Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 26
Lagaval Gunnars Nelson þegar
hann gekk inn í hringinn á laug-
ardag vakti mikla athygli. Gunn-
ar barðist þá við hinn breska
Eugene Fadiora en hann sigraði
með hengingartaki í fyrstu lotu
líkt og í tveimur síðustu bardög-
um. Lagið sem Gunnar gekk inn
við heitir Leiðin okkar allra og er
með Hjálmum. Það hefst á djú-
prödduðum karlmannskór sem
hummar rólega laglínu. Nokkuð
frábrugðið því sem áhorfend-
ur eiga venjast en ósjaldan velja
bardagakappar eitthvað grjóth-
art rokk eða rapp sem inngöngu-
lag. Í Twitter-lýsingu Bamma
(samband blandaðra bardaga-
lista í Bretlandi) á bardaganum
var lagaval Gunnars sérstaklega
nefnt en það gerist ekki oft.
Eiríki Jónssyni hefur verið sagt upp störfum á
slúðurtímaritinu Séð og heyrt. „Nó komment,“
sagði Eiríkur um málið þegar blaðamaður DV
hafði samband við hann í gær en Eiríkur hefur
ritstýrt tímaritinu einn síns liðs frá árinu 2007.
Þar á undan ásamt Lofti Atla Eiríkssyni.
Eiríki var boðinn starfslokasamningur en
það er Birtíngur útgáfufélag sem gefur út Séð
og heyrt ásamt þekktum tímaritum á borð við
Gestgjafann, Nýtt líf, Vikuna og Hús og híbýli. Í
kjölfar þess að Eiríki var sagt upp sagði blaða-
konan og rithöfundurinn Þorbjörg Marinósdótt-
ir upp störfum en hún sagði í samtali við visir.is
að uppsögn hans hefði verið mikið áfall. Sam-
kvæmt heimildum DV mun hún starfa áfram í að
minnsta kosti mánuð á meðan nýtt fólk er ráðið
til starfa.
Heimildir DV herma einnig að Svanur Már
Snorrason taki við ristjórastarfinu en hann hef-
ur starfað sem blaðamaður á Séð og heyrt um
nokkurra ára skeið. Fyrr í sumar var Ragnheiði
M. Kristjánsdóttur blaðakonu sagt upp störfum
og vinnur hún nú út uppsagnarfrest. Allt útlit er
þó fyrir að hún verði ráðin á nýjan leik.
Sviptingar á Séð og heyrt
LagavaLið
vakti athygLi
Eiríkur Jónsson rEkinn og Tobba MarínósdóTTir sEgir upp:
Útvarpsmaðurinn Guðfinnur
Sigurvinsson og sambýlismaður
hans, Símon Ormarsson, voru á
ferðalagi um Toronto á dögun-
um. Svo sterkur hjónasvipur
þykir með þeim félögum að þeir
voru spurðir hvort þeir væru tví-
burar. Guffi skrifaði um atvikið á
Facebook-síðu sína við mikinn
fögnuð vina sinna. „Kominn
heim eftir snilldarhelgi í Tor-
onto. Ljúft veður, góður matur,
ekkert kreppuvæl í sjónvarpinu
og svo spurði kona okkur Símon
hvort við værum tvíburar?!“
Guffi bætir svo við: „Við værum
þá fyrstu tvíburarnir þar sem
aldursmunurinn er 10 ár. Greyið
„móðir“ okkar!“
26 fólkið 29. september 2010 miðvikudagur
Nýtt spil um kyNlíf:
tvíburar
eða par?
Eiríkur Jónsson Var boð-
inn starfslokasamningur.Tobba Tók brottrekstur Eiríks nærri sér.
Þetta er algjörlega ein-stakt spil og einhver hafði á því orð að ég væri með lítinn Harry
Potter í höndunum,“ segir Jóna
Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðing-
ur sem hefur búið til spurninga-
spilið Kynstrin öll sem fjallar um
samskipti kynjanna og kynferðis-
mál. „Mér fannst vanta spil um
þetta efni og ákvað þess vegna að
fara út í þetta,“ segir Jóna og bæt-
ir við að spilið sé bæði til fróðleiks
og skemmtunar og það opni á um-
ræðu. „Fólk fer að ræða um þessa
hluti á eðlilegan hátt.“
Aðspurð segir hún spurning-
arnar ekki á persónulegu plani en
að spilarar ráði hversu hreinskilnir
þeir eru.
„Ég bjó til fjóra stokka; menn-
ing, sambönd, líkami og kynhegð-
un. Fimmti flokkurinn er svo við-
horfaspurningar þar sem spilarar
skrifa niður svar við ákveðnum
spurningum og leikmenn eiga að
geta sér til um hver skrifar hvað.
Þar getur fólk sýnt sitt rétta and-
lit eða villt á sér heimildir. Þessar
spurningar eru almenns eðlis og
það á enginn að þurfa að skamm-
ast sín fyrir að svara þessu.“
Jóna Ingibjörg segir spilið ekki
sérstaklega hannað fyrir pör. „Þetta
er fyrst og fremst spil fyrir vinahópa
til að kjafta saman um kynlíf, flissa
og hlæja,“ segir hún og bætir við að
spilið sé fyrir alla eldri en 15 ára en
í rauninni geti yngri krakkar spil-
að líka. „Spilið er fullt af fróðleik og
spilarar þurfa ekki að hafa neina
reynslu af kynlífi til að geta spilað.
Ég lét prófunarhópa á öllum aldri
spila spilið og þar kom í ljós að full-
orðið fólk hefur líka mjög gaman af
þessu og margir töluðu um að loks-
ins væri komið spil sem vert væri
að spila.“
Jóna Ingibjörg segir spilið ekki
byggt á neinu erlendu spili og því
sé aldrei að vita nema hún skelli
sér í útrás. „Ég er ekki
farin að hugsa svo langt og núna
krossa ég bara fingur og vona að
spilið nái til landsins fyrir jól.“
indiana@dv.is
Kynlífsreynsla
eKKi nauðsynleg
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
kynfræðingur hefur búið til
nýtt spurningaspil sem heitir
kynstrin öll og fjallar um sam-
skipti kynjanna og kynferðis-
mál. spilið er ætlað 15 ára og
eldri og er kynlífsreynsla ekki
nauðsynleg fyrir leikendur.
Jóna útilokar ekki útrás og hef-
ur spilinu verið lýst sem hugs-
anlegu Harry potter-ævintýri.
Kynfræðingur Jóna
Ingibjörg segir spilið ekki
byggt á erlendri fyrirmynd
og því sé aldrei að vita
nema hún fari í útrás.
Kynstrin öll Spilið er ek
ki sér-
staklega hannað fyrir p
ör heldur
fyrir vinahópa á öllum
aldri til að
kjafta saman um kynlí
f.