Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 21. júlí 2010 miðvikudagur David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði í Washington á þriðjudag að bresk stjórnvöld hafi breytt kolrangt þegar þau slepptu Líbíumanninum Abdelbaset Ali al-Megrahi, sem dæmdur var fyrir Lockerbie-hryðjuverkið. Hann var dæmdur fyrir 270 morð í Locker- bie-sprengingunni árið 1988. Hon- um var sleppt úr fangelsi í Skotlandi árið 2009, þar sem hann var talinn eiga aðeins þrjá mánuði ólifaða, en hann er með krabbamein í blöðru- hálskirtli. Nýlega hefur þó komið í ljós að hann gæti lifað í tíu ár í við- bót. Bandarísk þingnefnd rannsakar nú hvort bresk stjórnvöld hafi, með því að sleppa Megrahi, aðstoðað breska olíufélagið BP við að ná 900 milljóna dollara samningum um olíuvinnslu í Líbíu. David Cameron vísar því á bug og segir annarleg sjónarmið ekki hafa ráðið ferðinni þegar Megra- hi var sleppt, en opinberlega hefur ávallt verið sagt að það hafi verið gert af samúðarástæðum. BP hefur valdið miklum titringi í Bandaríkj- unum vegna slælegra vinnubragða og meintrar spillingar í tengslum við olíulekann mikla á Mexíkóflóa og hefur því verið undir smásjá yf- irvalda. Við það bætist að flestir þeir sem létust í hryðjuverkinu í Locker- bie voru Bandaríkjamenn. „Megrahi var dæmdur fyrir fjöldamorð af stærstu gerð og hefði átt að deyja í fangelsi,“ segir Camer- on en er þó á móti því að breska rík- isstjórnin rannsaki málið og svipti hulunni af fleiri skjölum um mál Megrahis. helgihrafn@dv.is David Cameron um Lockerbie-sprengjumanninn: „Hefði átt að deyja í fangelsi“ Þúsundir köngulóa í farskipi Yfirvöld á Guam á Kyrrahafi sneru í vikunni við flutningaskipi sem kom til hafnar á eynni. Þegar hafnar- verkamenn hófu að afferma skipið kom í ljós að innan um farm þess leyndust þúsundir köngulóa af öll- um stærðum og gerðum. Landbún- aðaryfirvöld fyrirskipuðu að farmur- inn yrði settur aftur upp í skipið og sendu það aftur út á haf. Eftirlits- menn sögðust ekki vita af hvaða teg- und köngulærnar voru, en að þær væru alls ólíkar þeim er búa í villtri náttúru eyjarinnar, sem benti til þess að þær gætu haft mjög skaðleg áhrif á lífríkið á Guam. 16 ára fangelsi fyrir að mynda lögguna Þjóðvarðliðinn Anthony Graber keyrði of hratt á mótorhjóli sínu á hraðbraut í Maryland-ríki í Banda- ríkjunum í vor og virti þar að auki ekki ýmsar umferðarreglur á ofs- aakstri sínum. En það var ekki fyrir það brot sem hann gæti átt yfir höfði sér sextán ára fangelsis- dóm. Hann fékk sekt fyrir hraðakst- ur, en gæti verið kominn í miklu verri mál vegna myndbands sem hann tók upp með myndavél sem hann hafði fest á mótorhjólahjálm- inn. Á myndbandinu, sem Graber hlóð á YouTube, sést lögreglumað- ur í borgaralegum klæðum stöðva hann á mótorhjólinu og draga upp skammbyssu. Eftir að myndbandið birtist á netinu var Graber hand- tekinn og hefur nú verið ákærður fyrir að brjóta lög um myndbirtingu lögreglumanna. Hámarksrefsing er 16 ár. Áhrif Eyjafjalla- jökuls á plöntusvif Alþjóðlegt teymi vísindamanna mun í ágúst sigla umhverfis Ísland og á önnur hafsvæði á Norður-Atlants- hafinu og rannsaka áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á lífríkið í hafinu. Þeir vilja komast að því hvort járn úr eld- fjallaöskunni hefur komist í miklum mæli í sjóinn en það getur leitt til mikils vaxtarbrodds hjá svifjurtum og öðrum sjávardýrum. „Eyjafjalla- jökull framleiddi hundrað milljón rúmmetra af ösku – sem hlýtur að hafa endað einhvers staðar, sérstak- lega í hafinu – og það þýðir að mikið járn hefur komist í tæri við lífver- urnar,“ segir breski líffræðingurinn Eric Achterberg í samtali við BBC, en hann leiðir hópinn. Farið verður með breska hafrannsóknarskipinu RRS Discovery. Undir álagi Cameron forsætisráðherra stendur í ströngu í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og ver gjörðir skoskra embættismanna sem ákváðu að sleppa hryðjuverkamanninum Megrahi úr fangelsi. Fyrir hvern bandarískan her- mann sem sendur er á vígvöll- inn verða þrír eftir í Bandaríkj- unum. BBC ræddi nýlega við nokkra bandaríska hermenn um vonbrigði þeirra og þjáningu yfir að hafa aldrei barist í stríði. Her- mennirnir segjast vonsviknir yfir því að hæfileikar þeirra hafi far- ið til spillis. Þeir líkja sjálfum sér við íþróttamenn sem fá aldrei að keppa, boxara sem hafa aldrei barist. Hermaður sem BBC ræð- ir við segir að venjulegt fólk skilji ekki tilfinningar hermanna sem lenda í þessari stöðu. Mikil þjáning „Þegar ég ræddi við yfirmann- inn minn var ég reiður og æstur. Ég sagði honum að ég vildi verða vélbyssuskytta. Yfirmaður minn gerði mig að fréttaritara,“ seg- ir bandaríski hermaðurinn Jay Agg sem skráði sig í herinn eftir árásirnar 11. september 2001 og taldi sig reiðubúinn til að þess að missa útlimi í bardaga eða jafnvel deyja. Þegar hann hætti í hernum árið 2006 hafði hann aldrei stigið fæti niður í Afganistan né Írak og aldrei barist á vígvelli. Agg seg- ist hafa þjáðst mikið vegna þessa, þvert á sýn flestra venjulegra borgara sem hefðu haldið að her- menn væru fegnir því að þurfa ekki að taka þátt í slíkum hættum. „Fólk áttar sig ekki á því að venjuleg manneskja myndi ekki skrá sig í herinn, og því skilur hún ekki það sem liggur að baki viljan- um til að berjast á vígvellinum yfir höfuð,“ segir Jay Agg. Erfiðar spurningar Itzak Lefler gekk í herinn árið 2001 og segir að fólk spyrji sig nánast alltaf af því hvort hann hafi drep- ið einhvern, þegar það kemst að því að hann var hermaður. Lefler segir að það sé ávallt erfið spurn- ing fyrir alla hermenn, og jafn- vel fyrir þá sem börðust aldrei í stríði. „Það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig að segja fólki að ég hefði aldrei verið sendur í stríðið. Ég er oftast spurður hvað ég hafi þá eig- inlega gert í hernum,“ segir hann. „Þetta snýst ekki um að vera hetja, heldur að sinna verkefn- inu. Ég hef alltaf sagt að ég sé eins og boxari sem aldrei hefur barist,“ segir Steve Leszczynski sem var í breska flotanum í áratugi en fékk ekki að berjast. Fyrrverandi hermaður, Justin Lago, segist í samtali við frétta- mann BBC vera ákaflega pirrað- ur yfir því að hafa aldrei barist í stríði. „Mig langaði að berjast, ekki til þess að fá heiðursmerki. Þetta var starfið sem ég var þjálf- aður til þess að sinna,“ segir Lago. Þráði vigvöllinn BBC ræddi einnig við hermann- inn Michael DeVaughn sem er á leið á vígvöllinn í þriðja skipti. Hann barðist bæði í Írak og Af- ganistan en ákvað að fá frí frá hernum og setjast á skólabekk. Að þremur árum liðnum ákvað hann hins vegar að snúa aftur í herinn, hann þráði að komast aftur á vígvöllinn. Hann fer til Afganistan í ágúst. Hann elsk- ar bræðralagið og baráttuand- ann í hernum. „Það vita allir að á einhverjum tímapunkti muni líf þitt verða háð þeim sem stend- ur næst þér eða öfugt,“ segir DeV- aughn. „Þér líður ekki þannig við skrifstofustörf.“ Í Bandaríkjunum er ekki herskylda, þrátt fyrir að landið sé með innrásarheri á sín- um snærum í Írak og Afganistan. Hermennirnir ákveða sjálfir að ganga í herinn, en ekki fá allir að berjast. „Eins og boxari sEm aldrEi hEfur barist“ hElgi hrafn gUðMUnDsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Það hefur alltaf ver-ið erfitt fyrir mig að segja fólki að ég hefði aldrei verið sendur í stríðið. Ég er oftast spurður hvað ég hafi þá eiginlega gert í hernum. hermenn í afganistan Fyrir hvern banda- rískan hermann sem sendur er á vígvöllinn verða þrír eftir í Bandaríkjunum. MYnD: rEUtErs reiður og æstur Jay Agg var reiðubúinn til þess að deyja á vígvellinum en fékk skrifstofustarf hjá hernum í staðinn. MYnD: BBC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.