Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 29. september 2010 erlent 17 Dmitry Medvedev, forseti Rúss- lands, rak óvænt Yuri Luzhkov, borg- arstjóra Moskvu, á þriðjudaginn. Hann er valdamikill andstæðingur forsetans sem gagnrýndi stjórnvöld í Kreml og neitaði svo að segja af sér. Luzhkov hefur stjórnað Moskvu frá 1992 og er einn valdamesti stjórnmálamaður Rússlands. Hann reitti Medvedev til reiði með því að leggja til að landið þyrfti á sterk- ari og ákveðnari leiðtoga að halda – og þótti þannig beina jákvæðum straumum til Valdimírs Pútín for- sætisráðherra. Luzhkov er frægur fyrir að bera pottlok sem algengt er innan verka- mannastéttarinnar. Hann er gríð- arlega vinsæll hjá alþýðufólki, sér í lagi fyrir að leggja áherslu á velferð- arþjónustu og háan ellilífeyri. Hann hefur þó oft verið sakaður um spill- ingu, sérstaklega í tengslum við um- svif eiginkonu sinnar sem er vell- auðug. Stjórnmálaskýrendur segja deil- ur þessara valdamiklu manna vera prófsteinn á sjálfstæði Medvedevs sem margir telja að muni þurfa að víkja fyrir Vladimír Pútín eftir for- setakosningarnar árið 2012. Medvedev, sem er staddur í op- inberri heimsókn í Kína, lýsti því yfir að Luzhkov væri á förum í sjón- varpsviðtali. Sagt er að borgarstjór- inn hafi þá fyrst frétt af brottrekstr- inum. „Sem forseti Rússlands hef ég glatað trausti mínu til Yuris Mikhai- lovich Luzhkov sem borgarstjóra Mosvku. Ég mun ákveða hver stýrir Moskvu,“ sagði Medvedev við blaða- menn í Sjanghæ. helgihrafn@dv.is Medvedev reiður: Rak borgarstjóra Moskvu LoðfíLabein í stað fíLabeins KRÓnPRinsinn VaLinn Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur að mati sérfræðinga valið son sinn Kim Jong-un sem eftirmann sinn með því að skipa hann hershöfðingja. Hann er 27 ára, menntaður í Sviss og hefur aldrei gegnt herþjónustu. Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað son sinn Kim Jong-un hershöfðingja og þykir stöðuhækk- unin sterk vísbending um það sem lengi hefur verið talið líklegt, að son- urinn muni leysa föður sinn af hólmi þegar hann stígur til hliðar. Flokks- þing norðurkóreska Verkamanna- flokksins hófst á mánudag og var þetta meðal þeirra fregna sem borist hafa af því. Kim Jong-il, sem orðinn er 68 ára gamall, er sagður við afar slæma heilsu eftir að hafa fengið heilablóð- fall árið 2008. Hann tók við af föður sínum Kim Il-Sung heitnum, sem titlaður er „eilífðarforseti“ landsins. Menntaður í Sviss Sky-fréttstofan segir heimildir sömu- leiðs herma að Kim Jong-il hafi gert systur sína að hershöfðingja. Flokks- þingið er sjaldgæfur atburður og það sem nú stendur yfir sagt það stærsta í 30 ár. Kim Jong-il var endurkjörinn í embætti þjóðarleiðtoga á þinginu samkvæmt fréttum ríkisfjölmiðla í kommúnistaríkinu. Kim Jong-un er orðinn hershöfð- ingi þrátt fyrir að hafa aldrei sinnt herþjónustu. Hann hlaut mennt- un í Sviss en lítið annað er vitað um hann. Óljóst er hversu gamall Kim Jong-un er en hann er sagður vera á þrítugsaldri, líklega fæddur 1982 eða 1983. Hann er talinn hafa skotið eldri bræðrum sínum tveimur ref fyrir rass í kapphlaupinu stöðu föður þeirra, sem sjálfur tók við embættinu úr hendi afa þeirra, en Kim Il-sung, sem lést árið 1994, stofnaði kommúnista- ríkið og stjórnaði því til dauðadags. Krónprinsinn valinn Kim Jong-il fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum. Hann fór í læknis- meðferð til Kína, en ekkert hefur þó verið gefið upp um hvernig til tókst. Yfirvöld í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu, hafa ekkert vilj- að segja um heilsufar leiðtogans og sömu sögu er að segja um kínversk stjórnvöld. Í frétt ríkissjónvarpsins í Norður-Kóreu var aðeins sagt frá því að Kim Jong-il hefði verið endur- kjörinn og honum hefði verið fagnað með dynjandi lófataki. „Sonurinn verður krónprinsinn. Staðfest. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði dr. Kongdan Oh, sérfræð- ingur í málefnum Norður-Kóreu hjá Brookings-stofnuninni í Washington í samtali við breska blaðið Guardian. En hún bætti við: „Faðir hans hef- ur sveipað soninn dýrðarljóma – en spurningin er hvað gerist þegar Kim Jong-il deyr. Það verður áhugavert.“ Eilífðarforsetans minnst Sjónvarpsstöðvar í Norður-Kóreu sýndu hátíðahöld í Pyongyang sem skreytt var með fánum og skiltum í tilefni flokksþingsins. Fundarmenn mættu sumir í jakkafötum en aðrir í herbúningum. Fundargestir gengu til Kumsu- san-minningarhallarinnar á mánu- daginn og minntust Kim Il-sung stofnanda Norður-Kóreu og föður Kim Jong-il. Í valdatíð Kim Jong-il hefur enn aukist á einangrun landsins og hefur landið misst nær öll tengsl við um- heiminn. Hann hefur skapað algjör- an átrúnað á sig og fjölskyldu sína á meðan hagkerfi Norður-Kóreu er í lamasessi og þjóðin þjáist vegna matar- og vöruskorts. Faðir hans hefur sveipað soninn dýrðarljóma – en spurn- ingin er hvað gerist þeg- ar Kim Jong-il deyr. Það verður áhugavert. hElgi hrafn guðMundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is rekinn Borgarstjórinní Moskvu,YuriLuzhkov,var rekinnáþriðjudaginn.Hann hefurstýrtMoskvufrá1992. MYnd rEuTErS skriðjökull af rusli Ruslafjallið sem hér sést er að finna á strönd þriðju stærstu borgar Líb- anon, Sidon, og hefur til fjölda ára verið þyrnir í augum umhverfis- verndarsinna og nágrannalanda Líbanon. Haugurinn, sem líkist einna helst skriðjökli af rusli þar sem hann gnæfir allt að 20 metra yfir Miðjarðarhafinu, hefur ítrekað hrunið að hluta til út í hafið. Rusla- eyjunum hefur þá skolað að strönd- um nágrannalanda og hafa yfirvöld Kýpur, Sýrlands og Tyrklands kvart- að sáran yfir sóðaskapnum. Ruslahaugurinn stendur nærri skólum, sjúkrahúsum og íbúðar- húsnæði í Sidon. Hann ógnar heilsu rúmlega 200 þúsund íbúa borgar- innar, sjávarlífi og lífsviðurværi fiski- manna. Á myndinni hér að ofan sem Reuters-fréttastofan birti sést ein- mitt sjómaður að störfum við rusla- hauginn sem yfirvöld virðast ekkert vera á þeim buxunum að láta hverfa. trúleysingjar fróð- ari um trúarbrögð Það fólk sem veit hvað mest um trúmál trúir ekki á neitt. Í nýlegri könnun sem framkvæmd var í Bandaríkjunum kom þetta í ljós. Þeir sem heitast trúðu vissu áberandi minnst um trúmál. „Þetta er fólkið sem hugsaði mik- ið um trúna,“ segir einn þeirra sem framkvæmdi könnunina um trúleys- ingjana. „Trúleysingjarnir voru líka almennt vel menntaðir.“ Hann segir að líklegasta skýringin á þessu sé að þeir einstaklingar sem hefðu tek- ið ákvörðun um að fylgja engri trú hefðu kynnt sér málin betur en aðrir. Gyðingar og mormónar voru þeir trúarhópar sem vissu mest um trú af þeim sem teknir voru fyrir í könn- uninni. Könnunin náði ekki til mús- líma og hindúa. Krónprinsinn Suður-Kóreu- mennhorfaásjónvarpsskjá semsýnirandlitKim Jong-un,yngstasonarKim Jong-Il,leiðtogalandsins. Flestbendirtilþessað honumséætlaðaðtakavið embættiföðursíns. MYnd rEuTErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.