Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Side 10
10 FRÉTTIR 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
„Kaupþing rændi mig,“ segir Stefán
H. Hilmarsson, fyrrverandi fjár-
málastjóri Baugs og núverandi fjár-
málastjóri 365 miðla. Stefán segir að
einkabankaþjónusta Kaupþings hafi
rænt hann árið 2008 í viðskiptum
með hlutabréf í bankanum. Hann
segir að Kaupþing hafi tekið fimmt-
án milljónir króna af reikningi hans
sem bankinn hafi ekki átt réttmæta
kröfu á og aldrei greitt þessa upphæð
til baka.
Arion banki, sem stofnaður var á
rústum Kaupþings eftir bankahrunið
2008, hefur knúið Stefán í þrot fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur vegna 160
milljóna króna skulda við bankann.
Skuldirnar eru tilkomnar vegna við-
skipta Stefáns við einkabankaþjón-
ustuna á árunum 2007 og 2008.
Stefán segist ætla að áfrýja úr-
skurði héraðsdóms til Hæstaréttar
auk þess sem hann gerir kröfu um
að bankinn endurgreiði honum þá
fjármuni sem hann tapaði vegna
viðskipta sinna í gegnum einka-
bankaþjónustu Kaupþings. „Já, ég
tel möguleika á því,“ segir Stefán að-
spurður hvort hann telji einhvern
möguleika á því að Hæstiréttur snúi
við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hið merkilega við þessa gagn-
rýni Stefáns á einkabankaþjónustu
Kaupþings er að hann er einn fyrsti
viðskiptavinur einkabankaþjónustu
stóru viðskiptabankanna þriggja sem
stígur fram og gagnrýnir það undir
nafni hvernig starfsmenn bankanna
sáu um mál hans. DV hefur fjallað
nokkuð um mál viðskiptavina einka-
bankaþjónustu Glitnis en minna
um viðskiptavini Kaupþings. Eng-
inn viðskiptavina einkabankaþjón-
ustu Glitnis hefur viljað stíga fram
og gagnrýna einkabankaþjónustuna
undir nafni þar sem fólk skammast
sín fyrir að hafa tapað peningun-
um sínum með því að treysta starfs-
mönnum Glitnis fyrir þeim.
Töpuðu á skuldabréfaútboði
Milestone
Í viðtali við DV í desember í fyrra
sagði einn viðskiptavina Glitnis, sem
ekki vildi koma fram undir nafni, að
starfsmenn eignastýringardeildar-
innar hefðu fjárfest í skuldabréfum
Milestone fyrir hans hönd síðla árs
2007 án þess að hann hefði verið lát-
inn vita af því. Um var að ræða fjár-
festingu upp á meira en tíu milljónir
króna.
Viðskiptavinurinn sagðist þá að-
spurður ekki hafa fengið neinar skýr-
ingar á því frá eignastýringunni af
hverju skuldabréf Milestone hefðu
verið keypt fyrir hans hönd á þess-
um tíma. Þá var staða Milestone orð-
in afar slæm og ekki hafði gengið að
endurfjármagna félagið þó leitað
hefði verið til margra erlendra fjár-
málafyrirtækja.
Um þetta sagði viðskiptavinurinn,
sem síðar tapaði þeim peningum
sem notaðir voru í skuldabréfakaup-
in: „Skýringar? Allir sem ég talaði við
þarna eru hættir... Ég er reiður út í þá
af því að þetta átti ekki að geta gerst.
Þetta er alveg rosalegt... En þetta er
líka svolítið klikk hjá fólki eins og
mér sem fylgist ekki betur með. Mað-
ur treystir sínum banka og eignastýr-
ingin segir manni hvað maður á að
gera. En svo plata þeir mann bara. Ég
veitti þeim þetta umboð og þá getur
maður væntanlega engum um kennt
nema sjálfum sér.“ Viðskiptavinurinn
fyrrverandi undirstrikar að hann hafi
einungis viljað að fjárfest yrði fyrir
sig á öruggan hátt. Viðskiptavinurinn
gerði svo kröfu í þrotabú Milestone
til að fá peningana til baka. Krafan
var ekki samþykkt og tapaði hann því
fénu.
Frásögn Stefáns verður því að
skoða í samhengi við frásagnir ann-
arra viðskiptavina eignastýringar-
deildanna sem telja að starfsmenn
þeirra hafi ekki stýrt fjárfestingum
þeirra með hagsmuni viðskiptavin-
anna að leiðarljósi.
Gagnrýnir uppgjör
viðskiptanna
„Þetta skjal hérna er alveg með
ólíkindum,“ segir Stefán og sýn-
ir blaðamanni uppgjörsskjal merkt
Kaupþingi sem á stendur „Lokun á
skiptasamningi“. „Ég gerði níu mán-
aða framvirkan samning við Kaup-
þing um hlutabréf í bankanum í
ágúst árið 2007 og átti að loka samn-
ingnum í apríl árið 2008. Samning-
urinn var það sem kallast höfuð-
stólsvarinn þannig að ég átti að vera
varinn fyrir lækkun á bréfunum en
átti að fá hluta af hækkuninni á þeim
sem gróða,“ segir hann en samn-
ingurinn var upp á um 29 milljónir
króna og fjármagnaði Stefán kaup-
in með láni frá bankanum. „Ég vildi
ekki tapa miklu á þessum viðskipt-
um og þess vegna var afleiðan höf-
uðstólsvarin.“
Framvirkir samningar um hluta-
bréf, eða afleiðusamningar eins og
þeir eru einnig kallaðir, ganga út á
það að einstaklingar og fyrirtæki gera
samning við fjármálafyrirtæki um
kaup og sölu á hlutabréfum og að
verð þeirra muni annaðhvort hækka
eða lækka á tilteknu tímabili. Stefán
gerði slíkan samning við Kaupþing
því hann taldi að hlutabréfaverð í
Kaupþingi myndi hækka á tímabil-
inu. Svo varð hins vegar ekki og ljóst
var að hann myndi ekki græða á við-
skiptunum.
Þegar viðskiptin voru gerð upp í
byrjun apríl 2008 voru teknar rúmar
40 milljónir króna af vörslureikningi
Stefáns þrátt fyrir að höfuðstólsvarða
lánið sem hann fékk fyrir bréfunum
hefði ekki verið upp á nema 29 millj-
ónir. Staða vörslureiknings Stefáns
fór við þetta niður í eina milljón í
mínus. Kaupþing hefði ekki, að mati
Stefáns, átt að geta tekið meira út af
reikningi hans en sem nam höfuð-
stól lánsins. Samt var tekin út upp-
hæð sem var meira en tíu milljónum
króna hærri.
Stefán áttaði sig hins vegar ekki
á þessu strax. Hann fékk uppgjörs-
gögn frá Kaupþingi í kjölfar lokunar
viðskiptasamningsins þar sem fram
kom að samningurinn hefði verið
gerður upp á núlli. „Samningnum
er lokað af hálfu bankans á núlli. Þá
var verðmæti samningsins orðið 40
milljónir, skuldin við bankann 40
milljónir og eignin 40 milljónir. Ég
var bara í góðri trú með þetta,“ seg-
ir Stefán sem sýnir blaðamanni upp-
gjörið á blaði en þar kemur ekki fram
að tekin hafi verið hærri upphæð af
vörslureikningi hans en sem nam
fjárfestingunni í bankanum upp á 29
milljónir.
Áttaði sig ekki á muninum
Stefán áttaði sig ekki á þessu fyrr en
hann skoðaði skjöl frá héraðsdómi í
máli sínu. „Síðar í apríl, einhverjum
þremur vikum síðar, lögðu þeir rúm-
ar 25 milljónir króna inn á reikninginn
minn en það var eftir að þeir voru bún-
ir að selja hlutabréfin í Kaupþingi sem
lækkað höfðu í verði. En ég áttaði mig
ekki á þessu strax. Það var ekki fyrr en
ég byrjaði að skoða gögnin frá héraðs-
dómi að ég sá hvað raunverulega hafði
gerst. Það skiluðu sér inn um 25 millj-
ónir og þeir tóku 15 milljónir í þóknun
en það kom aldrei fram á uppgjörinu
við bankann,“ segir Stefán sem ætlar
að krefja Arion banka um mismun-
inn á þeirri upphæð sem var tekin út af
reikningi hans og upphæðinni sem var
síðar lögð inn á hann.
Stefán segist engar skýringar
hafa fengið frá Arion banka á þess-
um mismun. „Ég fæ engin svör. Það
er þetta sem við erum að reka sem
dómsmál í Héraðsdómi Reykjavíkur,“
segir Stefán.
„Málið er að höfuðstólsvörnin
þeirra var ekki að virka. Þetta er bara
ekki að virka. Höfuðstólsvörnin sem
þeir buðu upp á gekk ekki upp og var
bara fals. Það er miklu meira tap af
þessum viðskiptum en þeir lofuðu
þegar þeir buðu upp á þessa höfuð-
stólsvörn. Þess vegna senda þeir fals-
uppgjör og taka svo allt annað út af
reikningnum mínum því þeir gátu
ekki staðið við gefin loforð.“
Annað atriði varðandi viðskipti
einkabankaþjónustu Kaupþings sem
Stefán gagnrýnir og hann vissi ekki
um er hversu mikið af hlutabréfum
í stærstu hluthöfum bankans voru
keypt fyrir hans hönd. Um var að
ræða kaup á hlutabréfum í Bakka-
vör og Exista fyrir um 12,5 milljónir
króna en félögin voru í eigu Lýðs og
Ágústs Guðmundssona. Exista var
stærsti hluthafi Kaupþings.
Stefáni var ekki kunnugt um að
hann hefði keypt svo mikið af bréfum
í Exista og Bakkavör fyrr en hann fór
yfir vörslureikning sinn eftir hrun-
ið. Hann telur að tilgangur bankans
með þessum kaupum hafi verið að
halda uppi genginu á bréfunum í
Kauphöll Íslands og að þar með hafi
bankinn verið að gæta eigin hags-
muna en ekki Stefáns. Þetta er eitt af
þeim atriðum sem Stefán ræðir um
í greinargerð sinni í dómsmálinu
gegn Arion banka. Þar segir hann
meðal annars: „Bankinn og stærstu
eigendur hans áttu mikla hags-
muni undir gengi hlutafjár í þessum
tveimur félögum.“ Stefán vill einnig
fá þessar 12,5 milljónir til baka frá
bankanum.
Eiga að láta skoða
reikninga sína
Stefán telur að frásögn hans af við-
skiptunum við einkabankaþjónustu
Kaupþings sýni að aðrir viðskipta-
vinir eignastýringardeildanna eigi
að láta yfirfara þau gögn sem þeir
eigi í fórum sínum um viðskiptin.
„Hvað heldur þú að það séu margir
viðskiptavinir bankanna sem lentu
í þessu? Hinn almenni leikmaður,
Pétur og Páll, áttar sig ekkert á þessu.
Viðskiptavinir eignastýringardeild-
anna eiga að fá fagmenn til að fara
yfir reikninga sína,“ segir Stefán en
aðrar sögur sem sagðar hafa verið af
viðskiptavinum eignastýringardeilda
bankanna benda til þess að rann-
saka þurfi starfsemi þessara deilda
sérstaklega þar sem margir almenn-
ir borgarar töpuðu tugum milljóna
á þeim viðskiptum sem starfsmenn
deildanna stofnuðu til fyrir þá.
Stefán var nokkuð stórtækur í við-
skiptunum við Kaupþing og fjárfesti
meðal annars fyrir lán upp á 50 millj-
ónir króna sem hann fékk frá bank-
anum. Kaupþing lánaði því Stefáni
fyrir meirihluta þeirra viðskipta sem
einkabankaþjónusta bankans sá um
fyrir hann en hann byrjaði fjárfest-
ingar sínar með eigið fé upp á 12
milljónir króna. „Munurinn á mér
og mörgum öðrum er sá að ég fjár-
festi fyrir lánsfé að mestu. Þannig að
þegar eignirnar fóru sat lánið eftir og
þeir hjóluðu síðan í mig. Hugsaðu
þér ef ég hefði bara verið með eignir
mínar undir. Einkabankaþjónustan
hefði sagt við mig: „Já, en það hrundi
allt.“ Þá hefði bara verið sagt „Ok, end
of story“ og ekkert hefði verið skoð-
að. Þá finnst þetta ekki. Þú finnur
þetta ekki fyrr en þú ferð að rannsaka
málið og af því að ég er endurskoð-
andi er líklegra að ég átti mig á þessu.
Svo hrundi bankinn með brauki og
bramli nokkrum mánuðum síðar.
Ég fór síðan að skoða þetta í kjöl-
farið og ég gat ekkert gert. Venjulegt
fólk áttar sig ekki á þessu þegar það
fær uppgjörið á núlli heim til sín,“
segir Stefán en ástæðan fyrir því að
krafa Kaupþings á hendur honum er
svo há er sú að hluti skulda hans við
bankann var gengistryggt lán.
„Ef Kaupþing var með milljarða
króna undir í svona höfuðstólsvörð-
um afleiðum og öll uppgjörin voru
svona, þá hefur bankinn haft gríð-
arlega háar upphæðir af fólki. Mitt
uppgjör var svona og flestir átta sig
ekkert á þessu þegar þeir fá uppgjör-
ið sent á núlli heim.
Mér finnst þetta vera hálfgert
skjalafals og lögbrot. Þetta tilfelli er
lögreglumál. Ég ætla bara að halda
baráttu minni áfram fyrir héraðs-
dómi og ætla að vinna þetta mál fyr-
ir dómstólum. Ég vil fá skorið úr um
þetta fyrir dómi og mér finnst mjög
ósanngjarnt að bankinn stingi mig
í bakið með þessum gjaldþrotaúr-
skurði. Núna þegar búið er að taka
mig af lífi er ábending mín til þús-
unda Íslendinga sem voru í viðskipt-
um við þennan banka: Farið yfir
gögnin ykkar. Ég er „down the drain“
[búinn að vera, innskot blaðamanns]
en ég get þó bent öðrum á að kanna
þetta hjá sér því ég tel mjög líklegt að
aðrir hafi lent í þessu líka. Mér finnst
ég hafa verið beittur ofbeldi. Það voru
ákveðnir glæpir framdir í bönkunum
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Mér finnst þetta vera hálfgert
skjalafals og lögbrot.
Þetta tilfelli er lögreglu-
mál.
„KAUPÞING RÆNDI MIG“
Úr tölvupósti starfsmanns einkabankaþjónustu Kaupþings til Stefáns frá 4. júlí 2008:
n„Hugmyndafræðinersúaðveitaefnameiri
einstaklingumsinnviðskiptastjóratilað
annastallaþáþjónustusemsnýraðafurðum
Kaupþings.Hvortsemumeraðræða
eignastýringu,fyrirtækjaráðgjöf,gjaldeyris-
ogafleiðuviðskiptieðabarahefðbundin
bankaviðskipti.[...]Éggætieinnigveltrúað
aðþauviðskiptatækifærisemeruaðverðatil
hérinnanhússgætunýstþértilaðnágóðri
ávöxtun.“
Úr kröfugerð Stefáns gegn Arion banka þar sem hann talar um afleiðusamninginn:
n„UndirritaðurgerðisamningviðKaupþingbankaíágúst2007umsvokallaðan
höfuðstólsvarinnafleiðusamningumhlutabréfíKaupþingibanka.Umvarað
ræða9mánaðaafleiðusamningþarsemundirritaðuráaðveravarinnfyrirlækkun
ágengihlutabréfabankans.Viðlokauppgjörhinn4.apríl2008kemurframá
uppgjöriafleiðusamningsfrábankanumaðmismunureignarogskuldasé0.Hins
vegareruaðrarfjárhæðirteknarútafvörslureikningiundirritaðsogmismunur
þesser14,7millj.kr.Gerðerkrafaumendurgreiðsluþeirrarfjárhæðar.“
Gætu nýst til að ná góðri ávöxtun
nFjölmargirþeirraeinstaklingasemlýst
hafakröfumíþrotabúeignarhaldsfélagsins
Milestonekeyptuskuldabréfogvíxla
MilestoneafeignastýringardeildGlitnis.
Almennterumaðræðakröfurumupphæðir
semnemanokkrummilljónumogalltuppí
30milljónirkróna.EigendurMilestone,Karl
ogSteingrímurWernerssynir,vorustórir
hluthafaríGlitniígegnumeignarhaldsfélag-
iðÞáttInternational.
nStarfsmenneignastýringardeildarinnarkeyptuskuldabréfinogvíxlanafyrir
höndviðskiptavinanna,endaerþaðsvoaðtilgangureignastýringareraðávaxta
fjármuniviðskiptavinanna.Viðskiptavinirnirþurftuþvíalmenntekkiaðgefaleyfi
sittfyrirkaupunumábréfumíMilestone.SamkvæmtheimildumDVfjárfesti
eignastýringardeildinaðallegaíbréfumMilestonefyrirhöndviðskiptavinanna
haustið2007ogsíðar.
nÞávarMilestonekomiðínokkrarekstrarerfiðleikaogþurftiaðverðasérúti
umfjármagn,meðalannarstilaðstandaskiláerlendumlánum.Þaðvarmeðal
annarsíþeimtilgangisemeignarhaldsfélagiðSvartháfurvarnotaðtilaðleppa
milljarðalánveitingufráGlitnitilMilestoneíársbyrjun2008. Töpuðu milljónum
Stefán Hilmar Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, hefur verið keyrður í þrot vegna skulda við
Arion banka, áður Kaupþing. Stofnað var til skuldanna í gegnum einkabankaþjónustu Kaupþings. Hann
telur uppgjör á afleiðusamningi um hlutabréf í Kaupþingi sýna fram á að bankinn hafi rænt hann með
skjalafalsi árið 2008. Stefán beinir þeim tilmælum til viðskiptavina einkabankaþjónustu Kaupþings að þeir
skoði gögn um viðskipti sín við bankann.