Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Page 8
8 fréttir 9. ágúst 2010 mánudagur
Undirbýr löggjöf
gegn VítisenglUm
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur beðið sérfræðinga um að setja saman lagafrumvörp í þeim
tilgangi að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Annars vegar fengju stjórnvöld skýrar heimildir til að
leysa upp félagasamtök með ólögmætan tilgang og hins vegar heimild til forvirkra rannsóknarheimilda.
„Ég vildi óska þess að við þyrftum
ekki að gera tillögur um þetta í
okkar samfélagi. Sjálf vildi ég helst
komast af án slíkra heimilda en það
er svo að skipulögð glæpastarfsemi
er orðin staðreynd hjá okkur og við
þurfum því miður aukin úrræði til
að geta brugðist við. Það er í raun
það sorglega við þetta allt saman,“
segir Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra.
Ragna undirbýr lagafrumvörp
til að koma í veg fyrir að alþjóðlegu
mótorhjólasamtökin Hells Ang-
els, Vítisenglar, geti fest rætur hér
á landi. Lögin myndu gefa stjórn-
völdum skýrar heimildir til að leysa
upp félagasamtök sem beinlínis
eru talin hafa ólögmætan tilgang.
Þar að auki fengju lögregluyfirvöld
heimild til að fylgjast með og safna
upplýsingum um einstaklinga án
þess að sérstök mál gegn þeim séu
í gangi.
Stenst stjórnarskrá
Á vormánuðum skilaði starfshópur
á vegum Rögnu áliti á því hvort það
standist íslensk lög að banna tilvist
Vítisengla hér á landi. Álitið hef-
ur ekki verið gert opinbert ennþá
og þegar DV óskaði eftir því feng-
ust þau svör hjá ráðuneytinu að
leynd vegna niðurstaðanna fram
til þessa væri liður í því að halda að
sér vopnunum í baráttunni gegn
skipulagðri glæpastarfsemi.
Helstu niðurstöður álitsgerð-
arinnar væru þó í þá veru að ekki
þurfi sérstök lög til þess að leysa
upp félagasamtök á Íslandi, sem
talið er að hafi ólögmætan tilgang.
Í stjórnarskrá lýðveldisins sé þess
sérstaklega getið að ekki sé hægt að
koma í veg fyrir félög með lögmæt-
an tilgang en þess einnig getið að
banna megi félög, að minnsta kosti
tímabundið fram að því að mál sé
höfðað, sem talin eru hafa ólög-
mætan tilgang.
Afar brýnt
Ragna hefur nú þegar beðið sér-
fræðinga um að setja saman laga-
texta í þeim tilgangi að sporna
gegn skipulagðri glæpastarfsemi
hérlendis. Annars vegar fengju
stjórnvöld skýrar heimildir til
að leysa upp félagasamtök með
ólögmætan tilgang og hins vegar
heimild til forvirkra rannsóknar-
heimilda. „Hér eru að slá sér niður
skipulögð glæpasamtök sem jafn-
vel hika ekki við að gera það und-
ir nafni. Það er mat erlendra lög-
gæsluyfirvalda að Vítisenglar séu
skipulögð glæpasamtök og ég hef
enga ástæðu til að ætla annað en
að svo verði líka hér. Það felur ekki
í sér neina töfralausn að banna
félagið. Það þarf eitthvað annað
og meira að koma til svo að við
náum tökum á skipulagðri glæpa-
starfsemi af þessu tagi. Þess vegna
legg ég til forvirkar rannsóknar-
heimildir, með skýrum skilyrðum
og undir eftirliti sem kæmi fram í
lagatexta. Stjörnvöld verða nú að
einbeita sér að því að útrýma og
koma í veg fyrir frekari glæpastarf-
semi af þessu tagi hér á landi,“ seg-
ir Ragna.
Vernda borgarana
Aðspurð á Ragna von á því að
ræða málið von bráðar á ríkis-
stjórnarfundi. Hún segir vinnu
gegn skipulagðri glæpastarfsemi
forgangsverkefni hjá sér. „Sér-
fræðingar líta svo á að stjórnvöld
geti, að ákveðnum skilyrðum
uppfylltum og án sérstakra laga-
breytinga, leyst upp félög sem
beinlínis hafa ólögmætan til-
gang. Ég tel eftir nánari umhugs-
un að stjórnvöldum yrði þó mik-
ill styrkur að því að fá sérstakar
lagaheimildir í þessum tilgangi
og hef því beðið ráðuneytið um
að fá tillögur hjá sérfræðingum
um hvernig slík löggjöf myndi
líta út,“ segir Ragna.
„Ég mun kynna þetta fyr-
ir ríkisstjórninni von bráðar. Að
sporna gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi er meðal forgangsverk-
efna ráðuneytisins. Við ætlum að
beita frávísunum frá landinu í
auknum mæli auk allra annarra
ráða sem stjörnvöld yfirleitt hafa
til að vernda borgara landsins.“
tRAuSti hAfSteinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Við þurfum aukin úrræði
til að geta brugðist
við skipulagðri glæpa-
starfsemi.
n„Héraðframanerkomistaðþeirriniðurstöðuaðákvæði74.greinarstjórnar-
skrárinnargeymisjálfstæðaheimildtilaðleysauppfélagogaðekkiþurfisérstaka
lagaheimildtilaðauki.Heimildríkisvaldsinstilaðtakmarkafélagafrelsi,ískilningi
74.greinarstjórnarskrárinnar,meðupplausnfélagsogaðgerðumsemþvífylgja
eruþótakmarkaðarogberaðgætaákvæðisannarrarmálsgreinar11.greinar
MannréttindasáttmálaEvrópuogólögfestrarmeðalhófsreglustjórnskipunarrétt-
arinsviðbeitinguþeirra.Erljóstaðríkarástæðurþyrftuaðliggjatilgrundvallar
slíkriskerðinguáfélagafrelsinuogyrðiísérhverjutilvikiaðskoðahvortkoma
megiívegfyrirólögmætantilgangeðastarfsemifélagsmeðöðrumhættien
leysaþaðupp.Áhinnbóginnereinnigljóstaðstjórnarskrárákvæðinuerekki
ætlaðaðhaldahlífisskildiyfirfélögumsemgrundvallastarfsemisína,tilgang
eðaathafnirsembeinlíniserubannaðareðajafnvelrefsiverðarendagætaslíkar
athafnirorðiðennhættulegriþegarþæreigasérstaðávettvangifélagaheldur
enþegareinstaklingareigaíhlut.Íslíkumtilvikumertilætlunstjórnarskrárgjafans
augljóslegasúaðstjörnvöldhöfðimálgegnfélagitilþessaðfáþaðleystupp
meðdómi.“
Úr niðurstöðum álitsgerðarinnar:
Vill vernda Ragnatelurbrýntað
styrkjaheimildirstjórnvaldatilað
bannafélagasamtöksembeinlínishafi
ólögmætantilgang.Húnsegirerlend
lögregluyfirvöldlítaáVítisenglasem
skipulögðglæpasamtökogsegirekki
annaðhægtenaðætlaaðsvoverði
einnigáÍslandi.
einar „Boom“ FormaðurMCIcelandsegirmótorhjólasamtökiníraunþegar
orðinhlutaafHellsAngelsogaðekkertkomiívegfyrirfullgildinguklúbbsins.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
74. grein
Rétteigamennáaðstofnafélögísérhverjumlöglegumtilgangi,þarmeðtalin
stjórnmálafélögogstéttarfélög,ánþessaðsækjaumleyfitilþess.Félagmáekki
leysauppmeðráðstöfunstjórnvalds.Bannamáþóumsinnstarfsemifélagssem
ertaliðhafaólöglegantilgang,enhöfðaverðurþáánástæðulausrartafarmál
gegnþvítilaðfáþvíslitiðmeðdómi.
Mannréttindasáttmáli Evrópu
11. gr.
fundA- og félAgAfRelSi
1.Réttskalmönnumaðkomasamanmeðfriðsömumhættiogmyndafélög
meðöðrum,þarámeðalaðstofnaoggangaístéttarfélögtilverndarhagsmun-
umsínum.
2. Eigiskalrétturþessiháðuröðrumtakmörkunumenþeimsemlögmæla
fyrirumognauðsynbertilílýðræðisleguþjóðfélagivegnaþjóðaröryggiseða
almannaheilla,tilþessaðfirraglundroðaeðaglæpum,tilverndarheilsueða
siðgæðimannaeðaréttindumogfrelsi.Ákvæðiþessarargreinarskulueigivera
þvítilfyrirstöðuaðlöglegartakmarkanirséusettarviðþvíaðliðsmennhersog
lögreglueðastjórnarstarfsmennbeitiþessumrétti.