Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Side 7
mánudagur 5. júlí 2010 fréttir 7
RÆTT VIÐ EINN AÐILA
UM KAUPIN Á SJÓVÁ
Einn áhugasamur aðili stendur eftir sem hugsanlegur kaupandi tryggingafélagsins Sjóvár. Árni Tóm-
asson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að meðal annars sé deilt um verðið á félaginu og önnur
samningsatriði. Milestone skildi eftir gat í eignasafni tryggingafélagsins upp á um 10 milljarða króna
og þurftu ríkið, Glitnir og Íslandsbanki að leggja því til 16 milljarða.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka á
nú í viðræðum við einn aðila um
kaupin á tryggingafélaginu Sjó-
vá. Bankinn hefur verið með Sjó-
vá í opnu söluferli og stendur einn
hugsanlegur kaupandi eftir. Þetta
segir Árni Tómasson, formaður
skilanefndar Glitnis, um sölumeð-
ferðina á Sjóvá hjá Íslandsbanka.
Árni segist vitanlega ekki geta
greint frá því hver þessi aðili er.
DV hafði samband við fyrir-
tækjaráðgjöf Íslandsbanka til að
spyrja út í söluna á Sjóvá en það
eina sem starfsmaður hennar gat
sagt um málið var að sölumeðferð-
in stæði enn yfir.
Seðlabankinn stærsti
hluthafinn
Sjóvá er í eigu eignarhaldsum-
sýslufélags Seðlabanka Íslands,
Eignsafns SÍ, að 73 prósenta
leyti, og Íslandsbanki á tæplega
18 prósenta hlut. Glitnir á svo
þau 9 prósent sem eftir eru í fé-
laginu.
Ástæðan er sú að þegar Sjóvá
var bjargað frá gjaldþroti í fyrra,
eftir slælegan rekstur Milestone-
manna á árunum þar á undan,
þurfti að leggja félaginu til um
16 milljarða króna eiginfjárfram-
lag vegna þess að félagið var ekki
gjaldfært og gat því ekki staðið
við skuldbindingar sínar. Miles-
tone skildi eftir um 10 milljarða
króna gat í eignasafni Sjóvár en
félagið hafði notað sjóði trygg-
ingafélagsins í alls kyns áhættu-
fjárfestingar víða um heim. Rík-
issjóður lagði Sjóvá til nærri 12
milljarða króna í veðkröfum og
fékk handveð í 73 prósenta hlut
í tryggingafélaginu í staðinn.
Glitnir og Íslandsbanki lögðu svo
fram það eiginfjárframlag sem
upp á vantaði.
Þeir sem nefndir hafa ver-
ið til sögunnar sem hugsanleg-
ir kaupendur tryggingafélagsins
eru Heiðar Már Guðjónsson, fyrr-
verandi starfsmaður Novator, eða
fjárfestar á hans vegum, og Guð-
björg Matthíasdóttir, útgerðarkona
í Vestmannaeyjum. Heimildir DV
herma þó að Guðbjörg hafi ekki
haft áhuga á félaginu og ekki sóst
eftir því að kaupa það.
Heiðar Már býr í Sviss þar sem
hann starfar fyrir þarlendan vog-
unarsjóð. DV reyndi að ná tali af
Heiðari Má á sunnudaginn en náði
ekki í hann.
Deilt um verðið
Árni segir að helsti ásteytingar-
steinninn í umræðunum við hugs-
anlegan kaupanda Sjóvár sé verð-
ið á tryggingafélaginu og nokkur
önnur atriði. „Deilt er um verð og
einhver önnur samningsatriði,“
segir Árni í samtali við DV. Fullyrða
má að kaupandi tryggingafélagsins
muni þurfa að greiða nokkuð hátt
verð fyrir það þar sem ríkissjóður,
Glitnir og Íslandsbanki munu auð-
vitað vilja fá til baka þá fjármuni
sem voru lagðir inn í tryggingafé-
lagið til að bjarga því frá þroti. Ekki
er sjálfgefið að þetta takist þar sem
ekki er víst að kaupandi finnist
sem sé reiðubúinn að greiða
svo hátt verð fyrir félagið.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir hversu háa upphæð Ís-
landsbanki vill fá fyrir félag-
ið en reikna má með að
það gæti verið á milli 20
og 30 milljarðar króna.
Sem dæmi má nefna að
þegar Karl Wernersson
keypti meirihluta í félag-
inu árið 2005, 66 prósenta
hlut, af Íslandsbanka var
kaupverðið 17,5
milljarðar króna.
Árni segir
að ekki liggi
ljóst fyrir
hver
niðurstaðan verður af viðræðun-
um við hinn áhugasama kaup-
anda. Hann segist því ekki geta
svarað til um hvort og þá hvenær
gengið verður verður frá sölunni á
Sjóvá.
Deilt er um verð og ein-
hver önnur samnings-
atriði.
Eigendur og seljendur Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur átt í viðræðum við einn tiltekinn aðila vegna kaupanna á tryggingafélaginu Sjóvá sem er í eigu
Seðlabanka Íslands, Glitnis og Íslandsbanka. Árni Tómasson er formaður skilanefndar Glitnis og Friðrik Sophusson er stjórnarformaður Íslandsbanka.
ingi f. vilhjÁlmSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Eigendur Sjóvár
n Eignasafn SÍ 73,30 prósent
n Glitnir 17,67 prósent
n Íslandsbanki 9,30 prósent
n Fjármálaeftirlitið veitti tryggingafélaginu Sjóvá, sem þá var í eigu Milestone,
að minnsta kosti fjórum sinnum frest til að laga eignastöðu félagsins svo það
uppfyllti lögbundin skilyrði um lágmarksgjaldþol tryggingafélaga. Frestirnir voru
veittir frá október 2008 og fram í apríl 2009. Eigendur Sjóvár urðu hins vegar
ekki við ábendingum Fjármálaeftirlitsins og er líklegasta skýringin sú að þeir
hafi einfaldlega ekki átt þá fjármuni sem vantaði upp á eignasafn Sjóvár til að
gjaldþolsskilyrðið væri uppfyllt.
n Eignastaða Sjóvár var þá orðin það slæm að félagið átti ekki fyrir vátrygginga-
skuld sinni en það eru þeir fjármunir sem tryggingafélag skuldar viðskiptavinum
sínum vegna greiddra iðgjalda, svonefndur bótasjóður. Eigendur Milestone, sem
sá um fjárfestingar Sjóvár, höfðu gengið þannig á eignasafn félagsins, meðal
annars bótasjóðinn, að tryggingafélagið gat ekki staðið við lögbundnar skuld-
bindingar sínar gagnvart viðskiptavinum félagsins. Á endanum þurfti íslenska
ríkið að lána Sjóvá um 12 milljarða króna sumarið 2009 svo það uppfyllti skilyrði
um gjaldþol og gæti staðið við vátryggingaskuldbindingar sínar.
n Upplýsingarnar um frestina ítrekuðu
sem Milestone-menn fengu koma fram
í bréfi frá Fjármálaeftirlitinu sem sent
var til Karls Wernerssonar, aðaleiganda
Milestone og stjórnarformanns Sjóvár,
og Þórs Sigfússonar, forstjóra trygginga-
félagsins, og er dagsett 3. mars 2009.
Undir bréfið rituðu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins, Rúnar Guðmundsson og Inga
Birna Einarsdóttir.
n Þegar ekki gekk eftir að laga eignastöðu Sjóvár lá ljóst fyrir að tryggingafélagið
færi í þrot ef ekki tækist að leggja félaginu til nýtt eigin fé. Eiginfjárframlagið kom
frá ríkinu, Glitni og Íslandsbanka. Nú reynir Íslandsbanki að endurheimta þessa
fjármuni með sölunni á Sjóvá.
Fengu ítrekuð tækifæri
guðbjörg hvergi nærri Guðbjörg
Matthíasdóttir, útgerðarkona í Eyjum,
hafði aldrei áhuga á Sjóvá og skilaði
ekki inn tilboði í félagið. Hún er því
ekki sá væntanlegi kaupandi sem eftir
stendur.
gat í eignasafninu Karl Wernersson og félagar hans hjá Milestone skildu
eftir sig um tíu milljarða króna gat í eignasafni Sjóvár á meðan þeir áttu
félagið. Ríkissjóður, Glitnir og Íslandsbanki þurftu að leggja félaginu til 16
milljarða króna sem erfitt gæti reynst að innheimta aftur við sölu félagsins.