Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Qupperneq 24
Kaldhæðinn Martino Gerardo Martino
var kaldhæðinn í garð Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA,
aðspurður um markið sem dæmt var af Paragvæ í fyrri hálfleik
gegn Spáni. Nelson Valdez skoraði þá löglegt mark sem dæmt
var af vegna rangstöðu. „FIFA mun biðjast afsökunar á morgun
og allt verður í lagi,“ sagði Martino kaldhæðinn og vitnaði í af-
sökunarbeiðnir sambandsins til Englands og Mexíkó eftir að illa
var brotið á þeim. Talsmaður FIFA sagði á sunnudagsmorgun að
FIFA hefði ekki borist nein kvörtun vegna ummælanna.
Chelsea lítur til Brassa Nú fer að líða
að lokum heimsmeistaramótsins og þá fara félagsliðin að reyna
sanka að sér þeim mönnum sem stóðu sig vel á mótinu. Englands-
meistarar Chelsea líta til brasilíska miðvallarleikmannsins Ramires
ef marka má umboðsmann hans. „Það hafa mörg stór lið í Evrópu
haft samband vegna Ramires,“ segir hann. „Chelsea og Bayern
hafa rætt við Benfica um hann en meira get ég ekki sagt,“ segir
umboðsmaðurinn en Ramires varð Portúgalsmeistari með Benfica
í vetur og lék fjóra leiki af fimm með brasilíska landsliðinu á HM.
hMmolar
Gleði í Þýskalandi
n Hin óvægna þýska pressa fagn-
aði með liðinu eftir sigurinn á
Argentínu enda varla annað hægt.
Þýska blaðið
Die Welt sagði á
sunnudaginn:
„Þetta unga
þýska lið er að
spila fótbolta
sem heldur
heimsbyggðinni
við sjónvarpið.“
„Betri en
Messi: Schweinsteiger klárar
meistaraverkið sitt,“ bætir blaðið
við. Blaðið Suddeutsche segir það
hafa verið gott að Michael Ballack
meiddist fyrir mótið. „Án Ballacks
gat Löw þjálfari sett meiri ábyrgð
á herðar Lahm, Schweinsteiger,
Mertesacker og Podolski,“ segir í
blaðinu og bætir við að mótið sé
algjör snilld frá upphafi til enda.
loksins, seGja
spánverjar
n „Blóð, sviti og sigur,“ var
fyrirsögnin á spænska íþrótta-
blaðinu AS eftir sigur Spánverja
á Paragvæ en
á Spáni eru
menn vægast
sagt ánægðir að
vera komnir í
undanúrslitin í
fyrsta skiptið í
sögunni. „Núna
kom það,“ var
forðsíðufyrir-
sögnin í El Periodico og „Bölvun-
inni er aflétt,“ var yfirskriftin
hjá hinu víðfræga íþróttablaði
Marca. Spánn hefur ótrúlegt en
satt aldrei komist lengra en í átta
liða úrslitin en nú verður breyting
á því liðið mætir Þýskalandi á
miðvikudaginn í undanúrslitum.
rooney á erfitt með
að aðlaGast
n Xabi Alonso, leikmaður Spánar
og Real Madrid, finnst Wayne
Rooney og England ekki njóta
þess nóg að
spila landsleiki
og því hafi
ekki farið
betur. „Þegar
ég horfi á ensku
úrvalsdeildinni
og sé Wayne
Rooney trúi ég
stundum ekki
mínum eigin augum. Hann er
alveg frábær í úrvalsdeildinni
en bara fínn í Meistaradeildinni.
Það er svo eins og hann og
England eigi í erfiðleikum með
að aðlagast alþjóðboltanum. Mér
fannst eins og Englendingarnir
væru ekkert að njóta þess að
spila HM. Kannski eiga þeir allir
erfitt með að aðlagast,“ segir Xabi
Alonso.
tekur ekki við
Brasilíu strax
n Dunga er hættur að þjálfa
brasilíska landsliðið og hefur
Luis Felipe Scolari verið nefnd-
ur sem arftaki
hans. Brasilía
heldur næstu
heimsmeist-
arakeppni sem
fer fram eftir
fjögur ár. „Það
væri frábært að
enda ferilinn
á því að þjálfa
Brasilíu á HM á heimavelli. Ég
mun samt ekki taka neinum til-
boðum fyrr en eftir 2012 þegar
samningur minn hjá Palmeiras
rennur út. Eftir það mun ég sjá
til,“ segir Scolari.
24 uMSjóN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 5. júlí 2010 mánudagur
Þýskaland niðurlægði Argentínu, 4–0, í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins og
tryggði sér þar með farseðilinn í undanúrslitin. Þátttöku skemmtikraftsins Diegos
Armandos Maradona er því lokið og er eftirsjá að honum. Hann er ekki viss um hvort
hann haldi áfram með liðið en tapið segir hann það versta sem gerst hafi í lífi sínu.
Bless,
Maradona
„Ég gæti hætt á morgun,“ sagði nið-
urbrotinn Diego Armando Mara-
dona eftir 4-0 tap Argentínu gegn
Þýskalandi á heimsmeistaramótinu
í Suður-Afríku. Maradona hefur þó
ekki enn látið af störfum en stað-
reyndin er sú að Argentína er úr leik
eftir niðurlægingu gegn Þýskalandi.
Þjóðverjar léku við hvurn sinn fing-
ur og voru miklu betri en Argentína
í leiknum. Bæjarinn ungi Thomas
Muller kom Þjóðverjum á bragðið
strax á þriðju mínútu en tvö mörk frá
Miroslav Klose og eitt frá Arne Fried-
rich innsigluðu sannfærandi sigur
Þýskalands. Stuðningsmenn þýska
liðsins mættu með risastóran borða
sem á stóð: „Bless, Maradona“ en
þátttöku þessa skemmtilega manns
og strákanna hans er nú lokið.
Heimskingjar sem bauna á
Messi
Maradona var eðlilega hundsvekkt-
ur eftir tapið enda maður sem felur
ekki tilfinningar sínar. „Ég er svekkt-
ur eins og allir Argentínumenn. Að
sjá liðið mitt tapa fótboltaleik er erf-
itt fyrir hvern þann sem hefur klæðst
treyjunni,“ sagði Maradona á blaða-
mannafundi eftir leikinn. „Úrslitin
gefa þó ekki rétta mynd af því sem
gerðist í leiknum og því er ég enn
stoltur af liðinu. Draumurinn rætt-
ist ekki að þessu sinni en ég vil þakka
leikmönnum fyrir,“ sagði hann. Þeg-
ar talið barst að því að Lionel Messi
hefði ekkert skorað á mótinu brást
hann ókvæða við og svaraði: „Þeir
sem að segja að hann leggi sig ekki
fram fyrir landsliðið eru heimskir.
Það var skelfilegt að sjá hann gráta í
búningsklefanum.“
Maradona er auðvitað í guðatölu
í Argentínu en hann vann heims-
meistaratitilinn nánast upp á sitt
einsdæmi árið 1986. Hann hafði fyrir
leikinn sagt að guð vildi að Argentína
yrði heimsmeistari í ár en eitthvað
klikkaði á himnum.
„Við náðum ekki að láta draum-
inn okkar rætast en maður finnur
alltaf leið til baka,“ sagði Maradona.
„Það mikilvæga er að við spiluðum
okkar leik. Ég gæti yfirgefið liðið á
endanum en ég vil að þessir strák-
ar haldi áfram. Ég vil að þeir haldi
áfram að sýna fólki hvernig argent-
ínskur fótbolti á að vera. Fólk hef-
ur haldið því fram að leikmenn sem
fara utan og verða milljónamæringar
vilji ekki lengur spila fyrir Argentínu,
það höfum við afsannað núna. Allir
leikmennirnir sem komu frá Evrópu
lögðu sig alla fram. Við náðum ekki
á þann stað sem við vildum í keppn-
inni en ég er viss um að allt fólkið
sem fylgir mér er allavega sammála
mér í þessu,“ sagði Diego Armando
Maradona.
Vill Maradona áfram
Eftir að Þýskaland komst í 1-0 eftir
aðeins þriggja mínútna leik virtust
Argentínumenn aldrei eiga nein
svör. Maradona beið lengi með
skiptingarnar og þegar það vantaði
mörk var hann seinn að setja inn á
framherja. Tengdasonurinn Sergio
Aguero kom inn á en markamask-
ínan Diego Milito sem skoraði bæði
mörkin í úrslitaleik Meistaradeild-
arinnar í maí var látinn sitja allan
tímann á bekknum.
„Ég mun verja þetta leikmanna-
val og allan hópinn,“ sagði Gabriel
Heinze, bakvörður Argentínu, að-
spurður út í taktík Maradona eft-
ir leikinn. „Við getum tekið fullt af
jákvæðum hlutum með okkur frá
þessu móti þó við vitum alveg að
við klúðruðum þessu sjálfir,“ sagði
hann en Heinze vill að Maradona
haldi áfram með liðið. „Það á ekki
að ákveða neitt strax. Við verðum
að bíða þar til allir eru orðnir rólegri
og búnir að ná sér niður. Mara dona
hefur samt skilað frábæru starfi og
það væri stórkostlegt ef hann héldi
áfram með liðið,“ sagði Heinze.
Liðið nánast fullkomið
Þjálfari sem klikkaði ekki á neinu
í leiknum var kollegi Maradona í
þýska liðinu, Joachim Löw. Þýska
liðið spilaði hreint frábærlega og
skoraði fjögur mörk í þriðja sinn á
mótinu. „Liðið var nánast fullkom-
ið í dag,“ sagði Löw kátur eftir leik-
inn. „Þetta eru ótrúleg úrslit því
Argentína er með sterka vörn. Það
var framúrskarandi að hafa náð að
skora svona mörg mörk. Það er al-
gert brjálæði að vinna Argentínu
4-0. Maður er nánast orðlaus yfir
þessu Ég held að Þýskaland titri í
dag og það er viðeigandi að fagna
þessum sigri á þann máta,“ sagði
Löw.
Eini skugginn sem féll á annars
frábæran sigur Þýskalands var gult
spjald sem Thomas Muller fékk, að
því er virtist fyrir litlar sakir, á 34.
mínútu þegar hann handlék knött-
inn. Spjaldið þýðir að hann verði
ekki með í undanúrslitaleiknum
gegn Spáni sem er mikið áfall fyrir
Þýskaland. Muller er búinn að skora
fjögur mörk í keppninni til þessa.
„Þetta er mikið áfall fyrir okkur
því hann hefur sýnt hversu hættu-
legur hann er. Ég sá að hann fékk
áminningu en skildi ekki fyrir hvað.
Ég set stórt spurningamerki við gula
spjaldið,“ sagði þó mjög svo kátur
þjálfari Þýskalands, Joachim Löw.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
átti eKKi orð Maradona stóð stjarfur
síðustu mínúturnar þar sem hann gat ekkert
gert í niðurlægingu sinna manna.
MyND ReuTeRS