Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Qupperneq 13
MánUDAGUR 9. ágúst 2010 fréttir 13 Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórn- arformaður Byggðastofnunar, bar fyrir sig lög um bankaleynd þegar DV óskaði upplýsinga um lánveit- ingar stofnunarinnar til fyrirtækja í rækjuútgerð. Magnús Helgason, for- stöðumaður rekstrarsviðs stofnun- arinnar, vill ekki veita neinar upplýs- ingar um þau útistandandi lán sem Byggðastofnun hefur veitt til fyrir- tækja í rækjuútgerð og vinnslu. Þar á meðal hefur hann verið spurður um þau veð sem liggi til grundvallar lán- veitingum Byggðastofnunar til fyrir- tækja í rækjuútgerð og hversu mikið af þeim þurfi að afskrifa. Háar afskriftir væntanlegar DV greindi frá því á miðvikudag að blaðið hefði heimildir fyrir því að Byggðastofnun teldi hættu á að hún þyrfti að afskrifa um 571 milljón króna vegna ótryggra lána sem hún hafði veitt fyrirtækjum til kaupa á rækjukvóta. Álitið lá fyrir áður en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, gaf veiðar á út- hafsrækju frjálsar. Stofnunin hefur veitt lán til fjög- urra fyrirtækja í rækjuútgerð og nema þau lán 1.260 milljónum króna. Þessi lán hafa verið veitt til fjögurra fyrir- tækja í rækjuútgerð. Byggðastofnun hefur talið um 700 milljónir króna hafi tapast þegar ákveðið var að gefa veiðarnar frjálsar. Þrátt fyrir að stofn- unin hafi gefið sér að um 700 millj- ónir króna hafi tapast vegna þessara lána, má hins vegar telja að þau séu mest megnis töpuð ef ekki öll. Þetta er vegna þess að stofnunin hefur nú nánast aðeins veð í kvótanum sjálf- um vegna þessara lánveitinga. Aðrar eignir eru af skornum skammti. Þá greindi DV einnig frá því þeg- ar útgerðarfyrirtækið Birnir hefði tekið yfir lán sem Bakkavík, sem þá var gjaldþrota, var með hjá Byggða- stofnun vegna kaupa á rækjukvóta fyrir 160 milljónir króna. Samkvæmt því má gera ráð fyrir því að verð rækj- unnar hafi verið um 400 krónur kíló- ið. Talið er að markaðsverð rækjunn- ar sé nær 150 krónum eða jafnvel enn lægra, nær 70 krónum. Byggðastofn- un átti sautján prósenta hlut í Bakka- vík og yfir þrjátíu prósent í Kampa, rækjuvinnslu sem Birnir er aðaleig- andi í. Því fór lánið á milli tveggja fyr- irtækja í eigu hennar. Engar aðgerðir DV leitaði álits iðnaðarráðuneytisins á lánveitingum stofnunarinnar. Þar var meðal annars leitað svara við því hvort ráðuneytinu hefði verið kunn- ugt um að Byggðastofnun hefði úti- standandi lán þar sem aðeins veð í kvóta lægju til grundvallar. Í svörum ráðuneytisins kemur fram að því hafi ekki verið kunnugt um slíkar lánveit- ingar. Svo kunni að vera að aðskiln- aður hafi orðið um meðferð eða ráð- stöfun aflaheimilda á viðkomandi skipi. Ráðuneytið hyggst ekki grípa til sérstakra aðgerða vegna stöðu Byggðastofnunar að svo stöddu. Stjórn Byggðastofnunar hafi það hlutverk að gæta hagsmuna stofnun- arinnar við afgreiðslu mála og Ríkis- endurskoðun hafi eftirlit með starf- seminni. Ráðuneytið bíði þess að stjórn og starfsmenn Byggðastofn- unar hafi farið yfir stöðu fyrirtækja í rækjuveiðum og vinnslu og hvaða áhrif breytt rekstrarumhverfi grein- arinnar hafi á fjárhag stofnunarinn- ar. Það telur ekki tilefni til sérstakrar endurskoðunar á starfsemi Byggða- stofnunar vegna þess að hún hafi ekki veitt ný lán til þeirrar greinar eft- ir árið 2005. Ráðuneytið vísar til þess að Ríkisendurskoðun hafi ekki gert athugasemdir við eignamat stofnun- arinnar í fyrra. „Leiði skoðun stjórn- ar Byggðastofnunar í ljós þörf fyrir aukningu eigin fjár berst erindi um slíkt sem lagt verður mat á. Eiginfjár- aukning yrði hluti af fjárlagagerðinni og endanlega tekin til meðferðar á Alþingi,“ segir í svari ráðuneytisins. Tilefni til rannsóknar Þórður Már Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, telur tilefni til opinberrar rannsókn- ar á lánamálum Byggðastofnunar og því ferli sem lá að baki lánveitingum hennar. Hann segir með ólíkindum að opinber stofnun hafi útistand- andi lán með veði í kvóta þegar lagt sé bann við því í lögum um samn- ingsveð. Hann spyr hvaða hagsmun- ir liggi þar að baki og hvort Byggða- stofnun hafi nokkurn tímann talið Þagnarhjúpur um ótrygg lán Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnar- formaður Byggðastofnunar, ber fyrir sig bankaleynd þegar óskað er upplýsinga um lánveitingar stofnunarinnar til fyr- irtækja í rækjuútgerð. DV hefur greint frá því að stofnunin hafi talið hættu á að afskrifa þyrfti helming lánanna áður en Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, gaf veiðar á úthafsrækju frjálsar. Iðnaðar- ráðuneytið telur ekki tilefni vera til opin- berrar rannsóknar á starfseminni. RóBERT HlynuR BAlduRsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Spurningar DV til magnúSar helgaSonar dV:Er það rétt að stjórnendur Byggða- stofnunar telji að afskrifa þurfi 571 milljón króna vegna þess að rækjuveið- arnar voru gefnar frjálsar?* Magnús: Einsogéghefáðursagt þámunégekkitjámigumfjármál stofnunarinnarífjölmiðlum.Égget hinsvegarsagtaðnýlántilkaupaá rækjukvótahafaekkiveriðveittsíðan 2005. Hinsvegargeturveriðaðlánin hafiveriðyfirtekinafnýjumfélögum síðanþá.Þónýskuldabréfhafiverið útbúinþáerekkiumnýjalánveitingu aðræða. dV: Hvers vegna hefur Byggðastofnun tekið þá stefnu í útlánum sínum að selja kvótann á tvöföldu markaðsverði? Er það rétt áætlað hjá mér að Byggðastofnun hafi miðað við 400 krónur á kílóið þegar lán hafa verið veitt til kaupa á slíkum kvóta þegar markaðsverð er aðeins 150 krónur? Magnús:Miðaðerviðmarkaðsverðá kvótaþegarlánsumsóknirerumetnar. Varðandi150krónursemþúnefnir, þáheldégaðþaðhafiekkimikiðaf rækjukvótaveriðseltáþvíverði.Svovil égleiðréttaþaðhjáþéraðByggða- stofnunhafiáttkvóta.Stofnuninhefur ekkieignastrækjukvótaímörgár. dV: Hefur þetta einnig verið gert vegna lána Byggðastofnunar til kaupa á kvóta í öðrum fiskitegendum? Magnús: Þegarlánsumsóknireru metnarþáermiðaðviðmarkaðsverð ákvóta. dV: Nú hef ég nokkur dæmi í höndunum þar sem Byggðastofnun hefur lánað til kaupa á kvóta í rækju hjá tengdum fyrirtækjum, það er þar sem stofnunin á sjálf eignarhluta og jafnvel fulltrúa í stjórn. Jafnvel þannig að lán hafi verið veitt til kaupa á kvóta með veði í honum sjálfum, þar sem ekkert skip virðist sjáanlega koma við sögu. Ég reikna þá með að það þurfi að afskrifa lán til slíkra fyrirtækja? Magnús:Égveitekkihvaðadæmi þúertaðtalaumoggetþvíekki tjáðmigumþað. Éggethinsvegar sagtaðstofnunináekkihlutíneinni rækjuútgerð. dV:Hvaða starfsmenn Byggðastofn- unar hafa helst séð um lánveitingar til sjávarútvegsfyrirtækja vegna kaupa á kvóta eða vegna fjárhagslegrar aðkomu Byggðastofnunar að þeim? Magnús: Starfsmennfyrirtækjasviðs greinalánsumsóknirsemkoma ogleggjasíðantillögursínarfyrir lánanefndstofnunarinnarsemtekur ákvörðunoghefurheimildtilaðlána alltað35milljónumkrónatileinstakra verkefna. Vísaannarsíverklagsreglur stofnunarinnarsemfinnamáá heimasíðunni. *Þegar DV sendi Magnúsi fyrirspurn um málið hermdu heimildir blaðsins að stofnunin hefði þurft að afskrifa 571 milljón vegna ákvörðunar Jóns Bjarna- sonar um að gefa veiðarnar frjálsar. Við vinnslu fréttar DV á miðvikudag kom í ljós að Byggðastofnun hafði metið hættu á slíkum afföllum áður en Jón kynnti ákvörðun sína. sig geta gengið á eftir þessum lán- um. „Byggðastofnun tekur af skarið með því að taka veð í aflaheimild- um og hvert er farið með eðli þess- ara réttinda. Hvaða líkur eru á því að Byggðastofnun geri kröfu um að þessi fyrirtæki verði gerð gjaldþrota án þess að geta gengið að veðum að baki láninu? Núna er Byggðastofn- un farin að víkka út eðli aflaheim- ilda sem sjálfstæðs veðandlags,“ seg- ir Þórður. Eins og ég hef áður sagt þá mun ég ekki tjá mig um fjármál stofnunarinnar í fjölmiðlum. Mikil áhætta Byggðastofnuntaldi hættuáað571milljónmynditapast vegnaótryggralánavegnakaupaá kvótaíúthafsrækju. Vísar til bankaleyndar AnnaKristínGunnars- dóttir,stjórnarformaður Byggðastofnunar,segirlög umbankaleyndgildaum lánastarfsemistofnunarinnar. Vill opinbera rannsókn ÞórðurMár Jónsson,lögfræðingurogvaraþing- maðurSamfylkingarinnar,telurtilefnitil opinberrarrannsóknar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.