Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 19
VÍÐIR SMÁRI PETERSEN er tuttugu
og eins árs laganemi og klarínettuleik-
ari sem nýverið tók sæti á Alþingi
yngstur allra sem hafa þar áður setið.
Hann segir það vera mikinn heiður að
vera á Alþingi og ber mikla virðingu
fyrir Ronald Reagan.
LANGAÐI AÐ VERA
JÓN SIGURÐSON
Fasískir femínistar
Deilan um úthlutun fiskveiðiauð-
lindarinnar hefur lengi verið afar
snúin. Ekki vegna þess að málið sé
flókið í eðli sínu, heldur vegna þess
að það er viljandi flækt af hagsmuna-
aðilum og skósveinum þeirra. Nú
heyrast háværar öfugmælavísur úr
líklegustu og ólíklegustu áttum varð-
andi hina svokölluðu samningaleið,
sem eðlilegra væri að kalla svikaleið-
ina.
Björn Valur Gíslason, þingmað-
ur og skipstjóri hjá Brimi hf., hélt því
fram í Kastljósi sjónvarpsins þann
10. september að samningaleiðin
falli „eins og flís við rass“ að mark-
miðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir
hún ekki, en fellur hins vegar vel að
markmiðum vinnuveitanda hans,
Brims hf. Málflutningur Björns Vals
hefur enga tengingu við raunveru-
leikann, líkt og sjá má á samstarfs-
sáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar
sem meðal annars stendur:
„Bregðast þarf frekar við áliti
Mannréttindanefndar Samein-
uðu þjóðanna, m.a. með því að
gæta atvinnufrelsis og að tryggja
að jafnræðis verði gætt við úthlut-
un afnotaréttarins og aðgengi að
hinni sameiginlegu auðlind.“
Úthlutað til sömu aðila
Hvernig getur sú ráðstöfun að út-
hluta sameiginlegri auðlind í hendur
afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins
og flís við rass að þeim skýru mark-
miðum um að jafnræðis verði gætt
við úthlutun og kvóta og aðgengi að
auðlindinni? Menn sem halda slíku
fram hljóta annað hvort að vera flón,
eða trúa því staðfastlega að mikill
meirihluti landsmanna séu það. Þeir
halda sig geta haft þjóðina að fíflum
og rænt dýrmætustu auðlind henn-
ar um hábjartan dag með lélegum
sjónhverfingum. Kvótinn er jú „inn-
kallaður“ en er svo úthlutað aftur um
leið, en til sömu aðila með samning-
um til áratuga!
Þessir menn virðast telja að það
sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald
fyrir notkun á auðlindinni, með
því séu kröfur mannréttindanefnd-
ar SÞ uppfylltar, jafnvel þó afgjaldið
sé háð því að útgerðirnar sýni fram
á greiðslugetu sína. Það munu þær
hins vegar seint gera, enda munu
þær halda áfram að skuldsetja sig
upp í botn til að komast undan gjald-
inu. Þeir munu síðan bíða þolinmóð-
ir eftir því að verndarar þeirra komist
aftur til valda. Þegar það gerist munu
þeir vera með öll tromp á hendi, ör-
ugga samninga um einkarétt á nýt-
ingu auðlindarinnar til áratuga.
Sviksamlegir samningar
Hvað eftir annað hefur komið fram
í viðtölum við fulltrúa stjórnmála-
flokkanna í svikanefndinni að
kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans
sem fjallar um innköllun og endur-
ráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki
verða efnt, enda var það sett í hendur
LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðu-
búnir að skila þessum forréttindum
til fólksins í landinu. Nefndin ákvað
upp á sitt einsdæmi að falla frá lof-
orði ríkisstjórnarsáttmálans og fjall-
aði því ekki um það hvernig þessi
innköllun ætti að fara fram, heldur
hvernig ætti að tryggja að hún gæti
aldrei farið fram. Það verður tryggt
með sviksamlegum samningum við
útgerðirnar.
Vernda forréttindi
Kröfur stjórnarskrárinnar um jafn-
ræði við takmörkun á atvinnufrelsi
hafa heldur enga merkingu í hug-
um þessara manna. Þeir telja nefni-
lega að það dugi að kasta litlu beini
í almúgann og éta svo steikina sjálf-
ir. Það hyggjast þeir gera með því að
afhenda að lágmarki 90 prósent auð-
lindarinnar núverandi kvótahöfum
með samningum til áratuga, í stað
eins árs í senn eins og nú er. Jafnræð-
is við takmörkun á atvinnufrelsi telja
þeir að sé gætt með því að afgangur
þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5–10
prósent sem eftir standa, líkt og nú
er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sátta-
nefndinni“ hafa kveðið upp sinn
dóm. Að hámarki 10 prósent jafnræði
við úthlutun sameiginlegra auðlinda
verður að duga Íslendingum, há-
markið á Íslandi er 10 prósent mann-
réttindi svo vernda megi þeirra eigin
forréttindi. Sérhagsmunaöflin hafa
því bersýnilega vald til að ákvarða
hvort almennir borgarar þessa lands
fái notið þeirra mannréttinda sem
þeim annars ættu að vera tryggð
samkvæmt stjórnarskrá og alþjóð-
legum mannréttindasáttmálum. Slíkt
þekkist hvergi í heiminum nema í
löndum kenndum við banana.
Þórður Már Jónsson er formaður
Þjóðareignar, samtaka um auðlind-
ir í almannaþágu. Finnbogi Vikar er
fulltrúi Hreyfingarinnar í endurskoð-
unarnefnd um stjórnun fiskveiða.
10% mannréttindi, 90% forréttindi
1 SKRIÐJÖKULL AF RUSLI GNÆFIR YFIR MIÐJARÐARHAFI Risastór
haugur af rusli er við strönd einnar
stærstu borgar Líbanons.
2 PETER JACKSON: ÉG FER ÞÁ BARA FRÁ NÝJA SJÁLANDI Leik-
stjórinn er ósáttur við stéttarfélag
kvikmyndaframleiðenda.
3 „HRÆSNI Í GANGI HJÁ ÍS-LENSKRI ÞJÓГ Bjarni Karlsson
segir að Íslendingar séu fullir af
hræsni í garð fátækra.
4 MEXÍKÓSKUR BÆJARSTJÓRI GRÝTTUR TIL BANA
Morðið er talið tengjast átökum
fíkniefnagengja.
5 SÆGREIFAR OG ARKITEKT HRUNSINS BANNA FÓLKI EKKI
AÐ GREIÐA ATKVÆÐI Utanríkis-
ráðherra um að, samkvæmt könnun,
vilji fleiri halda ESB-viðræðum
áfram.
6 EIRÍKUR JÓNSSON REKINN: „NO KOMMENT“ Eiríki Jónssyni, ritstjóra
Séð og heyrt, var sagt upp störfum.
7 HALLARBYLTING Í VG Í REYKJA-VÍK
Andstæðingar ESB gerðu hallar-
byltingu á aðalfundi félagsins á
mánudag.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn? „Víðir Már Petersen
laganemi við HÍ, lögmaður á lögmanns-
stofunni Lex og klarínettuleikari.“
Hvað drífur þig áfram? „Að gera það
sem mér finnst skemmtilegt.“
Hver eru helstu áhugamálin? „Þau eru
tónlist og pólitík og bara almenn gleði.“
Hvar ertu uppalinn? „Ég bjó fyrstu tvö
ár ævi minnar í Reykjavík, en ólst svo að
mestu leyti upp í Kópavogi.“
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú yrðir stór? „Ég ætlaði að verða
bakarameistari þegar ég var mjög ungur,
en seinna langaði mig mikið að vera Jón
Sigurðsson.“
Hvaða tilfinning fylgir því að vera
sestur á Alþingi aðeins 21 árs? „Þetta
er mjög mikill heiður og mjög krefjandi,
en ég er bara nokkuð sáttur.“
Hvaða stjórnmálamanni berð þú
mesta virðingu fyrir? „Sterkustu stjórn-
málamennirnir myndu að mínu mati vera
Ronald Reagan og Winston Churchill.“
Hvaða eiginleika þarf góður stjórn-
málamaður að hafa? „Trúverðugleika,
heiðarleika, sannfæringu og hugsjónir.“
Hvaða málefnum vilt þú helst beita
þér fyrir sem stjórnmálamaður? „Því
miður fæ ég bara vera í nokkra daga á
þingi, en ef ég hefði lengri tíma þá væri
það helst atvinnu- og skattamál. Það að
þegar ungt fólk kemur úr Háskóla hafi
það atvinnu og hafa skattkerfið þannig
að hægt sé að búa hérna án þess að þurfa
sjá eftir stærstum hluta launanna í skatt.“
Hvar sérðu sjálfan þig eftir 10 ár?
„Í góðri vinnu með börn og fjölskyldu,
kannski búinn að fara til útlanda að læra
eitthvað og ennþá að spila á klarínettu.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Atvinna og nýsköpun.“
MAÐUR DAGSINS
KJALLARI
„Já.“
ARNAR ÞÓR KRISTINSSON
22 ÁRA, MYNDLISTARNEMI
„Já, núna þegar ég gekk í gegnum
miðbæinn.“
LOGI KARLSSON
29 ÁRA, FYRIRSÆTA
„Já, ég varð var við fátækt rétt í þessu.“
HARALDUR KARLSSON
18 ÁRA, ÞJÁLFARI
„Já.“
RAGNHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR
67 ÁRA, LÍFEYRISÞEGI
„Já, en þó minna en ég bjóst við.“
SIGRÍÐUR A. STEFÁNSDÓTTIR
54 ÁRA, STARFSMAÐUR Á LEIKSKÓLA
VERÐUR ÞÚ VAR/VÖR VIÐ FÁTÆKT Á ÍSLANDI?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
MIÐVIKUDAGUR 29. september 2010 UMRÆÐA 19
Öllum sinnt Allt fór vel þegar tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi við Hátún í fyrradag.
Þessi reykkafari í fullum klæðum gat því gefið sér nokkrar mínútur til þess að ræða við yngstu kynslóðina á svæðinu. MYND SIGTRYGGUR
FINNBOGI
VIKAR
skrifar
ÞÓRÐUR MÁR
JÓNSSON
skrifar