Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 21. júlí 2010 miðvikudagur
Ólíklegt er að hafist verði handa
við að innkalla aflaheimildir við
upphaf næsta fiskveiðiárs, þann 1.
september 2010. Samráðshópur
um breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða er enn að störfum. Ekki
er gert ráð fyrir að hann skili af sér
tillögum sínum til sjávarútvegsráð-
herra fyrr en um miðjan ágúst.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar er gert ráð fyrir að „áætl-
un um innköllun og endurráðstöf-
un taki gildi í upphafi fiskveiðiárs
1. september 2010.“ Allt bendir því
til þess að Jón Bjarnason, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
hafi knappann tíma til að vinna úr
tillögum nefndarinnar og móta að-
gerðir í samræmi við þær eigi inn-
köllunin að koma til framkvæmda
á fiskveiðiárinu.
Staðið verði við
stjórnarsáttmála
Á flokksstjórnarfundi Samfylk-
ingarinnar þann 26. júní var lagt
fram lögfræðiálit þar sem talið var
skýrt að innköllunin ætti að hefj-
ast í upphafi fiskveiðiárs miðað við
orðalag stjórnarsáttmálans. „Ef það
vefst aukinheldur fyrir einhverj-
um hvað orðin að „taka gildi“ fela
í sér þá er að finna skýringu á því
í Lögfræðiorðabók með skýring-
um, en þar kemur fram að „gildis-
taka“ þýði „það að t.d. samningur
eða lög taka gildi og eftir það þarf
fólk að fara eftir þeim“. Í ákvæðinu
felst því bersýnilega ekki eingöngu
að áætlunin skuli liggja fyrir þann
1. september 2010, heldur skal hún
taka gildi á þeim tíma, en í því felst
að innköllun og endurráðstöfun
skal hefjast á því tímamarki,“ segir
í álitinu.
Á fundinum voru lagðar fram
tvær tillögur þar sem imprað var á
að staðið yrði við ákvæði stjórnar-
sáttmálans um fyrningarleiðina. Í
annarri þeirra sagði að fara ætti þá
leið sem kæmi fram í stjórnarsátt-
málanum og að ekki yrði látið und-
að þrýstingi sérhagsmunaaðila.
Jafnframt var lagt til að efnt yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu um fram-
tíðarskipan fiskveiðimála þegar til-
lögur þess efnis lægju fyrir.
Grasrótin tók málið í sínar
hendur
Á fundinum greip hópur úr gras-
rót Samfylkingarinnar fram fyrir
hendurnar á flokksforystunni og
veitti tillögunum brautargengi eft-
ir að hafa mætt andstöðu hennar.
DV hefur heimildir fyrir því að inn-
an Samfylkingarinnar leggi viss-
ir hópar mikla áherslu á að staðið
verði við að innköllun aflaheim-
ilda hefjist þann 1. september.
Ekki sé nægjanlegt að þá liggi að-
eins fyrir áætlun um hvernig stað-
ið verði að innköllun þeirra. Innan
Samfylkingarinnar eru uppi radd-
ir um að forysta Samfylkingarinn-
ar brjóti reglur flokksins verði ekki
staðið við þessa tímasetningu.
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, staðfestir að
kröfur séu uppi innan flokksins
um að hafist verði handa við inn-
köllun aflaheimilda í upphafi fisk-
veiðiársins. „Það eru mjög sterkar
skoðanir á þessu í Samfylkingunni
og ég hef líka mjög sterkar skoðan-
ir á þessu. Það hefur komið fram
á þessum fundi og þeim síðasta
að það er sífellt spurt um þetta og
lögð áhersla á að þetta gangi. Ég
tek undir þau sjónarmið en tek
fram að það er árangurinn að lok-
um sem skiptir máli en ekki tíma-
setningarnar í stjórnarsáttmálan-
um,“ segir Mörður.
Ekki sammála túlkuninni
Guðbjartur Hannesson, formað-
ur samráðshópsins um breyting-
ar á lögum um stjórn fiskveiða,
segist ekki sammála þessari túlk-
un á stjórnarsáttmála Samfylk-
ingarinnar og Vinstri-grænna.
„Ég samdi nú þennan texta á sín-
um tíma og það hafa mjög marg-
ir skoðanir á því hvað við áttum
við. Svo eru menn að vitna í lög-
fræðinga með túlkun á þessu sem
er náttúrulega bara grín því það
hafa allir gert sér grein fyrir því að
það tekur tíma að gera breyting-
ar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Við settum okkur markmið um að
vera búin að skila af okkur í júlí en
við skýrum það í skýrslunni hvers
vegna við tókum okkur aukinn
tíma,“ segir Guðbjartur.
Guðbjartur segir að samkvæmt
stjórnarsáttmálanum sé aðeins
miðað við að áætlun um innköll-
un aflaheimilda liggi fyrir þann 1.
september. Hann bendir á að sam-
ráðshópurinn sé aðeins ráðgef-
andi. Hann skili tillögum sínum
til ráðherra sem síðan taki ákvarð-
anir í framhaldi af því. „Lögin eru
nú einu sinni þannig að kvótaár-
ið byrjar 1. september. Það stóð
aldrei til að vera búinn að breyta
þessu fyrir þann tíma. Það hefði
aldrei gengið upp. Við erum þriðji
hópurinn sem fer í gegnum þetta
og það hefur tekist að vinna þetta
mál hratt,“ segir Guðbjartur.
Verður unnið fljótt
úr tillögunum
Samkvæmt upplýsingum úr sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneyt-
inu mun það reyna að vinna eins
fljótt úr tillögum samráðshópsins
og kostur er á og reyna að skila af
sér áætlun áður en fiskveiðiárið
hefst. Hinsvegar sé ljóst að sú vinna
gæti dregist einhverja daga fram
yfir 1. september. Aðspurður hvort
ekki mæddi mikið á Jóni Bjarna-
syni að vinna úr tillögunum mið-
að við að þeim verði skilað í ágúst,
játar Guðbjartur því. „Menn geta
horft á dagsetningar en þetta væri
þá hið fyrsta sem stæðist upp á dag.
Það er auðvitað niðurstaðan sem
skiptir mestu máli. Þar þurfum við
að vanda okkur,“ segir Guðbjartur.
Guðbjartur segir drög að meg-
inefni skýrslunnar liggja fyrir en
eftir eigi að útfæra nokkra hluta
hennar nánar, þar á meðal um út-
hlutun aflaheimilda. „Við ætlum
að vinna betur úr hugmyndunum
í þessari viku. Það er kominn upp
heildarrammi að skýrslu en það
tekur tíma að vinna úr textanum
og taka afstöðu til einstakra atriða
á lokasprettinum,“ segir Guðbjart-
ur.
Tuttugu manns eiga sæti í sam-
ráðshópnum, allt frá þingmönnum
til fulltrúa hagsmunahópa. Í hópn-
um hefur verið kannað hvernig
best sé að tryggja að auðlindin sé
eign þjóðarinnar og að nýtingar-
rétti sé úthlutað til tiltekins tíma
og af honum sé tekið gjald. Í hópn-
um hafa nokkrar leiðir og útfærsl-
ur á þessu verið kannaðar. Með
fyrningarleiðinni er vísað til þess
að ákveðið hlutfall aflaheimilda sé
kallað inn árlega og því endurút-
hlutað.
Ólíklegt er að innköllun aflaheimilda hefjist þann 1. september. Í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og
Vinstri-grænna er miðað við að áætlun um innköllun taki gildi þá. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingar-
innar í júní var lögð áhersla á að innköllun hæfist á þeim tímapunkti. Guðbjartur Hannesson, formaður
samráðshóps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, segir að það hafi aldrei staðið til heldur aðeins
að áætlun um slíkt lægi fyrir.
flokksforysta sögð
starfa óheiðarlega
RóbERt HlynuR balduRSSon
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Einn af höfundum sáttmálans
GuðbjarturHannessonsegirmargahafa
skoðaniráþvíhvaðvaráttviðþegar
stjórnarsáttmálinnvarsaminn.
Staðfestir kröfur MörðurÁrnason,
þingmaðurSamfylkingarinnar,segir
sterkarskoðanirinnanSamfylkingar-
innaráfyrningarleiðinni.
nÍlögumogreglumSamfylkingarinnarkemurskýrtframaðflokkstjórnin
farimeðæðstavaldíöllummálefnumSamfylkingarinnar.Hversásemtelsttil
félagaoggegnirtrúnaðarstarfifyrirhanaverðuraðhlítafyrirmælumhennar
ogúrskurðum.
æðsta vald utan landsfundar
Ég samdi nú þennan texta
á sínum tíma og það
hafa mjög margir
skoðanir á því hvað
við áttum við.
telja forystuna brjóta reglur flokksins
HópurinnanSamfylkingarinnarteluraðforysta
flokksinsbrjótireglurhanshefjistinnköllun
aflaheimildaekkiíhaust.Hópurinntelur
stjórnarsáttmálannskýran.Þarsegiraðáætlun
uminnköllunskulitakagildiíseptember.