Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 20
Hvað Heitir lagið? „I got a sixty-nine Chevy with a 396 Fuelie heads and a Hurst on the floor.“ svar: Bruce SpringSteen - racing in the StreetS Grimmar geimverur Perlurnar þrjár Út er kominn bæklingurinn Perl- urnar þrjár um samnefnt samstarfs- verkefni Melrakkasetursins í Súða- vík, Selasetursins á Hvammstanga, hvalarannsókna og hvalaskoðunar á Húsavík auk IFAW samtakanna. Bæklingnum er nú dreift um allt land en verkefnið er stutt af iðnað- arráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Verkefnið, sem er til þriggja ára, snýst um vitundarvakningu, fræðslu, rannsóknir og ábyrga náttúrutengda ferðaþjónustu með áherslu á hval, ref og sel við Ísland. sturlunga á reiðkorti Ritstjórinn fyrrverandi og reið- maðurinn Jónas Kristjánsson hefur uppfært reiðslóðakort sitt, en það má nálgast á heimasíðunni jonas. is. Nú er heildarfjöldi slóðanna kom- inn yfir 800 og eru þeir ýmist gróft teiknaðir eða sýndir nákvæmlega með GPS tækni. Þá er yfir 200 slóð- um nákvæmlega lýst með texta og meðal annars má finna frásagnir úr Sturlungu. Hægt er að hlaða niður slóðunum frá heimasíðunni ókeypis. Í tilkynningu frá Jónasi segir hann þó að notendur megi senda honum hlýjar hugsanir. 20 fókus 21. julí 2010 miðvikudagur Heimamönnum boðið á bræðsluna Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra næstkomandi laugardag. Þetta er í sjötta skiptið sem hátíðin er haldin. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 á laugardagskvöld og líkt og síðustu ár verða þeir sendir út í beinni útsendingu á Rás 2. Í tengslum við Bræðsluna hafa verið skipulagðir tónleikar bæði á fimmtudegi og föstudegi fyrir sjálfa Bræðslutónleikana, bæði í Álfakaffi og Fjarðarborg. Þar kemur fram fjölbreyttur hópur tónlistarmanna s.s. Egill Ólafsson og félagar, Jónas Sigurðsson mætir með nýja hljómsveit, heimamaðurinn Magni spilar með félögum og hljómsveitin Vax kemur fram. Allar nánari upplýsingar um Bræðsluna og það sem henni fylgir má finna á www.borgarfjordureystri.is Kvikmyndahúsin er uppfull af alls- konar drasli. Væmnum og sterílum formúlumyndum sem gætu allt eins verið framleiddar af poppkorns- framleiðendum, drasl endurgerð- um á drasl kvikmyndum og óspenn- andi spennumyndum þar sem hetja A hitti konu B, og niðurstaðan verð- ur eitthvað sem mannkynið ætti að skammast sín fyrir. Í þeirri orrahríð af ófrumleika sem dynur á bíógest- um gleymir maður oft mætti kvik- myndarinnar og krafti þeirrar upp- lifunar sem kvikmyndaformið getur boðið upp á. Kvikmyndin Inception er þörf áminning um einmitt það. Að þegar vel er vandað til verka, er hægt að búa til verk, í heimi þar sem allt virðist mögulegt, og jafn senni- legt, með táknfræði sem hrærir í skilningarvitunum og narratív sem rígheldur manni. Inception er al- gjör laukur, lagskipt snilld, sem tal- ar til manns á ótal sviðum, sem ku vera það sem hvert einasta meistara- verk á sameiginlegt. Það væri auð- veldlega hægt að fylla heilu síðurn- ar af lagskiptum flysjunum, en það verður ekki gert hér, af ótta við að virðast bæði heimskur og geðsjúk- ur. En til að reifa söguþráð myndar- innar þá fjallar hann um Cobb (Di- Caprio) og félaga hans, sem ráðast inn í drauma fólks, til að komast að leyndarmálum þeirra, þá helst fyrir stórfyrirtæki. Þegar svo Cobb fær til- boð sem hann getur ekki hafnað, og felur í sér einhverja huglæga ógjörn- inga, vandast málin. In ception er fyrst og fremst glæsilegur þriller sem rígheldur manni í sætinu frá byrj- un til enda. Persónurnar blómstra í höndunum á vel völdum leikara- hóp, og veikur punktur ekki í augn- sýn. Útlitið er glæsilegt, og útfærsl- ur á draumaheiminum, sem svo snyrtilega blandast raunveruleikan- um, eru meistaraverk. Tónlistin er svo kapítuli út af fyrir sig, en ég leyfi mér að fullyrða að glæsilegra „skor“ hafi ekki heyrst í háa herrans tíð, en það er Hans Zimmer sem er á bakvið það. Í jafn litlu plássi og þessi dóm- ur fær, er ógjörningur að sökkva sér djúpt ofan í táknfræði myndarinnar, en hún gjörsamlega sogar mann inn í sig. í draumi sérhvers mann er fall hans falið, en líklega upprisa líka. Því er best að hvetja fólk til þess að drífa sig í bíó og narta í þetta gúmmelaði, því svona, já akkúrat svona, á að gera þetta. Dóri DNA Í draumi sérHvers... inception Leikstjóri: Christopher Nolan. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Ken Watanabe, Joseph Gordon- Levitt, Marion Cotillard, Ellen Page, Tom Hardy, Cillian Murphy, Tom Berenger og Michael Caine. kvikmyndir InceptIon Klassaræma. reginfirra djassar Ungliða djasssveitin Reginfirra skellir í tónleika í kvöld á vegum Jazzklúbbsins Múlans í Risinu í kvöld. Risið er nýr skemmtistaður í Tryggvagötu, staðsettur þar sem Glaumbar var áður fyrr. Regin- firra er skipuð helstu ungstjörn- um Íslands í djassgeiranum, en piltarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í samnorrænni ungliða- keppni djassleikara á dögunum. Þá ætla þeir að gefa út sína fyrstu plötu í lok sumarsins. Hljóm- sveitina skipa þeir Ingimar And- ersen, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Tryggvason Elíassen og Kristján Tryggvi Martinsson. Hópur stríðsmanna vaknar upp í ókunnum frumskógi á fjarlægri plánetu án þess að hafa hugmynd um hvernig þeir komust þangað. Fljótlega kemur í ljós að þeir eru aðeins skemmtun í veiðigarði fyrir grimmar geimverur. Hér er þráðurinn tekinn upp rúmum tuttugu árum eftir atburði kvikmyndarinnar Predator frá 1987 þar sem Arnold Schwarzen- egger barðist við ófrýnilega geim- veru í frumskógum Suður-Amer- íku. Andrúmsloft þeirrar myndar var drungalegt og dulúðugt og er hér haldið áfram á sömu braut með svipaðri tónlist og innihaldsrýrum en skemmtilegum hasaratriðum. Hér er Schwarzenegger þó hvergi sjáanlegur en stórleikarinn Adrien Brody er mættur í hans stað og stendur sig nokkuð vel. Hann kemur hefðbundnum töffarafrös- um frá sér á skemmtilegan hátt og sýnir á sér nýjar og óvæntar hliðar. Við hlið hans eru hörkutól á borð við Laurence FIshburne og Danny Trejo, sem raunar sjást alltof lítið. Aðrir eru minna þekktir en harm- ónera vel saman. Þar að auki sér Topher Grace um að sjá áhorfend- um fyrir nauðsynlegum hlátri hér og þar. Myndin er hröð og skemmtileg og gerir leikstjórinn Nimród Ant- al (Vacancy) mjög vel í að halda spennunni í hámarki og hraða myndarinnar í réttu jafnvægi. Það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni fínasta spennuafþreying sem er trú uppruna sínum, harð- hausamyndum 9. áratugarins. Jón Ingi Stefánsson predators Leikstjóri: Nimród Antal. Aðalhlutverk: Adrien Brody, Laurence Fishburne, Topher Grace, Alice Braga, Danny Trejo, Oleg Taktarov. kvikmyndir predators Adrien Brody og töffarinn Alice Braga í hlutverkum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.