Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Síða 17
mánudagur 5. júlí 2010 erlent 17
Fjörutíu og þriggja ára írönsk kona,
Sakineh Mohammadi Ashtiani, á á
hættu að verða grýtt til dauða ef al-
þjóðleg herferð barna hennar gegn
dómnum ber ekki árangur. Sakineh
Mohammadi Ashtiani var sakfelld í
maí árið 2006 fyrir „óleyfilegt sam-
band utan hjónabands“, og hefur nú
þegar tekið út dóm um 99 vandar-
högg.
Mál hennar var opnað að nýju
þegar dómstóll í Tabriz fékk grun
um að hún hefði myrt eiginmann
sinn. Ashtiani var hreinsuð af þeim
grun og sýknuð, en hórdómsákær-
an var tekin til skoðunar á ný og
Ashtiani dæmd til dauða á grund-
velli „vitneskju dómara“, gloppu
sem heimilar dómsúrskurð án til-
vistar óyggjandi sannana.
Í viðtali við breska blaðið The
Guardian segja sonur og dóttir Ash-
tiani að ásakanir á hendur móður
þeirra séu tilhæfulausar og henni
hafi nú þegar verið refsað fyrir eitt-
hvað sem hún var saklaus af.
Samkvæmt írönskum sjaría-
lögum er hinn dæmdi grafinn nið-
ur upp að hálsi, upp að mitti ef um
karlmann er að ræða, og þeim sem
viðstaddir eru aftökuna er sagt að
hefja grjótkast. Ef hinum dæmda
tekst að losna af sjálfsdáðum er
dómurinn mildaður.
Mikilsmetinn íranskur lög-
fræðingur, Mohammed Mostafaei,
bauðst til að taka mál Ashtiani að
sér þegar dómur yfir henni var til-
kynntur fyrir nokkrum mánuðum.
Hann skrifaði opið bréf skömmu
síðar þar sem hann sagði að dóm-
urinn væri „fullkomlega ólögmæt-
ur“ og að dauðarefsing krefðist þess
að skýlausar sannanir lægju fyrir.
Hann lýsti undrun á að vitneskja
dómara hefði verið látin duga.
Aðeins Kínverjar eru stórtækari
en Íranir þegar kemur að dauða-
refsingum, en samkvæmt mann-
réttindasamtökunum Amnesty Int-
ernational voru 388 teknir af lífi í
Íran í fyrra.
„Vitneskja dómara“ lögð til grundvallar dauðadómi yfir íranskri konu:
Skal grýtt til dauða
Eftirsóttur
hárlokkur
Lokkur úr hári Napóleóns Bona-
parte Frakklandskeisara seldist á
rúmlega 1,6 milljónir króna á upp-
boði á Nýja-Sjálandi. Áhugi á hár-
lokknum kom uppboðshöldurum í
opna skjöldu og þurfti að koma upp
aukasímalínum til að anna eftir-
spurn frá útlöndum.
Lokkurinn var klipptur úr hári
Napóleóns daginn eftir að hann
skildi við árið 1821 á eynni Skt.
Helenu þar sem hann dvaldi í út-
legð. Lokkurinn var hluti safns sem
Denzil Ibbetson, breskur herforingi
og listamaður, kom með til Nýja-Sjá-
lands árið 1864, en hann þjónaði á
eynni þau sex ár sem Napóleón var
þar í haldi.
Þrjú ár fyrir skókast
Ísraelinn Pini Cohen var í liðinni
viku dæmdur til þriggja ára fangels-
isvistar fyrir skókast. Í janúar greip
Cohen til þess ráðs í bræði að kasta
skóm sínum að dómaranum Dorit
Beinisch sem var dómari í skilnaðar-
máli Cohens.
Í sömu andrá og Cohen fleygði
skónum kallaði hann: „Þú er spillt,“
en annar skórinn lenti á milli augna
Beinisch með þeim afleiðingum að
hún féll á gólfið. Ástæða skókastsins
var sú að Cohen taldi sig hafa fengið
ósanngjarna málsmeðferð.
Dómarinn sem kvað upp dóminn
sagði að refsingin væri „viðvörun til
annarra“.
Westergaard enn
skotmark?
Dómsmálaráðherra Danmerkur,
Lars Barfoed, vill ekki upplýsa um
hvort öryggisþjónusta dönsku lög-
reglunnar, PET, hafi vitneskju um
handtöku tveggja manna í Norður-
Afríku sem hugðu á árás á teikn-
arann Kurt Westergaard. Sagði
Barfoed að það væri ekki í hans
verkahring að staðfesta slíkar fregnir.
Barfoed sagði þó að PET hefði
margsinnis varað við afrískum hóp-
um sem litu á Danmörku sem skot-
mark hryðjuverka. Sagði hann að
PET teldi að um væri að ræða óyggj-
andi hryðjuverkaógn gegn dönskum
hagsmunum frá Norður-, Vestur- og
Austur-Afríku, og einnig frá Mið-
Austurlöndum, sem og Pakistan og
Afganistan.
Henging
undirbúin í
Íran Dómurinn
yfir Sakineh
Mohammadi
Ashtiani er
ólögmætur
að mati virts
lögfræðings.
Mynd ReuteRs
Í bobba vEgna blóðdEmants
Þetta var lítill, óskorinn dem-antur. Ég er afar undrandi á því
af hverju Naomi hefur ekki viðurkennt
þetta.
n Naomi Campbell hefur iðulega komist í fréttir vegna bræðiskasta sem hún
tekur og beinast gjarna gegn aðstoðarfólki hennar. Svo virðist sem Naomi hafi
einstakt dálæti á símtækjum þegar að því kemur að skamma fólk.
n Árið 1998 var fyrirsætan handtekin og ákærð fyrir að hafa ráðist á aðstoðar-
manneskju sína með síma. Hún játaði sig seka árið 2000.
n Árið 2003 komu símar og aðstoðarfólk aftur við sögu hjá Naomi Campbell, en
þá höfðaði fyrrverandi aðstoðarmaður hennar mál á hendur henni. Aðstoðarmað-
urinn fullyrti að Naomi hefði fleygt síma í hann í einu bræðiskastinu.
Blackberry-lófatölva fær nýtt hlutverk
Árið 2006 höfðaði enn einn aðstoðarmaður mál á hendur Campbell. Amanda
Brack sagði að fyrirsætan hefði látið höggin dynja á höfði hennar með Blackberry-
lófatölvu.
Þann 30. mars 2006 var Campbell handtekin í New York fyrir meinta árás á
ráðskonu sína, Önu Scolavino. Árásin var framin með steinum skreyttum farsíma
og var Campbell dæmd til fimm daga samfélagsþjónustu og fyrirskipað að sækja
reiðistjórnunarnámskeið.
Árið 2008 var Campbell dæmd til 200 klukkustunda samfélagsþjónustu. Þá hafði
hún játað sig seka um að sparka í og hrækja á lögreglumann sem fjarlægði hana
úr fyrsta farrými flugvélar eftir að hún trylltist vegna farangurs sem hún fann ekki.
Í mars fullyrti einkabílstjóri Campbell að hún hefði slegið hann og kýlt þegar hann
var við akstur. Síðan flýði Naomi Campbell á braut. Bílstjórinn kaus að leggja ekki
fram kæru.
Fyrirsætan og fjarskiptatækin
Fyrirsætan skapbráða í dar es
salaam í tansaníu Naomi Camp-
bell hefur snúið sér að góðgerðamál-
um í seinni tíð. Mynd ReuteRs