Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 32
n Sjónvarpsmaðurinn margverð- launaði, Jón Ársæll Þórðarson, er þessa dagana að gera þátt um Ögmund Jónasson, dómsmála- og samgönguráðherra. Félagarnir voru meðal annars við tökur á þættinum Sjálfstæðu fólki á þriðjudaginn, þar sem þeir spígsporuðu spekings- lega með myndatökumanni við gömlu höfnina í Reykjavík. Upptökurn- ar á sjónvarpsþættin- um hafa vafalaust verið stund milli stríða hjá Ögmundi, því síðar um daginn kom að því að Alþingi þurfti að greiða at- kvæði um hvort ákæra ætti fyrrverandi ráðherra fyrir lands- dómi. ÖGMUNDUR Í SJÁLFSTÆÐU FÓLKI Ásgerður Jóna Flosadóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Ís- lands, er á meðal þeirra sem sækj- ast eftir embætti ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytis- ins. „Ástæðan fyrir því að ég sótti um þetta starf er sú að ég taldi að grundvallarmenntun og reynsla af hörðum markaði einkageirans í áratugi, væri góður grunnur fyrir þetta starf,“ segir Ásgerður Jóna um umsókn sína. Aðspurð hvað fyrsta verk henn- ar í starfi ráðuneytisstjóra yrði seg- ir hún að það sé of langt mál til að telja upp í stuttu viðtali. „Ég er með margt á prjónunum sem ég vil breyta í okkar þjóðfélagi. Ég tel allavega að minn bakgrunnur nýt- ist vel í þessu starfi og reynsla mín af hjálparstarfi í grasrót velferðar- kerfisins í Reykjavík gefi mér þá innsýn að ég taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Ásgerður. Alls sóttu 21 um starfið en Ás- gerður Jóna vill ekki tjá sig um hvort hún sé bjartsýn um að fá stöðuna. „Eigum við ekki bara að bíða niðurstöðunnar,“ segir hún. Hún segir aðsókn í Fjölskyldu- hjálp Íslands hafa aukist til muna og að hún heyri á mörgum að fólk sé virkilega illa statt. „Þetta er bara veruleikinn í dag. Ég var með konu hjá mér sem kom og talaði fyrir hönd annarrar konu. Hún sagði öll sund vera lokuð hjá vinkonu sinni sem býr með eigur sínar í pappa- kössum og fær ekki úrlausn sinna mála hjá félagsþjónustu Reykjavík- ur,“ segir Ásgerður. birgir@dv.is Ásgerður Jóna vill verða ráðuneytisstjóri: „MARGT Á PRJÓNUNUM“ n Danski gamanleikarinn Frank Hvam sást spóka sig um á Lauga- vegi í miðborg Reykjavíkur í góðra vina hópi síðdegis í gær. Frank er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Klovn, eða Trúðn- um, þar sem hann túlkar sjálfan sig á kostulegan hátt. Frank er hér á landi í tengslum við uppistand sem haldið verður í kvöld, mið- vikudagskvöld, í Háskólabíói. Þar mun Frímann Gunnarsson troða upp og með honum verða margir af frægustu grínistum Norðurlanda. Á meðal þeirra sem halda gleðinni gangandi verða Dagfinn Lyng- bø, einn frægasti grínari Noregs, og André Wickström frá Finnlandi. n Þorbjörg Marinósdóttir, rithöf- undur og fyrrverandi blaðakona Séð og heyrt, hætti óvænt störfum á blaðinu á mánudag. Það gerði hún eftir að Eiríki Jónssyni ritstjóra var sagt upp störfum. „Eftir að honum var sagt upp var þessi vinnustað- ur ekki eins fýsilegur,“ segir Þorbjörg, eða Tobba eins og hún gjarnan kölluð. Tobba verður þó ekki atvinnulaus lengi því hún upplýsti blaða- mann um að hún myndi skrifa undir samning á öðrum vettvangi í dag, miðviku- dag. Tobba vildi hins veg- ar ekkert segja til um hver nýi starf- inn er. Eftirsótt slúðurstelpa! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 07:30 SÓLSETUR 19:04 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 TRÚÐUR Á LAUGAVEGI EKKI LENGI ATVINNULAUS REYKJAVÍK S é r v e r s l u n v e i ð i m a n n a - L a u g a v e g 1 7 8 - s í m i : 5 5 1 - 6 7 7 0 Remington 870 Express Remington 870 Express pumpa Tilboð kr.76.900 Remington 11-87 Hálfs já lv i rk Tilboð kr. 134.900 Remington 11-87 TILBOÐ Vesturröst • Hindrar blöðrumyndun – verndar fætur • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka • Gervihúð sem andar Compeed plásturinn Mögulegur ráðuneyt- isstjóri Ásgerður Jóna Flosadóttir sækist eftir stöðu ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. 12/11 12/3 12/6 9/5 15/13 19/9 14/4 24/21 25/20 12/11 12/3 12/6 9/5 15/13 19/9 14/4 24/21 25/20 10/5 7/2 9/2 6/2 13/8 17/15 12/3 24/19 22/19 10/6 7/1 10/4 7/2 17/15 16/13 12/9 24/20 22/19 Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 3-5 11/9 5-8 10/9 5-8 10/7 3-5 10/7 0-3 10/9 3-5 9/5 5-8 12/9 3-5 10/8 8-10 10/9 5-8 10/9 8-10 11/8 5-8 9/8 3-5 10/8 5-8 12/11 5-8 12/8 3-5 10/8 5-8 10/7 0-3 9/7 0-3 12/4 3-5 9/3 5-8 13/7 3-5 9/9 8-10 10/9 8-10 10/9 8-10 11/8 5-8 12/5 5-8 12/89 5-8 11/8 5-8 12/10 3-5 11/8 5-8 10/7 0-3 10/8 0-3 12/7 3-5 8/6 5-8 11/8 3-5 10/9 8-10 10/9 8-10 10/9 14-16 11/8 8-10 12/8 5-8 12/9 5-8 11/10 5-8 10/7 3-5 9/5 5-8 9/7 0-3 8/5 0-3 9/3 0-3 7/4 5-8 10/6 3-5 10/9 8-10 10/9 8-10 10/9 0-3 11/8 8-10 11/6 5-8 12/9 5-8 10/9 Mið Fim Fös Lau hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlínallt að 15-16 hiti á bilinu Tenerife Alicante VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA 12 12 14 14 13 12 12 12 12 12 8 12 18 16 13 8 10 10 8 8 5 10 8 8 13 13 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafarið á landinu (sjá kvarða) <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is FLOTT Á AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Það verður viðloðandi skúraloft í dag á höfuð- borgarsvæðinu og gætu all myndarlegar dembur fallið en þó með þokkalegum uppstyttum. Það verður nokkuð hvasst með morgninum eða allt að 13 m/s og þó það lægi um miðjan dag má búast við nokkrum blæstri, 5-10 m/s mismunandi eftir hverfum. Sæmilega hlýtt verður í veðri eða 12–13 stig þegar best lætur. LANDSBYGGÐIN Almennt verður vindasamt á landinu og nú með morgninum verður bálhvasst með ströndum sunnan- og suðvestanlands, 10–18 m/s en um miðjan dag í dag dregur úr mesta vindinum þar og vindhraðinn verður þetta 8–15 m/s. Rigning eða skúrir verða með öllu suðaustan- og sunnanverðu landinu og yfir á landið vestanvert. Norðanlands verður hins vegar þurrt og að líkindum léttskýjað við Eyjafjörðinn lengst af. Hitinn á landinu verður á bilinu 10–15 stig. NÆSTU DAGAR Það verður mjög keimlíkt veður fram undir helgi. Á morgun verður reyndar áberandi minnsti vindurinn á landinu en strax á föstudag hvessir töluvert með sunnan- verðu landinu 15–18 m/s, en inni á landinu verður vindurinn nokkuð hægari eða 5–10 m/s. Síðan verður vindasamt sunnan til um helgina. Það verður vætusamt á landinu fram yfir helgi en þó verður sýnu þurrast norðanlands. Þau hlýindi sem eru á landinu verða áfram næstu daga en þó kólnar nokkuð austanlands um helgina en verður á hinn bóginn mjög hlýtt vestanlands og sýnu hlýjast í höfðuborg- inni eða allt að 16 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.