Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Qupperneq 25
Laun ForLans vandamáL Harry Redknapp, þjálf-
ari Tottenham, hefur fylgst grannt með heimsmeistaramótinu enda er
hann á staðnum sem sérfræðingur breska ríkissjónvarpsins, BBC. Hann
er mjög hrifinn af Úrúgvæ og þá sérstaklega Diego Forlan. Harry hefur
áður talað vel um Forlan og gert það ljóst að hann væri til í að landa
þessum mikla markaskorara. „Ég held að Forlan gæti átt tvö til þrjú góð
ár í ensku úrvalsdeildinni. Launakostnaður hans gæti þó orðið vanda-
mál,“ segir Harry Redknapp sem ætlar að bæta við sveit sína áður en
tímabilið hefst enda Tottenham komið í Meistaradeildina.
FyLLerí hjá BBC Breska götublaðið Daily Star greindi
frá því um helgina að starfsfólk BBC hefði verið iðið við kolann í
drykkju á hótelinu þar sem það gistir meðan á HM stendur. BBC
borgaði 29.000 pund undir tæplega 300 manna starfslið á hótelinu
en nú hefur fólkið rakað saman 30.000 punda reikningi á barnum
og mini-börunum á herbergjunum. Fólkinu hefur verið sagt að það
geti borgað þessa reikninga sjálft. Sjónvarpsstjörnurnar hafa þó
verið hógværastar til þessa. Alan Shearer skuldar aðeins 110 pund,
Lee Dixon 95 pund en Harry Redknapp er skuldlaus.
Mörkin tvö sem Miroslav Klose skor-
aði gegn Argentínu í átta liða úrslit-
um heimsmeistaramótsins voru mörk
númer þrettán og fjórtán hjá honum í
lokakeppni HM. Hann jafnaði því met
þýsku hetjunnar Gerds Muller sem
skoraði fjórtán mörk á sínum tíma.
Muller skoraði þó mörkin fjórtán í
tveimur keppnum en HM í Suður-Afr-
íku er þriðja heimsmeistaramót Miro-
slavs Klose.
Efstur á listanum er hinn brasilíski
Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk
í keppnunum frá 1998-2006. Fimmt-
ánda markið kom í 16 liða úrslitunum
gegn Gana fyrir fjórum árum en hann
fékk aldrei tækifæri til að bæta við þar
sem Frakkar slógu út Brassa í átta liða
úrslitunum, 1-0.
Klose fær í það minnsta tvo leiki
til viðbótar, fyrst gegn Spáni í undan-
úrslitunum og svo úrslitaleikinn eða
leikinn um þriðja sætið. Gæti hann
því vel verið kominn upp að hlið Ron-
aldos eða yfir áður en heimsmeist-
aramótinu lýkur. Klose er ekki sami
maðurinn þegar hann klæðist þýsku
landsliðstreyjunni en hann átti skelfi-
legt tímabil með FC Bayern í vetur og
skoraði aðeins þrjú mörk í þýsku úr-
valsdeildinni. tomas@dv.is
Miroslav Klose er kominn með fjórtán mörk í lokakeppni HM:
Einu marki frá meti Ronaldos
mánudagur 5. júlí 2010 25
Úrúgvæ og Holland mætast í fyrri und-
anúrslitaleik heimsmeistaramótsins í
knattspyrnu á þriðjudagskvöldið. Úr-
úgvæjar komust í undanúrslitin með
því að leggja Gana í vægast sagt spenn-
andi leik sem fór alla leið í vítaspyrnu-
keppni. Holland aftur á móti lagði
fimmfalda heimsmeistara Brasilíu
sem voru taldir einna líklegastir til að
vinna keppnina.
Langt er síðan bæði lið léku til
úrslita en síðasti úrslitaleikur hjá
Úrúgvæ var árið 1950 þegar lið-
ið varð heimsmeistari í annað sinn
með sigri á Brasilíu, í Brasilíu. Hol-
land hefur tvisvar leikið til úrslita,
árin 1974 og 1978, en tapaði báðum
leikjunum. Bæði lið fá nú tækifæri til
að koma sér aftur í stærsta einstaka
knattspyrnuleik sem fyrir finnst.
Þetta er svo fallegt
Úrúgvæ er „sofandi risi“ í knatt-
spyrnunni en þó þetta ágæta land sé
ekki alltaf mikið í umræðunni er það
eitt mest verðlaunaða lið í Suður-
Ameríku. Það á að baki tvo heims-
meistaratitla, árin 1930 og 1950, og
fjórtán sinnum hefur það unnið Suð-
ur-Ameríkukeppnina. Alls hefur Úr-
úgvæ 29 sinnum unnið til verðlauna
í Suður-Ameríkukeppninni, oftar en
Brasilía. Úrúgvæjar enduðu í fimmta
sæti undankeppninnar í Suður-Amer-
íku og þurftu umspilsleik gegn Kosta-
ríka. Hefur því árangurinn komið
skemmtilega á óvart.
„Þetta er svo fallegt,“ segir Oscar
Taberz, þjálfari liðsins, sem er að stýra
því í annað sinn á ferlinum. „Það er erf-
itt að melta allt það sem hefur gerst hjá
okkur. Við erum svo ánægðir. Ég veit
ekki hvort þetta sé endurfæðing fót-
boltans í Úrúgvæ. Vonandi verðum við
bara ekki 20 ár að koma okkur svona
langt aftur,“ segir hann en Úrúgvæ hef-
ur ekki komist í undanúrslit síðan á
HM árið 1970.
„Í Úrúgvæ er fótboltinn ástríða.
Börnin æfa mikið og þó við séum ekki
fjölmenn þjóð höldum við alltaf áfram
að búa til frábæra leikmenn. Nú verð-
um við að passa að halda haus og nýta
þetta ótrúlega tækifæri sem við höfum
fengið og koma okkur í úrslitaleikinn,“
segir Tabarez en Úrúgvæ verður án
framherjans Luis Suarez sem fékk rautt
gegn Gana.
Höfum ekkert unnið
„Við höfum horft á marga leiki
Úrúgvæ og þekkjum leikmenn
þess vel. Þetta verður hættu-
legur leikur fyrir okkur,“ seg-
ir Bert van Marwijk, þjálfari
Hollands, um undanúrslita-
leikinn. „Það er allt svo brjál-
að heima að kannski er það
bara best að við séum svona
langt í burtu og verðum
ekki vitni að brjálæðinu.
Við þurfum að halda fók-
us því leikurinn gegn Úr-
úgvæ verður ekki auð-
veldur. Það er ástæða fyrir
því að Úrúgvæ er komið
svona langt,“ segir hann.
Van Marwijk hefur gert
leikmönnum sínum grein fyr-
ir að þeir eigi enn eftir að spila leikinn.
„Við höfum séð svona hluti áður. Fyrir
tveimur árum á EM vorum við búnir að
vinna Ítalíu og Frakkland í riðlunum og
allir héldu að við yrðum Evrópumeist-
arar. Svo komumst við ekki einu sinni
lengra en í átta liða úrslit því allir héldu
að þetta yrði svo auðvelt. Ég hef gert
mönnum það alveg ljóst að við höfum
ekkert unnið enn þá og eigum enn eftir
að leggja Úrúgvæ að velli. Ég hef samt
mikla trú á þessu liði og því hvernig all-
ur hópurinn vinnur sem lið,“ segir Bert
van Marwijk.
tóMas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Úrúgvæ og Holland mætast í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afr-
íku. Það eru mörg ár frá því liðin sáust í úrslitaleik HM. Holland lék síðast til úrslita
fyrir 32 árum en 60 ár eru frá því Úrúgvæ spilaði úrslitaleik á heimsmeistaramóti.
Langt frá síðasta
úrsLitaLeik
magnaður Diego
Forlan hefur verið frábær
í liði Úrúgvæ. Mynd reuters
Fjögurra marka
maður Wesley Sneijder
hefur verið hættulegastur
í hollenska liðinu og skaut
hann liðinu í undanúrslitin.
Mynd reuters
nafn Land Mörk
Ronaldo Brasilía 15
Miroslav Klose Þýskaland 14
Gerd Muller Þýskaland 14
Just Fontaine Frakkland 13
Pelé Brasilía 12
Jurgen Klinsmann Þýskaland 11
Sándor Kocsis Ungverjaland 11
Markahæstir á lokakeppni HM:
engum Líkur í
þýska Búningnum
Klose skoraði þrjú mörk í
þýsku deildinni í vetur en er
kominn með fimm á HM.
karL-
menn
geta
grátið
Tilfinningarnar geta borið menn
ofurliði þegar þeir falla úr leik á eins
stóru móti og HM er, hvað þá ef þeir
eiga sök á slæmu gengi. Julio Cesar,
markvörður Brasilíu, hágrét eftir
að liðið féll úr leik gegn Hollandi á
heimsmeistaramótinu og brotnaði
svo aftur saman eftir leik. Hann var
svo enn grátandi við komuna til
Brasilíu á sunnudag en þar biðu tugir
ljósmyndara eftir brasilíska liðinu og
fór Cesar grátandi inn í bíl.
Ganamaðurinn Asamoah Gyan var
gjörsamlega óhuggandi eftir að
Gana féll úr leik gegn Úrúgvæ í átta
liða úrslitunum í vítaspyrnukeppni.
Gyan fékk tækifæri til að koma Gana
í undanúrslitin með vítaspyrnu í
uppbótartíma í framlengingu en
skaut í slána. Hann sýndi mikinn kjark
með því að taka fyrstu spyrnuna í
vítaspyrnukeppninni en þegar ljóst
var að Gana væri úr leik brotnaði
hann saman.
Markvörður Portúgal, Eduardo,
var á meðal bestu manna liðsins
í keppninni en liðið fékk aðeins
á sig eitt mark. Það mark skoraði
David Villa, framherji Spánar, þegar
hann tryggði Evrópumeisturunum
farseðilinn í átta liða úrslitin með
eina markinu sem Portúgal fékk á
sig. Það var einu marki of mikið fyrir
Eduardo sem byrjaði að gráta um leið
og flautað var af og grét alla leið inn í
búningsklefann.
Oscar Cardozo, framherji Paragvæ,
brenndi af vítaspyrnu þegar um
klukkustund var liðin af leiknum
gegn Spáni í átta liða úrslitum HM.
Það varð liðinu dýrt því á endanum
fór Spánn áfram með eins marks
sigri og aftur skoraði David Villa
sigurmarkið. Cardozo fattaði um leið
og flautað var til leiksloka að hann
var skúrkurinn. Hann gat því ekki
annað en fellt nokkur tár en Cardozo
var gjörsamlega óhuggandi eftir
leikinn að sögn liðsfélaga hans.