Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR GRÍMSEYINGAR Í HÆTTU Fjögur stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í Grímsey skulda rúma fimm milljarða króna. Skuldir á hvern íbúa eyjarinnar nema því rúmum 60 milljónum króna. Útvegsmenn í Grímsey segja eyna leggjast í eyði verði fyrirtækin gjaldþrota. Bankamenn héldu kynningarfundi í eynni fyrir hrun þar sem hagkvæm gjaldeyrislán voru kynnt. Íbúarnir eru margir hverjir uggandi um framtíðina. „Við viljum bara fá að fiska,“ segja þeir. Slæma stöðu fjögurra stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækjanna í Grímsey má rekja til skuldsetningar sem lagt var í til kaupa á fiskveiðiheim- ildum fyrir hrun fjármálakerfis- ins. Lánin voru í erlendum mynt- um. Garðar Ólason, einn eigenda Sigurbjarnar ehf. í Grímsey sem skuldar nú rúmlega tvo og hálf- an milljarð, segir að rekstur fyrir- tækisins hafi litið vel út fyrir hrun. „Við vorum búnir að reikna þetta allt saman út þegar við keyptum þennan kvóta. Niðurstaðan var sú að ef við verkuðum þetta sjálfir ætti þetta að skila ágætis hagnaði. Svo hrynur bankakerfið og skuld- irnar tvöfaldast á einni viku – og allt fer til fjandans,“ segir Garðar en fyrirtæki hans veitir um tuttugu manns atvinnu. „Ætli þetta sé ekki viðurværi um 40 manns hér í eynni, með börnum og öllu. Það er mikið í kringum þetta hjá okk- ur,“ segir Garðar en skráðir íbú- ar Grímseyjar eru 89 samkvæmt Þjóðskrá. Hefðu betur hlustað Íslenskir bankar héldu kynning- arfundi í Grímsey með íbúunum þar sem beinlínis var hvatt til þess að taka gjaldeyrislán. Aðspurð- ur hvort Garðar kenni banka- mönnum um hvernig staðan sé núna svarar hann: „Já, við gerum það náttúrulega, en auðvitað vor- um það við sem skrifuðum undir. Bankarnir voru rændir innan frá. Ég treysti og trúði að þetta væru framsýnir menn og maður bölv- aði Dönum og hinum og þessum sem voru með eitthvert skítkast á okkur og sögðu að það væri allt að fara á hausinn hjá okkur – ég eins og fleiri hugsaði með mér að þetta væri bara öfund. En maður sér það núna að það hefði verið betra að hlusta,“ segir Garðar þungur á brún. Bankamenn með kynningar „Það stóð bara ekkert á þessum bankamönnum,“ segir Garðar. „Þú gast fengið peninga og það virtist bara ekki vera neinn hörgull á því. Mönnum var boðið að taka lán sem menn gerðu og þá var eng- inn að spekúlera í því hvað væri í gangi. Það var bara enginn vandi að fá peninga þá og þess vegna fór maður í þetta líka. Það komu bankamenn hingað og héldu fínar kynningar hér á veitingastaðnum þar sem fólk var beinlínis hvatt til að taka lán. Fólk var náttúrulega hrifið af þessu. Þetta var allt voða- lega gaman og allt lék í lyndi – það var nógur fiskur þá og menn voru bjartsýnir þegar þeir fengu svona menn sem voru svona bjartsýnir og höfðu svona mikla trú á okkur. Þeir veittu lán á góðum kjörum – myntkörfulán.“ Fjórar ættir meginstoðin Í Grímsey eru fjórar ættir sem reka fjögur stærstu útgerðarfyrirtækin. Tvö þeirra stærstu eru Sigurbjörn ehf. og Borgarhöfði ehf. Skuld- ir Borgarhöfða nema samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2008 um tólf hundruð milljónum króna. Jóhannes Henningsson, sjómað- ur og einn eigenda Borgarhöfða, segist vera hóflega bjartsýnn á að það takist að semja við bankana. „Maður veit bara að þetta er allt í skoðun og ekkert sem maður get- ur verið að gefa neitt út, þannig. Maður þorir náttúrulega ekki að vona neitt annað en að þetta tak- ist,“ segir Jóhannes en slæm fjár- hagsstaða Borgarhöfða ehf. er tilkomin vegna kaupa á aflaheim- ildum. Rúmlega þúsund tonn Árið 2006 fór tæplega tólf hund- ruð tonna kvóti frá Grímsey þeg- ar feðgarnir Óli Hjálmar Ólason og Óli Bjarni Ólason seldu hann til Sandgerðis. Á þessum tíma var tal- ið að söluverðið hefði numið um tveimur milljörðum króna mið- að við markaðsvirði. Á sama tíma voru þrjár útgerðir sameinaðar í eina þegar synir stærstu eigenda Sigurbjörns komu inn í þá útgerð. „Við eigum þetta fyrirtæki, ég og Gylfi Gunnarsson. Við vorum báð- ir í útgerð og tókum okkur saman og fengum okkur stærri bát. Synir okkar voru með báta og það end- aði með því að við sameinuðumst þannig að þeir komu inn í þetta með okkur,“ segir Garðar Ólason. Kvóti keyptur Garðar segir að þegar fyrirtæk- in voru sameinuð hafi verið tek- in ákvörðun um að kaupa meiri kvóta til að geta gert út tvo báta allan ársins hring. „Við fórum því í að kaupa kvóta frá Flateyri þeg- ar hann var seldur þaðan fyrir um 500 milljónir. Þetta voru um 200 tonn og við veiddum ekki nema smá brot af honum því hann var hirtur af okkur strax sama árið með skerðingu. Við höfum því aldrei veitt nema einhver þrjátíu tonn af honum,“ segir Garðar. Eyin í eyði Bjarni Gylfason er einn eigenda Sigurbjarnar, en hann kom ásamt bróður sínum inn í reksturinn árið 2006. Hljóðið í Bjarna er þungt þegar hann er spurður hvort hann telji að bankarnir muni lækka lán- in í það sem þau stóðu í upphaf- lega. „Það er ekkert annað að gera en að fara úr eynni og hætta þessu bara ef þetta verður ekki lagað í það sem við skulduðum upphaf- lega – þá getur þetta gengið,“ seg- ir Bjarni og bætir við: „Ef bankarn- ir samþykkja ekki að lækka lánin í það sem þau voru upphaflega er þetta dauðadæmt. Það þarf ekki nema eitt fyrirtæki að fara á haus- inn hér, þá fara héðan sex fjöl- skyldur og þá er þetta bara farið.“ Dauðadómur Jóhannes Henningsson hjá Borgar- höfða tekur í sama streng og Bjarni þegar hann er spurður hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér lækki bankarnir ekki miklar skuldir fyr- irtækjanna. „Fyrir pláss eins og hér í Grímsey yrði það dauðadóm- ur. Menn hafa að engu að hverfa hér nema að dútla fyrir túrista yfir sumarið. Hér snýst allt um fisk eins og allir sjá sem hingað koma,“ segir Jóhannes. Engir greifar í Grímsey Þeir eru margir sem halda því fram að þeir sem eigi fiskveiðiheimild- ir eða kvóta séu allir svokallaðir kvótagreifar. Þeir hafi mikið um- leikis, aki um á dýrum bílum og eigi hús í útlöndum. Garðar seg- ist þekkja þessa umræðu. „Hér eru engir greifar. Menn eiga þessa húskofa sína hérna. Sumir eiga kannski einhverjar íbúðir inni á Akureyri eða annars staðar – þar með er það búið,“ segir Garðar og Jóhannes Henningsson tekur und- ir orð hans. „Það eru engir kvóta- greifar hér og ég get ekki séð annað en að hér sé aðeins venjulegt fólk sem er að reyna að gera það sem JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Það er ekkert annað að gera en að fara úr eynni og hætta þessu bara. Miklar skuldir Fjögurstærstuútgerðarfyr- irtækiníGrímseyskuldarúmafimmmilljarða króna.Skuldirnarhækkuðumikiðeftirhrun bankakerfisins. Fer í eyði Jóhannes Henningsson,sjómaðurog einneigendaBorgarhöfða ehf.íGrímsey,segireyna leggjastíeyðiverði gjaldeyrislánútgerðarfyr- irtækjannaíeyjunniekki lagfærð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.