Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Side 16
16 erlent 5. júlí 2010 mánudagur
Mahmoud Ahmadinejad, forseti
Írans, sagði í ræðu á laugardaginn
að nýjar refsiaðgerðir Vesturlanda í
garð Írans sýndu að Vesturlönd væru
staðráðin í að koma í veg fyrir að iðn-
aður í landinu styrktist og það „næði
sínum réttmæta sessi“.
Mahmoud Ahmadinejad sagði
að þrátt fyrir það væru Íranar orðnir
góðir í að komast fram hjá hindrun-
um og að „ekkert gæti stöðvað fram-
gang iðnaðar landsins“. Ræðuna
flutti Ahmadinejad á degi sem til-
einkaður er iðnaði og námavinnslu
í landinu.
Þetta var fyrsta ræða Ahmadin-
ejads síðan Barack Obama Banda-
ríkjaforseti staðfesti lög um nýjar
refsiaðgerðir gegn Íran vegna kjarn-
orkuáætlunar landsins, en bæði öld-
ungadeildin og fulltrúadeildin höfðu
lagt blessun sína yfir refsiaðgerðirnar.
Refsiaðgerðum Bandaríkjanna
er beint gegn fyrirtækjum sem selja
hreinar steinolíuafurðir til Írans og
alþjóðlegum bönkum sem eru í við-
skiptum við íranska byltingarvörð-
inn.
Barack Obama sagði að refsiað-
gerðirnar myndu gera Írönum erfið-
ara um vik að kaupa hreinsaða stein-
olíu og vörur, þjónustu og efni sem
nauðsynleg væru til að nútímavæða
olíu- og jarðgasiðnað landsins. „Þær
gera aðgengi byltingarvarðarins og
banka, sem styðja við kjarnorkuáætl-
un Írans og hryðjuverk að alþjóðlegu
fjármagni, verra,“ sagði Obama.
Hann sagði að refsiaðgerðirnar
væru skilaboð til verktakafyrirtækja
sem sæktust eftir viðskiptum við
Bandaríkin: „Ef þið viljið eiga við-
skipti við okkur verðið þið fyrst að
staðfesta að þið stundið ekki bönnuð
viðskipti við Íran.“
Í ræðu sinni sagði Ahmadinejad
að „hótanir, pólitískur þrýstingur
og refsiaðgerðir Vesturlanda“ mið-
uðu að því að hindra framþróun í
Íran. „Við erum öll hluti af einni fjöl-
skyldu og ættum að vinna að fram-
þróun í Íran,“ sagði hann og bætti við
að landið sæktist ekki eftir heimsyf-
irráðum. Engu að síður sendi Ah-
madinejad frá sér þá viðvörun að
„Íran myndi kenna óvinum sínum
ógleymanlega lexíu“ ef þeir létu ekki
af fjandsamlegu viðmóti.
Íransforseti segir refsiaðgerðir miða að hindrun framþróunar í Íran:
Lofar „ógleymanlegri lexíu“
Fíkniefnakafbátur
Yfirvöld í Ekvador lögðu á föstudag-
inn hald á kafbát sem smíðaður var
með það eitt í huga að vera notaður
til fíkniefnaflutnings. Kafbáturinn er
búinn tveimur skrúfum og er með
rafmótor sem knúinn er með olíu.
Hann er 30 metra langur, með nærri
þriggja metra lofthæð og búinn loft-
ræstikerfi og sjónpípu.
Kafbáturinn var smíðaður á af-
skekktu svæði inni í skógi, en þrátt
fyrir það fór smíðin ekki nógu leynt
því ekvadorskum yfirvöldum tókst
að koma höndum yfir hann, með
aðstoð bandarísku alríkislögregl-
unnar, áður en hann fór í jómfrúar-
ferð sína. Einn hefur verið handtek-
inn vegna málsins.
Verðlaunastytta
úr kókaíni
Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu hefur
lagt hald á eftirlíkingu af HM-verð-
launastyttunni, sem búin var til úr
kókaíni. Styttan fannst á flugvellin-
um í Bogota þar sem hún beið þess
í vöruhúsi að verða send til Spán-
ar, sagði yfirmaður fíkniefnadeildar
flugvallarins, Jose Piedrahita.
Verðlaunastuttan var búin til úr
ellefu kílóum af kókaíni sem bland-
að hafði verið asetóni eða bensíni
svo hægt væri að móta hana. Styttan
fannst við reglubundna leit á flug-
vellinum í Bogota á föstudag, að
sögn kólumbískra yfirvalda.
Í hættu vegna
hungurverkfalls
Guillermo Farinas, 48 ára stjórnar-
andstæðingur á Kúbu, er í lífshættu
að sögn lækna sem annast hann.
Farinas hefur farið fram á að öllum
veikum pólitískum föngum á Kúbu
verði sleppt og verið í hungurverk-
falli síðan í febrúar til að undirstrika
kröfu sína.
Stjórnvöld á Kúbu segja að þau
muni ekki verða „kúguð“ af Farinas
og ef hann deyi verði það honum
sjálfum að kenna. Þau neita því að
pólitískir fangar fyrirfinnist á Kúbu
og segja fangelsaða stjórnarand-
stæðinga vera venjulega glæpamenn
eða „málaliða“ á vegum Banda-
ríkjanna. Óopinber mannréttinda-
efnd Kúbu telur að pólitískir fangar
landsins séu um 180 talsins.
Kjarnorkuver í Bushehr í Íran Bandaríkjamenn hafa samþykkt nýjar refsiaðgerðir
gegn Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Mynd ReuteRs
Í bobba Vegna blóðdemants
Í síðustu viku var ofurfyrirsætunni
skapbráðu Naomi Campbell fyrirskip-
að að bera vitni við réttarhöldin yfir
Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líb-
eríu. Stríðsglæpadómstóllinn í Afríku-
ríkinu Síerra Leóne gaf út stefnu sem
neyðir Naomi Campbell til að bera
vitni eftir að ásakanir um að hún hefði
þegið svonefndan „blóðdemant“ af
Taylor komu upp á yfirborðið, en það á
hún að hafa gert í matarboði sem Nel-
son Mandela hélt í Suður-Afríku árið
1997.
Sjálfur er Charles Taylor sakaður
um að hafa selt demanta til að fjár-
magna blóðuga styrjöld sem kostaði
þúsundir mannslífa. Demanturinn
sem Campbell er gefið að sök að hafa
þegið af Charles Taylor er einn slíkra
demanta.
„Gríðarstór“ lítill demantur
Leikkonan Mia Farrow var gestur í
sama matarboði og fullyrðir hún að
Naomi Campbell hafi sagt henni að
hún hafi verið ónáðuð um miðja nótt
af karlmönnum sem sögðust vera full-
trúar Taylors og hafi síðan rétt henni
„gríðarstóran demant“.
Þáverandi umboðsmaður Naomi
Campbell, Carol White, fullyrðir að
hún hafi verið viðstödd atburðinn.
„Hann gaf henni hann [demantinn].
Þetta var lítill, óskorinn demantur. Ég
er afar undrandi á af hverju Naomi
hefur ekki viðurkennt þetta,“ sagði
Carol White.
Mia Farrow og Carol White verða
báðar kallaðar til vitnis við réttarhöld-
in.
Sjálf hefur Naomi Campbell ítrekað
neitað að gefa réttinum upplýsingar og
hefur brugðist ókvæða við þegar málið
ber á góma.
Hellti sér út í góðgerðamál
Nýlega strunsaði Campbell út úr
sjónvarpsviðtali við ABC News þeg-
ar fréttamaður gerðist svo ósvíf-
inn að vekja máls á ásökununum á
hendur henni. Þykja viðbrögð henn-
ar undarleg í ljósi þess að hún hefur
reynt að fjarlægjast fyrirsætubrans-
ann sem heltekinn er af æskublóma,
enda er Naomi komin á fimmtugs-
aldurinn.
Í viðleitni sinni til að söðla um
hefur Campbell gefið sig út fyrir að
vera baráttukona fyrir hin ýmsu góð-
gerðamál. Hún er „alheimssendi-
herra“ fyrir White Ribbons Alliance,
samtök sem reyna að vekja athygli á
þeim mikla fjölda kvenna sem deyja
ár hvert af barnsförum. Einnig hef-
ur hún látið sig málefni eyðnisjúkra
varða og safnað fé í baráttunni gegn
fátækt í heiminum.
Vitnisburður Campbell gæti
vegið þungt
Saksóknarar í máli Charles Taylor
höfðu kvartað yfir því að hafa án ár-
angurs reynt að ná sambandi við Na-
omi Campbell síðan í júní í fyrra, en
þá barst þeim til eyrna orðrómur um
að hún hefði þegið þessa gjöf. Það eina
sem saksóknarar höfðu upp úr krafs-
inu voru opinberar yfirlýsingar fyrir-
sætunnar um að hún „vildi ekki bland-
ast í málið“.
Saksóknarar telja að vitnisburð-
ur Campbell myndi styðja við þau
rök þeirra að Charles Taylor hafi logið
þegar hann bar vitni um að hann hefði
aldrei átt óskorna demanta. Rétturinn
féllst á beiðni saksóknara um stefnu á
hendur Campbell og taldi að það væri
í það minnsta „góður möguleiki á að
vitnisburður Naomi Campbell yrði
gagnlegur“.
Forsetinn fyrrverandi neitar sök
Charles Taylor er ákærður fyrir að hafa
selt demanta og keypt vopn fyrir upp-
reisnarher Síerra Leóne, RUF, sem var
alræmdur fyrir að höggva hendur og
fætur af borgurum í borgarastríðinu
sem stóð frá 1991 til 2001.
Þegar réttarhöld yfir honum hóf-
ust árið 2007 sagðist Taylor saklaus af
ellefu ákæruatriðum sem varða stríðs-
glæpi og glæpi gegn mannkyni í borg-
arastríðinu. Taylor hefur einnig vísað á
bug fullyrðingum um að hann hafi gef-
ið Naomi Campbell blóðdemant.
Samkvæmt fyrirmælum dómstóls-
ins eiga Mia Farrow, Carol White og
Naomi Campbell að mæta fyrir dóm-
inn eins fljótt og auðið er.
KolBeinn þoRsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Ofurfyrirsætan naomi Campbell hefur
fengið stefnu sem gerir henni skylt að bera
vitni við stríðsglæparéttarhöldin yfir fyrr-
verandi forseta Líberíu, Charles taylor.
Vitnisburður fyrirsætunnar varðar blóð-
demant sem sagt er að hún hafi þegið af for-
setanum fyrrverandi.
Charles taylor Forsetinn fyrrverandi
neitar að hafa gefið fyrirsætunni
demant. Mynd ReuteRs