Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 17
MánUDAGUR 9. ágúst 2010 erlent 17
Mahmoud Ahmadinejad, forseti
Írans, segir að stjórnvöld í land-
inu stefni að því að senda menn
út í geiminn árið 2017. Íranska
fréttastofan Fars greinir frá þessu.
Ahmadinejad hélt ræðu í borg-
inni Hamedan í vesturhluta lands-
ins. Hann sagði að Íranar myndu
senda fyrsta mannaða geimskip-
ið frá jörðu árið 1396 [2017 sam-
kvæmt okkar tímatali]. Það væri lið-
ur í að auka umsvif Íran í geimnum
og myndi sýna fram á stórkostleg-
ar framfarir landsins á sviði geim-
vísinda. Írönsk stjórnvöld ætla að
beita sér fyrir að geimferðastofnun
Írans, sem stofnuð var árið 2003,
verði komin í hóp tíu fremstu stofn-
ananna á þessu sviði innan nokk-
urra ára. Íranar sendu fyrst gervi-
hnött á sporbraut um jörðu árið
2009.
Fjölþrepa eldflaug
Ahmadinejad sagði að vísinda-
menn ynnu að eldflauginni Si-
morgh (ísl. Fönix), sem á að geta
flutt gervihnetti 1.000 kílómetra út í
geiminn. „Síðast sendum við gervi-
hnött upp í 250 kílómetra hæð.
Á næsta ári verður gervihnöttur
sendur 700 kílómetra og árið eft-
ir það 1.000 kílómetra,“ sagði for-
setinn. „Eldflaugin sem notuð var
til að flytja fyrsta gervihnöttinn
var með 32 tonna þrýstikraft þegar
henni var skotið upp, en eldflaugin
sem við erum að byggja núna verð-
ur með 120 til 140 tonna þrýsti-
kraft.“ Hin 27 metra háa eldflaug
er fjölþrepa og vegur 85 tonn. Hún
getur borið 60 kílóa gervihnött á
sporbaug.
Helmz í geimnum
Í febrúar í fyrra var fyrsta gervi-
hnettinum sem smíðaður var í Íran
skotið út í geiminn. Hann heitir
Omid (ísl. Von) og var skotið á loft
til að fagna 30 ára afmæli íslömsku
byltingarinnar í Íran. Í byrjun þessa
árs sendu Íranir tilraunageimflaug í
geiminn, Kavoshgar-3 (ísl. Könnun-
arfar-3). Í sérstöku lífhlyki ferðuð-
ust rottan Helmz fyrsti, tvær skjald-
bökur og ánamaðkar til geimsins.
Dýrin komust klakklaust í gegnum
geimævintýrið og lentu heilu og
höldnu á jörðu niðri. Ahmadinejad
sagði við heimkomu dýranna að
afrekið væri aðeins byrjunin þess
sem koma skal í geimferðarmálum
þjóðarinnar. „Vísindin eru sá vett-
vangur þar sem við getum haft bet-
ur gegn yfirráðum vestrænu ríkj-
anna,“ sagði forsetinn í ávarpi sem
var sjónvarpað í beinni útsendingu
og milljónir Írana fylgdust með.
Bandaríkjamenn áhyggjufullir
Bandaríkjamenn og bandamenn
þeirra á Vesturlöndum hafa lýst
yfir áhyggjum sínum af eldflauga-
smíði stjórnvalda í Tehran. Eins
og alþjóð veit hefur styrr staðið á
milli þjóðanna vegna kjarnorku-
tilrauna Írana. Bandarískir stjórn-
málamenn hafa lýst yfir áhyggjum
sínum af velferð Ísraela af þessum
sökum og stjórnmálaskýrendur
segja að hvers kyns starf sem hafi
með eldflaugatilraunir að gera séu
sem þyrnir í augum stjórnvalda í
Washington, jafnvel þó flaugarnar
séu aðeins byggðar til að flytja dýr
og menn á sporbraut um jörðu.
íranar út
í geim 2017
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að íranska geim-
ferðastofnunin muni senda menn út í geim árið 2017. Írönsk
stjórnvöld hófu geimferðaáætlun landsins fyrir nokkrum árum
en fyrsta gervitunglið var sent á sporbraut um jörðu árið 2009.
Vísindin eru sá vettvangur þar
sem við getum haft bet-
ur gegn yfirráðum vest-
rænu ríkjanna.
Helgi HrAFn guðMundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Horfir til himins MahmoudAhmad-
inejadhefurlagtmikiðféígeimferða-
áætlunÍrans.Hannsegiraðlandiðmuni
sendamennútígeimárið2017.reuters
langt yfir mörkum
Mörg villisvín sem veidd eru inn-
an vébanda Þýskalands enda á mat-
arborði landsmanna, en það er hins
vegar bannað að selja kjöt sem inni-
heldur mikið magn af geislavirka efn-
inu cesium 137. Eyða verður hræjum
allra dýra sem mælast með meira en
600 becquerel í hverju kílógrammi.
En í sumum héruðum Þýskalands,
aðallega í suðri, mælist sífellt meiri
geislavirkni í villisvínunum. Sam-
kvæmt umhverfisráðuneytinu reynd-
ist meðalgeislavirkni í villisvín-
um sem skotin voru í Bæjaraskógi,
skammt frá landamærum Tékklands,
heil sjö þúsund becquerel í hverju
kílói.
Viðvarandi vandamál næstu 50 ár
Villisvín eru mjög næm fyrir geisla-
virkri mengun vegna tilhneigingar
þeirra til þess að éta sveppi og jarð-
keppi, sem eru gríðarlega afkasta-
miklar lífverur við að soga í sig geisla-
virkni. Talið er að þó geislavirkni í
flestum gróðurtegundum og öðrum
lífverum fari dvínandi, muni lengi
eima eftir af henni í sumum sveppa-
tegundum. Geislavirknin gæti meira
að segja aukist, jafnvel þó heill ald-
arfjórðungur sé nú liðinn frá Tsjern-
obyl-slysinu.
Það er því ekki talið að geisla-
virknin dvíni í villisvínunum í bráð.
„Vandamálið hefur verið alvarlegt
lengi,“ segir Joachim Reddeman, sér-
fræðingur hjá þýskum veiðisamtök-
um. „Og það verður líklega þannig
næstu 50 árin.“
geislavirkum svínum
fjölgar í Þýskalandi
Mörg svínin mæl-ast geislavirk en
það er rakið til kjarnorku-
slyssins mikla í Tsjerno-
byl-kjarnorkuverinu.
geislavirkt villisvín
Villisvínerunæm
fyrirgeislavirknivegna
fæðuvalsins.Svíninborða
mikiðafsveppumsem
sogageislavirkefniísig.
reuters
Írönsk eldflaug Íranskirvísindamennhafa
hannaðeldflaugarsemgetafluttgervihnetti
oglítilförútígeim.Bandarískstjórnvölderu
tortryggingagnvartþeirriþróun.reuters
mannskæð
flóð í kína
Gríðarleg aurflóð runnu yfir norð-
vesturhluta Kína á sunnudag með
þeim afleiðingum að um 127 manns
létu lífið. Flestir íbúarnir eru Tíbetar.
Wen Jiabao forsætisráðherra
flaug til Gansu eftir að hafa fengið
fregnir af flóðunum. Hann sagði að
yfirvöld myndu beita öllum kröftum
sínum til þess að reyna að bjarga
mannslífum á svæðinu að sögn
bresku fréttaveitunnar BBC. 45 þús-
und manns hafa yfirgefið heimili sitt
en flóðin eru talinn þau verstu í Kína
síðastliðinn áratug.
kyrrsettu fiskiskip
Norðurkóreski sjóherinn hefur
handtekið áhöfn á á suðurkóresku
fiskiskipi og kyrrsett skipið, sam-
kvæmt fréttum frá Suður-Kóreu.
Mikil spenna hefur verið í samskipt-
um ríkjanna síðan suðurkóresku
herskipi var sökkt fyrr á árinu. Emb-
ættismenn í Suður-Kóreu hafa sagt
að þeiri viti ekki hvers vegna bát-
urinn var kyrrsettur. Fjórir Kóreu-
menn og einn Kínverji voru um borð
í skipinu.
sluppu af
réttargeðdeild
Sex grænlenskir fangar flúðu af rétt-
argeðdeild háskólasjúkrahússins í
Risskov í Árósum aðfaranótt sunnu-
dags. Talið er að einn fanganna hafi
ráðist á tvær konur þá um nóttina og
reynt að nauðga þeim.
Fram kemur í dönskum fjölmiðl-
um að fimm karlmenn og ein kona
frá Grænlandi hafi skömmu eftir
miðnætti brotist út um hurð á geð-
deildinni, brotið rúðu á sjúkrahús-
inu til að komast út og loks hoppað
yfir gamla girðingu sem til stóð að
endurnýja.
flugfreyjur sendar
í megrun
Tyrkneska flugfélagið Turkish Airli-
nes hefur sett verkbann á 28 flug-
þjóna og flugfreyjur fyrir þá sök að
þau teljast of feit og hefur félagið
gefið þeim sex mánuði til að létta
sig. Takist þeim það ekki verða þau
sett í önnur verkefni hjá flugfélaginu.
Það sem meira er þá hefur Te-
legraph eftir tyrkneska blaðinu Ha-
ber Turk að starfsmennirnir séu í
launalausu fríi á meðan þeir losa sig
við hin meintu aukakíló.