Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 21. júlí 2010 erlent 17
Íraksstríðið mistök
Innrásin í Írak jók umtalsvert líkurn-
ar á hryðjuverkaárásum í Bretlandi.
Þetta segir barónessan Manning-
ham-Buller, fyrrverandi yfirmaður
MI5, bresku leyniþjónustunnar. Hún
segir að stríðið hafi gert heila kyn-
slóð ungs fólks að „róttæklingum“ og
þar á meðal breska þegna. Af þess-
um sökum telur hún að búast hefði
mátt við því að breskir ríkisborgarar
fremdu hryðjuverk, líkt og gerðist
hinn 7. júlí 2005 þegar fjöldi manns
lést í sprengjuárásum í strætisvögn-
um og neðanjarðarlestinni í Lund-
únum. Hún telur einnig að ekki hafi
bent nægilega mikið til þess að Írak
væri svo hættulegt land að stríðið
hefði verið réttlætanlegt. Manning-
ham-Buller telur að hættan, sem
Bretland var í vegna Íraks, hafi verið
mjög takmörkuð. Þetta kom fram
á þriðjudaginn við yfirheyrslur hjá
rannsóknarnefnd sem skoðar að-
draganda Íraksstríðsins.
Hefði orðið verra
en í Oklahoma
Þúsundir hefðu týnt lífi í New York
ef Faisal Shahzad hefði náð að
sprengja bílinn sinn eins og hann
hafði áætlað. Orkan sem losnað
hefði úr læðingi hefði mölvað rúður
í öllum byggingum í næsta nágrenni.
Þúsundir manna hefðu skorist til
bana eða lent undir mannhafinu
á flótta, á hinu geysivinsæla Times
Square. Þetta er niðurstaðan úr
rannsókn FBI.
Embættismenn telja að hryðjuverkið
hefði orðið meiri harmleikur en þeg-
ar Timothy McVeigh sprengdi höf-
uðstöðvar FBI í Oklahoma í loft upp
árið 1995, en þá létust 168 manns.
Faisal Shahzad, þrítugur Bandaríkja-
maður, hefur játað sig sekan um að
hafa staðið að sprengjutilræðinu.
Faisal Shahzad, sagði tilræðið hafa
verið „að hluta til svar við aðgerð-
um Bandaríkjanna gagnvart löndum
múslíma og múslímum.“
Átján frusu í hel í
Bólivíu
Kalt loft frá Suðurskautslandinu
kælir nú suðurhluta Suður-Amer-
íku, þar sem nú er hávetur, og hefur
valdið miklum skaða. Átján hafa
látist víðsvegar í Bólívíu og þar hefur
skólum og vegum verið lokað.Lög-
regluyfirvöld í Paragvæ segja að átta
borgarar hafi dáið á síðustu dögum
úr ofkælingu. Stjórnvöld komu upp
neyðarskýlum og sóttu heimilislausa
á herjeppum. Einnig hafa um 1.000
kýr frosið í hel í landinu. Tugir hafa
látist í Argentínu í fimbulkulda, að-
allega í Patagóníu, suðurhluta lands-
ins. Búist er við því að kalda loftið frá
suðurpólnum plagi Suður-Ameríku-
búa í nokkra daga í viðbót.
Gætu erft
milljarða
Norsk fjölskylda í Kristianstad fékk í
fyrra leyfi yfirvalda til þess að grafa
upp afa sinn (og langafa) Hugo Kö-
hler sem lést árið 1945. Í kjölfar-
ið voru tekin DNA-sýni úr hinum
látna. Nú krefjast fjölskyldumeð-
limir mannsins þess að grafir aust-
urríska furstans Leópolds 2. og
konu hans Maríu Antóníu sem bæði
létust á nítjándu öld verði opnaðar.
Þau liggja í keisaragrafhýsinu í Vín,
hinum heilaga grafreit Habsborg-
araættarinnar. Norðmennirnir vilja
bera saman erfðaefni Köhlers við
erfðaefni aðalsmannanna. Þeir telja
að sonur Leópolds 2. og Maríu Ant-
óníu og Hugo Köhler hafi verið einn
og sami maðurinn. Sá hét Jóhann
Salvator, var erkihertogi af Habs-
borgaraætt og hvarf í Suður-Amer-
íku árið 1890.
Ef Köhler þessi reynist hafa verið
Jóhann Salvator munu hinir norsku
afkomendur hans erfa konungshöll
í Austurríki og auðæfi sem metin
eru á marga tugi milljarða íslenskra
króna. Umsjónarmaður keisara-
grafhýsisins vill ekki opna það.
Vilja ekki opna gröfina
Norðmennirnir Jóhann Köhler-Ni-
elsen, 83 ára, og Henrik Danielsen,
28 ára, eru barnabarn og barna-
barnabarn Hugos Köhler. Köhler
sagði börnum sínum, þegar hann lá
fyrir dauðanum árið 1945, að hann
væri í raun hinn sterkefnaði erkiher-
togi Jóhann Salvator sem hvarf árið
1890. Þeir kröfðust þess árið 2007
að sannreynt yrði með DNA-prófi
hvort þetta væri rétt. Og sem fyrr
segir voru jarðneskar leifar Köhlers
grafnar upp í fyrra til þess að ná úr
þeim lífsýni. Nú vantar hins vegar
erfðaefni úr foreldrum Jóhanns Sal-
vator og hafa Norðmennirnir ráðið
lögfræðing í Vín sem á að fara fram
á að grafhýsi keisaranna verði opn-
að. Afkomendur Habsborgaranna
vilja þó ekki gefa leyfi fyrir því og því
síður umsjónarmaður grafhýsisins,
séra Gottfried. „Habsborgaraættin
er á móti því að opna grafirnar, og
við erum sammála því. Þetta snýst
bara um að svala forvitni einhvers
fólks úti í bæ,“ segir séra Gottfried
í samtali við austurríska dagblaðið
Nachrichten.
„Ég var á vegum Norðmannanna
í keisaragröfinni, en ég starfa ekki
lengur fyrir þá. Ég held að ekki sé
lagalegur grundvöllur fyrir því að
láta opna grafirnar ef aðstandend-
ur eru því mótfallnir,“ segir lögfræð-
ingurinn í samtali við Nachricht-
en. Hann myndi persónulega ekki
veðja á að grafirnar verði opnaðar.
Kvæntist dansmær
Jóhann Salvator, erkihertogi af
Austurríki og prins af Toskana, var
fæddur árið 1852 og alinn upp í
glæsilegum höllum Habsborgar-
anna og við hirð keisarans af Aust-
urríki. Hann varð ungur herforingi
og efnilegur maður.
Árið 1889 kvæntist hann ungri
dansmær af fátæklingaættum í
Lundúnum, Milly Stubel að nafni,
sem þótti ekki sæma aðalsmanni.
En hann vildi ekki yfirgefa Milly
Stubel og afsalaði sér öllum völd-
um, breytti nafni sínu í John Orth og
sigldi til Suður-Ameríku með henni.
Árið 1890 voru þau í Montevideo
í Úrúgvæ. Þaðan ætluðu hjónakorn-
in svo til Valparaísó í Chile með
skipi sínu og áhöfn. Ekkert spurðist
opinberlega til þeirra síðar og þótt-
ist Habsborgaraættin vita að skipið
hefði sokkið við Hornhöfða, syðsta
annes Suður-Ameríku.
Myrtur af smáglæpamönnum?
Háværar sögusagnir hafa þó ver-
ið í gangi allt til vorra daga um hin
raunverulegu örlög Jóhanns Sal-
vator. Ein sagan hermir að hjónin
hafi stigið á land í argentínska hluta
Patagóníu og sest þar að. Þau hafi
búið þar hamingjusöm í nokkur ár
þangað til Milly Stubel hvarf spor-
laust á kvöldgöngu. Jóhann hefði
svo leitað hennar um gjörvalla Arg-
entínu en endað flakk sitt í hinu al-
ræmda glæpahverfi Boca í Buen-
os Aires. Þar hefði prinsinn dagað
uppi auralaus og heltekinn af sorg á
dimmum knæpum og verið myrtur
af smáglæpamönnum árið 1915.
Árið 1945 höfðu flestir gleymt Jó-
hanni Salvator, hann var löngu tal-
inn af og ekki þótti lengur skipta
máli hvernig dauða hans hefði bor-
ið að.
Það kom því heldur betur á óvart
þegar Hugo Köhler lá á dánarbeðin-
um í Kristiansand í Noregi og viður-
kenndi fyrir börnum sínum og eig-
inkonu að hann væri enginn annar
en Jóhann Salvator. Hann hafi ekki
dáið á neinu fylliríi, heldur flutt til
Noregs eftir áralangt flakk í Argent-
ínu, Paragvæ og Úrúgvæ.
Þetta snýst bara um að svala for-
vitni einhvers fólks úti í
bæ.
helgi hrafn guðMundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Norskir afkomendur manns sem lést árið 1945 segja að hann kunni hafa verið sterkefnaður
austurrískur erkihertogi sem hvarf sporlaust í Suður-Ameríku árið 1890. Þeir vilja að graf-
hýsi austurrísku keisaranna í Vín verði rofið til að ná lífsýnum úr líkum sem þar liggja.
Jóhann salvator Sterkefnaður
erkihertogifráAusturríkisemhvarf
sporlaustíSuður-Ameríkuárið1890.
hugo Köhler LéstíKristianstadíNoregiárið
1945ogtjáðifjölskyldunniádánarbeðinumað
hannværihinnlöngutýndiJóhannSalvator.
stærðarinnar höll Norðmennirnir
munuerfaþessahöll,SchlossOrth,en
húntilheyrðiJóhanniSalvatoroger
metinámilljarða.