Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 29. september 2010 miðvikudagur
Fjórtán ára
á rúntinum
Sumir virðast vera ansi óþreyjufull-
ir þegar bílprófið er annars vegar.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu barst um helgina tilkynning um
fjórtán ára pilt sem var á rúntinum
í Hafnarfirði. Kauði var kominn til
síns heima áður en lögreglan náði til
hans og hafði þá skilað bæði bílnum
og sjálfum sér heilum á húfi. Betur
fór því en á horfðist enda uppátækið
stórhættulegt, að því er fram kem-
ur í dagbók lögreglu. Pilturinn fékk
orð í eyra og sömuleiðis jafnaldri
hans sem var með í för. Sá yfirgaf
bílinn þegar rúnturinn stóð sem
hæst en viðkomandi var handsam-
aður þar sem hann reyndi að fela sig
í húsagarði.
Verðmæti eigna
Kaupþings eykst
Verðmæti eigna Kaupþings banka
jókst að raunvirði um 119 milljarða
króna, eða um fimmtán prósent,
á fyrri helmingi ársins 2010. Þetta
kemur fram í nýjum upplýsingum
sem skilanefnd Kaupþings hefur birt
í kröfuhafaskýrslu sinni.
Nafnvirði heildareigna Kaup-
þings nam 2.650 milljörðum króna
í lok árshelmingsins en óveðsett-
ar eignir bankans eru metnar á
833 milljarða. Þóknanatekjur af
lánasafni bankans námu rúmum
800 milljónum króna á fyrstu sex
mánuðum ársins. Þær tekjur standa
straum af nær öllum rekstrarkostn-
aði Kaupþings utan aðkeyptrar
sérfræðiþjónustu, það er launum,
húsaleigu og öðrum kostnaði. Þókn-
anatekjur árið 2009 voru um 1.300
milljónir króna. Heildarkostnaður
við rekstur Kaupþings banka á fyrstu
sex mánuðum ársins var 3,7 millj-
arðar króna
Lögreglan á Akranesi lagði hald á
virka handsprengju á föstudaginn
í síðustu viku, sem 18 ára dreng-
ur í bænum hafði í bakpoka sín-
um. Samkvæmt lögreglu hafði
hann verið að sýna félögum sínum
sprengjuna skömmu áður. Lögregl-
an telur að drengurinn hafi ekki vit-
að að sprengjan væri virk og þar af
leiðandi stórhættuleg. Hann hafi því
verið að fíflast með sprengjuna með
félögum sínum. Talið er að sprengjan
hafi verið stofustáss í hillu á heimili
fjölskyldu í bænum áratugum sam-
an. „Kjánagangur,“ segir varðstjóri
lögreglunnar, um ástæður þess að
drengurinn var með handsprengjuna
á sér. Sprengjusérfræðingar Land-
helgisgæslunnar voru kallaðir til og
gerðu handsprengjuna óvirka.
Upp komst um málið þegar ungl-
ingur í bænum kom inn á lögreglu-
stöðina og sagði frá því að annar
unglingur í bænum væri með hand-
sprengju á sér sem hann væri að sýna
öðrum ungmennum. Lögreglan fór í
kjölfarið og tók sprengjuna af drengn-
um sem sýndi mikinn samstarfsvilja.
Ekki liggur nákvæmlega fyrir
hvernig virk handsprengja komst í
hendur fjölskyldufólks á Akranesi, en
vitað er að hún er bandarísk. Vitað er
að bandaríska varnarliðið hélt vopn-
aðar heræfingar um allt land á árum
áður og ekki er útilokað að hand-
sprengjan hafi ratað inn á heimilið í
tengslum við þær. Áður hafa fundist
virkar handsprengjur á víðavangi á
svæðum sem varnarliðið æfði á, sam-
kvæmt upplýsingum frá Landhelgis-
gæslunni.
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl-
unnar, segir heppni að sprengjan
skyldi ekki hafa orðið fyrir hnjaski öll
þau ár sem hún var inni á heimilinu á
Akranesi. „Lögreglan á Akranesi ósk-
aði eftir því að sprengjusérfræðing-
ar kæmu á staðinn til þess að skoða
sprengjuna. Hún var gerð örugg til
flutninga á lögreglustöðinni og síð-
an fluttu þeir hana á stað í nágrenni
Akraness til eyðileggingar,“ segir
Hrafnhildur.
Lögreglan á Akranesi segir að
málinu verði fylgt eftir sem broti á
vopnalögum, enda er handsprengju-
eign ólögleg hér á landi.
valgeir@dv.is
Landhelgisgæslan gerði handsprengju á Akranesi óvirka:
18 ára með handsprengju
Handsprengja Virk bandarísk hand-
sprengja var notuð sem stofustáss á
heimili á Akranesi áratugum saman.
Guðmundur Hauksson, þáverandi
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis, keypi stofnfjár-
bréf í sjóðnum í nafni látinnar móð-
ur sinnar í maí árið 2005, samkvæmt
heimildum DV. Móðir Guðmundar,
Ragnhildur Guðmundsdóttir, átti
bréf í sparisjóðnum þegar hún lést
snemma árs 2004. Í maí 2005 var svo
keypt stofnfé í hennar nafni í stofn-
fjárútboði sem þá fór fram. Heim-
ildir DV herma að starfsmönnum
sparisjóðsins hafi gengið nokkuð
erfiðlega að ganga frá kaupunum á
bréfunum á kennitölu Ragnhildar og
að þeir hafi furðað sig á viðskiptun-
um.
Slík viðskipti í nafni látins aðila
geta verið fullkomlega lögleg ef þau
eru gerð í nafni dánarbús viðkom-
andi, og þar af leiðandi á kennitölu
hans, áður en skiptum í dánarbú-
inu lýkur. Þegar einstaklingur fellur
frá flytjast eignir og réttindi viðkom-
andi yfir í dánarbú hans, þar með
talin réttindi til að taka þátt í stofn-
fjárútboðum vegna stofnfjáreignar
einstaklingsins. Réttindin sem fylgja
stofnfjáreign viðkomandi kennitölu
eru hins vegar bundin við að við-
skiptin fari fram á meðan dánarbúið
er ennþá til og skipti hafa ekki farið
fram á því. Eftir að skiptum úr dánar-
búinu lýkur fellur úr gildi sú heimild
sem búið hafði til að stunda viðskipti
í nafni hins látna.
Kæra í farvatninu
Heimildir DV herma að kæra sé í far-
vatninu þar sem Fjármálaeftirlitinu
verði bent á að athuga þessi viðskipti
og hvort þau hafi verið eðlileg.
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra hefur rannsakað viðskipti
stjórnar- og ráðamanna Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis með stofn-
fjárbréf í sparisjóðnum um sumarið
2007. Þar á meðal eru viðskipti eig-
inkonu Guðmundar, Áslaugar Bjarg-
ar Viggósdóttur, með stofnfjárbréf
á þessum tíma en hún seldi þá 10
milljón hluti í sparisjóðnum. Nokkr-
um mánuðum síðar hrundu bréf-
in í verði eftir að sparisjóðurinn var
skráður á markað sem hlutafélag og
þeir aðilar sem keyptu bréfin töpuðu
á fjárfestingu sinni.
Rannsókn embættisins beinist
meðal annars að því að athuga hvort
því hafi verið haldi leyndu fyrir
kaupendum bréfanna að tengdir að-
ilar hafi selt bréfin og eins hvort þeir
stjórnendur sem seldu bréfin hafi
haft betri vitneskju um stöðu spari-
sjóðsins og þess vegna hafi þeir selt
með það fyrir augum að græða.
Heimildir DV herma að nú styttist
í niðurstöðu hjá embættinu í þessari
rannsókn en afar erfitt getur verið að
sanna að stjórnendur sparisjóðsins
hafi misnotað aðstöðu sína í málinu.
Staðfestir ekki kaupin
Guðmundur Hauksson vill ekki stað-
festa að bréfin í stofnfjárútboðinu
2005 hafi verið keypt í nafni móður
hans en staðfestir að hann hafi eign-
ast þau bréf sem hún átti. „Þegar
móðir mín lést þá gengu þessi bréf
yfir til mín og þar með áskriftarrétt-
ur,“ segir Guðmundur en stofnfjár-
eigendur hafa almennt séð rétt á að
bæta við sig hlutum í stofnfjárút-
boðum í ljósi þess að þeir eiga bréf
í sparisjóðunum. Guðmundur segir
að þetta hafi þó ekki átt við í þessu
stofnfjárútboði þar sem það hafi
einnig verið opið öðrum fjárfest-
um. Stofnfjáreign í sparisjóðnum var
því ekki skilyrði samkvæmt því sem
Guðmundur segir.
Aðspurður hvort bréf móður hans
hafi verið orðin hans eign þegar
stofnfjárútboðið fór fram segir Guð-
mundur. „Ég man ekki hvort þau
voru komin yfir á mitt nafn eða ekki
og sé ekki að það skipti máli. Ég man
ekki alveg hvernig þetta gekk fyrir
sig, hvenær nafnbreytingin var gerð,“
segir Guðmundur.
Því liggur ekki ljóst fyrir hvort
dánarbú móður Guðmundar keypti
bréfin eða hvort búið var að ganga frá
skiptum á búinu þegar það var gert.
KEYPTI STOFNFÉ Í
NAFNI MÓÐUR SINNAR
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, eign-
aðist bréf í sjóðnum sem höfðu áður verið í eigu móður hans. Keypt var stofnfé í nafni
móður Guðmundar eftir að hún lést. Heimild er fyrir því að stunda slík viðskipti meðan
gengið er frá skiptum í dánarbúi. Guðmundur getur ekki svarað hvort slíkt hafi verið
raunin í þessu tilfelli. Kæra vegna málsins er í farvatninu samkvæmt heimildum DV.
inGi f. vilHjálmSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Ég man ekki hvort þau voru
komin yfir á mitt nafn
eða ekki og sé ekki að
það skipti máli.
Heimildir DV herma að
kæra sé í farvatninu.
móðir hans og eiginkona
stofnfjáreigendur Bæði
móðir Guðmundar Haukssonar
sparisjóðsstjóra og eiginkona
hans áttu stofnfjárbréf í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis. Keypt
voru stofnfjárbréf í nafni móður
Guðmundar eftir að hún lést.
Sterar og dóp
í Breiðholti
Fíkniefni fundust við húsleit í fjöl-
býlishúsi í Breiðholti á föstudag.
Um var að ræða nokkur hundruð
grömm af marijúana. Á sama stað
var einnig lagt hald á stera og tölu-
vert af peningum sem grunur leikur
á að séu tilkomnir vegna fíkniefna-
sölu. Húsráðandi, karl á þrítugs-
aldri, var handtekinn í þágu rann-
sóknarinnar en hann hefur játað að
fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu
og telst málið upplýst. Maðurinn
hefur áður komið við sögu hjá lög-
reglu. Húsleitin var framkvæmd að
undangengnum dómsúrskurði.
Aðgerðin er liður í að hamla
gegn sölu og dreifingu fíkniefna,
en sem fyrr minnir lögreglan á
fíkniefnasímann 800-5005. Í hann
má hringja nafnlaust til að koma
á framfæri upplýsingum um fíkni-
efnamál.