Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Qupperneq 3
Yfirlæknir Ísafjarðarspítala, Þor-
steinn Jóhannesson, seldi spítalan-
um þjónustu í gegnum einkahluta-
félag í sinni eigu. Um var að ræða
bakvaktir, en greiðslur fyrir þær fóru
í gegnum einkahlutafélagið Skurð-
læknirinn ehf. sem síðan greiddi
Þorsteini laun fyrir vaktirnar. Laun
Þorsteins hafa vakið athygli fyrir
vestan en samkvæmt álagningarskrá
fyrir árið 2009 hækkaði hann um 7,2
milljónir króna í launum á milli ára.
Þorsteinn segir hluta skýringarinn-
ar vera þá að hann hafi áður rukkað
fyrir bakvaktir í gegnum einkahluta-
félag, en sé nú hættur því.
Þorsteinn viðurkennir að slík við-
skipti hafi ekki verið eðlileg og seg-
ist vera hættur að rukka bakvakt-
irnar í gegnum einkahlutafélagið.
Hann segist hafa selt hluta út úr fé-
laginu árið 2009 en það sé ennþá
til, og í gegnum það rukki hann fyrir
aðra þjónustu. Sú þjónusta yfirlækn-
isins felist í því að skrifa vottorð,
gera greinargerðir og annað í þeim
dúr. „Hluti greiðslnanna sem ég fékk
áður í gegnum ehf-ið lögðust af og
fóru bara yfir á mig,“ segir Þorsteinn
aðspurður um 600 þúsund króna
tekjuhækkun á mánuði á milli ára.
Neitaði í fyrstu
Þorsteinn neitaði því í fyrstu að eiga
einkahlutafélag þegar DV hafði sam-
band við hann, og tók fram að hann
hefði selt það árið 2009. „Nei ég á
ekki einkahlutafélag, ekki lengur,“
sagði hann. Í öðru samtali sagð-
ist hann ennþá eiga hlutafélagið og
léti greiðslur fyrir ýmsa þjónustu
fara í gegnum það. Þorsteinn segir
félagið á engan hátt tengt spítalan-
um en viðurkennir að spítalinn hafi
keypt þjónustu því. Þegar hann var
spurður hvers konar þjónustu spít-
alinn hafi keypt af félaginu svaraði
hann: „Ákveðna vaktþjónustu, það
er að segja bakvaktir voru keyptar
þannig.“ Aðspurður um það hvort
það hafi verið hans eigin bakvakt-
ir sem spítalinn greiddi einkahluta-
félaginu fyrir svarar hann játandi.
Spurður um það hvort að hann hafi
sjálfur fengið greidd laun í gegnum
félagið svarar hann:„Já náttúrulega,
ehf. verður síðan að borga mér laun,
það er ekkert hlutafélag rekið öðru-
vísi en að það borgi laun, er það?“
Ekki eðlilegt
Þorsteinn segir ýmsa liði fara í gegn-
um félagið: „Ég skrifa vottorð, ég geri
greinagerðir, ég er stundum dóm-
kvaddur maður, hef verið í dómi
með ýmislegt og það hefur komið
í gegnum þetta félag.“ Þá hafi hann
þurft að ferðast mikið í tengslum við
ákveðin störf og því sé fullkomlega
eðlilegt að láta slíkt fara í gegnum
einkahlutafélagið: „Auðvitað já, því
ég hef þurft að fara suður til þess að
tala við fólk og skoða það og annað
slíkt, auðvitað er það alveg eðlilegt.
Þetta er utan við mitt starf á sjúkra-
húsinu.“ Aðspurður um það hvort
honum þyki eðlilegt að greiðslur
fyrir bakvaktir yfirlæknis á sjúkar-
húsinu fari í gegnum einkahlutafé-
lag svarar hann: „Nei, mér þótti það
ekkert eðlilegt og þess vegna hætti
ég þessu,“ segir Þorsteinn.
Ekki hækkað í launum
„Bara svo það sé alveg á hreinu, hef-
ur kostnaður heilbrigðisstofnunar-
innar aukist milli ára vegna mín?“
spyr Þorsteinn sem segist ekkert
hafa hækkað í launum hjá spítalan-
um. Hann segist ekki vera með það
á hreinu hvaða meiri tekjur hafi far-
ið í gegnum þetta félag: „Ég hef farið
til útlanda á ári hverju, til að skoða
og lækna og þar komu tekjur inn á
þetta félag.“
Lýður Árnason, fyrrverandi sam-
starfsmaður Þorsteins, og læknir
skrifaði á fimmtudaginn pistil á vef-
inn bb.is þar sem hann gagnrýnir
það sem hann segir vera sjálftöku-
hreiður yfirlæknisins, Þorsteins Jó-
hannessonar, á Ísafirði. Lýður benti
í pistli sínum á að yfirlæknirinn
væri með himinhá laun á meðan
verið væri að skera niður í grunn-
þjónustu. Undanfarin misseri hefur
sprottið upp umræða þess efnis að
þrátt fyrir mikinn niðurskurð í heil-
brigðiskerfinu haldi læknar háum
tekjum.
MÁNUDAGUR 9. ágúst 2010 FRÉTTIR 3
MÓTMÆLANDA ÚTHÝST
ÚR MAGMA-NEFND
an sérstök þingnefnd fjallar um mál
hans og þriggja annarra ráðherra
sem í skýrslunni voru taldir hafa
sýnt vanrækslu í störfum sínum fyrir
bankahrunið.
Eins og áður vill Sveinn ekki hafa
uppi neinar getgátur um það hvort
ofangreind gagnrýni og mótmæli,
sem snéru að Samfylkingunni, hafi
haft áhrif á þá ákvörðun forsætisráð-
herra að samþykkja ekki skipan sína
í Magma-nefndina. Málið sé engu
að síður einkennilegt þegar litið sé
til ákvæða stjórnsýslulaga um van-
hæfi. „Fulltrúi í skipulagsnefnd sveit-
arfélags verður ekki fyrirfram van-
hæfur til þess að afgreiða umsóknir
um byggingarlóðir þótt frændi hans
kunni mögulega einhvern tíma að
sækja um lóð. Þá víkur fulltrúinn
sæti í því þegar mál frændans kemur
til afgreiðslu.“
Ráðuneytið vísar á bug að nokk-
uð annað komi við sögu í máli Sveins
en venjulegt stjórnsýsluvanhæfi. Þar
skipti tvö atriði máli; annars vegar
fjölskyldutengsl Sveins við Unni G.
Kristjánsdóttur, formann nefndar
um erlenda fjárfestingu og hins veg-
ar sé staðfest að Sveinn hafi í símtali
látið orð falla í eyru Unnar gegn fjár-
festingum Magma í HS Orku.
Sjáfur hefur hann feng-ið í hendur minnisblað
þar sem sjónarmið ráðuneytisins
koma fram.
Vanhæfisástæður - 3. grein:
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg
eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem
segir í 2. tölul.
4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi.
Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann
áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að.
5. [Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn
hans skv. 2. tölul. eða sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í
fyrirsvari fyrir. Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi
eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Verði undirmaður vanhæfur
til meðferðar máls verða næstu yfirmenn hans aftur á móti ekki vanhæfir til
meðferðar þess af þeirri ástæðu einni.]
6. Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga
óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Eigi er þó um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmunir, sem málið snýst um, eru það
smávægilegir, eðli málsins er með þeim hætti eða þáttur starfsmanns eða nefndar-
manns í meðferð málsins er það lítilfjörlegur að ekki er talin hætta á að ómálefnaleg
sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.
HVAÐ SEGJA STJÓRNSÝSLULÖG?
Mótmæli Sveinn Margeirsson var meðal mótmæl-
enda við heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.
Yfirlæknir Ísafjarðarspítala, Þorsteinn Jóhannesson, seldi spítal-
anum bakvaktir sínar í gegnum einkahlutafélag. Hann viðurkenn-
ir að það hafi ekki verið eðlilegt og segist vera hættur því. Hann á
hlutafélagið ennþá og selur ákveðna þjónustu í gegnum það.
HLUTAFÉLAG YFIRLÆKNIS
INNHEIMTI BAKVAKTIR
JÓN BJARKI MAGNÚSSON
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Nei mér þótti það ekkert eðli-
legt og þess vegna
hætti ég þessu.
Bakvaktir í gegnum hlutafélagn Þor-
steinn Jóhannesson yfirlæknir Ísafjarðarspít-
ala viðurkennir í samtali við DV að spítalinn
hafi keypt bakvaktir af honum í gegnum
einkahlutafélagið Skurðlæknirinn ehf.