Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Page 10
10 fréttir 5. júlí 2010 mánudagur Skuldir á hvern íbúa Garðabæjar munu aukast um 545 þúsund krónur sameinist hann sveitarfélaginu Álfta- nesi. Ef Álftanes sameinaðist Reykja- vík myndu skuldir á hvern íbúa þar aukast um sextíu þúsund krónur. Álftanes hefur óskað eftir sameining- arviðræðum við bæði þessi sveitar- félög. Álftanes er skuldugasta sveitar- félag landsins og hefur verið í gjör- gæslu eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga frá því í lok síðasta árs. Í desember var sveitarfélaginu gert að skila inn áætlun um hvernig ætti að ná jafnvægi í rekstri þess. Í skýrslunni var gert ráð fyrir að hagrætt yrði í rekstri sveitarfélagsins um 228 millj- ónir króna á þessu ári og 291 milljón króna á því næsta. Sveitarfélagið fór í greiðsluþrot og fékk síðan fyrirfram- greiðslu úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga til að greiða brýnustu útgjöld. Skulda 7,2 milljarða Heildarskuldir sveitarfélagsins voru 7,2 milljarðar króna í árslok 2009 en íbúar eru aðeins 2.500 talsins. Í Garðabæ voru heildarskuldir að- eins 6,5 milljarðar króna og íbúar um 10.500. Hver Álftnesingur skuld- aði um 2,9 milljónir króna í árslok 2009 en hver Garðbæingur aðeins 619 þúsund krónur. Garðabær hef- ur hingað til verið talinn með best stæðu sveitarfélögum landsins. Myndu sveitarfélögin sameinast við óbreyttar forsendur myndu skuld- ir á hvern íbúa verða 1,054 milljónir króna. Ríkisendurskoðun er nú að ljúka við úttekt á fjárhagsstöðu Álftaness. Þar er sérstaklega kannað hvort auka megi framlög úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga til þess að það geti staðið undir rekstri skóla. Einnig er kann- að til hvers megi rekja slæma stöðu sveitarfélagsins. Ríkisendurskoðun hefur sent drög að skýrslunni til hlut- aðeigandi aðila til umsagnar, en þau eru trúnaðarmál. Þeir hafa frest til að gera athugasemdir til 15. júlí. Álfta- nes hefur meðal annars óskað eftir að tekið verði tillit til þess hversu hátt hlutfall grunnskólabarna sé í sveitar- félaginu, eða um nítján prósent íbúa, miðað við um tólf til þrettán prósent að meðaltali í nágrannasveitarfélög- unum. Óásættanlegt fyrir Garðbæinga Bæði bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins og bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar í Garðabæ telja ólíklegt að af sameiningu sveitarfélaganna verði við óbreyttar forsendur. Þótt bæjar- yfirvöld hæfu formlegar viðræður yrði niðurstaða þeirra kolfelld í íbúa- kosningum. Bæjarstjórar Álftaness og Garðabæjar hafa hist til að ræða mögulega sameiningu auk þess sem bæjarráð sveitarfélaganna hittust á óformlegum fundi fyrir sveitar- stjórnarkosningar. Þar komu full- trúar Garðabæjar því á framfæri við Álftnesinga að þeir þyrftu að taka á skuldavandanum svo sameining sveitarfélaganna yrði raunhæf. Erling Ásgeirsson, formaður bæjar ráðs í Garðabæ og fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir málið á byrjun- arstigi. Bæjarráð taki líklega erindi Álftaness um sameiningarviðræður fyrir á fundi þess á þriðjudag. Bæjar- stjórn taki hins vegar ekki afstöðu til þess fyrr en hún komi aftur úr sumar- leyfi þann 19. ágúst. Honum hugnast ekki að Garðabær taki við skuldum Álftaness og þykir slíkt óásættanlegt fyrir Garðbæinga. „Mín persónulega afstaða byggir á vinsemd í garð góðra granna. Það eru sögulegar og menn- ingarlegar forsendur sem gætu leg- ið til sameiningar sveitarfélaganna. Fjárhagsstaða Álftaness gerir okk- ur þó erfitt fyrir í þeim efnum,“ segir hann. Erling segist vilja sjá hvað sam- göngu- og sveitarstjórnaráðuneytið geri í skuldavanda Álftaness áður en viðræður hefjist milli sveitarfélag- anna. Hann segir ljóst að ríkið þyrfti að styrkja fjárhag sveitarfélagsins og þá að einhverjar kröfur yrðu líklega felldar niður áður en viðræður hefj- ist. Steinþór Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Garðabæ, seg- ist taka sameiningu við Álftanes með opnum hug. Slíkt sé hins vegar ekki til umræðu fyrr en fjárhagsvandi sveitarfélagsins hafi verið leystur. „Að sjálfsögðu eiga sveitarfélög að auka samvinnu sín á milli með hag- ræðingu og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Það þarf að skoða alvar- lega kosti sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það eru allar forsendur fyrir sameiningu Álftaness og Garðabæjar. Landfræðilega liggur það beinast við, þar sem hægt væri að byggja lengra í áttina að Álftanesi. En fyrst þarf að sjá hvað kemur út úr vinnu ráðuneytisins,“ segir Steinþór. Ekki þörf fyrir sameiningu árið 2005 Nefnd um sameiningu sveitarfé- laga skoðaði sérstaklega kosti þess að Garðabær og Álftanes samein- uðust árið 2005. Árið 2001 var gerð viðhorfskönnun meðal íbúa Álfta- ness þar sem meirihluti íbúa hafði ekki áhuga á að sameinast Garða- bæ. Bæjarstjórn Garðabæjar taldi ekki ástæðu til þess að mæla með sameiningu þessara sveitarfélaga. Nefndin sá ekki ástæðu til þess að Álftaness sameinaðist Garðabæ þá. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti að hefja sameiningarviðræð- ur við Álftanes á fundi sínum í síð- ustu viku. Viðhorfskönnun meðal íbúa Álftaness sem gerð var í byrjun árs leiddi aftur á móti í ljós að íbú- ar þess vildu helst sameinast Garða- bæ. Af þeim sem vildu sameinast öðru bæjarfélagi kusu 44,4 prósent Garðabæ en 17,7 prósent Reykjavík- urborg. Nú er talið að frekar verði af sameiningarviðræðum við Garða- bæ en Reykjavík. Reykjavík næsti kostur Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri á Álftanesi, vonast til þess að sam- einingarviðræður við Garðabæ geti hafist í sumar. Hann segir að ef þær gangi ekki upp sé Reykjavíkurborg næsti kostur. Hann segir unnið að fjárhagslegri skipulagningu Álfta- ness áður en farið verði í viðræð- ur við Garðabæ. Þar sé hins vegar fyrst og fremst horft til þess að tekjur standi undir skuldbindingum sveit- arfélagsins. Frá árinu 2006 hefur veltufé frá rekstri verið neikvætt. Aðspurður hvort Álftanes verði ekki að grynnka á skuldum sínum áður en gengið verði til samein- ingarviðræðna við Garðabæ, með- al annars með tilliti til væntan- legra íbúakosninga um niðurstöður þeirra, segist Pálmi verða að svara því þegar fjárhagsleg endurskipu- lagning Álftaness liggi fyrir. Í við- ræðunum verði kannaðir kostir og gallar sameiningar á báða bóga. „Þessu er ekki hægt að svara fyrr en allt liggur fyrir. Þegar verið er að horfa til sameiningar sveitarfélaga er verið að horfa áratugi fram í tím- ann. Þarna verður að skoða ávinn- inginn sem hvort sveitarfélag getur haft af þessari sameiningu. Álfta- nes hefur upp á margt að bjóða í þeim efnum, sem ein af náttúru- perlum höfuðborgarsvæðisins,“ segir Pálmi. VILJA EKKI SAMEINAST SKULDUGU ÁLFTANESI Heildarskuldir sveitarfélagsins Garða- bæjar tvöfaldast sameinist það Álftanesi miðað við óbreyttar forsendur. Bæjar- fulltrúar í Garðabæ vilja að tekið verði á skuldavanda Álftaness áður en viðræður hefjist. Skuldir á hvern Garðbæing myndu aukast um hálfa milljón ef af sameining u yrði. Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri Álftaness, segir Reykjavík vera næsta kost gangi viðræðurnar ekki upp. Reykjavík Garðabær Álftanes Íbúafjöldi 118.427 10.587 2.524 Heildarskuldir sveitarfélagsins* 306 6,5 7,2 Heildarskuldir á hvern íbúa** 2,59 0,62 2,9 Rektrarniðurstaða** -1.650 432 332 Útsvarsprósenta 13,03% 12,46% 13,28% Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði 0,214% 0,220% 0,280% Flatarmál (í ferkílómetrum) 273 71 5 Börn á grunnskólaaldri (af íbúum) 11,9% 19,1% 14,5% *Í milljörðum króna **Í milljónum króna Staða Sveitarfélaganna RÓbERt HlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Mín persónulega af-staða byggir á vin- semd í garð góðra granna. Óásættanlegt fyrir Garðbæinga Erling Ás- geirssyni, formanni bæjar- ráðs Garðabæjar, hugnast ekki að sveitarfélagið taki við skuldum Álftaness. Mynd SiGtRyGGuR aRi Velta ekki skuldum yfir á aðra Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri á Álfta- nesi, segir að sveitarfélagið sé ekki að koma byrðum sínum yfir á aðra. Skuldar 2,9 milljónir hver Skuld hvers Álftnesings er mun hærri en nágranna þeirra í Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.