Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 21. júlí 2010 miðvikudagur DV hefur heimildir fyrir því að Hann- es Smárason sé á landinu en lögheim- ili hans er skráð í Lúxemborg. Hann- es hefur haldið sig til hlés eftir hrunið, þar sem hann var meðal aðalleikara í gegnum félög eins og FL Group og Oddaflug. Leitin að Hannesi hefur staðið síðan upplýsingarnar bárust fyrir helgi. Blaðamaður DV fór á þá staði sem Hannes hefur verið skráður til heimil- is á hér á landi á undanförnum árum. Hvorki tangur né tetur hefur þó fund- ist af Hannesi. Hins vegar kom margt annað í ljós við leitina. Vinaklíka út- rásarvíkinganna er enn sterk. Hús nágrannans Fjölnisvegur 11 er ein þekktasta fast- eignin sem Hannes Smárason keypti. Húsið keypti Hannes eftir deilur við fyrrverandi eiganda hússins, en Hannes átti þá húsið við hliðina. Þegar blaðamann bar að garði svaraði Margrét Íris Baldursdóttir, eiginkona Magnúsar Ármann, fyrr- verandi stjórnarformanns í spari- sjóðnum Byr. Magnús var fyrr á árinu yfirheyrður af sérstökum saksóknara í Imon-málinu ásamt Sigurjóni Árna- syni, fyrrverandi bankastjóra í Lands- bankanum. Magnús er hvað þekkt- astur fyrir að vera viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar. Þeir Hannes eru miklir vinir og hefur vinskap þeirra verið líkt við bræðralag. Magnús var stærsti hluthafinn í Byr og var, eins og áður segir, stjórn- formaður sparisjóðsins. Magnús og Byr Í umdeildri kosningu nýrrar stjórnar Byrs eftir hrun fór Magnús með at- kvæðisrétt Karenar Millen, en þau at- kvæði skiptu sköpum um úrslit kosn- inganna. Magnús situr einnig í stjórn 365 miðla sem meðal annars eiga og reka fjölmiðlana Stöð 2, Fréttablaðið og Bylgjuna. „Ég bý erlendis, ég fékk að vera hérna í sumar,“ sagði Margrét við blaðamann og sagði að enginn byggi í húsinu. Þegar blaðamaður spurði hver ætti húsið og hefði gefið henni leyfi til að vera í húsinu vildi hún ekki segja neitt meir. „Vilt þú ekki bara koma þér út af lóðinni, stubb- ur!“ sagði Margrét og vísaði blaða- manni og ljósmyndara út af lóðinni við Fjölnisveg. Glæsibílar í innkeyrslunni Í vikunni sást til tveggja bíla fyr- ir utan húsið. Eigandi annars bíls- ins er Þorsteinn M. Jónsson, kallað- ur Steini í Kók. Bíllinn sem Þorsteinn er skráður fyrir er svartur og af gerð- inni Range Rover, en bílar af þeirri gerð voru óumdeilanlega vinsæl- ustu bílarnir á meðal útrásarvíkinga. Þorsteinn er vinur og viðskiptafélagi Hannesar. Sjálfur býr hann steinsnar frá Fjölnisveginum, á Laufásvegi. Annar bíll sem sást í vikunni fyr- ir utan Fjölnisveg 11 er silfurlitað- ur Mercedes Benz sem skráður er á Önnu M. Kristjánsdóttur, eiginkonu Ágústs Ármann sem er bróðir Magn- úsar Ármann. Húsið í eigu Landsbankans Landsbankinn leysti til sín húsið við Fjölnisveg 11 ásamt öðrum eign- um eignarhaldsfélagsins Fjölnisveg- ur 9 efh., á seinni hluta síðasta árs. Mánuðum áður hafði Hannes flutt húsið af eigin nafni og yfir í eignar- haldsfélagið Fjölnisvegur 9 ehf. Fast- eignamat hússins er um 95 milljónir króna en það er rúmir 433 fermetrar að stærð. Hannes keypti húsið á sjötíu milljónir en borgaði þrjú hundruð og fimmtíu milljónir fyrir breytingar á því. Deilur Hannesar við nágrann- ann í húsi númer 11, sem urðu til þess að hann keypti húsið, voru ein- mitt tilkomnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hannesar. Nágranninn var ekki sáttur við bílskúr sem Hann- es vildi byggja. Engar upplýsingar frá bankanum DV hefur ekki getað fengið neinar upplýsingar um það hjá Landsbank- anum hvernig standi á því að Mar- grét, eða nokkur annar, hafi aðgang að húsinu. Skilanefnd gamla Lands- bankans segir að Nýi Landsbank- inn sjái um málið, en starfsmenn Nýja Landsbankans sem blaðamað- ur ræddi við segja að slitastjórn gamla bankans sjái um það. Húsið er ennþá skráð á eign- arhaldsfélagið Fjölnisveg 11. Hús eiginkonunnar Þegar blaðamann bar að garði við Fjölnisveg 9 svaraði eiginkona Hann- esar og sagðist vera á Íslandi til að sinna persónulegum erinda- gjörðum og að Hannes væri ekki með í för. Hannes keypti Fjölnisveg 9 árið 2005 en færði húsið af sínu nafni yfir á sambýliskonu sína Unni í lok árs 2007. Svartur bíll af gerðinni Range Rover stóð fyrir utan húsið um helg- ina en Hannes er persónulega skráð- ur eigandi bílsins. Skattrannsóknarstjóri gerði úttekt á því hvort Hannes og kona hans, Unnur Sigurðardóttir, hefðu svik- ið undan skatti þegar húseignin var seld út úr eignarhaldsfélaginu Fjöln- isvegur 9, en það hélt utan um eign þeirra í Fjölnisvegi 11. Gamla húsið DV fékk ábendingu um að Hannes væri í húsinu við Blikanes 9, en hann er fyrrverandi eigandi hússins. Hann og Steinunn Jónsdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, áttu húsið áður en þau skildu. Þegar DV bankaði upp á í Blikanesinu var þó ekki svarað og engin merki þess að Hannes væri þar. Einn bíll var fyrir utan húsið þeg- ar DV kom þar að, en sá bíll var skráður á eiganda húss- ins sem er ekki tengd- ur Hannesi svo að blaðamanni sé kunnugt. Hannes í felum Leitin að Hann- esi bar ekki til- ætlaðan árang- ur en það sýndi sig og sannaði að útrásarvík- ingarnir rækta vinskapinn þrátt fyrir hrun. Flott- ir bílar og glæsi- leg hús sem ein- kenndu árin fyrir hrun eru ennþá partur af raunveru- leika þessara manna. Ekkert hefur breyst í þeim efnum. Hannes Smárason útrásarvíkingur er staddur á Íslandi samkvæmt heimildum DV en lögheimili hans er í Lúxemborg. DV hefur leitað að Hannesi frá því fyrir helgi. Við leitina kom óumdeilanlega í ljós að vinaklíka Hannesar og félaga hans er enn mjög sterk. Kona Magnúsar Ármann, vinar Hannesar, rak blaðamann DV út af lóð við Fjölnisveg og kallaði hann stubb. aðaLStEinn kjartanSSon blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Vilt þú ekki bara koma þér út af lóðinni, stubbur! Hannes Smárason Leitin að Hannesi hófst fyrir helgi þegar DV fékk upplýsingar um að hann væri á landinu. Fjölnisvegur 9 Heimili Hannesar Smárasonar á Íslandi. Sambýliskona hans, Unnur Sigurðar- dóttir, var í húsinu þegar DV bar að garði. Myndir Hörður SvEinSSon Leitin að Hannesi Bíll Hannesar Svartur bíll af gerðinni Range Rover var í innkeyrslunni við hús númer 9 við Fjölnisveg. Bíllinn er skráður á Hannes. Bíll Steina í kók Svartur bíll af gerðinni Range Rover sem skráður er á Steina í Kók fyrir utan Fjölnisveg 11. Blikaás Hannes og fyrrverandi eiginkona hans, Steinunn Jónsdóttir, bjuggu í húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.