Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 26
Manuela Ósk Harðardóttir, feg- urðardrottning Íslands 2002, og eiginmaður hennar Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumaður hjá Bolton á Englandi, eru kom- in frá Flórída þar sem þau hafa verið í fríi síðustu vikur. Manúela segir í færslu á manuelaosk.com að ferðalagið heim til Englands hafa tekið fimmtán klukkustund- ir og að eftir slíkt ferðalag sé ekk- ert betra en eigið rúm, „... eða jú, betra er að nýja rúmið okkar er komið – og það er LOVELY! 7 ft x 7 ft – takk fyrir!..jáhh, það er sko pláss fyrir alla!“ segir Manúela. Hún kveðst einnig djúpt snortin yfir öllum kveðjunum og hrósinu sem hún hafi fengið frá lesend- um síðunnar upp á síðkastið. „Okkur fannst bara vanta svona blað fyrir karlmenn á Íslandi, það er bara ekkert í boði,“ segir Högni Auðunsson, ritstjóri Dude Magaz- ine sem er nýtt veftímarit fyrir karl- menn. Fyrsta blaðið kom út í síð- ustu viku og í því má meðal annars finna góð ráð í sambandi við hár- vöxt, umfjöllun um póker, fótbolta, bíla, tísku og margt fleira. Ætlunin er að nýtt blað komi á vefinn viku- lega og standa sömu aðilar að baki Dude Magazine og eru að baki vef- tímaritinu Nude Magazine en það er ætlað konum.  „Þetta á fyrst og fremst að vera flott og skemmtilegt afþreyingar- blað fyrir karlmenn. Markhópur- inn er strákar á aldrinum 18-40 ára,“ segir Högni og bætir við: „Þetta er auðvitað bara fyrsta blaðið sem var að koma út svo þetta er í sífelldri þróun og við erum opnir fyrir öllum hugmyndum. Við ætlum okkur að verða hrikalega töff og vinsælt blað.“  Blaðið má nálgast á vefsíðunni dude.is og þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista og fá blaðið sent til sín í tölvupósti. viktoria@dv.is  Fannst vanta blað Fyrir karlmenn Egill Gillz Einarsson er þessa dagana staddur í Bandaríkj- unum ásamt þeim Auðuni Blöndal, Sverri Þór Sverrissyni og Vilhelm Anton Jónssyni. Þar taka þeir upp sjónvarps- þátt þar sem þeir keppa sín á milli um að komast sem fyrst á milli staða og safna í leiðinni stigum. Egill segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann sakni kuldans á Íslandi þar sem hann þurfi nú að þola 40 stiga hita. Hinn hógværi Egill sagðist einnig hafa orðið fyrir leiðindaáreitni í ferðinni. „Það er búið að ruglast á mér og David Beckham hérna í USA 10 sinnum og ég er bùinn ad vera hérna ì korter! Óþolandi.“ 26 fólkið 5. júlí 2010 mánudagur kristján kristjánsson: Nýtt veftímarit ætlað karlmöNNum hefur litið dagsiNs ljós: Högni Auðunsson Ritstjóri karlatímaritsins Dude Magazine. MYND SigtrYggur Ari nýtt rúm og heim- koma saknar kuldans með útrásar- víkingum á monkey class „Ég var búinn að prófa alls konar aðferðir, búinn að fá ýmsar hug- myndir, en ekkert var nógu gott. Svo bara allt í einu upp úr þurru kom alveg nýtt lag, eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir tónlistarmaður- inn Kristján Kristjánsson, KK, sem er höfundur þjóðhátíðarlagsins í ár en það var frumflutt rétt fyrir helgi. Lag- ið heitir Viltu elska mig á morgun? og er afar hugljúft, eins og kannski við mátti búast af hendi meistara KK. Þegar hann er spurður hvort lag- ið sé ekki töluvert rólegra en flest þjóðhátíðarlögin í gegnum tíðina er hann fljótur til svars, en þó á sínum rólyndisnótum. „Þeir báðu mig um að gera þetta og þá hljóta þeir að vita hvað þeir fá. Ef þeir vilja skagfirsku sveifl- una þá láta þeir bara einhvern annan um þetta,“ segir KK og hlær. „Annars skiptir engu máli hvern- ig lagið er, ef það er gott.“ KK bætir við að mjög gaman sé að vera beðinn um að semja Þjóðhátíðar- lagið. „Það er gaman að vera beðinn um svona, en um leið svo- lítið þungt. Þetta er þjóð- hátíðarlagið og því fylgja væntingar og ábyrgð og þess vegna verð- ur maður að reyna að gera það flott. Maður pantar ekki bara flott lag. Menn eru alltaf að reyna að gera flott lög, í Eurovision og svoleiðis, hafa langan tíma fyrir sér en samt tekst þeim eig- inlega aldrei að gera það. Jafnvel þótt þeir séu hinir bestu lagasmiðir. En ég var heppinn, ég fékk gott lag,“ segir hann kíminn. Spurður hvort lagið sé betra en þjóðhátíðarlagið í fyrra sem Bubbi Morthens samdi hlær KK hátt. Seg- ir svo: „Það var mjög gott, lagið hans Bubba. Mjög fínt.“ KK er annars nýkominn heim úr ellefu daga ferðalagi til Sjanghæ þar sem hann spilaði ásamt KK-band- inu á heimssýningunni. Hann segir það hafa verið afskaplega ánægju- lega ferð. „Það var mjög gaman. Og mjög fjölmennt. Það er mjög fjölmennt í Kína,“ segir hann og skellir upp úr. Bætir svo við í alvarlegri tón: „Íslenska húsið var ofboðslega flott. Þeir höfðu auðvitað úr mjög litlu að moða eftir hrunið, það var margskorið niður hjá þeim, og fyrir vikið kom gott út úr þessu. Það er ekki gott að hafa alltof mikið að bruðla með. Þá kemur oft ekki neitt.“ KK segir áhugann á íslensku kynn- ingunni líka hafa verið mikinn. Bið- raðirnar inn í íslenska húsið hafi yfir- leitt verið mjög langar. Þrátt fyrir að ferðalagið austur hafi verið langt fannst KK það ekki svo strangt. „Maður var svolítið das- aður eftir flugið út, þar sem maður flýgur með möndulsnúningi jarðar. En þegar þú flýgur til baka, á móti snúningnum, þá virðist það hafa meiri áhrif. En þetta er allt orðið svo þægilegt í þessum flugvélum, með einkasjónvarpsskjá með bíómyndir til að velja úr og svoleiðis. Jafnvel þótt þú sért á „monkey class“. En það var svolítið gaman að því í vélinni heim að þar var mikið af þessum útrásar- víkingum í monkey class. Ég kann bara ekki nöfnin á þeim. Og ég held að sérstaki saksóknarinn hafi verið þarna líka. Það eru bara allir komnir í monkey class!“ kristjanh@dv.is Þjóðhátíðarlagið fyrir samnefnda hátíð í eyjum er tilbúið. höf- undurinn, KK, er ánægður með það og kveðst heppinn að hafa „fengið“ þetta góða lag. kk er nýkominn frá sjanghæ en í flug- vélinni á leið heim segir hann nokkra útrásarvíkinga hafa verið með sér á „monkey class“. Ólafur Þór Hauksson Sérstaki saksóknarinn var með KK og hópi útrásarvíkinga í flugvélinni á leið heim frá Sjanghæ. Tónlistarmaðurinn veit ekki hvort víkingarnir voru með Ólafi í för. MYND rÓbert reYNiSSoN KK Búinn að semja þjóðhátíðarlagið í ár, Viltu elska mig á morgun?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.