Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 29
MánUDAGUR 9. ágúst 2010 sviðsljós 29 OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur súpermódelið Elle Macpherson eyðir töluverðum tíma á ströndinni svo halda mætti að sjór, sól og sandur hefðu slípað til fegurð hennar. Sólin er ekki góð í miklu magni fyrir húðina og saltvatnið rústar hárinu. Elle segist þó nota náttúruöflin sér til góðs. „Ég snerti eiginlega ekki á mér hárið. Það á það til að mynda dreddlokka á sumrin, en ég læt þá bara eiga sig,“ segir súpermódelið. „Og ég skil sjóinn eftir í hárinu sem mótunarefni, alveg eins og ég nota saltvatnsspreiið frá Bumble and Bumble þegar ég kemst ekki í sjóinn. Allt sem ég geri ýkir náttúrulegt útlitið.“ Fyrirsætan hefur oft sést með kúrekahatt úr tágum og hafa slúðurblöð velt sér upp úr því. „Það snýst meira um notagildið en tískuna. Margir halda að ég noti kúrekahatt sem hluta af útliti mínu, en það er í rauninni til þess að vernda hárið fyrir sólinni. Ég safna þessum höttum á ferðum mínum um heiminn, ég gæti til dæmis keypt einn þeirra í verslun með notaðar vörur á Costa Rica. Það er svo einfalt.“ Að lokum er ágætt að nefna að Elle notar ávallt sólarvörn og gætir þess að sólin eyðileggi ekki húðina. „Ég sný andlitinu ekki í sólina og nota alltaf sólarvörn. Ég er með gyllta húð að upplagi og það fullkomnar strandútlitið.“ leikarinn smáfríði Leonardo DiCaprio fékk nýverið nálgunarbann á brjálaðan aðdá-anda, Arethu Wilson, sem kastaði brot-inni bjórflösku í andlit hans árið 2005. Leo var staddur í einkapartíi í Hollywood þegar konan kastaði flöskunni í vanga hans. Hann þurfti í kjöl- farið að leita sér hjálpar á sjúkrahúsi þar sem mörg spor voru saumuð í andlit hans og ber hann ör eft- ir árásina. Aretha flúði til Kanada en var framseld til Los Angeles nýlega og var ákærð fyrir alvarlega líkamsárás. Henni hefur verið skipað að halda sig í minnst 150 metra fjarlægð frá leikaranum og má ekki hafa samband við hann. Aretha sagði fyrir rétti að hún hafi talið að leikarinn væri fyrrverandi sam- býlismaður sinn og að árásin væri einn stór mis- skilningur. Elle Macpherson notar náttúruöflin í sína þágu: Fílar sig á ströndinni leo fær nálgunarbann á brjálaðan aðdáanda Réttlæti í flöskumáli Elle Macpherson Líður vel á ströndinni. Leonardo DiCaprio Fékk flösku í nefið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.