma,“ segir Logi sem gat ekki valið úr góðum til- boðum vegna meiðslanna á síðasta ári. „Mín samningsstaða var þannig að ég hefði þurft að lækka mig í launum. Ég vildi ekkert vera í þessu óvissuástandi. Eina tilboðið sem var komið var frá félagi í Dúbaí og svo höfðu lið úr neðri hlutanum í Þýska- landi áhuga. Ég nenni ekkert að standa í þessu fyrir svoleiðis dæmi,“ segir hann. Flugeldasýning í fyrsta leik „Ég ætla ekki bara að skora tíu mörk í leik, ég ætla að standa mig fyrir FH og deildina,“ segir Logi aðspurður hvort hann ætli að hjálpa N1-deild- inni að nýta þann meðbyr sem heim- komu hans ætti að fylgja. „Þetta er gott fyrir handboltann held ég að at- vinnumenn sýni að það er allt í lagi að koma heim. Ég vænti þess að sjá minnst 2.000 manns í Krikanum í fyrsta leik, annað væri skandall. Ef það mæta tvö þúsund lofa ég alla- vega flugeldasýningu,“ segir Logi sem er kominn til að vinna. „Ég er ekkert að koma heim til að hvíla mig eða fela mig eitthvað. Ég ætla að standa mig og reyna að vinna titil með FH. Þetta eru bara spenn- andi tímar. Þetta er mjög stórt skref hjá mér en ég er ánægður að komast heim núna,“ segir Logi Geirsson FH- ingur. „Þetta er mjög gleðilegt. Ég held að þetta komi til með að hafa áhrif á alla uppbyggingu í FH, bæði meist- araflokk og yngri flokka,“ segir hand- boltagoðsögnin, Geir Hallsteinsson, um heimskomu sonar síns, Loga Geirssonar í FH. „Þetta gefur heil- mikið til félagsins þannig að ég vona að hann verði sem lengst. Það er nú líka þannig þegar liðin styrkjast svona mikið vilja fleiri utanaðkom- andi leikmenn koma líka. Ég held það sé bara kominn tími á að við vinnum titil,“ segir Geir sem er talinn einn albesti handknattleiksmaður í Íslandssögunni. Geir þekkir handboltann inn og út eftir að hafa bæði keppt og þjálf- að síðar meir. Hann segir ekkert að því að Logi komi heim núna, það geti bara orðið honum til góðs. „Við sjáum bara Sverre Jakobsson. Hann kom heim í HK í eitt ár og fór svo út aftur. Logi er líka það ungur, bara tuttugu og sjö ára gamall. Það er gott fyrir hann að koma heim, fá bestu meðhöndlun sem hann getur fengið og ná sér til baka aftur,“ segir hann. Heimkoma Loga er í raun þreföld ánægja fyrir Geir. Hann fær son sinn heim, sonurinn leikur með uppeldis- félagi þeirra beggja og svo er barna- barn á leiðinni frá Loga og kærustu hans, Ingibjörgu Elvu Vilbergsdótt- ur. „Það er mjög gaman að þessu. Þetta spilar náttúrulega inn í líka að hann sé að eignast sitt fyrsta barn. Hann vill eiga með því fyrsta árið á Íslandi. Svo getur maður sjálfur tekið afabarnið í kerruna í göngutúr,“ segir Geir Hallsteinsson. tomas@dv.is Geir Hallsteinsson fær son, barnabarn og leikmann: Ánægður að fá soninn heim BERBATOV Á ÚTLEIÐ Götublöðin ensku keppast nú við það að skrifa búlgarska sóknarmanninn, Dimitar Berbatov, frá Manchester United. Talið er að þolinmæði sir Alex Fergu- son gagnvart 30 milljóna punda manninum sé þrotin. Sást það hvað best þegar Wayne Rooney var látinn spila Meistaradeildarleikinn gegn FC Bayern á annarri löppinni á meðan Berbatov horfði á. Hægt er að útiloka að Manchester United fái svipaða upphæð til baka og það greiddi fyrir leikmanninn en þó einhverjar fjárhæðir til að styrkja sóknarlínuna fyrir næsta tímabil. Eru þar sagðir efstir á blaði Karim Benzema sem hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Real Madrid, og spænski landsliðsframherinn David Villa sem leikur með Valencia. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 40 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 HVERNIG ERTU? n John Terry hefur sent James Milner, leikmanni Aston Villa, sms-skila- boð þar sem hann spyr Milner hvernig hon- um líði eftir tæklinguna svakalegu um síðustu helgi. Chels- ea og Villa mættust þá í undan- úrslitum bikarsins og tæklaði Terry Milner gróflega en fékk aðeins gult spjald að launum. Terry reyndi að fara inn í klefa til Villa eftir leik en það var læst. Hann hefur ekki enn beðist fyr- irgefningar en hefur spurt Miln- er hvernig honum líði. SKOÐANAKÖNNUN COLLYMORES n Stan „The Man“ Collymore, fyrrverandi framherji Liver- pool og fleiri liða, finnst að Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liver- pool, eigi að hætta nái fé- lagið ekki að enda á meðal fjögurra efstu. Hann fram- kvæmdi einnig óvísindalega skoðanakönnun á málinu um daginn. „Fyrir Evrópuleikinn gegn Benfica um daginn talaði ég við um tuttugu aðdáendur fyrir utan völlinn. Svona sjö af tíu vildu að hann færi sama hvað. Það kom mér á óvart,“ segir Collymore. HENRY EKKI POTTÞÉTTUR n Raymond Domenech, hinn gíf- urlega umdeildi þjálfari landsliðs Frakklands, segist ekki geta bókað sæti fyrir Thi- erry Henry á heimsmeist- aramótinu í sumar. Henry hefur lítið fengið að spila með Barcelona að undanförnu og getur Domenech sótt í marga góða framherja sem eru fastamenn í sínum liðum. „Þetta er spurn- ing sem ég svara um ellefta maí. Henry hefur lítið fengið að spila en hann er samt frábær leikmaður,“ segir Domenech. DAWSON BESTI ENGLENDINGURINN n Carlos Tevez, framherji Manchester City, segir Michael Dawson, varnarmann Totten- ham, besta enska varn- armann sem hann hefur mætt á knatt- spyrnuvell- inum. Tevez hefur spilað gegn öllum leikmönn- um enska landsliðsins en finnst Dawson samt bestur, en á eftir honum koma Serbinn Nem- anja Vidic og Frakkinn Sylvain Distin. „Ég veit að hann er ekki í landsliðinu en Dawson er samt besti enski varnarmaðurinn sem ég hef mætt. Hann er virkilega sterkur,“ segir Carlos Tevez sem hefur verið frábær á tímabilinu. MOLAR Ánægður faðir Handboltagoðsögnin Geir Hallsteinsson fagnar heimkomu sonarins. Hér er hann með stráknum fyrir HM 2007. MYND AME Logi Geirsson, landsliðsmaður í handbolta, skrifaði í gær undir samning við sitt upp- eldisfélag FH. Logi ætlar að ná sér heilum af meiðslum sínum og finna hungrið aftur samhliða því að vinna titil með FH. Hann lofar flugeldasýningu á næsta tímabili. Ég komst í Lem-go í gegnum FH á sínum tíma. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is GUÐ GEFI MÉR EITT GOTT R Kominn heim Logi Geirsson spilar í tíunni á næsta tímabili, ekki þristinum eins og alltaf. Logi er fæddur 10.10 og í sumar kemur út bókin hans, 10.10.10. MYND RÓBERT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.