Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Síða 22
22 úttekt 5. júlí 2010 mánudagur
Finndu kynhvötina aFtur
eftir breytingaskeið
Þótt minnkandi löngun í kynlíf sé eðlilegur fylgifiskur breytingaskeiðsins veldur löngunarleysið oft pirr-
ingi hjá konum auk þess sem margar upplifa samviskubit gagnvart makanum. Góðu fréttirnar eru þær að
það er hægt að vekja kynhvötina á ný og njóta heilbrigðs kynlífs aftur. Læknirinn David B. Schwartz segir
umræðu um breytingaskeið ótrúlega litla miðað við þau áhrif sem tímabilið hefur á samlíf hjóna.
Meira en tveir þriðju kvenna á aldr-
inum 50–70 ára þjást af einkenn-
um sem hafa áhrif á vilja og getu
þeirra til að lifa kynlífi með maka
sínum. Samkvæmt rannsókninni,
Sex, Menopause & Relationships,
sem var studd af Duramed Pharma-
ceuticals Inc. og framkvæmd af fyr-
irtækinu Harris Interactiv, eru fæst-
ar konur viðbúnar því sem gerist
þegar þær komast á þetta tímabil
en yfir 72% aðspurðra sögðust hafa
fundið fyrir þurrki í leggöngum,
70% sögðust hafa misst kynhvöt-
ina og 34% fundu fyrir sársauka við
kynmök.
Kvensjúkdómalæknirinn David
B. Schwartz frá Christ Hospital í
Cincinnati, Ohio, segir í raun ótrú-
legt hversu lítið sé vitað um breyt-
ingaskeiðið miðað við áhrifin sem
það hefur á kynlífið. „Því miður lif-
um við enn í karlmennskusamfé-
lagi sem tekur af mun meiri alvar-
leika á risvandamálum karlmanna
en því sem viðkemur kvenlíkaman-
um. Vandamál kvenna eru enn þá
tabú,“ segir Schwartz sem mælir með
því að konur ræði við lækni og afli
sér upplýsinga um breytingaskeið-
ið og áhrif þess á líkama þeirra og
sambandið við makann áður en þær
komast á fimmtugsaldur eða áður
en breytingarnar hefjast. Eins segir
Schwartz mikilvægt að konur ræði
málið við makann en í rannsókninni
kom í ljós að 75% þeirra sem töluðu
um vandamálið við maka voru ham-
ingjusöm í hjónabandi sínu. „Ef hjón
vilja halda áfram að lifa skemmtilegu
kynlífi eftir því sem árin líða verður
æ mikilvægara að treysta hvort öðru
og samræður og hreinskilni verður
mikilvægari en nokkur tímann með
árunum.“
Schwartz segir sleipiefni sem seld
eru án lyfseðils geta hjálpað mörgum
konum en þegar þurrkur og sársauki
haldast í hendur gera sleipiefni ekk-
ert fyrir það síðarnefnda. Sársauk-
inn sé oftast til kominn vegna vöðva-
rýrnunar í leggöngum en slíkt, segir
Schwartz, hendir allar konur með ár-
unum þótt einungis þær sem halda
áfram að vera kynferðislega virkar
finni fyrir því. Schwartz mælir með
litlum skömmtum af estrógeni sem
berst gegn rýrnuninni. „Ef kynlíf er
farið að leiða til meiri sársauka en
unaðar þá skiptir ekki máli hversu
mikið konan elskar eiginmann sinn
– skiptunum mun fækka stórlega,“
segir Schwarts en í rannókninni kom
í ljós að flestar konur, sem missa
áhuga á kynlífi með aldrinum, segja
sársauka við kynmök um að kenna.
„Ef þær fá réttu lyfin og byrja aftur að
njóta kynlífs er ekki spurning hvort
heldur hvenær kynhvötin fer aftur á
fullt.“
Í rannsókninni, Sex, Menopause
& Relationships, kom fram að flest-
ar konurnar vildu óska að þær lifðu
meira kynlífi og flestar þeirra sögðu
heilbrigt kynlíf mikilvægt fyrir sam-
bandið við makann. Af þeim konum
sem höfðu upplifað neikvæð áhrif
breytingaskeiðsins höfðu 63% leit-
að sér hjálpar en oftast var sú hjálp
í formi sleipiefna úr kjörbúðinni eða
náttúrulegra lækningajurta. „Við höf-
um engar sannanir fyrir því að þessi
efni geri nokkurt gagn, en öll lyf, þar
á meðal „saklausar“ jurtablöndur
úr heilsuverslunum, ætti að nota í
samráði við lækna. Pantaðu tíma hjá
kvensjúkdómalækninum þínum og
ræddu málið við hann og farðu svo
heim og spjallaðu við makann,“ segir
Schwartz.
n Um 52% karla á aldrinum 40–70 ára þjást af
einhvers konar risvandamálum.
n Karlmenn finna einnig fyrir flóknum
hormónatruflunum sem hafa áhrif á skapgerð
þeirra, líkamsástand og kynhvöt.
n Andleg einkenni eru pirringur, áhyggjur,
valkvíði og þunglyndi.
n Líkamleg einkenni eru þreyta, þyngdaraukn-
ing, verra skammtímaminni og svefntruflanir.
n Kynferðisleg einkenni eru minni kynhvöt,
ótti við slaka frammistöðu og aukin þörf til að
sanna fyrir sjálfum sér með því að reyna við sér
yngri konur.
n Breytingaskeið karlmanna virkar eins
og seinna kynþroskaskeið – karlmaðurinn
stendur frammi fyrir hugsunum um sjálfsmynd,
kynhvöt, sjálfstæði og ósjálfstæði.
n Margir karlmenn finna fyrir erfiðleikum
við barnauppeldi þegar þeir fara í gegnum
breytingaskeið.
Byggt á greinum Jeds Diamond.
Breytingaskeiðið
n Meðalaldur kvenna þegar breytingaskeið hefst er 51 árs.
n Engar tvær konur upplifa breytingaskeiðið nákvæmlega eins.
n Það fyrsta sem flestar taka eftir eru óreglulegar blæðingar. Á þessum tíma
minnkar framleiðsla hormóna en í rauninni fer framleiðsla á testesteróni
minnkandi frá þrítugu.
n Ofan á vanlíðanina hlaðast oft önnur vandamál sem valda álagi, eins og að
börnin eru að flytja að heiman, breytt atvinnuástand og aldraðir foreldrar. Allt
þetta veldur stressi sem kemur niður á kynhvötinni.
n Efnaskiptin hægja á sér um 10–15% sem veldur því að konur þyngjast og
þreytast svo oft verður kynlíf það síðasta sem þær hugsa um.
Líkamleg einkenni:
Hitaköst
Nætursviti
Óreglulegur hjartsláttur
Höfuðverkur
Þurrkur í leggöngum
Hárlos
Kláði og pirringur í húð
Þyngdaraukning
Verkir í vöðvum og liðum
Viðkvæm brjóst
Sárir gómar og viðkvæmari tennur
Ógleði og uppþemba
Vont bragð í munni
andleg einkenni:
Svefntruflanir
Minnkandi kynhvöt
Þunglyndi
Skapgerðarsveiflur
Pirringur
Grátur við minnsta tilefni
Minnisleysi
Athyglisbrestur
Jafnvægisleysi
Breytt líkamslykt
Beinþynning (með árunum)
5 leiðir til að vekja kynhvötina
1 Gerðu eitthvað fyrir sjálfa þigEf þér tekst að komast í rétta gírinn aukast
líkurnar. Farðu í ræktina, passaðu upp á svefninn og
og búðu til pláss í dagskránni fyrir ástarleiki með
makanum. Reyndu að forðast stress og álag.
2 Skoðaðu lyfin þínMörg algeng lyf hafa neikvæð áhrif á kynhvötina,
þar á meðal geðlyf líkt og Prozac og Zoloft og ýmis
blóðþrýstingslyf. Talaðu opinskátt við lækni og
athugaðu hvort önnur lyf ættu kannski betur við þig.
3Íhugaðu að taka testósterón Fleiri en 20 rannsóknir hafa sýnt að testósterón
hefur jákvæð áhrif á kynhvötina. Ræddu við lækni.
4 Estrógen fyrir leggöngÞurrkur og sársauki við kynmök getur lagast með
réttri meðferð. Þú getur platað leggöngin til að halda
að þau séu yngri en þau eru sem þýðir meiri teygjan-
leiki og raki. Hægt að fá bæði sem krem og töflur.
5HjónabandsráðgjöfOpin og hreinskilin umræða við makann með
leiðsögn sérfræðings getur orðið til þess að önnur
vandamál koma upp á yfirborðið svo sem stress og
álag, vandamál með sjálfsmynd og samviskubit.
Reyndur kynlífsráðgjafi getur hjálpað ykkur að slaka á
og ræða málin af alvöru.
Mundu að það eru engin töfraráð til að endurvekja
kynhvötina en fyrsta skrefið er opin umræða við maka
og lækni.
karlmenn fara líka
á breytingaskeið