Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 18
RunólfuR og
áskRiftin
n Runólfur Ágústsson, fyrrverandi
umboðsmaður skuldara, er með
húmorinn í lagi þótt hann gangi um
þann dimma
dal að þurfa að
hverfa frá emb-
ætti. Skulda-
mál Runólfs
voru upphaf-
lega reifuð í DV.
Um helgina var
síðan nærmynd
af kappanum
þar sem meðal annars er upplýst að
hann og Árni Páll Árnason félags-
málaráðherra eru skólabræður úr
MH. Runólfur er á Facebook og á
föstudagsmorgun mátti lesa eftirfar-
andi: „Runólfur Ágústsson farinn út í
sjoppu að kaupa DV...það hefði borg-
að sig að gerast áskrifandi þennan
mánuðinn!“
Agnes og gosi
n Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jó-
hannesson er hundeltur þessa dag-
ana af yfirvöldum nokkurra landa.
Hinn fallni út-
rásarvíkingur
hefur verið sér-
stakt áhugamál
Morgunblaðsins
allt frá því Davíð
Oddsson tók við
ritstjórninni.
Dýrasti pistlahöf-
undur Íslands,
Agnes Bragadóttir, ritar vikulega
pistla í Moggann og þá yfirleitt um
Jón Ásgeir sem hún þáði áður greiða
af. Agnes, sem er með 800 þúsund
á mánuði, hefur undanfarið verið í
fríi. En nú er hún mætt aftur og viti
menn: Pistill hennar var um Jón Ás-
geir sem hún líkti við Gosa.
slAguR MoggA og
fRéttAblAðs
n Barátta Morgunblaðsins og Frétta-
blaðsins um það hvort lifir hitt er nú
í hámarki. Fréttablaðið hefur gripið
til þess örvæntingarúrræðis að mis-
muna viðskiptavinum sínum með
því að selja fólkinu á landsbyggðinni
blaðið en gefa það áfram í Reykja-
vík. Mogginn siglir áfram í stórtapi
með slagsíðu á meðan sægreifar
með Guðbjörgu Matthíasdóttur eru
tilbúnir til að niðurgreiða fagnaðar-
erindið. Því er spáð að rekstur beggja
blaðanna muni enda með ósköpum
ef ekki verði gripið í taumana. Þar er
talið vænlegast að sameina þau. En
slíkt gerist væntanlega ekki á meðan
Jón Ásgeir Jóhannesson er aðaleig-
andi Fréttablaðsins og Davíð Odds-
son ritstýrir Mogganum í umboði
sægreifanna.
Heltekinn Af
glæpuM
n Stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri
Sveinsson var á meðal gesta í þætti
Sirrýar á Rás 2 á sunnudagsmorg-
un. Lögmaðurinn er einn sá helsti
þegar kemur að því að verja afbrota-
menn á Íslandi. Þeir eru fáir stór-
glæpamennirnir sem ekki hafa verið
skjólstæðingar hans. Í þættinum var
upplýst að Sveinn Andri hrærist ekki
aðeins dagana langa í heimi afbrota.
Frístundir sínar notar hann gjarnan
til að lesa glæpareifara. Hann mætti
því sem sérfræðingur í glæpum og
ekki síður glæpasögum. Þetta heitir
að sameina starf og áhugamál.
Svarthöfði er ákafur stuðn-ingsmaður þess að samkyn-hneigðir njóti fullra réttinda. Í þeirri afstöðu felst þó ekki
fordómaleysi gagnvart hinum ýmsu
kynjamyndum lífsins heldur einfald-
lega það að kynlíf eða kynhneigð fólks
er einkamál. Í hinum breiða vinahópi
Svarthöfða skiptir kyn engu máli
nema þá sjaldan að sambönd brotna
upp og grípa þarf til áfallahjálpar. Í
einföldu máli þá er það þannig að
vinasambönd eru hafin yfir kynferði.
Réttindabarátta homma og lesbía varð fyrst opinber þegar Hörður Torfason steig fram á sviðið og lýsti yfir
því að hann gæti ekki elskað
konur en laðaðist að kyn-
bræðrum sínum. Samfé-
lagið stóð á öndinni af
hneykslun vegna
þess að sátt-
málinn var
rofinn. Allar
götur fram að
þessu höfðu
hommar og
lesbíur farið
með veggjum.
Það var gert gys
að fólkinu sem
þannig braut lögmál
náttúrunnar með gróf-
um hætti. Fyrirlitning-
in var alls staðar en
hatrið var í
láginni. Þegar Hörður steig fram og
lét mynda sig með hjarta saumað á
afturendann gaus hatrið upp. Hann
var barinn, smáður og loks hrakinn af
landi brott.
En Hörður er fyrir löngu kom-inn heim. Samkynhneigðir njóta fullra réttinda og virð-ingar sem borgarar. Forsætis-
ráðherra landsins er lesbía og borgar-
stjórinn í Reykjavík klæðir sig gjarnan
eins og kona þótt karl sé og meira
að segja gagnkynhneigður. Ísland
er á meðal fremstu ríkja heims hvað
varðar réttindi samkynhneigðra sem
eru þau sömu og allra hinna sem að-
hyllast gagnstætt kyn. Fullur árangur
hefur því náðst þótt fordómar séu til
staðar hjá einstaklingum. Það
mun aldrei breytast þótt sá
árangur hafi náðst að
Gunnar Þorsteins-
son í Krossin-
um sé orðinn
vinveittur
hommum og
sé hættur að
tala um þá
sem sjúk-
linga.
Þrátt fyrir allt þetta heldur stríðið áfram. Gleðiganga, Hinsegin dagar og allskon-ar uppákomur fara fram til
að undirstrika sérstöðu homma og
lesbía sem hafa barist fyrir því að
verða sjálfsagður hluti af samfélag-
inu. Svathöfði veltir því fyrir sér hvort
þessu stríði sé ekki lokið. Er ekki tím-
inn til þess kominn að samfélagið allt
taki upp daglegt líf þar sem almenn
sátt er um að kynhneigð skipti ekki
máli. Væri kannski ráð að vekja athygi
á málstað allra þeirra sem eru kyn-
hneigðir og efna til gleðigöngu árlega.
Hvað á þá að gera við þann minni-
hlutahóp sem engan áhuga hefur á
kynlífi og glímir jafnvel við kynkulda?
Hvers eiga þeir að gjalda? Þar er þörf á
baráttu. Eða hvað?
ganga kynhneigðra
„Já ég dró sjálfan mig út í þetta.
Vegna fjölda áskorana frá
sjálfum mér,“ segir GeORG
eRlinGSSOn MeRRitt.
Hann var kynnir og
skipuleggjandi Dragkeppni
Íslands sem haldin var í
síðustu viku í
Íslensku Óperunni.
Sjálfur vann hann
titilinn drag-
drottning ársins
1998.
Þurfti að draga
Þig út í Þetta?
„Við höfum litið
þannig á að það
væri allt undir
núna þegar að við erum
að fara yfir fjárlögin.“
n Guðbjartur Hannesson alþingismaður í
samtali við vefmiðilinn Vísi um fyrirhugaðan
niðurskurð hjá Þjóðkirkjunni.
„Fulltrúar okkar
erlendis og
stjórnmála-
menn okkar
verða að vera
ábyrgir í tali og gjörðum.
Stjórnvöld verða að gera
sér grein fyrir þeirri
ábyrgð sem þau bera.“
n Jórunn Frímannsdóttir á bloggsíðu sinni á
Eyjunni.
„Næsta vika er tileinkuð
skipulagsmálum. Hvað er
deiliskipulag? Hver er
framtíð Ingólfstorgs?
Samgöngumiðstöð? Hvað
kostar að hætta við?“
n Jón Gnarr borgarstjóri á Facebook-síðu sinni
„7-0 er fínt en ég hefði
viljað meira.“
n Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari
Breiðabliks eftir 7-0 sigur á rúmenska liðinu
Targu Mures í Meistaradeild kvenna, í viðtali við
Fótbolti.net
„En Davíð hefur sosum
aldrei viljað láta bjóða sér
nein almúgakjör, eins og
eftirlaunafrumvarpið
hans staðfesti.“
n Ólafur Arnarson pistlahöfundur á Pressunni.
Glæpir hrunsins
Eitt af stærri vandamálunum við upp-gjörið við hrunið blasti við áhorf-endum Kastljóssins í síðustu viku. Þar sat Runólfur Ágústsson fyrir
svörum, sagði af sér embætti umboðsmanns
skuldara og reyndi að útskýra þau hluta-
bréfaviðskipti sem hann tók þátt í þegar
hann var framkvæmdastjóri Keilis í Reykja-
nesbæ.
Fyrirfram hefði mátt búast við því að jafn-
aðarmaðurinn, lögfræðingurinn, háskóla-
kennarinn, fyrrverandi rektorinn og fram-
kvæmdastjórinn Runólfur Ágústsson ætti
ekki að eiga í erfiðleikum með að sjá hinar
vafasömu hliðar þeirra viðskipta sem hann
tók þátt í. Eðli viðskipta Runólfs var jú það
sama og eðli stórs hluta þeirra viðskipta
sem rætt hefur verið um eftir hrunið. Ein-
staklingur sem er tengdur inn í banka-, fjár-
mála- og atvinnukerfið með einhverjum
hætti fær lánafyrirgreiðslu upp á milljónir
til að stunda gróðabrask með því að kaupa
hlutabréf í tengdu fyrirtæki. Engin haldbær
veð, önnur en hlutabréfin sem keypt eru,
eru lögð fram. Fyrir liggur því strax að af-
skrifa þarf lánið ef hlutabréfin hrynja í verði.
Slík lánafyrirgreiðsla getur því ekki þjónað
hagsmunum fjármálafyrirtækisins nema í
einhverjum annarlegum tilgangi eins og að
búa til falska eftirspurn eftir bréfunum eða
að halda verði þeirra uppi. Frá hruninu 2008
hefur íslenska þjóðin heyrt svo margar sam-
bærilegar sögur frá lykilmönnum, og eins
minni spámönnum, hrunsins. Runólfur bar
fyrir sig að viðskiptin hefðu verið lögmæt og
hann virtist ekki átta sig á því að hann hefði
gert neitt sem talist gæti á gráu svæði í sið-
ferðilegum skilningi. Viðskiptin sem hann
stundaði voru þó langt í frá eðlileg í siðferði-
legu ljósi sama hvað lögin segja um þau.
Þessi blinda og þrákelkni, þeirra manna
sem stunduðu slík viðskipti, við að átta sig
á og viðurkenna að slík viðskipti geta ekki
með nokkru móti talist hafa verið stunduð
á eðlilegum forsendum er hættuleg og spill-
andi fyrir það uppgjör sem nú fer fram við
hrunið. Ef fáir eða enginn þeirra manna sem
mökuðu krókinn á hillingarfé góðærisins á
Íslandi geta séð hvað var athugavert við við-
skipti þeirra þá er ekki mikil von á siðvæð-
ingu í efnahagslífinu og samfélaginu öllu.
Ástæðan er sú að flestir þessara manna,
meðal annars Runólfur, átta sig ekki á því
hvað það var í þessum viðskiptum sem er
bæði siðlaust í sjálfu sér og eins siðlaust í ljósi
þess hvernig fór fyrir íslenska efnahagskerf-
inu. Inntakið í viðskiptum margra þeirra
sem verið hafa í umræðunni upp á síðkastið
er að þeir fengu fyrirgreiðslu sem hefði get-
að gert þeim kleift að hagnast verulega án
þess í raun að taka neina áhættu því áhætt-
an hvíldi öll á fjármálafyrirtækinu sem lán-
aði þeim fé. Þegar X margir menn, viðskipta-
jöfrar, lykilstarfsmenn bankanna, Runólfur
og fleiri, höfðu allir fengið slíka fyrirgreiðslu
varð til gríðarleg áhætta sem hvíldi öll á fjár-
málakerfinu sjálfu en ekki á þeim sem fjár-
festu og áttu von á að græða. Þegar kerf-
ið hrynur þá sitja þeir ekki uppi með tapið.
Fjármálakerfið, kröfuhafar bankanna og ís-
lenska þjóðarbúið í heild sinni fá skellinn.
ingi f. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar. „Þegar kerfið hrynur þá sitja þeir ekki uppi með tapið.“
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavÍk
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
framkvæmdaStjóri:
Bogi örn emilsson
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
leiðari
spurningin
svarthöfði
bókstaflega
18 umræða 9. ágúst 2010 mánudagur