Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 14
DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 197,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 197,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 198,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. BENSÍN Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 197,0 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,0 kr. Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 197,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 197,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. LEIGUVERÐ HÆKKAR Neytendasamtökin gerðu nýlega könnun á leiguverði á árinu. Í þess- ari könnun kemur fram að leigu- verð hafi farið hækkandi á árinu, á öllum könnuðum íbúðarstærðum nema tveggja herbergja íbúðum. Meðaltals hækkun á leiguverði á fermetra frá febrúar og fram í júlí var 6,14 prósent, en áberandi mest var hækkunin á 5 herbergja íbúð- um, um 17,5 prósent. Næst mest var hækkunin á stúdíó-íbúðum um 6,9 prósent, en þar á eftir fylgja þriggja herbergja íbúðir með 4,3 prósent hækkun, og fjögurra herbergja með 3,9 prósent hækkun. Leiga tveggja herbergja íbúða lækkaði um 1,9 prósent. Nánari upplýsingar má sjá á vef neytendasamtakanna, ns.is. RÁNDÝRT BRAUÐ n Lastið að þessu sinni fær Vöru- val í Vestmannaeyjum. Óánægður viðskiptavinur keypti þar brauð frá Myllunni um verslunarmannahelg- ina, en þótti verðið fyrir það heldur hátt. Brauðið kostaði 448 krónur, en til samanburðar kostar álíka brauð- poki í kringum 370 krónur í 10-11. Sams konar brauð kost- ar svo í kringum 200 krónur í Bónus. Verðið í Vöruval var því um 150 prósent hærra en í Bónus. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LÁGT LINSUVERÐ n Ánægður viðskiptavinur stund- ar öll sín viðskipti hjá Sjónauganu í Glæsibæ. Þar er hægt að fá gæða- linsur fyrir lítinn pening. Mánaðar- linsur sem hægt er að nota dag og nótt kosta þar 7.500 krónur pakkn- ingin, en það eru þrjú pör. Í sömu búð er hægt að fá lakari mánaðar- linsur fyrir 4.500 krónur, sem eru einnig þrjár í pakka. Enn fremur er ekki rukkað fyrir sjónmælingu á staðnum, sem telst góð þjónusta. Viðskiptavinurinn hef- ur verslað í búðinni í fimm ár og hyggst gera það áfram. LOF&LAST 14 NEYTENDUR UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON baldur@dv.is 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR IPHONE EÐA ANDROID? Helstu keppinautar snjallsíma- markaðarins eru iPhone og símar sem nýtast með Android-stýrikerfinu. Hið seinna er hannað af Google, en hið fyrra af Apple. Það er oft stóra spurningin þegar velja á snjallsíma, við hvort kerfið síminn styðst, líkt og spurningin um Mac- eða PC-tölvu. Notendur Android hafa aðgang að 30 prósent færri forritum í símann sinn, eða um 70.000, á móti þeim 100.000 sem iPhone notendum býðst, en fróðir segja netnotkun auðveldari í And- roid. Þannig eru notendur iPhone örlítið duglegri við notkun símans til fé- lagslegra samskipta, á meðan Android-notendur vafra meira um vefinn.E L D S N E Y T I VELDU RÉTTA SÍMANN Oft er erfitt að meta hvernig síma skal kaupa hverju sinni. Dóma um símtækin er erfitt að finna, og gæðin eru oft mismunandi. Vefsíðan mobile-phones.co.uk státar af ítarlegum gagnagrunni byggðum á gæðamati á símtækjum. Þar er hægt að sjá bæði stjörnugjöf frá ritstjórn vefsins, sem og frá almenningi. Það er hægt að lesa ítarlegar lýsingar á hverju tæki sem tekið hefur verið fyrir, og sjá má hverjir kostir og gallar þess eru. Nýi iPhone 4 er besti snjallsíminn á markaðinum samkvæmt vefsíðunni. Síminn er með snertiskjá, nóg af forritum og með bestu skjáupplausn á síma í dag. Hann tekur upp myndbönd í háskerpu, styður myndsímtöl við aðra síma af sömu gerð og hægt er að vinna myndbönd í símanum sjálfum. Helsti galli símans er hinn þekkti loftnetsgalli, en sambandið rofnar ef haldið er á símanum á ákveðinn máta. Þennan galla er þó auðvelt að bæta með því að hafa símann í hulstri. Rafhlaðan er með þeim betri í snjallsímum. BESTA VERÐ:Vefsíðan iphone.is hyggst selja símann, en fyrsta sending er ekki komin og því hefur verð ekki verið endanlegan ákveðið. Snjallsími með snertiskjá. Í umsögninni er sagt lítið sem ekkert hægt að setja út á þennan síma. Lögun hans er smekkleg, hann er auðveldur og notkun hans skjótvirk. Síminn býr yfir góðu GPS-tæki, fjöldanum af forritum og hraðan örgjörva, sem gerir þér kleift að keyra mörg forrit án vandkvæða. Helsti galli þessa síma er takmörkuð ending rafhlöðunnar, en hún endist aðeins í um einn dag með hóflegri notkun. Ending rafhlaðna er hins vegar alltaf stutt þegar um snjallsíma er að ræða. BESTA VERÐ: Hátækni - 119.995 kr. staðgreitt. Eldri iPhone-gerðin fær ekki lakari dóm en sú nýjasta. Líkt og iPhone 4 hefur þessi sími snertiskjá, mikinn fjölda af forritum, og getur keyrt upp mörg í einu. Síminn hefur margar skemmtilegar viðbætur á borð við áttavita, sem sýnir í hvaða átt síminn snýr. 3GS-gerðin er fljótvirkari en forverinn, sem er iPhone 3G. Síminn getur keyrt upp fleiri forrit í einu og tekið myndir og myndbönd í þokkalegum gæðum. Þessi gerð er fyrst og fremst hraðvirkari en forverinn. Helsti galli símans eru léleg gæði símtala. BESTA VERÐ**: NOVA - 139.900 krónur staðgreitt, ásamt 18.000 króna inneign. Apple iPhone 4 Apple iPhone 3GS HTC Desire

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.