Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2010 FRÉTTIR 3 GRÍMSEYINGAR Í HÆTTU það getur til að lifa af.“ Bjarni Gylfa- son segir engan greifabrag á sínu lífi. „Ég skal bara sýna þér reikning- ana mína. Þeir þykja nú ekki glæsi- legir. Við fiskum allt sem við eig- um hérna og það er ekki verið að leigja kvótann héðan. Okkur vantar kvóta. Þetta snýst bara um það að við höldum okkar vinnu og tekjum. Eigum að éta og getum skroppið í frí eina viku á ári – þá er þetta fínt,“ segir Bjarni. Á móti útleigu kvóta Margoft hefur umræða um leigu á kvóta sprottið upp í samfélaginu. Bjarni Gylfason hefur sterkar skoð- anir á þeim mönnum sem leigja frá sér kvótann. „Það er stór meirihluti sem stundar sjómennskuna og veiðir kvótann. Hinir sem leigja kvótann frá sér eru að skemma fyrir okkur hin- um. Það er bara þannig. Mér finnst að þeir sem ekki stunda sjómennsku og leigja frá sér kvótann eigi ekki að hafa hann. Það á miklu frekar að láta okkur sem viljum stunda þetta hafa kvótann. Þessi tonn sem eru leigð burt skipta þúsundum,“ segir Bjarni. Óvissan verst „Það er þessi óvissa sem fer mjög illa með menn,“ segir Garðar spurð- ur um stöðuna. „Það verður reynt að hanga á þessu núna. Menn fá enga peninga í rekstur, alveg sama í hvað menn vilja fara. Ég sé bara ekki hvað er fram undan. Menn verða bara að fara að taka einhverj- ar ákvarðanir í þessu svo allt sé ekki í þessari djöfulsins óvissu. Ég myndi bara vilja taka við skuldunum mín- um aftur sem var stofnað til – ég get séð um það – annars er þetta von- laust dæmi.“ SEX MANNA FJÖLSKYLDA Í GRÍMSEY: VILJA EKKI FARA Rannveig Vilhjálmsdótt- ir býr í Grímsey ásamt Bjarna Gylfasyni eigin- manni sínum og fjórum börnum þeirra. Hún segist vera með hnút í maganum hvern einasta dag yfir ástandinu í eyj- unni. „Við eigum fjögur börn og erum búin að eyða stórum pening í að gera upp hús og eig- um allt okkar hér,“ segir Rannveig og bætir því við að unga fólkið sem búi í Grímsey hafi áhyggjur af ástandinu. Það vilji enginn fara úr eyjunni. „Ég þori ekki einu sinni að hugsa um það hvort við myndum fara úr eyjunni ef allt fer á versta veg hér. Það er eitthvað sem ég forðast.“ Rannveig segir gott að búa í Grímsey þrátt fyrir einangrunina. „Ég klár- lega hef það betra en margur annar þó ég búi í Grímsey. Það eru forrétt- indi að fá að ala upp börn hérna. Ég kem sjálf úr sveit og mér finnst þetta ekkert ósvipað. Þú ert ekki með allt við höndina og getur ekkert stokkið til og gert það sem þú vilt. Þú þarft að finna þér eitthvað að gera og það er mjög skemmtileg áskorun. Það er akkúrat það sem er heillandi við þetta líf. Mér finnst það mjög sjarmerandi að búa á lítilli eyju úti í hafi.“ Lífið er saltfiskur Í Grímsey snýst nánast allt samfélagið um sjávarútveg. Þar er mikið unnið af saltfiski til útflutnings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.