Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Page 18
Ólafur og Björgólfur Heiðar á eftir Sjóvá? n Aðeins einn væntanlegur kaup- andi er eftir að tryggingafélaginu Sjóvá sem skilanefnd Glitnis hefur verið með í sölu- meðferð í lang- an tíma. Ekki liggur ljóst fyrir um hvern er að ræða. Eftir því sem næst verður komist var Heiðar Már Guðjóns- son, viðskiptafé- lagi Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdasonur Björns Bjarnasonar, meðal þeirra sem lýstu yfir áhuga á tryggingafélaginu. Sonur ingibjargar í bobba n Einn af fimmmenningunum ís- lensku sem voru handteknir í Mílanó fyrir skömmu fyrir skemmdarverk á bílum í skjóli nætur mun vera sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. Sá sem um ræðir heitir Hrafnkell Hjör- leifsson og er 25 ára. Greint var frá málinu í ítalska blaðinu Corriere della Sera. Drengirnir skemmtu sér við það að hoppa ofan á þökum og húddum á bílum og munu hafa verið nokkuð við skál þegar atvikið átti sér stað. Ítalska blaðið hafði eftir þeim að þeir hefðu bara verið að skemmta sér. Spurning- in er hvort hið sama hafi átt við um Ingibjörgu Sólrúnu en Hrafnkell er skráður til heimilis í foreldrahúsum. jón áSgeir = evrópu- Sambandið n Stríð Morgunblaðsins við Ólaf Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, út af andstæðum sjónarmiðum um Evrópusambandið er að ná nýjum og óþekktum hæðum. Skotin á Ólaf, þennan fyrrverandi ritstjóra Morg- unblaðsins, hafa sjaldan verið fastari. Svo er að sjá sem Ólafur sé orðinn einn af helstu óvinum Morgunblaðs- ins. Helst er það í Staksteinum sem Ólafur er látinn finna til tevatnsins. Í Staksteinum á föstudaginn stóð til dæmis eftirfarandi: „Ritstjórinn vinnur fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson: manninn sem öðrum fremur keyrði þjóðina í þrot.“ Nýjasta áróðursbragð Moggans virðist því vera að reyna að búa til samasemmerki á milli Ólafs Stephensen, Evrópusambandsins og Jóns Ásgeirs. Stóra púltmálið n Eins og fram kom í DV á dögun- um urðu nokkur innanflokksátök fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins um það hvaða ræðupúlt ætti að nota á fundinum. „Gamla, góða“ púltið varð loks að víkja fyrir ný- tískulegri línu sem lögð var í Valhöll. Nokkrir hraðlínumenn úr ungliðahreyfingunni, SUS, snéru til að mynda sendibifreið aftur í Laug- ardalshöll sem komin var með ræðu- púltið upp í Valhöll, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Án þess að spyrja kóng eða prest pöntuðu þeir degi síðar sendibíl undir ræðupúltið og ætluðu að flytja það upp í Gullhamra, þar sem landsfundarhófið var haldið. Enn varð þeim ekki að ósk sinni því yfirvaldið í Valhöll stöðvaði púltflutn- ingana enn einu sinni. Svarthöfði hefur upphugsað nokkrar frábærar, hagfræði-legar lausnir til bjargar efna-hagslífinu. Innblásturinn fékk Svarthöfði hjá Vilhjálmi Egilssyni, fram-kvæmdastjóra Samtaka atvinnu-lífsins, sem vill að gamla fólkið vinni meira til að flýta för okkar upp úr kreppunni. Hann vill að fólk fari á eftirlaun 68 ára í staðinn fyrir 65 eða 67 ára. Frakkar eru að hugsa um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 60 árum í 62, og því ljóst að þeir sækja hratt að okkur. Eftir að hafa rýnt í orð helstu framámanna þjóðarinnar, Steingríms J. Sigfússonar og Gylfa Magnússonar, hefur Svarthöfði komist að þeirri niður- stöðu að mest þörf fyrir fjármagn sé í bönkunum. Nú þegar hefur komið fram að dómur Hæstaréttar, um að tvöföldun „erlendra“ lána sé ólögleg, muni draga kreppuna á langinn og seinka afnámi gjaldeyrishafta og þar með útiloka erlenda fjárfestingu og auka atvinnuleysi, sem þýðir að þú verður atvinnulaus. En hvað gerðist ef við myndum ekki aðeins tvöfalda lánin, heldur þrefalda þau? Bókhald bankanna myndi færast aftur til 2007! Sumir gætu sagt að það væri ólöglegt að hækka lán. En lög og dómar skipta ekki öllu máli ef maður er sjálfur löggjafi. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa líka hunsað dóm Hæstaréttar og beina tilmælum til bankanna um að brjóta á rétti neytenda. Og hvenær hafa Seðlabankinn og Fjármálaeftir- litið haft rangt fyrir sér? Einfaldasta leiðin til að hækka lánin væri að búa til nýja vísitölu. Hún mætti heita Velferðarvísitala. Hún virkar þannig að fyrir hverja krónu sem bankarnir segjast þurfa til að viðhalda starfhæfu atvinnulífi hækka heildaríbúðarlán Íslendinga um eina krónu að viðbætt- um svokölluðum greiðslujöfnunar- vísitöluskatti, sem yrði 100%. Velferðarvísitalan mun tryggja að bankarnir verði nægilega fjármagnaðir (annars verður þú at- vinnulaus eins og fólkið í Evrópu- sambandinu) og að auki myndi greiðslujöfnunarvísitöluskatturinn treysta stöðu ríkissjóðs til muna. Það fé mætti nýta til að fækka at- vinnulausum, með því að fjölga fólki á listamannalaunum. Þetta mun virka sem adrenalínsprauta í hjarta hagkerfisins! Rétt eins og Vilhjálmur Egils-son bendir á liggur sóknar- færi í gamla fólkinu. Það liggur margt hvert á digrum sjóðum, vel skatttækum. Ekki vita allir að eldri borgarar þurfa færri hitaeiningar til að komast í gegnum daginn en yngra fólk, vegna þess hve hægist á efnaskiptum með aldrinum. Hugsanlegt væri að horfa til þeirrar staðreyndar í hagræðingarskyni. Sér- stakur matarskattur á eldri borgara fellur vel að þessum mismunandi þörfum fólks eftir aldri, auk þess sem hann ynni gegn því heilsutjóni sem hefst af ofneyslu á hitaeiningum og tilheyrandi offitu. Offita er eitt það hættulegasta sem hent getur borgar- ana. Sígarettur eru skattlagðar vegna heilsutjóns sem þær valda. Og því er eðlilegt að skattleggja sérstaklega hitaeininganeyslu eldri borgara, þeim til heilsubótar. Rétt eins og mikið svigrúm liggur í öldruðum er ljóst að lægstu aldurshóparnir eru nánast óplægður akur. Mikill kostnaður fer í að halda úti skólastarfi til handa börnum, til þess eins að koma þeim út á vinnu- markaðinn. Hægt væri að flýta þessu ferli með því að skera burt milliliðinn; það er að segja skólann. Börn eru mjög óhagkvæm í rekstri og þau skila jafnan litlum tekjum, þrátt fyrir töluverð útgjöld þeim tengd. Engu að síður eru þau nauð- synlegir græðlingar fyrir hin gjöfulu ávaxtatré ríkisins sem þau verða á fullorðinsaldri. Börn eru flest í öruggu húsa-skjóli foreldra sinna og hafa aðgang að fæðu úr sömu auðlind. Vegna algerrar sér- stöðu barna hvað varðar afkomu- öryggi er ljóst að þau þurfa ekki á jafnmiklum tekjum að halda og aðr- ir þjóðfélagsþegnar. Því væri upp- lagt að ríkið sækti sér auknar tekjur, til að fyrirbyggja almennt atvinnu- leysi, með skattlagningu á tekjur barna til leiðréttingar miðað við almennan kaupmátt og tekjuþörf. Annað væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjóðfélagshópum sem ekki hafa aðgang að ókeypis húsnæði og fæðu. Þetta fyrirliggjandi Endur-reisnarmanífestó vísar veg-inn að sársaukaminnstu leiðinni út úr kreppunni. Einnig er hún pólitískt farsæl fyrir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri- grænna. Börn hafa ekki kosningarétt og gamla fólkið kýs hvort eð er alltaf Sjálfstæðis flokkinn! HÉR ER LAUSNIN! „Já, ég gæti vel hugsað mér það,“ segir DaGur KrISTJÁnSSon. Dagur fór ásamt fimm vinum sínum til Dujiangyan í Kína til að vera viðstaddur alþjóðlega hátíð. Lagt var upp úr því að safna útlendum gestum á hátíðina til að sýna fram á hversu alþjóðavætt Kína var orðið. Hann fékk greiddar tíu þúsund krónur fyrir að sýna sig auk veitinga. Í Kína hefur verið ágæt eftirspurn eftir útlendingum til „leigu“ á hvers kyns viðburði. GætIR þú oRðIð GEStUR Að AtvINNU? „Ég lagði allt að veði.“ n Mummi í Mótorsmiðjunni um að ásakanir í hans garð séu rangar. Hann hafi lagt allt að veði fyrir starfið og hann hafi uppskorið svik, hjartaáfall og að hjónabandi í upplausn. – DV „Batteríin kláruðust.“ n Íris Kristinsdóttir, kennd við Buttercup, um það af hverju hún hætti í tónlistarbransanum á sínum tíma. – DV „Ég ætla að reyna að smygla því með mér aftur heim.“ n Söngkonan Hera Hjartardóttir sem býr á Nýja-Sjálandi um að hún sakni helst furðulegu hlutanna á Íslandi svo sem kavíars í túbu. – DV „Það var eins og ég væri slegin utan undir.“ n Valgerður Erla Óskarsdóttir um það þegar hún fékk fréttir af því að hún yrði alltaf hölt eftir bílslys. – DV „Ég hef allt öðrum hnöpp- um að hneppa en að pæla í svona geðveiki.“ n Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson um fjórðu stefnu húseignafélagsins að Prestbakka 11 til 21 gegn honum. – DV „Við vorum bara: Vá!“ n Darri Ingólfsson aðalleikari myndarinnar Boðberi sem hefur atburðarás sem er ansi lík þeirri sem hefur átt sér stað hér á landi fyrir og eftir hrun. Handrit myndarinnar var þó skrifað fyrir hrun. – DV Málefni ríkisstyrkta menntaskól-ans Hraðbrautar hafa verið til umfjöllunar í DV. Umfjöllun blaðsins sýnir fram á fjáraust- ur út úr skólanum til eigenda hans, skóla- stjórans Ólafs Johnson og Nýsis, í formi arð- greiðslna og lána. Einnig sýnir umfjöllunin óánægju meðal kennara Hraðbrautar vegna launa sem samræmast ekki kjarasamning- um Kennarasambands Íslands. Flest bendir til að sérhyggja og græðgi hafi einkennt sjö ára eiganda- og stjórnartíð Ólafs Johnson í skólanum. Til að byrja með er einkennilegt að menntamálaráðuneytið hafi gert samstarfs- samning við skóla Ólafs. Skólastjórinn hef- ur tengst nokkrum vafasömum málum á ferli sínum. Hið íslenska kennarafélag taldi hann hafa brotið kjarasamninga í öðrum einka- skóla, Sumarskólanum, sem hann rak frá ár- inu 1993. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti vann mál gegn Ólafi í Hæstarétti árið 1999 þar sem áminning rektors til Ólafs fyrir að nota náms- gögn skólans í einkafyrirtæki sínu var staðfest. Starfslok Ólafs í fjölbrautaskólanum komu til af því að rektor skólans stóð hann að því að kenna í Hraðlestrarskólanum, sem hann átti og rak, á meðan hann var í veikindafríi. Ólafur skilaði inn uppsagnarbréfi skömmu síðar. Að sama skapi er sérstakt að Ríkisendur- skoðun hafi ekki haft meira eftirlit með skól- anum. Lögbundið hlutverk stofnunarinnar er að hafa eftirlit með fyrirtækjum eins og Hrað- braut og er skýrt kveðið á um þessa skyldu í samstarfssamningi skólans við mennta- málaráðuneytið frá 2007. Samt virðist stofn- unin ekki hafa rækt þessa skyldu því athug- unarefnin við fjármál Hraðbrautar sem koma fram í ársreikningum skólans eru mörg. Sagan af Ólafi og viðskiptum hans við ís- lenska ríkið kallar fram í hugann samanburð við annan mann sem sama ríkisstjórn aðstoð- aði einnig við að komast í arðvænlega stöðu á markaði. Þetta er Björgólfur Guðmundsson. Hann fékk að kaupa Landsbankann árið 2003 þrátt fyrir að hafa hlotið dóm fyrir hvítflibba- brot í Hafskipsmálinu og þrátt fyrir að hafa þegið stolnar milljónir úr Landsbankanum nærri þrjátíu árum áður í máli starfsmanns Landsbankans, Hauks Heiðar, sem síðar var dæmdur fyrir fjárdrátt úr bankanum Í tilfellum Ólafs og Björgólfs stóð þessi per- sónusaga ekki í vegi fyrir því að þáverandi ríkisstjórn kvittaði upp á hæfi þeirra og veitti þeim ákveðin gæði. Þessi fyrirgreiðsla hjálp- aði þeim við að eignast og reka fyrirtæki sem snertu hagsmuni fjölda óbreyttra borgara. Enn frekar þótti þessi fortíð þeirra ekki gefa tilefni til að Ríkisendurskoðun og Fjármála- eftirlitið ræktu að minnsta kosti lögbundin eftirlitshlutverk sín með fyrirtækjum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að finna gagnrýna greiningu á starfsemi Fjár- málaeftirlitsins á árunum fyrir hrun. Líklega þarf að vinna sams konar úttekt á starfsemi Ríkisendurskoðunar, meðal annars vegna þess að hún virðist ekki hafa sinnt því eftir- liti sem hún átti að sinna með ríkisstyrktum fyrirtækjum eins og Hraðbraut. Eftirlitsleys- ið sem einkenndi íslenska bankakerfið virðist því einnig hafa verið vandamál á öðrum svið- um samfélagsins á árunum fyrir hrunið. INGI F. vILHjáLmSSoN FRÉttAStjóRI SkRIFAR. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reyKjavÍK Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari spurningin svarthöfði bókstaflega 18 umræða 5. júlí 2010 mánudagur Að sama skapi er sérstakt að Ríkisendurskoðun hafi ekki haft meira eftirlit með skólanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.