Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 29. september 2010 miðvikudagur Fjárveitingar frá hinu opinbera til embættis biskups Íslands árið 2010 nema rúmum 1.400 milljón- um króna samkvæmt fjárlögum ársins. Fjármunirnir fara í að halda uppi rekstri Þjóðkirkjunnar hér á landi meðal annars til að greiða laun biskups, presta um allt land og annarra starfsmanna Þjóðkirkj- unnar að sögn Árna Svans Daníels- sonar, fjölmiðlafulltrúa Biskups- stofu. Því er að langmestu leyti um að ræða launakostnað. Málefni Þjóðkirkjunnar hafa mikið verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum síðustu mánuði vegna nýrra upplýsinga í máli Ólafs Skúlasonar biskups og hefur úr- sögnum úr Þjóðkirkjunni fjölgað talsvert upp á síðkastið. Um 3.000 manns hafa sagt sig úr Þjóðkirkj- unni það sem af er árinu. Lang- flestar úrsagnirnar komu í ágúst í kjölfar töluverðrar fjölmiðlaum- ræðu um kynlífshneykslismál Ól- afs. Nærri 300 milljóna munur Til samanburðar má geta þess að Hæstiréttur Íslands fær um 240 milljónir króna frá íslensku ríkinu fyrir árið 2010 – 116 milljónir beint á fjárlögum og um 125 milljónir frá forsætisráðuneytinu sem fara í launagreiðslur hæstaréttardóm- ara. Ríkisendurskoðun fær tæpar 460 milljónir króna, umboðsmað- ur Alþingis tæpar 115 milljónir króna og sérstakur saksóknari fær rúmar 315 milljónir króna. Samtals nema þessar fjárveitingar um 1.130 milljónum króna. Þjóðkirkjan fær því nærri 300 milljónum krónum meira á fjárlögum en allar þessar stofnanir samanlagt á árinu 2010. Utan við þessar 1.400 milljónir stendur svo meðal annars tæpur milljarður króna frá hinu opinbera sem notaður er til að reka kirkju- garða í landinu auk annarra fjár- veitinga frá íslenska ríkinu. Ályktunin sem draga má af þess- ari staðreynd, ef upphæðir fjárveit- inga til einstakra verkefna geta tal- ist vera mælikvarði á mikil vægi þeirra, er sú að Alþingi Íslands meti það sem svo að starfsemi Þjóð- kirkjunnar sé töluvert mikilvægari en starf þessara fjögurra stofnana. Að sama skapi má segja að saman- burðurinn á fjárveitingum til Þjóð- kirkjunnar og Hæstaréttar sýni að starfsemi biskups sé metin nærri sex sinnum mikilvægari en starf- semi réttarins. 37 starfsmenn á móti 20 Meðal þess sem fjárveitingin til biskups Íslands, það er að segja Þjóðkirkjunnar, er notuð í er að halda úti starfsemi Biskupsstofu. Biskupsstofa er embættisskrifstofa biskups Íslands, Karls Sigurbjörns- sonar, og annast meðal annars stjórnun, rekstur og reikningshald Þjóðkirkjunnar. Á Biskupsstofu starfa 37 manns, annaðhvort í fullu starfi eða hluta- starfi, samkvæmt heimasíðu Þjóð- kirkjunnar. Til samanburðar má geta þess að 20 manns starfa í Hæstarétti, 11 starfsmenn og níu dómarar, og 14 einstaklingar eru skráðir sem starfsmenn sérstaks saksóknara. Meðal starfsheita starfsmanna Biskupsstofu eru verk- efnisstjóri kærleiksþjónustusviðs, verkefnisstjóri lífsleikni Þjóðkirkj- unnar,  framkvæmdastjóri kirkju- garðaráðs og nokkuð margir verk- efnastjórar á ýmsum sviðum. Árni Svanur segir að skorið hafi verið niður í starfsemi Þjóðkirkj- unnar en til stendur að minnka fjár- veitingar til hennar um níu prósent á næsta fjárlagaári að kröfu íslenska ríkisins. Fjallað var um þennan nið- urskurð á aukakirkjuþingi Þjóð- kirkjunnar sem haldið var síðsum- ars. Þjóðkirkjan fer því ekki varhluta af þeim niðurskurði í ríkisrekstrin- um sem er óhjákvæmileg afleiðing af hruninu 2010 en það verður að teljast nokkuð skrítið að þessi nið- urskurður hafi ekki verið meiri á þessu ári þegar litið er á aðhaldið hjá öðrum ríkisstofnunum. Fjölg- un úrsagna úr Þjóðkirkjunni og sú gagnrýna umræða sem verið hefur um málefni hennar setja væntan- lega enn frekari pressu á að skor- ið verði niður í starfsemi hennar á næstunni. Á árinu 2010, tveimur árum eftir mestu efnahagshamfarir Íslandssögunnar, hefur þjóðarbúið ennþá efni á að verja miklu hærri uppæðum til kirkjunnar en saman- lagt er veitt til nokkurra helstu ann- arra stofnana samfélagsins. Heildarfjárveitingar til embættis biskups Íslands eru nærri fjögur hundruð milljónum krónum hærri en samanlagðar fjárveitingar til fjögurra ríkisstofnana. Hæstiréttur, umboðsmaður Alþingis, Ríkisendurskoðun og embætti sérstaks saksóknara fá sam- tals lægri fjárveitingar en Þjóðkirkjan ein. FÆR SexFalt MeIRa eN HÆStIRÉttUR iNgi f. vilhjálmssoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Árni Svanur segir að einnig hafi verið skorið niður í starfsemi Þjóðkirkj- unnar en til stendur að minnka fjárveitingar til hennar um níu prósent á næsta ári að kröfu ís- lenska ríkisins. 1.400 milljónir Biskup Íslandsfærum1.400 milljóniráárifráríkinuen Hæsturéttur240milljónir. KarlSigurbjörnssongegnir starfibiskupsyfirÍslandiog PállHreinssonereinnafníu hæstaréttardómurum. Vélin rétt náði til Keflavíkur Eins hreyfils flugvél náði með herkj- um að lenda á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt eftir að hafa lent í ísingu. Þá þótti tvísýnt hvort eldsneyti vélar- innar myndi duga til Keflavíkur. Landhelgisgæslunni barst til- kynning skömmu eftir miðnætt um að vélin væri 130 sjómílur vest-norð- vestur af Keflavík og ætti í erfiðleik- um. Þyrla gæslunnar var kölluð út til að vera í viðbragðsstöðu auk þess sem haft var samband við skip á svæðinu og þau beðin um að vera í viðbragðsstöðu. TF-LÍF fylgdi vél- inni til Keflavíkur þar sem hún lenti um hálf tvö. Hún var á leið frá Græn- landi til Íslands. Niðurstaðan kom Össuri ekki á óvart „Nei, mér kemur þetta ekki á óvart,“ segir Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra spurður um nýja könnun, sem sýnir mikla breytingu á viðhorfi til þess að halda áfram samningum um aðild að Evrópusambandinu. Í könnun Fréttablaðsins á mánudag kom fram að 64,2 prósent vilja halda viðræðunum áfram. Utanríkisráðherra segir að þjóð- in vilji ekki kasta óséðum frá sér þeim möguleikum sem felist í aðild en hún myndi stuðla að auknum fjárfestingum á Íslandi og þar með greiða fyrir því að sköpuð verði þau 30 þúsund störf sem þarf til að út- rýma atvinnuleysinu. Smyglari á slysadeild Maður var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið í veg fyrir strætisvagn þegar hann var á flótta undan Toll- gæslunni og lögreglunni á sjöunda tímanum í gærmorgun. Lögreglan aðstoðaði tollverði við að stöðva manninn eftir að ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá ökumanninn til að stöðva bílinn báru ekki árangur. Maðurinn hafði ekið út af at- hafnasvæði Eimskips en maðurinn, sem er skipverji á vöruflutninga- skipi fyrirtækisins, var með talsvert magn af smyglvarningi í bílnum. Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.