Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Blaðsíða 32
n Útrásarvíkingurinn Karl Wern-
ersson í Milestone fékk á milli 4 og
5 milljónir króna í sinn hlut fyrir
útihátíðina sem haldin var í landi
hans í Galtalækjarskógi í Lands-
sveit um helgina. Margmenni var á
hátíðinni og kostaði miðinn 5.500
krónur. Frægasti gestur hátíðar-
innar var europopparinn Scooter.
Galtalækjarskógur er hvað þekkt-
astur fyrir bindindishátið sem hald-
in var þar árlega í mörg ár á sínum
tíma. Karl keypti Galtalækjarskóg
árið 2007 fyrir tæpar 300 milljónir
króna og hefur svæðið verið lokað
almenningi síðan. Karl fær því eitt-
hvað fyrir sinn snúð með leigunni á
Galtalækjarskógi til
hátíðarhaldaranna
og kemur það sér
örugglega vel fyrir
hann því auðmað-
urinn hefur misst
stærstan hluta
eigna sinna í
kjölfar efna-
hagshrunsins.
Fær milljónir
Fyrir útihátíð
Serbneski arkitektinn Mirjana Demic
kom hingað til Íslands í síðustu viku í
fyrsta sinn síðan 1976. Þá starfaði hún
í tíu mánuði við byggingu Sigöldu-
virkjunar á vegum serbnesks fyrirtæk-
is. Mirjana heimsótti Sigölduvirkjun
fyrir helgi en hún hefur þráð að koma
til Íslands í fjöldamörg ár vegna þeirra
minninga sem hún á héðan. Draum-
ur Mirjönu um endurkomu til Íslands
varð að veruleika þegar elsta dóttir
hennar gaf henni ferð til Íslands í sex-
tugsafmælisgjöf.
„Þegar ég kom til Sigöldu á sínum
tíma áttaði ég mig ekki á því strax hvað
það var sem ég saknaði: Það voru tré.
Þarna upp frá þreifst eiginlega ekkert
líf, þar var bara sandur og grjót,“ seg-
ir Mirjana sem vann að frágangi Sig-
ölduvirkjunar sem arkitekt. Hún seg-
ir að helsti munurinn sem hún sjái á
Reykjavík þá og nú sé hversu miklu
gróðursælli borgin er orðin á síðustu
þrjátíu árum.
Demic segir að hún hafi upplifað
ýmislegt meðan hún dvaldi á Íslandi.
Eftirminnilegasta upplifun hennar
er frá því þegar íslenskur trésmiður
bað um hönd hennar í Sigöldu. „Fé-
lagar hans komu til mín og sögðu að
hann vildi hitta mig en að hann vissi
ekki hvernig hann gæti nálgast mig.
Ég sagði þeim að ég væri til í að hitta
manninn sem vin,“ segir Mirjana.
„Svo kom maðurinn til mín. Hann var
25 til 30 árum eldri en ég. Hann þorði
ekki að líta í augun á mér og sat mjög
taugaóstyrkur á meðan við vorum að
tala saman. Hann gaf mér flösku af
Hennessy-koníaki sem hefur verið
mjög dýr. Fljótlega stóð hann upp og
sagðist þurfa að fara.“
Skömmu síðar frétti Mirjana að
smiðurinn væri hættur að vinna við
virkjunina. „Áður en hann fór skrif-
aði hann mér bréf og spurði mig hvort
ég vildi giftast honum og að ef ég vildi
það myndi ég hafa uppi á honum. Fé-
lagar hans sögðu mér síðar að maður-
inn hefði misst konuna sína mörgum
árum áður og að ég hefði minnt hann
mjög á hana og þess vegna hefði hann
orðið svo meyr þegar hann sá mig.
Hann var bugaður maður og ég sá
hann aldrei aftur,“ segir Mirjana sem
man því miður ekki hvað maðurinn
hét. „Hann er líklega dáinn í dag því
hann væri líklega á tíræðisaldri,“ segir
Mirjana sem fór af landi brott eftir Ís-
landsdvölina langþráðu á sunnudag-
inn og hélt til Moskvu þar sem hún
býr. ingi@dv.is
Mirjana Demic heimsótti Sigölduvirkjun í fyrsta skipti síðan hún vann þar 1976:
Gleymir aldrei bónorðinu í Sigöldu
n Mígandi rigning var annars í
Galtalækjarskógi Karls þegar Scoo-
ter steig á svið og lék tryllt euro-
popp fyrir dansi. Áður en Scooter
hóf leik spurði hann áheyrendurna
hvort þeir kynnu að meta rigning-
una. Þegar þeir svöruðu því játandi
sagði Scooter: „It is all part of the
special effects,“ og lét þar með í það
skína að meira að segja rigning-
in væri hluti af þeirri sýningu sem
Scooter bauð upp á. Annars fregn-
aðist það að Scooter hefði auðvitað
alls ekki komið ókeypis í Galtalækj-
arskóg þessa helgi. Scooter
mun hafa fengið á sjöundu
milljón fyrir spilamennsk-
una. Gestir hátíðar-
innar gerðu góðan
róm að Scooter
enda er hann
þekktur fyrir flest
annað en að taka
sig of alvarlega.
Ætli Karl hafi dansað
teknó við Scooter?
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
veðrið í dag kl. 15 ...og næstu daga
sólarupprás
03:14
sólsetur
23:49
Áskriftarsíminn er 512 70 80
Fréttaskot 512 70 70
hluti aF sýningu
scooters
Reykjavík
íslandsferð á
afmælinu.
Mirjana fékk
ferð til Íslands í
afmælisgjöf.
MynD sigtRygguR aRi
20/15
23/16
24/17
23/17
29/22
29/22
28/14
25/20
29/22
26/15
23/17
22/17
22/18
29/22
24/17
24/17
25/20
28/22
21/15
23/14
23/17
23/15
27/20
27/20
21/19
25/21
28/22
23/16
21/15
23/17
23/14
28/20
28/20
26/22
24/19
27/22
0-3
11/9
3-5
10/8
5-8
13/11
3-5
11/10
3-5
13/10
3-5
13/11
8-10
9/8
8-10
8/6
3-5
11/9
5-8
13/11
8-10
9/8
8-10
11/8
8-10
11/9
8-10
9/8
8-10
8/6
10-15
10/8
5-8
14/11
8-10
13/11
5-8
15/12
5-8
15/12
8-10
13/10
0-3
14/12
0-3
8/6
3-5
11/9
5-8
9/7
0-3
14/12
0-3
14/13
0-3
15/12
5-8
10/8
3-5
9/7
3-5
8/6
0-3
9/7
0-3
8/6
3-5
7/6
3-5
7/6
8-10
9/7
8-10
7/4
8-12
5/4
5-8
4/3
3-5
4/3
3-5
6/5
8-10
6/5
10-12
14/12
8-10
11/9
5-8
9/7
5-8
6/4
8-10
10/8
3-5
8/6
8-10
8/6
0-3
14/12
3-5
11/9
3-5
12-9
3-5
11/9
0-3
13/11
3-5
12/8
3-5
12/10
Þri Mið Fim Fös
vindur í m/s
hiti á bilinu
Stykkishólmur
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Þri Mið Fim Fös
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
Höfn
Reykjavík Egilsstaðir
Ísafjörður Vestmannaeyjar
Patreksfjörður Kirkjubæjarkl.
Akureyri Selfoss
Sauðárkrókur Þingvellir
Húsavík Keflavík
Mán Þri Mið Fim
hiti á bilinu
Kaupmannahöfn
hiti á bilinu
Osló
hiti á bilinu
Stokkhólmur
hiti á bilinu
Helsinki
hiti á bilinu
London
hiti á bilinu
París
hiti á bilinu
Berlín
hiti á bilinu
Tenerife
hiti á bilinu
Alicante
veðrið úti í heimi í dag og næstu daga
Rigning og Rok! Yfirleitt hægur vindur í dag,
svolítil væta á Suður- og Vesturlandi, annars
þurrt. Hiti núll til níu stig yfir daginn, hlýjast suðvestan
til. Austan þrír til átta metrar á sekúndu og víða bjartviðri,
en hvassara, skýjað og lítils háttar úrkoma við suður-
ströndina.
athugaseMD veðuRfRæðings
14
14
13
14 14
12
16
16
1914
16
12
4
3
3
00
4
3
3
3
6
6 4
6
hitakort Litirnir
í kortinu tákna
hitafar á landinu.
Sjá kvarða.
BEST Í NÁLÆGÐ VIÐ KLAUSTUR
höfuðboRgaRsvæðið Það
verður hægviðrasamt í borginni í dag
og fram eftir öllum degi á morgun.
Það bætir heldur í vind annað
kvöld. Það verður skýjað og
hætt við skúrum bæði í dag
og á morgun. Á miðvikudag
fer hann í norðaustanátt og
þá stefnir allt í að hann verði þurr í borginni.
Hitatölurnar verða ágætar, þetta 10-15 stig að
deginum.
lanDsbyggðin Við erum ekki laus við
úrkomuloft yfir landinu þó úrkoman sé sums
staðar hverfandi. Svæðið austan Mýrdalsjökuls,
þ.e. í nálægð við Kirkjubæjarklaustur, lítur vel
út í dag, horfur á björtu með köflum og hita um
18-20 stig. Annars staðar verður skýjaðra með
rigningu austan til annars skúrum á víð og dreif.
Reyndar verður ágætlega milt til landsins, þetta
12–16 stig, hlýjast í Borgarfirði. Vindur verður
hægur í dag um allt land, þetta 3-8 m/s.
næstu DagaR Annað kvöld og á miðvikudag
verður hvasst sunnan til á landinu með 10-18
m/s, hvassast við ströndina. Einnig hvessir
norðvestan til og við Breiðafjörð. Rigning verður
á austurhelmingi landsins og norðavestan til en þurrt að
mestu og skýjað með köflum suðvestan til.
<5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst,
fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.veðRið Með sigga stoRMi siggistormur@dv.is
blessuð Rigningin! Í dag verður almennt
úrkomulítið en stöku skúrir á stangli. A að
kvöld erum við hins ve ar að tala um alvöru
rigningu á Suðausturlandi og síðan á Austurlandi á mið-
vikudag og Norðausturlandi síðdegis á miðvikudag. Þá
verður vætusamt á Ströndum og nyrðra á Vestfjörðum.
athugaseMD veðuRfRæðings