Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 15
Borðið á föstum matmálstímum „Margir sem
eiga við offitu að stríða eru sífellt að stinga einhverju upp í sig, jafnvel þegar
verið er að sinna heimilisstörfum, lesa og horfa á sjónvarp. Það er mjög mikil-
vægt að tengja neyslu við ákveðna staði og ákveðnar stundir,“ segir í bókinn
Lífsþróttur – næringarfræði fróðleiksfúsra, eftir Ólaf Gunnar Sæmundsson.
Hann hvetur fólk til að borða á föstum matmálstímum. „Ef hins vegar hefur verið
ákveðið að neyta einhvers matar, segjum fyrir framan sjónvarp, er skynsamlegt
að velja kolvetnaríka ávexti, svo sem vínber og vatnsmelónu, í stað kolvetna- og
fituríkra afurða eins og kartöfluflagna eða súkkulaðirúsína,“ segir hann.
Verðlaun fyrir árangur Ólafur Gunnar
Sæmundsson segir enn fremur í bókinni Lífsþróttur – næringar-
fræði fróðleiksfúsra að sá sem setji sér það markmið að léttast
um 20 kíló ætti ef til vill að verðlauna sig fyrir hver fimm kíló sem
fjúka. „Verðlaunin ættu þó ekki að vera í formi matar og drykkjar.
Gott ráð er að skrifa niður það sem viðkomandi finnst gaman að
gera en hefur ekki náð að hrinda í framkvæmd. Það getur verið að
fara í bíó eða leikhús, hafa samband við gamla kunningja, fara á
söfn eða listasýningu, svo eitthvað sé nefnt,“ skrifar hann.
miðvikudagur 29. september 2010 neytendur 15
Pólar hf. er með ódýrustu 45
ampera rafgeyma sem völ er á –
samkvæmt verðkönnun Félags
íslenskra bifreiðaeigenda á raf-
geymum. Rafgeymirinn frá þeim
kostar rétt um 14 þúsund krónur.
Dýrasti geymirinn er hjá Stillingu
og kostar um 20 þúsund krónur.
Munurinn er 41 prósent.
Brátt kemur sá tími ársins þeg-
ar í ljós kemur hvort skipta þurfi
um rafgeyma í bílum. Þegar kalt er
á næturna og morgnana gefa raf-
geymarnir stundum eftir – enda er
notkun á rafbúnaði eins og mið-
stöð, rúðuhiturum og sætishitur-
um sjaldan meiri en á köldum vetr-
armorgnum.
Í könnun FÍB var verð á þrem-
ur mismunandi rafgeymum athug-
að hjá Stillingu, Rafgeymasölunni,
Skorra, Pólum, Max1, Rafgeyma-
sölu Olís, N1, Ásco og Shell.
Mun minni verðmunur er á 60
ampera rafgeymum. Munurinn á
þeim dýrasta og ódýrasta er aðeins
16 prósent. Ódýrustu geymarn-
ir fást hjá Pólum og Ásco, en þeir
kosta um 19 þúsund krónur. Dýr-
ustu geymarnir eru hjá Stillingu og
Shell þar sem þeir kosta um 21 þús-
und krónur. Ekki var í könnuninni
tekið tillit til gæða rafgeymanna
eða framleiðanda.
Þegar kemur að 90 ampera dís-
il-rafgeymum er verðmunurinn allt
að 60 prósent. Langódýrustu geym-
arnir fást hjá Rafgeymasölunni
Dalshrauni í Hafnarfirði. Þar kosta
90 ampera dísil-geymar um 20 þús-
und krónur en hjá hinum aðilun-
um eru þeir alls staðar á bilinu 27
til 32 þúsund. Hjá Skorra hægt að fá
slíka rafgeyma fyrir um 35 þúsund
krónur, samkvæmt könnuninni.
Af þessu leiðir að það getur
margborgað sig að gera verðsam-
anburð á rafgeymum, áður en slík
fjárfesting er gerð.
baldur@dv.is
Verðkönnun FÍB á rafgeymum leiðir í ljós mikinn verðmun:
Sextíu prósenta verðmunur
sem kemur verst út af þeim 33 sem
voru bornir saman. Porsche kem-
ur þar á eftir en þó bilanatíðnin
sé ef til vill ekki há er hver viðgerð
dýr. Að jafnaði kostar 130 þúsund
krónur að gera við Porsche í Bret-
landi en Mazda og Audi koma í
næstu sætum þar á eftir. Renault
og Fiat framleiða hins vegar bíla
sem ódýrast er að gera við. Hver
viðgerð kostar að jafnaði ríflega
40 þúsund krónur, eins og sjá má
á listanum.
Gögnin byggja á skoðunum á 50
þúsund bifreiðum sem eru á aldr-
inum þriggja til tíu ára.
Vert er að hafa í huga að töl-
urnar miðast við áreiðanleika og
reynslu Breta – þær taka ekki mið
af íslenskum aðstæðum. Þá má
einnig benda á að að lágmarki 50
bílar af hverri tegund liggja að baki
tölunum.
Bíll Stuðull
1 Audi RS6 686.98
2 Jaguar XK8 370.63
3 Mercedes SL 361.39
4 BMW Z3 358.32
5 Jaguar XKR 326.51
6 Land Rover Range Rover 314.17
7 Audi Allroad 287.78
8 Mercedes V-Class 270.50
9 Mercedes S-Class 262.94
10 Jeep Cherokee 259.28
tíu verstu
ToyoTa Corolla langbesTi bíllinn
tíu bestu
Bíll Stuðull Meðal viðgerð-
arkostnaður
Lægsta verð
(bgs.is)*
Stærð
1 Toyota Corolla 8.35 30.386 933.000 1,3l, 3 dyra
2 Mazda MX-5 14.88 38.692 997.000 1,8l, 2 dyra
3 Honda HR-V 14.91 54.271 1.096.000 1,6l, 3 dyra
4 Honda Jazz 18.53 42.158 1.111.000 1,4l, 5 dyra
5 Nissan Micra 18.95 28.742 821.000 1,0l, 5 dyra
6 Honda Civic 19.30 43.913 536.000 1,4l, 3 dyra
7 Volvo S40 19.34 27.082 1.462.000 1,6l, 4 dyra
8 Toyota Celica 19.43 58.944 1.159.000 1,8l, 3 dyra
9 Mazda 323 19.60 39.642 591.000 1,3l, 3 dyra
10 Honda CR-V 24.22 44.095 1.081.000 2,0l, 5 dyra
* ViðMiðuNARVERð BíLGREiNASAMBANdSiNS. ALLRA ÓdýRASTA TýpAN.
ATHuGið Að BíLARNiR ERu MJöG MiSJAfNiR Að STæRð.
Viltu bíl sem virkar?
Toyota Corolla, Mazda MX5
og Honda HRV eru bílar sem
þú ættir að skoða.
Verslun Bensín Bensín Dísil Aths.
45 amp. 60 amp. 90 amp.
Stilling* 19.847 20.892 29.985
Rafgeymasalan 15.437 19.955 19.969 63amp/54amp/91amp
Skorri ehf* 16.500 19.500 31.900-34.900 95amp
pólar hf. 14.030 18.951 28.856
Max1 16.336 18.951 27199 85amp
Rafgeymasala Olís 19.215 19.187 30.255
N1* 15.950-16.950 19.950 29.950 95amp
Ásco ehf 17.035 17.035 30.256 95amp
Shell rafgeymar 16.500 21.900 31.900 95amp
STiLLiNG VEiTiR féLAGSMöNNuM 15% AfSLÁTT, SKORRi 10% OG N1 18% AfSLÁTT.
verðkönnun Fíb
Rafmagnslaus? í köldu veðri gefast
lúnir rafgeymar upp.