Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR
MÓTMÆLANDA ÚTHÝST
ÚR MAGMA-NEFND
Sveinn Margeirsson iðnaðarverkfræð-
ingur fær ekki að taka sæti í Magma-
nefndinni og bera stjórnvöld við vanhæfi
hans. Sveinn hefur látið til sín taka, með-
al annars til varnar almennum stofnfjár-
eigendum í Byr, og tók þátt í mótmælum
við heimili Steinunnar Valdísar Óskars-
dóttur snemma í vor. Hann er ósammála
forsætisráðuneytinu um vanhæfi til setu
í Magma-nefndinni og þykir málið undar-
legt.
Sveinn Margeirsson, doktor í iðnað-
arverkfræði, hefur gagnrýnt forystu
Samfylkingarinnar á opnum fund-
um og var meðal þeirra sem tóku sér
stöðu fyrir utan heimili Steinunn-
ar Valdísar Óskarsdóttur í tengslum
við umræðuna um framboðsstyrki
útrásarvíkinga við stjórnmálamenn.
Hann fær ekki að taka sæti sitt í Mag-
ma-nefndinni vegna meints vanhæf-
is.
Sveinn er einn þeirra fimm ein-
staklinga sem Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra skipaði í nefnd í
byrjun mánaðarins til þess að meta
lögmæti kaupa Magma Energy á
eignarhlutum í HS Orku. Nefnd-
inni var jafnframt falið að rannsaka
einkavæðingu orkufyrirtækja og
varpa ljósi á starfsumhverfi þeirra og
var Sveini ætlað að stýra þeirri rann-
sókn.
Eftir skipan Sveins í Magma-
nefndina brá svo við að Ragnhild-
ur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í
forsætisráðuneytinu, kallaði Svein
á sinn fund þann 4. ágúst og til-
kynnti honum að Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra myndi ekki
undirrita skipunarbréf hans vegna
fjölskyldutengsla við Unni G. Kristj-
ánsdóttur.
Unnur er formaður nefndar um
erlenda fjárfestingu en búast má við
að störf þeirrar nefndar verði tekin til
athugunar af hálfu Magma-nefndar-
innar.
Unnur er gift móðurbróður
Sveins. Samkvæmt heimildum DV
gerði hún sjálf viðvart um mögulegt
vanhæfi Sveins með þeim orðum
að hann hefði í símtali hvatt hana til
að hafna kaupum Magma Energy á
hlutum í HS Orku.
Skrítið mál
Sveinn hefur sjálfur sagt opinberlega
að samkvæmt stjórnsýslulögum sé
nægjanlegt að hann víki af fundum
þegar störf Unnar og nefndar henn-
ar séu til umfjöllunar. „Allt er þetta
heldur skrítið og undarlegt mál. Það
er hið besta mál að fylgja reglum um
vanhæfi í hvívetna. Ég er hins veg-
ar ósammála mati stjórnvalda,“ seg-
ir Sveinn í samtali við DV. Hann hef-
ur farið fram á að forsætisráðuneytið
birti rökstuðning sinn opinberlega,
en sjáfur hefur hann fengið í hendur
minnisblað þar sem sjónarmið ráðu-
neytisins koma fram.
Sveinn hefur ekki uppi neinar get-
gátur um að afskipti hans af pólitísk-
um hitamálum hafi haft áhrif á nið-
urstöðu forsætisráðherra varðandi
setu hans í Magma-nefndinni. Hann
er óflokksbundinn, en hefur tekið til
máls á pólitískum fundum, meðal
annars á vegum Samfylkingarinnar,
í kjölfar bankahrunsins. Hann kveðst
ekki vera neinn æsingamaður en sé
fastur fyrir þegar kemur að réttlætis-
málum og grundvallarsjónarmiðum,
meðal annars um siðvæðingu stjórn-
mála, gagnsæi, heiðarleika og ábyrga
stjórnsýslu.
Mótmælandinn
Aðspurður dregur Sveinn ekki fjöð-
ur yfir að hann hafi tekið sér stöðu
að minnsta kosti þrisvar sinnum fyr-
ir utan heimili Steinunnar Valdís-
ar Óskarsdóttur og kveðst hafa gert
það í samræmi við skoðanir sínar
um ábyrgð stjórnmálamanna. Um-
ræðan um styrki banka og stórfyr-
irtækja í kosningasjóði Steinunnar
Valdísar og síðar mótmælastaða fyr-
ir utan heimili hennar urðu á endan-
um til þess að hún sagði af sér þing-
mennsku fyrir Samfylkinguna.
Sveinn hefur einnig lagt orð í
belg, meðal annars á opnum fund-
um Samfylkingarinnar, um dagana
örlagaríku þegar ríkið og Seðlabank-
inn þjóðnýttu Glitni í lok septemb-
er 2008. Mun Sveinn hafa gagnrýnt
sérstaklega að Björgvin G. Sigurðs-
son, þáverandi ráðherra bankamála,
hafi verið haldið utan við atburðarás-
ina og ákvarðanatökuna. Þess í stað
hafi Össur Skarphéðinsson, þáver-
andi iðnaðarráðherra, verið kallað-
ur til, sem og Jón Þór Sturluson, að-
stoðarmaður Björgvins. Þetta telur
Sveinn óverjandi stjórnsýslu hvern-
ig sem á það sé litið og vikið hafi
verið til hliðar grundvallarreglum
um ábyrgð. Málið hafi borið keim af
skuggastjórnun manna sem vísvit-
andi héldu ráðherra utan við alvar-
lega atburðarás og ákvarðanatöku.
Engin tengsl
Þess má geta að Björgvin sagði af sér
sem ráðherra í janúar 2008. Í kjöl-
far útgáfu skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis sagði hann einnig af sér
þingflokksformennsku fyrir Samfylk-
inguna og vék síðan af þingi með-
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Sveinn Margeirsson er doktor í iðnaðarverkfræði og sérfróður um rekjanleika.
Hann er sviðsstjóri hjá Matís sem sinnir rannsóknum og nýsköpun í matvælaiðn-
aði. Í mars árið 2009 fór hann að grennslast fyrir um viðskipti stjórnenda Byrs með
stofnfjárbréf í bankanum en sjálfur er hann stofnfjáreigandi. Í kjölfar frétta DV í
sama mánuði af lánveitingum Byrs til stjórnenda bankans í svokölluðu Exeter-máli
efndu Sveinn og Rakel Gylfadóttir, eiginkona hans, til fundahalda með almennum
stofnfjáreigendum. Stofnuð var vefsíðan „Verjum Byr“. Þar er lýst áhuga á að
heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna í landinu.
Sem kunnugt er gaf sérstakur saksóknari nýverið út ákærur í Exeter-málinu
gegn þremur fyrrverandi yfirmönnum hjá Byr, Jóni Þorsteini Jónssyni, Ragnari
Z. Guðjónssyni og Styrmi Bragasyni. Allir lýstu yfir sakleysi sínu við þingfestingu
málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í júlí síðastliðnum.
HVER ER SVEINN MARGEIRSSON?
„Ríkisstjórnin einsetur sér að stöðva það einkavæðingarferli á orkufyrirtækjum
landsins sem hafið var í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og
tryggja samfélagslegt forræði á auðlindum og orkufyrirtækjum. Í samræmi við
þessa markmiðssetningu hefur ríkisstjórnin ákveðið að sérstaklega skuli rannsaka
tildrög þess að HS Orka sé komin í meirihlutaeigu einkaaðila með það fyrir augum
að hægt sé að vinda ofan af þeirri niðurstöðu. Í þessu skyni hefur ríkisstjórnin, eftir
viðræður við fulltrúa þingflokka sinna, samþykkt eftirfarandi:
1. Forsætisráðherra skipi sérstaka nefnd óháðra sérfræðinga til þess að rannsaka
og yfirfara einkavæðingu í orkugeiranum á undanförnum árum. Sérstaklega verði
horft til einkavæðingarferlis Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku, og söluferlis
einstakra eignarhluta, ekki síst kaupa Magma Energy á eignarhlutum í fyrirtækinu
í ljósi vafa um lögmæti þeirra viðskipta.“
ÚR YFIRLÝSINGU STJÓRNVALDA UM
ORKU- OG AUÐLINDAMÁL Í LOK JÚLÍ:
Heilbrigt sparisjóðakerfi Sveinn
efndi til fundahalda stofnfjáreigenda
í Byr þegar upplýst var um óeðlilegar
lánveitingar stjórnenda. Myndin er
frá aðalfundi Byrs.
Sveinn margeirsson „Skrítið og
undarlegt mál.“